Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Sambyggðar trésmíðavélar Laugavegí 29. Simar 24320 — 24321 — 24322 Frá björgnn áhafnar flugvélar- innar Geysis af Bárðarbungu RBKNNÉVAR m eftir Tómas Einarsson Á milli jóla og nýárs sýndi sjón- varpið heimildarmynd um slysið á Bárðarbungu í Vatnajökli þegar flugvélin Geysir fórst þar í septem- ber 1950. í myndinni var greint frá þeim ótta er greip alþjóð þegar fréttir bárust um að flugvélin væri horfin, óvissunni og spennunni sem ríkti meðan leit stóð yfir og síðan frá þeim fognuði er ríkti í landinu þegar flugvélin hafði fundist og áhöfnin öll á lífl. Að allt hafði tek- ist svo giftusamlega fram að því var kraftaverk í einu orði sagt. En það var ekki nóg að vita þetta, bjarga varð fólkinu af jöklin- um án tafar því allra veðra var von og óravegur til byggða. í sjónvarpsþættinum var síðan sagt frá tilraunum amerískra her- manna til að bjarga áhöfninni. Lentu þeir á skíðaflugvél á jöklinum en tókst ekki að ná henni aftur á loft. Bættust þeir því í hóp þeirra er þurfti að bjarga. En þeir sem björguðu fólkinu og fluttu ofan af jöklinum var 23ja manna hópur Akureyringa og Reykvíkinga undir stjórn Þorsteins Þorsteinssonar. Þar á meðal var Edvard Sigurgeirsson ljósmyndari, sem gekk að flakinu og kvikmynd- aði ferðina. Er sú kvikmynd ómetanleg heimild. Var hún sýnd í fyrmefndum sjónvarpsþætti. Það sem mér fannst vanta í þenn- an þátt var nákvæmari frásögn af þætti björgunarmanna. Hann var þar fjarska rýr. Við lestur þeirra heimilda sem tiltækar eru og eins af viðtölum við þá sem áttu hlut að máli er sýnilegt að þar voru unnin mikil afrek. Þar fór saman afburða dugnaður, þrek og útsjón- arsemi mannanna sjálfra sem höfðu útbúnað af mjög skomum skammti við þessar aðstæður og ekki síst gott og hagstætt veður. Ef björgun- armenn hefðu lent í stórhríð á leiðinni til baka með fólkið hefðu endalokin trúlega orðið önnur. Daginn sem flugvélin fórst og næstu daga á eftir voru átta Reyk- víkingar á fjórum jeppum, undir stjóm Guðmundar Jónassonar frá Völlum, staddir við Gæsavötn. Þeir höfðu ætlað að kanna Dyngjuháls og nágrenni hans með það mark- mið í huga að fínna færa leið fyrir bfla norður yflr hálsinn. En vegna snjókomu urðu þeir að láta fyrirber- ast við Gæsavötn í fjóra sólarhringa og snúa síðan við. Þeir höfðu út- varpstæki meðferðis og vissu að flugvélin var týnd. Á leiðinni til baka fréttu þeir að hún hefði fund- ist á Bárðarbungu, nokkrum kílómetmm sunnar en þeir vom. Þegar þeir komu til Akureyrar buðu þeir fram aðstoð sína og var hún þegar þegin. Til að fólk geti gert sér nokkra grein fyrir því hvaða afrek vom unnin langar mig til að blaðið birti nokkra kafla úr grein sem Haukur, ritstjóri Dags á Akureyri, ritaði í blað sitt nokkm eftir slysið. Haukur var einn af leiðangursmönnum og átti sinn þátt í þessu björgunar- starfi. Það var á mánudegi, sem flugvél- in fannst. Þá strax var björgunar- leiðangurinn undirbúinn og um kvöldið var haldið af stað til Reykja- hlíðar í Mývatnssveit. Þar var .gist um nóttina. Um frahald ferðarinnar segir svo í grein Hauks: „Á Akureyri hafði verið ráðgert að halda frá Reykjahlíð að Græna- vatni og þaðan suður á bóginn allt til jökulsins um Suðurárbotna og §alllendið vestan Dyngjufjalla. En Reykvíkingamir, sem nýkomnir vom af Sprengisandi, sögðu vem- lega vatnavexti og blota á vestur- leiðinni. Á ráðstefnu fararstjórans og Ólafs Jónssonar var ákveðið að breyta ferðaáætluninni og fara austurleiðina, sem þeir kölluðu — það er um Herðubreiðarlindir, Upptyppinga, Vaðöldu og sandana norðan Vatnajökuls, allt að Kistu- Tómas Einarsson „Eins og kemur fram í grein Hauks er ljóst hve björgun fólksins var mikil þrekraun og ekki á færi nema afburða manna eins og þeirra sem þar áttu hlut að.“ felli. Reyndist þetta hið mesta happaráð, því að þótt þessi leið sé lengri á kortinu, mun hún hafa verið styttri í reyndinni. Lindá, aðal- farartálminn, var vel viðráðanleg. Sandarnir, sem að jafnaði em blaut- ir og illir yflrferðar, vom nú greið- færir vegna þess, að frost höfðu verið í óbyggðum um skeið. Var austurleiðin ákveðin, áður en menn gengu til náða. Var þá liðið á nótt, og varð lítið um svefn víða, enda þótt öllum væri búinn hinn bezti beini. Á flmmta tímanum á þriðjudags- morguninn vom allir komnir að jeppunum tilbúnir til farar, eftir að hafa þegið igætan morgunverð. Var þá enn myrkt af nóttu, hiti um frostmark og skuggalegt að líta til hálendisins. Létu menn það þó ekki á sig fá og héldu bjartsýnir austur á Mývatnsöræfín, enda er sú leið um ágætan veg og greiðfæran." Ferðin suður að Kistufelli gekk hægt en áfallalaust. Hvannaleggj- um var safnað í Herðubreiðarlind- um. Uppi á jökli var þeim stungið í snjóinn með nokkm millibili, sett- ir á þá svartir ullarþræðir og notaðir sem leiðarmerki á jöklinum í baka- leið. Um aðkomuna að jöklinum segir Haukur svo: „Jökulbrúnin rís þama brött upp af sandinum. Hún er sjálf öll sand- orpin og hnúkótt og æði tröllsleg ásýndum. Virtist mjög ógreiðfært upp á jökulinn, þar sem við komum að honum, en það kom ekki að sök, því að við vomm enn of austarlega, og var nú haldið vestur _ sandana með fram jökulbrúninni. Á leiðinni til Kistufells, sem var fyrirheitna landið, rís brattur gijótháls og ber nafnið Urðarháls. Var jeppunum beitt á hann, en förin sóttist nokkuð seint, enda var þama einn versti tröllavegur allrar ferðarinnar. Vömbfllinn stóri var skilinn eftir þama í hálsinum, en skíðin bundin á jeppana. Fóm margir fótgangandi vestur yfir þennan háls til þess að létta á jeppunum og leita að greið- fæmstu leiðinni. Gekk allt slysa- laust og mátti heita greiðfært eftir það vestur sanda og leirur að rótum Kistufells. Var komið í krikann milli jökulsins og fjallsins um klukk- an 5 síðdegis á þriðjudag, og hafði förin að norðan gengið fram úr skarandi vel, og leiðin reynzt auð- sóttari en gera mátti ráð fyrir. Vom menn glaðir og reiflr að vera komnir svona langt og óðfúsir að leggja á jökulinn til björgunar- starfsins. En jökulganga verður ekki farin svona formálalaust. Þurfti hér margt að athuga. Fararstjórinn gaf skipun um, að menn skyldu slá tjöldum og búa um sig. Jörð var hvít þama efra og nokkurt frost. Var heldur kuldalegt að tjalda á frosnum sandinum, því að degi var tekið að halla. En innan lítillar stundar var lítil tjaldborg sprottin þama upp, og var bflunum raðað umhverfis hana. RÆÐUMENNSKA OG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni séu kom- in undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnustað. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 STJÓRIMUIUARSKÓLINIM Vo Konráö Adolphsson Einkaumboö fyrir Dale Carnegie námskoiðm * Létt og laggott er helmingi fituminna en allt annað viðbit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.