Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 49 um það, að þar hafa hinar högu hendur hans komið að góðum not- um. Mun hann síðan hafa unnið við skipasmíðar meira og minna, þar til hann brá á það ráð að koma hingað til lands og fara að stunda vinnu hjá amerísku félagi á Keflavíkurflugvelli. Ekki þykir mér ósennilegt, að sú ákvörðun hans hafi stafað af heim- þrá, sem eðlilega hefur blundað í brjósti hans, enda þótt hann gerðist bandarískur ríkisborgari. Hefur hann vafalaust saknað samvista við systkini sín, en óvenjumikil sam- heldni og eindrægni hefur einkennt þau alla tíð. Er líklegt, að hann hafí oft hugsað heim til þeirra og sinna gömlu átthaga, þegar hann sat þarna vestra, fjarri sínum nán- ustu. Ekki er þó að efa, að hann hefur eignazt marga góða vini á vesturslóð, því að hver sá, sem hon- um kynntist, hlaut að laðast að honum sökum manngæzku og drenglyndis. Hefur þá engu máli skipt, hvar hann ól manninn. Þá gleymdi Jónas aldrei, ef hann taldi einhvem hafa gert vel til sín. Þann- ig sagði hann mér oft, að hann fengi aldrei fullgoldið þá vinsemd, sem hann hefði notið hjá foreldrum mínum, þegar hann kom ungur maður og óreyndur til Reykjavíkur. Hann sýndi þeim það líka oft í verki og hélt uppi sambandi við þau alla tíð, og minnist móðir mín háöldruð þessarar tryggðar hans nú að leið- arlokum og færir honum þakkir fyrir. Þetta var vissulega gagn- kvæm vinátta, því að faðir minn, sem var ekki allra, mat Jónas Hallgrímsson mikils og meira en flesta aðra sér vandalausra. Var ég oft vitni að því, þegar þeir hittust, hversu einlæg og fölskvalaus þesái vinátta þeirra var. í ljósi þessa mátti það því vera nokkuð táknræn tilviljun, að þeir hlutu báðir hvfld úr þessum heimi á sama mánaðar- degi. Bréf þau, sem Jónas skrifaði okkur úr fjarlægð og flest munu geymd, bera þessari vináttu órækt vitni. Hann skrifaði ævinlega löng og skilmerkileg bréf, enda voru póstgöngur við Bandaríkin strjálli fyrir stríð en síðar varð, þegar flug- ferðir hófust að marki, og fyrir bragðið var meira að segja í fréttum hveiju sinni. En það voru alltaf gleðistundir að fá bréf frá Jónasi. Eitt er það, sem Jónas minntist aldrei á í bréfum sínum og talaði raunar aldrei um í návist minni eða annarra, svo að ég vissi til. Samt fínnst mér ástæðulaust að láta það liggja alveg í þagnargildi í minning- arorðum um hann. Þó veit ég ekki, hvort hann hefði talið það mikinn greiða við sig, svo léttvægum aug- um sem ég held hann hafí sjálfur litið á það, eins og svo margt ann- að, sem hann fékkst við í lífinu. Eftir einhverjum krókaleiðum hafði ég spumir af því, að hann ætti sér tómstundagaman eða verkefni, sem hugurinn hneigðist mjög að, þegar hann var ekki að sinna beinum skyldustörfum. Þetta var skotfimi. Erifitt er fyrir mann, sem hefur aldr- ei handleikið byssu, að segja nokkuð um þetta. Þó mun Jónas hafa iðkað skotæfíngar í mörg ár og verið fé- lagi í ýmsum skotfélögum í Bandaríkjunum. Eftir að hann sett- ist að hér heima, vissi ég til, að hann átti margar byssur og sumar víst bæði afburðagóðar og jafnvel fágætar. Fékk hann hér tilskilin leyfí til að hafa slík verkfæri í fór- um sínum. Þá hafði hann lært vestra að gera sínar kúlur sjálfur og eitthvað fékkst hann við það hér heima líka. Loks hefur mér verið tjáð, að heimafélag hans í Boston hafí árum saman verið sigurvegari í skotfími í Bandaríkjunum og þar hafí stuðlað að sérstakar byssukúl- ur, sem Jónas framleiddi. Ég veit það af samtölum við hann, að hann hafði áhuga á efna- og eðlisfræði, og það hefur vafalaust komið hon- um að góðu haldi í þessu tómstund- agamni í landlegum vestra. Þá hlaut hann sjálfur mörg og góð verðlaun og jafnvel úr gulli fyrir skotfími. Hlýtur að hafa þurft til þess mikla og góða hæfileika í „villta vestrinu“. Þau ár, sem Jónas var búsettur í Boston, kom hann nokkrum sinn- um hingað heim, enda var hann einhleypur og ráðdeildarsamur, svo að honum áskotnaðist örugglega farareyrir til þess að veita sér slíkt. Ég minnist hans frá Alþingishá- tíðinni 1930, eins og áður segir. Svo kom hann heim sumarið 1937, þegar faðir hans lézt, en hann átti þá heima í Vestmannaeyjum. Jónas fór eftir jarðarför hans í ferðalag austur til átthaganna í Mýrdal, enda batt hann órofatryggð við þá og það fólk, sem hann þekkti þar. Komst hann í þeirri ferð allt austur á Síðu. Síðan skall seinni heims- styijöldin á, og þá varð sambandið eðlilega stijálla milli vina. Jónas kom svo til íslands sumarið 1948 til þess að heimsækja ættingja sína og vini og vafalaust ekki sízt móður sína, sem varð áttræð á þvi ári. Þegar Jónas kom til íslands árið 1957 til einhverrar dvalar, urðu aftur fagnaðarfundir, enda kom hann þá. á stundum til okkar á Sjafnargötunni. Þá hafði ég fest ráð mitt, og ekki varð vinsemd hans við konu mína og ungbörn síðri en við okkur hin í fjölskyldunni. Hann hafði ævinlega mikla ánægju af að gleðja aðra og þá ekki sízt börn, því að hann var bamgóður með afbrigðum. Minnast mín böm og vafalaust mörg fleiri þessa nú í þakklátum huga. Á þeim ámm bjó hann hjá ísbjörgu, systur sinni, og manni hennar, Þorsteini Halldórs- syni, að Laugavegi 128. Á Vellin- um, eins og sagt er, vann hann svo meira og minna næsta áratug. Varð hann yfírmaður í blikksmiðju, sem gerði við flugvélaskrokka fyrir Bandaríkjaher. Á þessum ámm festi hann sér íbúð í Hraunbæ 50, og mátti vinum hans þá vera ljóst, að hann hygðist eyða ævidögum sínum hér á landi, þótt hann væri bandarískur ríkisborgari og líkaði margt betur þar í landi en hér í þeirri lausung og ráðdeildarleysi, sem honum fannst ríkja meðal okk- ar á flestum sviðum. Enn varð samt breyting á högum Jónasar. Hann varð að víkja úr stöðu sinni sem verkstjóri í blikk- smiðjunni, þegar maður, sem hafði öll réttindi á pappímnum, kom þar til starfa. Og enn sem fyrr kaus Guðný Jónsdóttir — Minningarorð Hvað er að hætta að draga andann annað en að hverfa inn í sólskinið? Þannig kemst heimspekingurinn mikli Kahlil Gibran að orði um að yfírgefa þetta jarðneska líf. En elskuleg frænka mín, Guðný Jónsdóttir, lést þann 30. desember sl. eftir stutta legu en háöldmð orð- in og farin að heilsu eftir langa og sjálfsagt erfíða lífsgöngu, sem henn- ar kynslóð varð svo oft að láta sig hafa þótt aldrei væri kvartað. Og hvað er betra þreyttum og þjáðum en að hverfa inn í sólskinið, þar sem bíða vinir í varpa? En lífsferill frænku minnar allur var svo óvenju fagur og flekklaus að betri og heilsteyptari persónu en hún var er varla hægt að fínna. Enda hændust öll böm að henni. Og oft klæddi hún litla fætur og hendur í hlýja sokka eða vettlinga, sem hún hafði sjálf pijónað af mik- illi natni og kærleik. Það kom líka fyrir, endur fyrir löngu, að lítil stúlka var látin vera í hennar umsjá á meðan foreldramir fóm í búðarferðir og em þær sam- verustundir geymdar í minninganna sjóði sem dýrasta djásn. Guðný fæddist á Hóli í Breiðdal 17. júlí 1898, dóttir hjónanna Jóns Halldórssonar og Guðbjargar Bjamadóttur, og vom börn þeirra hjóna sex sem upp komust. Fjögur þeirra em nú látin. En tveir bræður Guðnýjar lifa systur sína. Eina dóttur átti Guðný, Nönnu hann þá að hverfa af vettvangi, þótt hann hefði að öllu leyti hæfi- leika og burði til að gegna því starfí, sem honum hafði verið trúað fyrir. Hélt hann þá aftur vestur til sinna gömlu „heimkynna" í Boston og dvaldist þar næstu fjögur árin og stundaði sjómennsku. Árið 1972 sneri Jónas svo stöfn- um heim í síðasta skiptið. Um það leyti gerðist hið óvænta í lífi hans, sem kom ömgglega mörgum vina hans á óvart, en gladdi þá mjög um leið. Jónas, sem þá var orðinn sjötugur að aldri og hafði alla tíð verið ókvæntur, festi ráð sitt. Gekk hann að eiga Sigríði Sóleyju Sveins- dóttur frá Vík í Mýrdal, hina mætustu konu. Varð Jónas seinni maður hennar. Bjó hún honum og þeim báðum yndislegt heimili í Hraunbæ 50, þar sem þau hafa átt heima síðan. Um leið eignaðist Jón- as hlutdeild í fjölskyldu Sigríðar, og má fara nærri um það af því, sem þegar hefur verið sagt um hann, að það hefur verið öllum til ánægju og velfarnaðar. Þetta sáu og fundu líka vinir þeirra, sem sóttu þau heim. Og mér og mínu fólki verða ógleymanlegar „fýlaveizlum- ar“ í Hraunbænum með skyldfólki Jónasar, þar sem Sigríður fram- reiddi þennan frábæra rétt Mýrdælinga af mikilli snilld og Jón- as bjó þeim, sem vildu, ágætan lystauka á undan. Er ánægjulegt að minnast þessara kvölda nú að leiðarlokum. Fyrstu árin eftir heimkomuna 1972 mun Jónas ekki hafa haft mikið fyrir stafni nema þá helzt í sambandi við tómstundagaman sitt, sem áður er drepið á. En svo gerð- ist það nokkrum árum síðar, að hann tók enn að starfa við blikk- smíði og nú hjá gamalli og rótgró- inni blikksmiðju, sem kennd er við stofnanda hennar og afkomendur og heitir nú Breiðfjörðs blikksmiðja. Það veit ég af umsögn hans sjálfs, að þar undi hann hag sínum vel, meðan heilsan entist, og bar mikið lof á stjómendur þess fyrirtækis og samstarfsmenn fyrir tillitssemi við sig. Er ég ekki í minnsta vafa um, að þar hafa enn traust og góð handtök notið sín, þótt þau væru komin til ára sinna. Og ekki þarf að efast um árvekni hans og stund- vísi við störfín. Þau voru honum eðlislæg. Ég þykist hafa þekkt minn gamla og trygga vin svo vel, að hann álíti, að þegar sé bæði nóg komið og of mikið sagt um hann. En það segi ég í fullri hreinskilni nú að leiðarlok- um og vona, að enginn samferða- manna misvirði það við mig, að ég hef aldrei kynnzt vandalausum manni eða sennilega fjarskyldum mér — því að einhver skyldleiki mun vera milli Fellsfólksins og Gilnafólksins — jafn tryggum og traustum og heilsteyptum á alla grein. Er mikill lærdómur fólginn í því að hafa átt slíkan mann að vini. Ég votta svo að endingu konu hans og fólki hennar og eins systkinum hans og öðrum ættingjum samúð mína og fjölskyldu minnar. Við söknum öll góðs drengs og þökkum honum samfylgdina. Jón Aðalsteinn Jónsson Tryggvadóttur sjúkraliða, sem er mikil mannkostakona er reyndist móður sinni hin besta dóttir og stóð alltaf við hlið hennar, einnig síðast í bylnum stóra. Vil ég og fjölskylda mín votta dóttur Guðnýjar og afkomendum dýpstu samúð því góð kona er kvödd með mikilli eftirsjá. Guðbjörg Stefánsdóttir t Eiginmaöur minn, faðir okkar og afi, ÁRNI SIGURÐSSON fyrrverandi hafnsögumaður, ÁlfaskeiAi 64, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 13. janúar kl. 13.30. Ólaffa Kristjánsdóttir, Sigurlfna Árnadóttir, Evdís Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, GAMALÍEL SIGURJÓNSSON, Suðurgötu 13, Sauðárkróki, andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardagin 9. janúar. Jarðarförin fer frarh frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragna Gamalfelsdóttir, ión Gamalíelsson. t Útför fööursystur okkar, HJÁLMFRÍÐAR (FRÍÐU) SIGURÐARDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Bergmundsdóttir, Ásdis Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför GEIRS G. BACHMANN fyrrum bifreiðaeftirlitsmanns, Egilsgötu 15, Borgarnesi. Sérstakar þakkir fyrir einstaka alúð og umhyggju til laekna og hjúkrunarfólks Borgarspítalans, deild A-7. Jórunn Bachmann, Sigríður Bachmann, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Haukur Bachmann, Kristfn Einarsdóttir, Guðmundur Bachmann, Gerða Sigursteinsdóttir, Kristfn I. Geirsdóttir, Guðgeir Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför KRISTJÁNS GUÐJÓNSSONAR, Ferjubakka II. Guð blessi ykkur öll. Sigrfður Halldórsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Jón Atli Gunnlaugsson, Sigrfður Inga Kristjánsdóttir, Þórólfur Sveinsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Elfas Jóhannesson, Kristján Jónsson, Hjálmar Jónsson, Unnur Þórólfsdóttir, Sveinn Þórólfsson, Unnsteinn Elfasson, Sigrún Elíasdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengda- móður, SIGRÚNAR KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Álfabyggð 7, Akureyri. Jón Hólmgeirsson, börn og tengdadætur. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRHILDAR FRÍMANNSDÓTTUR, Árgerði, Litla-Árskógssandi, Guðmundur Benediktsson, synir, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, HARÐAR ÁGÚSTS HJÖRLEIFSSONAR. Sjöfn Hjörleifsdóttir, Vilhjálmur Hjörleifsson, Hjördfs Hjöríeifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.