Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 3 Skipveijarnir tveir af Bergþóri KE 5: Sjópróf vegna Bergþórs KE í dag Keflavik. SJÓPRÓF veg'na Bergþórs KE 5 hefjast í Keflavík í dag, en leitin að mönnunum tveimur sem sakn- að er, hefur engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn úr Ægi í Garði gengu fjörur i gær frá Helguvík að höfninni í Sand- gerði og urðu þeir einskis varir. Ekkert brak hefur fundist úr bátnum á leitarsvæðinu. Björgunarsveitarmenn úr Skyggni í Vogum fundu belg sem talinn er vera af Bergþóri á sunnu- daginn, en þá voru fjörur gengnar allt frá Melabergi á Stafnesi inn- undir Hafnarfjörð. Guðmundur Ásgeirsson hjá Björgunarsveitinni Ægi í Garði og Reynir Sveinsson í Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði sögðu að áfram yrði leit- að á svæðinu. Bergþór KE 5, sem var 56 tonna eikarbátur, fórst 8 sjómílur NV af Garðskaga á föstudaginn eftir að brotsjór reið yfír bátinn sem sökk á skammri stund. Þrír af 5 manna áhöfn björguðust naumlega, en tveir skipveijar komust ekki frá . borði. Síðan á laugardag hefur ver- ið norðlæg átt og telja björgunar- sveitarmenn að brak úr bátnum kunni að reka upp á Mýrum í Borg- arfirði. í frétt Morgunblaðsins á sunnudaginn stóð, að „þriggja skipveija“ hefði verið bjargað, sem er auðvitað rangt. Þremur skipveijum var bjargað. Yigri RE með sölu- met í Bremerhaven TOGARINN Vigri frá Reykjavík fékk í gær rúmlega 102 krónur að meðaltali fyrir karfakílóið í Bremerhaven. Meðalverð fyrir aflann var 91,75 krónur og hærra meðalverð hefur aldrei fengizt á þessum markaði. Vigri seldi alls 155,6 tonn að verðmæti 14,3 milljónir króna. Með- alverð var 91,75. 87 tonn af karfa voru í afla Vigra og var meðalverð fyrir hann 102,76 krónur. Meðal- verð í mörkum talið fyrir farminn var 4,13 og 4,62 fyrir karfann. Skipstjóri á Vigra að þessu sinni var Sigurbjöm Kristjánsson. Fyrra meðalverðsmet setti Ottó N. Þor- láksson í síðustu viku. Þá fékk hann 87,47 krónur eða 3,93 mörk fyrir hvert kíló. Þýzki togarinn Geste- mÚnde seldi um 100 tonn í Bremerhaven í gær, en fékk mun lægra verð en Vigri. Ogurvík gerir Vigra út og Gísli Jón Hermannsson, einn eigenda fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta hefði vissu- lega verið góður túr og meðalverð hátt. „Þetta var stórkostleg sala,“ sagði hann, „Verð hefur alltaf verið hátt tvær fyrstu vikumar í janúar, en aldrei eins og þetta. Fiskskortur hefur verið undanfamar vikur vegna veðurd og það hefur mikið að segja. Því þarf þetta ekki að vera vísbending um það, að verðið sé á uppleið hvað framtíðina varð- ar,“ sagði Gísli Jón Hermannsson. Morgunblaðið/Sverrir Þeir Siguijón Einarsson og Snæbjörn Guðbjörnsson, flugstjórar, sitja hér í stjórnklefa flugvélar Flugmálastjómar, TF-DCA. Leiðbeiningaflug Flugmálaslj órnar: Atta neyðartilvik á þremur árum og 25 manns bjargað FLUGVÉL frá Flugmálstjórn hefur átta sinnum bjargað flug- vélum úr villum og vísum slysum á siðustu þremur árum, og leiðbeint þeim á flugvöll eða tU nauðlendingar. Alls voru tuttugu og fimm manns um borð í þessum átta flugvélum, og allir björguðust. Flugvél Flugmálastjómar fylgdi mun fleiri flugvélum- i vanda á áfangastað á þessu tímabili, þó að ekki hafi þá verið um sann- anleg neyðartilvik að ræða. Flugvél Flugmálastjómar var kölluð út átján sinnum á síðasta ári. Hún hjálpaði ellefu flugvélum að staðsetja sig með hinum ná- kvæmu miðunartækjum sem hún er útbúin, og flaug með þeim síðasta spölinn. Níu þeirra náðu heilu og höldnu á flugvöll — oft á síðasta eldsneytisdropanum — en tvær nauðlentu í sjónum. Mannbjörg var í bæði skiptin; ein- flugmanni var bjargað vélum frá Bandaríkjunum til kaupenda í Evrópu, eins og breski flugmaðurinn Ares Klootwyk gerði. Að sögn Siguijóns Einars- sonar, flugstjóra hjá Flugmála- stjóm, em þessi óhöpp undan- tekning, því mikil umferð er í gegnum ísland á milli Norður- Ameríku og Evrópu. Hins vegar annarri vélinni, og sex mönnum - leggi menn stundum út í óvissu á var bjargað undan Reykjanesi úr spænskri þotu í nóvember sl. í flest þau skipti sem flugvél Flugmálastjómar hefur þurft að leiðbeina og fylgja flugvélum í vanda hefur verið um feijuflug að ræða, þ.e. flugmenn sem fljúga þessarri leið; fljúgi jafnvel í ótryggu veðri um miðjan vetur á smárellum. Hægt er að senda flugvélamar með skipum, en það er ódýrara að fljúga þeim á áfangastað. Verðfall á hörpudiski; Algjört svartnætti framundan Fundur hvalveiðiþjóða: Grænlendingar hyggjast senda áheyrnarfulltrúa Grænlenska landstjórnin mun senda áheyrnarfulltrúa á fund hval- veiðiþjóða sem haldinn verður hér á landi 21.-22. janúar. Einnig munu samtök grænlenskra fiski- og veiðimanna senda áheyrnarfull- trúa. í samtali við grænlenska útvarpið sagði fulltrúi samtakanna að ef Grænlendingar tækju ekki þátt í fundinum myndi það ef til vill draga úr viðleitni til að móta samnorræna hvalveiðistefnu. Þær þjóðir sem boðað hafa komu sína á ftmd hvalveiðiþjóða eru Sov- étmenn, Norðmenn, Japanir, Kanadamenn og Færeyingar auk Grænlendinga með áheyrnarfull- trúa. Að sögn Helga Ágússtssonar sendifulltrúa hjá utanríkisráðuneyt- - segir Siguijón Helgason, forstjóri Rækjuness í Stykkishólmi „RÚMLEGA 200 manns vinna við sér. Hann væri að reyna að teygja veiðar og vinnslu á hörpudiski tímann þar til bátarnir kæmust á hér í Stykkishólmi og það er erf- fisk. Það væri ekki nóg að markaðs- ið ákvörðun að ætla sér að senda verð hefði lækkað um helming á inu liggur dagákrá fundarins fyrir í meginatriðum og verður kynnt fljótlega. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort fundurinn verði lokaður fréttamönnum en það hefur komið til tals. þetta fólk allt heim atvinnulaust. Þá blasir ekkert við annað en að fara á sveitina. Sveitin verður hins vegar tæpast aflögufær, vegna tekjusamdráttar á flestum sviðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að algjört svart- nætti sé framundan," sagði Siguijón Helgason, forstjóri Rækjuness, í samtali við Morgun- blaðið. Verðhrun og sölutregða á hörpú- diski á erlendum mörkuðum, einkum í Bandaríkjunum, hefur nú Ieitt af sér verðlækkun á hörpudiski upp úr sjó, en engu að síður telja menn að vinnsla í hagnaðarskyni sé vonlaus og veiðar gangi ekki heldur vegna lágs verðs. Siguijón sagði, að einn bátur væri byijaður hörpudiskveiðar hjá skömmum tíma heldur hefði dollar- inn hríðfallið að auki. Framleiðsla á Bandaríkin væri því vonlaust dæmi. Hann væri hins vegar að huga að framleiðslu og sölu á Evr- ópu og útlit væri fyrir að það gengi stórslysalaust að selja af þessum eina bát. Hvað stöðuna varðaði almennt nú hefðu stjómvöld mikið á sam- vizkunni. Þau væru með stefnu sinni að ganga af fiskvinnslunni dauðri og rýra afkomu heimilanna. Auk þess hefði Stykkishólmur kom- ið ákaflega illa út úr kvótakerfinu og ættu menn þar því ekki í annað að venda en skertar veiðar á hörpu- diski og rækju. Það er ekki hægt að hætta - segir Ellert Kristinsson í Stykkishólmi „BÁTARNIR lyá okkur eru farn- ir á veiðar. Það er ekki hægt að Verð á þjónustu þvottahúsa, hárgreiðslu- og rakarastofa: Hækkun umfram framfærsluvísitölu stafar af miklum launahækkunum - að sögn talsmanna þvottahússeigenda, hárgreiðslu- og hárskerameistara VERÐ á þjónustu þvottahúsa hækkaði að meðaltali á sl. ári um 38,3%, en þar er meðtalin 10% hækkun 1. janúar 1987, sem er vegna hækkunar á kostnaði á árinu 1986, verð á þjónustu hárskera hækk- aði um 36% og hárgreiðslustofa 32,8%, samkvæmt upplýsingum frá Verðlagsstofnun. Framfærsluvísitalan hækkaði hins vegar um ná- lægt 24% á sama tíma. Torfi Geirmundsson, formaður Sambands hárskera- og hárgreiðslumeistara, og Sigþór Ingólfsson, talsmaður Félags þvottahússeigenda, sögðu að mismunurinn stafaði aðallega af miklum launahækkunum í þessum greinum á sl. ári. Verð á þjón- ustu þvottahúsa er undir verðlagsákvæðum en verðlagning klipping- ar og hárgreiðslu er fijáls. Torfi sagði að rekstrarkostnaður hárgreiðslu- og rakarastofa hefði hækkað yfír 50% á sl. ári. „Laun hækkuðu yfir 50%, húsaleiga yfir 30% og verðhækkun rafmagni og hita var þó nokkuð mikil líka en launakostnaðurinn er stærsti hlut- inn af rekstrarkostnaðinum," sagði Torfi. „Það er um 100% munur á verði hárgreiðslu- og rakarastofa og 50 til 60% þeirra eru með verð sem er fyrir neðan það hámark sem í gildi væri ef stofurnar væru ennþá undir verðlagsákvæðum. Það væri betra fyrir stofurnar ef þær væru það ennþá en hins vegar verra fyr- ir neytendur því þá væru stofurnar sameinaðar í verðlagningu þeirra. Við báðum um fijálst verðlag því við teljum það eðlilegra að neytend- ur geti valið um dýrar og ódýrar stofur. Þess má einnig geta að taxt- inn hjá okkur er 20 til 30% lægri en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð," sagði Torfi. Sigþór Ingólfsson, talsmaður Félags þvottahússeigenda, sagði að laun starfsfólks þvottahúsa hefðu hækkað verulega á sl. ári vegna sérkjarasamninga sem gerðir voru sl. vor. „Verð á þjónustu þvottahúsa hækkaði umfram framfærsluvísi- tölu fyrst og fremst vegna þessara samninga og við fengum minni hækkun heldur en við töldum okkur þurfa að fá vegna þeirra. Launa- kostnaðurinn hækkaði t.d um 25,7% frá 1. mars til 1. júní í fyrra en launin eru um 70% af rekstrar- kostnaði þvottahúsa,“ sagði Sigþór. hætta, enda voru allir tilbúnir til að fara af stað á þessum þó ann- ars slöku kjörum. Við höfum ekki að öðru að hverfa og verð- um því að troða marvaðann eins og komið hefur fyrir áður,“ sagði Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar HF í Stykkishólmi, í samtali við Morgunblaðið. Ellert sagði, að þeir væri eigin- lega nauðbeygðir til að halda áram. Bátarnir væru á staðnum og fengju takmörkuð leyfi til v^iða á bolfiski og fastur kostnaður væri af eignun- um hvort sem unnið væri eða ekki. Nálægt 100 manns hefðu að jafn- aði unnið við hörpudiskframleiðsl- una og ekki væri hægt að senda það fólk allt heim. Þetta lagast vonandi. Verðið er- lendis getur varla annað en hækkað og það, sem við veiðum nú, verður ekki selt fyrr en síðar. Það þarf gengisfellingu með réttum ráðstöf- unum og tekjufærslu frá höfuð- borgarsvæðinu út á landsbyggðina, til þess að rétta hag fiskvinnslunnar við. Nú eru allar greinar hennár nema söltun á bolfíski reknar með tapi og það getur ekki gengið,“ sagði EUert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.