Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 43 Ragnheiður Sveins- dóttir - Minning Fædd 29. nóvember 1900 Dáin 28. desember 1987 Hún fæddist í Reykjavík alda- mótaárið, hét í höfuðið á móð- urömmu sinni, Ragnheiði Bjömsdóttur ljósmóður í Hafnar- firði, og var elst af fimm dætrum yilborgar Þorgilsdóttur og Sveins Ámasonar síðar fískimatsstjóra. Eitt ár í frambemsku var hún með foreldram sínum á Bíldudal, þar sem Þorsteinn Erlingsson fékk hana stundum lánaða til að leika sér við. Annars áttu þau lengst af heima í Hafnarfirði, þar til hún var tíu ára. Þá fluttu þau til Seyðisfjarðar, og þar ól hún æsku sína og aldur fram yfir þrítugt. í æsku hennar var enn heldur fátítt, að stúlkur gengju í fram- haldsskóla, þótt bókhneigðar væra og hugur stæði til þess. Það varð því úr, að hún hóf störf í apóteki bæjarins skömmu eftir fermingu. Af næmi sínu varð hún brátt ger- kunnug öllu því, sem Iaut að lyfrja- notkun og lyfjagerð, sem þá fór að talsverðu leyti fram í apótekunum sjálfum. Ævistarf hennar tengdist síðan lyijum í apóteki Seyðisfjarð- ar, Vestmannaeyja, Ingólfs apóteki í Reykjavík og loks sem aðstoðar- maður lyfjafræðings í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur til 1970. Hvarvetna naut hún mikillar viður- kenningar fyrir nákvæmni og áreiðanleika í starfi. Árið 1933 giftist hún Herði Gísla- syni bílstjóra. Þau fluttu til Reykjavíkur, eignuðust dætumar Vilborgu og Helgu, en slitu sam- vistir eftir fimm ár. Um líkt leyti gerðist Ragnheiður heilsuveil, sem varð m.a. til þess að eldri dóttirin ólst upp hjá móðurforeldram sínum. Ragnheiður hélt lengi eftir það heimili með Nönnu systur sinni og mági, þá með föður sínum, síðar með Helgu, enn síðar með Vilborgu og loks bjó hún í þjónustuíbúð á Dalbraut 27. Ég var sem tengdasonur mikið samvistum við Ragnheiði í aldar- fjórðung og kynntist því talsvert andstæðum í fari þessarar bráð- greindu og góðu manneskju. Hún var með eindæmum heiðar- leg, ósérhlífín og samviskusöm, svo að okkur meðalbreyskum gat fund- ist nóg um. Þær dyggðir era að vísu vel séðar af ráðamönnum, en hafa því miður lítt gagnast fólki til að komast áfram í heiminum, ekki frekar en hógværð og lítillæti. Hún taldi sig heldur aldrei vera til stór- ræðanna, var lítið fyrir bjartsýni og virtist næstum af þrákelkni líta á það sem hlutskipti sitt að verða undir í lífínu. Það var blátt áfram sorglegt, að hún skyldi ekki fást til að reyna að beita miklum gáfum sínum að einhverju verðugu áhuga- máli til að stytta dægrin. Sjaidan vildi hún viðurkenna, að sér þætti gaman að nokkram hlut, sem aðrir hældu, og lá t.d. ekkert á því, að sér þættu bæði Shake- speare og Chaplin leiðinlegir. Það var því ekki alltaf vandalaust að velja henni jóla- eða afmælisgjöf. Ekki flíkaði hún heldur dálæti sínu úr hófl fram. Eins og amman í Brekkukoti forðaðist hún t.d. að leggja nokurt gott orð til heimilis- kattarins, þótt enginn annaðist hann af meiri natni en einmitt hún. Enda tók engin kisa mark á þeim skattyrðum. Og að sjálfsögðu vora þetta viss ólíkindalæti. Sannarlega hafði hún ánægju af ýmsu. Hún las t.d. mjög mikið, ekki síst á öðram Norður- landamálum. Hún fylgdist líka vel með útvarpi og síðar sjónvarpi og gat þá verið óspör á athugasemdir við það sem gerðist á skjánum. Hún var stálminnug og næm á allt, sem hún hafði meðtekið. Því gat hún haft frá mörgu fróðlegu og spaugi- legu að segja af æskustöðvum, hvort sem þau höfðu verið að skemmta sér með Inga T. Láras- syni eða atast í Sigfúsi þjóðsagna- þul. Þá var brugðið upp bráðlifandi svipmyndum. Það vantaði ekki heldur, að hún kynni stöku sinnum að lífga sálaryl með fjölskyldu eða vinnufélögum. En án efa hafði hún mesta gleði af bamabömum sínum. Þeim var ekkert of gott, hvemig sem þau höguðu sér. Í skiptum við þau komst hún næst því að auðsýna þá eðlis- lægu blíðu, sem hún leitaðist annars fremur við að halda aftur af. Undir- ritaður naut reyndar líka furðumik- ils eftirlætis. Feginn er ég að hafa munað eft- ir að heimsækja hana á aðfangadag fáum dægram áður en hún lést og sjá hana brosa við mér eins og í gamla daga. Það er líklega besta jólagjöfln, sem við höfum geflð hvort öðra. Árni Björnsson í dag verður til moldar borin frú Ragnheiður Sveinsdóttir, Dalbraut 27 í Reykjavík, en hún lést í Land- spítalanum 28. desember sl. Ragnheiður hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu mánuði og verið meira og minna rúmliggjandi síðustu vikumar fyrir andlátið. Það var okkur fjölskyldunni því fagnað- arefni að hún skyldi treysta sér að dvelja með okkur um jólin á heimil- um okkar, hress eftir atvikum. Foreldrar Ragnheiður vora Sveinn Árnason fískimatsstjóri og kona hans, Vilborg Þorgilsdóttir. Ámi faðir Sveins var kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, en Þorgils faðir Vilborgar var bóndi á Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum. Var Ragnheiður elst 5 dætra þeirra hjóna, Sveins og Vilborgar, og lifði hún þær allar. Ragnheiður fæddist í Reykjavík 29. nóvember árið 1900, en bemskuárin bjó hún í Hafnarfírði í þvi húsi, sem nú er lögreglustöð bæjarins. Fjaran og Hamarinn vora því hennar leiksvæði í bemsku. Árið 1910 fluttist hún með foreldr- um sínum og systram til Seyðis- fjarðar, þegar Sveinn faðir hennar var skipaður yfírfískmatsmaður á Austurlandi. Þar varð faðir hennar mikill umsvifamaður, því auk starfa að fískmati um alla Austfírði tók hann mikinn þátt í félagsmálum. Hann reisti stórt hús á Seyðisfírði og rak þar auk heimilisins brauð- gerð til búdrýginda. Vonl systumar því oftast nefndar bakaríissystum- ar. Ragnheiður giftist 1932 Herði Gestssyni, bifreiðastjóra, og eign- uðust þau tvær dætur, Vilborgu, blaðamann og útgáfustjóra hjá Iðn- tæknistofnun íslands og Helgu, fulltrúa hjá bæjarskrifstofu Sel- tjamameskaupstaðar. Þau slitu samvistum. Bamabömin era fjögur og barnabamabörnin tvö. Ragnheiður var snemma bókelsk og las alltaf mikið. Stóð hugur hennar til frekara náms að loknu fullnaðarprófí. Hinsvegar var langt að sækja og efni naum svo minna varð úr skólagöngu en til stóð. Hún hóf ung störf í apóteki Seyðisfjarð- ar og vann þar öll árin sem hún bjó þar. Einnig starfði hún í apótek- inu í Vestmannaeyjum og síðan í mörg ár í Ingólfsapóteki í Reykjavík. Síðustu starfsárin vann hún sem aðstoðarmaður lyfjafræð- ings í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Ragnheiður var góður starfsmaður og aflaði sér víðtækrar reynslu við allt sem laut að lyfjanotkun og lyQa- gerð, en hún fór þá að talsverðu leyti fram í apótekunum sjálfum. Hún var með afíjrigðum samvisku- samur og ósérhlífínn starfsmaður og naut ávallt trausts húsbænda sinna. Ragnheiður frænka mín eða Gagga eins og ég ávallt kallaði hana átti um tíma við vanheilsu að stríða og fékk m.a. berkla. Upp- vaxtarár mín bjó hún með foreldr- um mínum og samskiptin því náin. Fjölskyldutengslin vora líka mikil milli systranna og samverastund- irnar margar. Var þá spilað á spil, ■ farið í leiki og sungið. Við fóram líka oft í ferðalög með foreldram mínum, en Gagga hafði af þeim mikið yndi. Hún naut útiverannar og náttúrannar. Oft var farið í Borgarfjörð og um Snæfellsnes og svo til Þingvalla, sem vora í miklu uppáhaldi. Þá var nesti tekið með og grillað eftir að slíkt komst í tísku. í þessum ferðum kom sér vel fyrir ungan mann þekking Göggu á náttúrafræði og sögu. Nú er þessu lokið, en minningin um góða og afar heilsteypta konu lífír áfram. Síðustu mánuðina hefur Ragn- heiður átt við mikla vanheilsu að stríða og sennilega verið orðið södd lífdaga. Samt er eins og dauðinn komi alltaf óvænt og við það mynd- ast tóm, sem aðeins tíminn fyllir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Göggu fyrir allar sam- verastundimar fyrr og síðar, en minningar um þær munu ylja manni í framtíðinni. Ég vil að lokum votta dætram hennar, bamabömum og bamabamabörnum innilega samúð. Sveinn Björnsson EINSTAKT TÆKFÆR Eigum til afgreiðslu með örskömmum fyrirvara 1 stk. KOMATSU PC 220 LC3 beltagröfu á einstöku veröi. Athugið að aðeins er um þessa einu vél að ræða. BILABORG HF. FOSSHALSI 1. S. 68 12 99. t; '| I >• | *>e ~ ' ' ' • h\- ’ - '*'>■ -i-F’’ ?? • • •*: . ’ , • - .-■ •• Í'Wítt:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.