Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 55 Takið frunikvæðið stelpur Til Velvakanda. Nú að undanfön.u hafa nokkrar stúlkur skeiðað fram ritvöllinn og hallmælt okkur karlmönnum, hefur aðalmálið verið léleg frammistaða okkar karlmanna á skemmtistöð- um. Þær hafa kvartað undan því að við séum korter fyrir þijú gæjar og að við sýnum þeim ekki áhuga fyrr en rétt fyrir lokun skemmti- staða. En nota bene, þetta á aðeins við um fáa stráka, við hinir, sem förum hægt í sakimar, verðum yfir- leitt alltaf útundan, þannig er það með mig t.d. Ég vil kynnast viðkom- ■ andi stelpu dálítð áður en ég fer á fjörumar við hana og einhvem veg- inn fer það ailtaf þannig að þær virðast telja mig furðulegan eða vitlausan ef ég fer ekki fram á það við fyrstu sýn að fá að sofa hjá þeim. Og oft fer það þannig að ég sé þær skömmu síðar með einhvem sem fer hraðar í þetta en ég. Þessar stúlkur sem hafa verið að skrifa um þessi mál að undan- fömu hafa talað um að þær hafi skipst á símanúmerum við strákana og síðan hafa þær beðið eftir því að þeir hringdu. En ekki hefur áhuginn verið mikill hjá stelpunum ef þær hafa ekki viljað hringja sjálf- ar, því kannski biðu þeir einnig heima eftir því að þær hringdu. Ekki hafa þeir heldur kjark, áræði eða áhuga á þvi að bjóða strákunum upp í dans snemma kvölds heldur bíða þær til kl. 02.45 eftir því að þeir komi. Nú á dögum jafnréttis- baráttu er ég dálítið hissa á því að þær skuli vera að kvarta og kveina yfir því að við karlmenn skulum ekki vera eins og forverar okkar sem riðu á vaðið og óðu yfir lækinn og buðust til að aðstoða við mjaltir eða yfírsetu yfír lömbum til að kynnast heimasætunum á næstu bæjum. Því alltaf var það hlutverk karlmannanna til foma að stíga fyrsta, annað og þriðja skrefíð til að efna til kynna við kvenfólkið. Þið viljið komast til áhrifa í þjóð- félaginu, fá sömu laun og við en þið viljið ekki reyna að efna til kynna við karlmenn að fyrra bragði. Stelpur sýnið nú þroska og próf- ið að stíga fyrsta skrefíð. Ef þið teljð að við séum ekki nægilega viti bomir til að umgangast ykkur, reynið að kenna okkur það. Við elskum ykkur, það er bara spurning hvort þið elskið okkur. Trítill Tónlistargagnrýni Heiðraði Velvakandi. I Morgunblaðinu 29. desember síðastliðinn var grein eftir Sigurð Þór Guéijónsson. Fyrirsögnin var „Viðræður við vagnstjóra í akstri bannaðar". Þetta er ekki fýrsta grein Sigurðar um þetta efni. í fyrstu má álykta sem svo, að um slæman vana sé að ræða, en þetta gæti orðið að kæk hjá tónlistar- gagnrýnandanum ef ekkert væri að gert. Það vill undirritaður með öllum tiltækum ráðum koma í veg fyrir. Auðvitað em gagnrýnistörf þess eðlis að þegar búið er að gagn- lýna fyrir sig, þá hættir sumum til að fara að gagnrýna fyrir aðra. Mig gmnar að þessi gagnrýni á tónlist í strætó sé einmitt þess eðl- is, að gagmýnandinn, Sigurður Þór, sé orðinn ofnæmur fyrir tónlist og geti ekki notið góðrar ferðar með strætó vegna þess að hann fer ósjálfrátt að gagnrýna tónlistina sem þar er spiluð, og fínnst þá auðvitað að hann sé enn í vinnunni en fái ekkert borgað fyrir. Og auð- vitað þarf hann ekki síður en aðrir að fá borgað, því ég trúi því ekki að Sigurður Þór sé svo tregur að hann geti ekki náð bílprófi, eins og hann segir sjálfur. Ég trúi miklu fremur að gagnrýni Sigurðar gefí bara svo lítið af sér, sérstaklega ef gagnrýni hans fer að mestu fram í strætó sem hann fær svo ekkert fyrir, og útkoman sé svo sú að hann á hvorki fyrir bílprófi né bíl. En kæri Sigurður, að öllu gamni slepptu, öryggi þitt í strætó er jafn- vel tryggt, þó spilaðar séu fagrar melódíur undir. Ég fullyrði að akst- ur og músík fara einkar vel saman, enda er staðreyndin sú að í öllum samgöngutækjum em hljómtæki, strætisvögnum, langferðabif- reiðum, lestum, flugvélum, Ieigubifreiðum, sendibifreiðum, og fleira gæti ég talið. Auk þess em í mörgum bifreiðum sjónvarps- tæki, sem munu þó einkum ætluð farþegum, að minnsta kosti meðan á akstri stendur. Kæri Sigurður Þór Guðjónsson, vilt þú vera svo góður að beina gagnrýni þinni inná arðbærari brautir. Músikin í strætó gefur ekk- ert af sér fyrir þig. Vagnstjóri nr. 91 hjá SVR. Til sjómanna Sjómenn: Á neyðarstundu er ekki tími til lestrar. Kynnið ykkur því í tíma hvar neyðarmerki og björgunartæki em geymd. Lærið með- ferð þeirra. ir hringdu . . . góður sjónvarps- þáttur Óli Hilmar Jónsson hringdi: „Ég vil koma á framfæri þökkum til sjónvarpsins fyrir þáttinn Huldir heimar sem var sýndur á nýársdag. Tímasetningin var afar heppileg fyrir-þetta efni, þvf trúin á huldar vættir er jafn gömul þjóðinni. Von- andi fáum við að sjá meira af slíku um eigin þjóð og trú í stað erlends léttmetis. Þeir sem að þættinum stóðu eiga skilið heiður og þakkir." Kristalsviðgerðir Spurt var hvar hægt væri að fá gert við skemmda kristalsmuni í Velvakanda hinn 7. janúar. Svavar Gunnarsson hefur tekið að sér slíkar viðgerðir og er hægt að hafa samband við hann í síma 79366 eftir kl. 18 virka daga. Þá tekur Gleriðjan hf. Höfðatúni 4 að sér viðgerðir á glermunum. Sfminn þar er 11386. Kettlingur Fallegur átta vikna kettlingur fæst gefíns. Upplýsingar í síma 34573. Tannréttinga- gómur Bama tannréttingagómur fannst í Skátabúðinni nokkru fyrir jól. Við- komandi getur haft samband við afgreiðslufólk Skátabúðarinnar. Glæsileg karlmannaföt tekin upp um áramót. Dökktvíhneppt sniðfyriryngri menn, einnig klassísk snið. Verð kr. 8.900,- og 9.900, AndrCSy Skólavörðustíg 22, sími 18250. 3 ódýrar lausnir Breidd 2.0 metrar. Lengd 2.50 metrar. Hæð 2.30 metrar. Verð 38.000. Breidd 5.0 metrar. Lengd 10 metrar. Hæð 2.65 metrar. Verð Breidd 7.5 metrar. Lengd 10 metrar. Hæð 3.30 metrar. Verð 258.000. Húsin eru byggð úr heitgalvaniseraðri stálgrind og klædd með níðsterkum, eldþolnum plastdúk. Hluti af þakinu er gegnsær og húsin eru fest með jarðspjótum. Gisli Jónsson & Co hf. Sundaborg 11. Sími 686644.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.