Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 31 Listasafn Islands vígt 30. janúar NÝ safnbygging Listasafns ís- lands á Fríkirkjuvegi 7 verður vigð laugardaginn 30. janúar. Þá flytja ávörp Guðmundur G. Þórarinsson formaður bygg- ingarnefndar Listasafns Is- lands, Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráð- herra og Bera Nordal forstöðu- maður safnsins. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, mun því næst opna sýninguna „Aldar- spegill — íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987“. í fréttatilkynningu frá Lista- safni íslands segir: „Nýja safn- byggingin veldur straumhvörfum í starfserai og uppbyggingu Lista- safnsins. Nú fyrst þegar safnið er orðið 104 ára eignast það sitt eig- ið sérhannað húsnæði og við það mun allur aðbúnaður þess gjör- breytast. Þá skapast tækifæri til reglulegra fastasýninga á verkum safnsins. Einnig mun bókasafnið verða opnað fyrir safngesti í fyrsta sinn. Safnið verður opnað formlega fyrir almenning sunnudaginn 31. janúar kl. 11.30 og verður það opið alla daga nema mánudaga kl. 11.30-16.30. Kaffistofa safns- ins verður opin á sama tíma.“ Nýtt húsnæði Listasafns íslands. Kaupfélag Svalbarðseyrar; Sambandið ræðir við áttmenningana ENGIN ákvörðun var tekin á stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í gær um mál mannnanna átta sem gengust í persónulega ábyrgð fyrir hluta af skuldum Kaup- félags Svalbarðseyrar. Þeir hafa farið fram á það við SÍS að skuld- unum, samtals 27 milljónum króna, verði létt af þeim. Guðjóni B. Ólafssyni forstjóra og Val Amþórssyni formanni stjómar Sambandsins var á fundinum í gær falið að ræða frekar við forsvars- menn Kaupfélags Svalbarðseyrar og athuga hvort hægt verði að finna einhverjar leiðir til lausnar málsins. Guðjón B. Ólafsson forstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að reiknað væri með því að rætt verði við fulltrúa frá stjórn Kaupfélagsins fyrir lok þessarar viku. Mikið afmælisár liðið í Ólaf svík ^ Ólafsvík. ÁRIÐ 1987 var mikið afmælisár í Ólafsvík eins og fram hefur komið í fréttum. Haldið var upp á 300 ára af- mæli Ólafsvíkur sem löggilts versl- unarstaðar, 100 ára afmælis skipulegrar bamafræðslu var minnst og hinn 19. nóvember sl. varð Ólafsvíkurkirkja 20 ára. Þá fagnaði Verkalýðsfélagið Jökull 50 ára afmæli á árinu og Leikfélag Ólafsvíkur átti einnig stórafmæli og minntist þess með sýningum á Kristnihaldi undir Jökli. - Helgi i ^ 11 Morgunblaðið/Kristófer Jónasson Yngstu nemendur Grunnskóla Ólafsvíkur tóku þátt í dagskrá á af- mælishátíð grunnskólans. AF ERLENDUM VETTVANGI Skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins: Gorbatsjov og Shultz á hatrömmum fundi Áróðursstríð risaveldanna tekur á sig ýmsar myndir. Ekki veittu margir því athygli er bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út aðra árlega skýrslu sína um áróður og upplýsingafalsanir Sovétmanna viða um heim. Skýrslan var kynnt á blaðamanna- fundi í lok september á síðasta ári og nefndist: Sovésk áhrif: Skýrsla um virkar aðgerðir og áróður, 1986-7. Skýrslan komst hins vegar í fréttimar þegar Míkhaíl Gorbatsjov veifaði henni foxillur framan í George Shultz í Moskvu þann 23. október. Sovétleiðtoginn var ekki sér- deilis ánægður með það sem í skýrslunni stendur og sagði hana afsprengi kaldastríðshugarfars. Dagblaðið New York Times hefur eftir Shultz: „Við áttum hatramm- ar samræður sem snerust um skýrslu utanríkisráðuneytisins. Þar er varpað fram spumingum um Sovétríkin og hegðan þeirra . . . augljóslega fór þetta mjög í taugamar á honum (Gorb- atsjov)." Shultz þekkti ekki skýrsiuna í viðtali við A/BC-sjónvarps- stöðina sagði Shultz reyndar að hann hefði sjálfur ekki verið búinn að lesa skýrsluna þegar Gor- batsjov færði hana í tal. Eigi að síður hafði hann svar á reiðum höndum þegar Sovétleiðtoginn spurði hvemig nokkur gæti hugs- að illt um Sovétríkin á þann veg sem birtist í skýrslunni. Þessu svaraði utanríkisráðherrann að eigin sögn svo: „Nú herra aðalrit- ari, það er auðvelt. Gáðu að því hvað þið hafið gert í Afganistan; þið eruð ennþá þar. Hugleiddu kóresku farþegaflugvélina; þið skutuð hana niður. Og utanríkis- ráðherrann ykkar fór meira að segja á ráðstefnu í Madrid og sagði að þið mynduð gera það aftur. Og þið dreifið áróðri um að Bandaríkin séu að vinna að útbreiðslu alnæmisveimnnar." Fremst í skýrslunni umræddu er skilgreint hvað átt er við með „virkum aðgerðum" Sovétmanna. Hér er hvorki um njósnir, gagnn- jósnir né hefðbundna starfsemi sovéskra sendiráðsstarfsmanna að ræða. Markmið slíkra „virkra aðgerða“ er samkvæmt skýrsl- unni að hafa áhrif á skoðanir og háttalag einstaklinga, stjómvalda og almennings. Megineinkenni þeirra aðgerða sem hér um ræðir er fölsun staðreynda til að koma óorð: á andstæðinginn, Banda- ríkin. Sérstök deild innan KGB sér um skipulagningu „virku aðgerð- anna“, í samráði við alþjóðadeild miðstjómar kommúnistaflokksins og utanríkisráðuneytið. Einnig em gert ráð fyrir að starfslið sové- skra sendiráða sé til reiðu til að útbreiða ranghugmyndir meðal manna, í áróðursskyni. í skýrslunni em nefnd ýmis samtök sem þjóna sem vettvangur fyrir undirróðursstarfsemi Sovét- manna. Heimsfriðarráðið sem aðsetur hefur í Helsinki er stærsta og mikilvægasta stofnunin hvað þetta varðar. í ráðinu eiga sæti fulltrúar frá að minnsta kosti 142 löndum. Þar geta kommúnistar beitt áhrifum sínum við sósíalista, ýmsar þjóðfrelsishreyfingar og byltingarsinna úr Þriðja heimin- um. Kirkjan er vettvangnr sovésks áróðurs í skýrslunni er því haldið fram að Sovétmenn leiti nú nýrra leiða til að koma áróðri sínum á fram- færi. Heimsfriðarráðið sé að því leyti ekki nógu hentugt að allir viti að þar ráði kommúnistar lög- um og lofum. Ýmis trúarleg samtök séu orðin vettvangur „virkra aðgerða" Sovétmanna. Þetta er klókindalegt að mati höfunda skýrslunnar vegna þess að almenn skoðun manna er sú að kommúnistar séu lítt hallir undir trúarbrögð og því séu menn síður á varðbergi á þessum vett- vangi. Hafa beri í huga að einungis þeim sovéskum trúarleið- togum sem fylgja stjómvöldum að málum sé hleypt úr landi á kirkjuþing. Þess sé vænst að þar skýri þeir og vinni sovéskri ut- anríkisstefnu fylgi, ella fengju þeir ekki starfsfrið heima fyrir. Ríkið fylgist mjög grannt með því hvað gerist innan rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar og engir komast þar til metorða sem yfír- völd telja sig ekki geta treyst. Hvað uppbyggingu og fjárhag varðar er rétttrúnaðarkirkjan föst í sessi innan kerfis sovésks undir- róðurs á erlendum vettvangi.' Vestrænum mönnum reynist oft erfitt að skilja þetta vegna þess að þeir eru margir hvetjir vanir því að kirkjan sé óháð stjóm- völdum, segir í skýrslunni. Sovétmenn búi sig nú undir að gera þúsund ára afmælishátíð kristni í Sovétríkjunum á þessu ári að miklu sjónarspili fyrir fjöl- miðla. Hátíðahöldin eigi að nota til að hafa áhrif á trúarhreyfingar utan Sovétríkjanna og fá leiðtoga þeirra til að vinna friðarboðskap Sovétmanna fylgi. Meginmarkmið þessarar herferðar sé að vekja þá hugmynd að kristin samtök í austri og vestri séu einhuga í andstöðu sinni við geimvamará- ætlunina og í stuðningi við afvopnunartillögur Sovétmanna. Samkvæmt skýrslunni gætir áhrifa Sovétmanna ekki síður inn- an Alkirkjuráðsins. Dæmi er tekið af því er ályktun um tafarlausan brottflutning sovésks herliðs frá Afganistan var felld á þingi ráðs- ins í Vancouver í Kanada árið 1983 á þeirri forsendu að þá myndi sendinefndum Sovétmanna og Austur-Evrópuþjóða ekki framar verða leyft að sækja sam- kundur Alkirkjuráðsins. Eins og nærri má geta er í skýrslunni bent rækilega á að Sovétmenn hafi fylgst af vel- þóknun með uppgangi friðar- hreyfinga i vestrænum ríkjum. Þessa gæti víða í ræðum Gor- batsjovs og hvað áþreifanlegst í viðtali sem tímaritið Intemational Affairs átti í apríl árið 1986 við þáverandi formann Sovésku frið- amefndarinnar, Júríj Zhukov. Hann lagði á það áherslu að frið- arhreyfingin í vestrænum ríkjum hefði bæst við þijú hefðbundin meginhreyfíöfl þróunar alþjóða- mála (sósíalistaríki, heimskom- múnismann og þróunarlönd). Með „þróun alþjóðamála" sé að siálf- sögðu átt við heimsbyltinguna. Alnæmisveiran upp- runnin á bandarískri tilraunastofu Tvö athyglisverð dæmi um föls- un Sovétmanna á staðreyndum til að koma óorði á Bandaríkjamenn em nefnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. í október árið 1985 hrundu Sovétmenn af stað umfangsmikilli herferð til að sannfæra heimsbyggðina um að alnæmisveiran væri uprunnin á tilraunastofum bandarískra erfða- verkfræðinga. Til að gæða þessa furðulegu staðhæfingu sannleiks- blæ var vitnað í skýrslu austur- þýsks lífeðlisfræðings, prófessors Jacobs Segals. Segal reynir þar að sýna fram á að alnæmisveiran hafí orðið til árið 1977 við samr- una tveggja veira sem til voru af náttúrunnar hendi, VISNA og HTLV-I. Þessi kenning hefur margoft verið hrakin af sovéskum og vestrænum vísindamönnum. í skýrslunni segir að til að breiða þessa kenningu út hafi Sovétmenn notfært sér að í Sovétríkjunum og mörgum löndum Þriðja heims- ins hefur almenningur ekki aðgang að fréttaflutningi vest- rænna fréttastofa. Sovésku fréttastofumar Tass og Novosti hafí útibú víðs vegar um Þriðja heiminn og flytji einatt þær frétt- ir sem áróðursmeistaramir í Sovétríkjunum tilreiða. Annað at- riði er ekki síður mikilvægt. Mörg dagblöð í Þriðja heiminum eru að sögn fús að birta hvaða fréttir sem er fyrir greiðslu í reiðufé. Svo þegar fréttin hefur birst, til dæm- is í Patriot í Nýju-Delhí, tekur Tass fréttina upp og kemur henni áleiðis um heimsbyggðina. Sovét- menn hafa einnig varað þau ríki, sem eiga vamarsamstarf við Bandaríkin, við því að bandarísku herstöðvamar séu gróðrarstía al- næmisveirunnar. Tilgangurinn er augljóslega sá að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og banda- lagsríkja þeirra, segir í skýrslunni. Kynþáttavopn Hitt dæmið sem vert er að nefna úr skýrslunni er herferð sem Sovétmenn hafa staðið fyrir í ýmsum þróunarríkjum undanfar- in tvö ár. Því er haldið fram að Bandaríkjamenn stundi rannsókn- ir á nýju efnavopni sem grandi einungis ákveðnum kynþætti. í Afríkulöndum gengur áróðurinn út á það að Bandaríkjamenn leiti í samvinnu við stjómvöld í Suður- Afrku að vopni sem drepi einungis svertingja. I Miðausturlöndum er því haldið fram að Bandaríkja- menn aðstoði ísraela við þróun vopns sem hríni einungis á aröb- um. í skýrslunni eru tekin fjöl- mörg dæmi af fréttaflutningi í þessum dúr úr sovéskum fjölmiðl- um. (Heimildir: Soviet Influence Activities: A Report on Ac- tive Measures and Propag- anda, 1986-87. Counterpoint, A monthly re- port on Soviet Active Measures)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.