Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 V estur-Þýskaland: Sprengingin í La Belle að upplýsast? Hamborg. Reuter. Lögreglan í Vestur-Þýska- landi handtók í gær konu, sem grunuð er um að hafa komið fyrir sprengju á skemmtistað í Vestur-Berlín í apríl 1986. Hefndu Bandaríkjamenn sprengingarinnar með því að gera loftárásir á Líbýu. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins í Slésvík-Holstein staðfesti þá frétt í óháðri útvarpsstöð, að Christine Endrigkeit hefði verið handtekin í hafnarborginni Lý- biku. í sprengingunni á La Belle- skemmtistaðnum í Vestur-Berlín 5. apríl 1986 létust tveir banda- rískir hermenn og tyrknesk kona og rúmlega 200 manns slösuðust. Christine Endrigkeit. Bandaríkjastjóm kenndi Líbýu- mönnum um verknaðinn og hefndi sín með því að gera loftárásir á borgimar Tripoli og Benghazi. Talsmaður dómsmálaráðuneyt- isins í Slésvík-Holstein sagði, að Endrigkeit, sem er 27 ára gömul, væri grunuð um að hafa komið sprengiefninu fyrir á skemmti- staðnum og um að hafa staðið í sambandi við Palestínumanninn Ahmad Hasi en hann afplánar nú 14 ára fangelsisdóm í Vestur- Þýskalandi fyrir annað sprengjut- ilræði í Vestur-Berlín. Sagði talsmaðurinn, að vitni hefðu komið lögreglunni á sporið auk þess sem fundist hefðu skjöl í fórum Hasis, sem sýndu, að hann þekkti til Endrigkeits. Eþíópía: Afstaða stjómvalda stendur hjálparstarfi fyrir þrifum Reuter Viðarkross, blóm og kerti eru við skemmtistaðinn La Belle í Vestur- Berlín þar sem tveir bandarískir hermenn og tyrknesk kona létu lífið í sprengingu 5. april árið 1986. ALAN Woods framkvæmdastjóri U.S. AID sagði i viðtali í sjón- varpsþætti á föstudaginn að hann teldi að hægt væri að koma í veg fyrir að hungursneyðin sem blasir við í Eþíópiu hafi eins skelfilegar afleiðingar og hung- ursneyðin 1984-1985. I máli Woods kom fram að á vegum bandarisku hjálparstofnunarinn- ar U.S. AID, væru í gangi athuganir til að fylgjast með ástandinu á þurrkasvæðunum til að reyna að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar vegna þurrka. Woods sagði að enginn langvarandi árangur í landbún- aði næðist á þurrkasvæðunum á meðan stjórnvöld i Eþíópíu þverskölluðust við að breyta stefnu sinni i efnahagsmálum. Helmingur þeirrar fæðu sem send er til hjálpar hungruðum í heiminum kemur frá Bandaríkjun- um. Stærsta hjálparstofnun Bandaríkjanna U.S. AID hefur á sínum snærum um 4.300 starfs- menn víða um heim. Stór hluti starfsemi stofnunarinnar beinist nú að því að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig í Eþíópíu, þar sem hundruðir létu lífið á degi hvetjum vegna hungurs á árunum 1984-85. Alan Woods framkvæmdastjóri U.S. AID var á ferð í Eþíópíu ný- verið og af því tilefni var viðtal við hann í Worldnet-sjónvarpsþættin- um sem sendur er út af upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna. Fyrir- spyijendur í þættinum voru frá sex Evrópulöndum. Woods greindi frá því að ástand- ið í Eþíópíu væri ógnvænlegt og ef ekkert yrði að gert hið bráðasta myndu 5-7 milljónir manna svelta heilu hungri. Sagði hann að á veg- um U.S. AID færu fram athuganir á ástandinu sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að fólk á ákveðnum svæðum sylti. Sagði Woods að með aðstoð gervihnattamynda væri hægt að sjá hversu mikið væri rækt- að á ákveðnum svæðum og hvemig gróður hefðist við. Þannig væri hægt að sjá fyrirfram hvar upp- skera brygðist og í tíma væri hægt að koma fólki á þeim svæðum til hjálpar. Ef þessu færi fram sem horfði væri hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að fólk yrði svo illa haldið vegna vannæringar að farsóttir brytust út. 0g að fiólk flosnaði upp frá heimilum sínum og færi á vergang þar sem ekki væri unnt að veita því aðstoð. Aðspurður sagði Woods það væri tvennt sem aðallega kæmi í veg fyrir að ástandið í Eþíópíu breytist verulega til hins betra. Hvoru tveggja væri sprottið af þeirri rót að í landinu væri marxísk stjóm við völd. í fyrsta lagi væri stjóm- málaástandið ótryggt og í landinu væri borgarastyijöld, sem kemur í veg fyrir að hægt sé að vinna að hjálparstarfi. Og í annan stað væri stefna stjómarinnar í efnahags- og landbúnaðarmálum óraunhæf mið- að við þær aðstæður sem ríkja í Eþíópíu. Stjómin hefur viljað koma á samyrkjubúum, en þar sem land- kostir eru afar misjafnir em ákveðin héruð þar sem einungis er hægt að stunda einyrkju. Að auki hefur stjómin sett fast verðlag á land- búnaðarframleiðslu sem er langt undir kostnaðarverði. Þessar að- gerðir stjómarinnar skila sér í því að smábændur hætta ræktun og við það minnkar framleiðsla til muna. Matvælabirgðir sem hægt væri að grípa til þegar uppskeru- brestur verður em því ekki til í landinu. Þrátt fyrir að í Eþíópíu sé marxísk stjóm telur Woods það ekki bijóta í bága við stefnu Banda- ríkjastjómar að senda matvæli til sveltandi fólks í landinu. „U.S. AID og aðrar sjálfstæðar hjálparstofn- anir víða um heim hafa sameinast um að hjálpa því fólki sem á um sárt að binda. Stjómmálaástand á ekki að hindra að slík starfsemi fari fram," sagði Woods. Woods var spurður að því hvort í raun væri ekki betra að flytja fólk burtu af þurrkasvæðunum á svæði sem væm betur fallin til ræktunar. Þessu svaraði hann til að þetta hefði verið reynt með hörmulegum afleiðingum. Fjöl- skyldur hefðu tvístrast og fólkið hefði ekki fest rætur á þeim stöðum sem það hefði verið flutt. Því hefði það farið á vergang til að leita að ættingjum og betri heimkynnum. Að auki benti Woods á að kostnað- ur við slíka flutninga væri mikill. Sagði hann að slíkir flutningar Bandaríkin: Takeshita ræð- ir við Reagan Washington, Reuter. gætu vel verið hluti af lausn vand- ans í Eþíópíu, en þá og því aðeins að fólkið sjálft vildi flytja og að flutningarnir væm afar vel undir- búnir. Að lokum var Woods spurður að því hvað gerðist ef ástandið breytt- ist ekki í landinu, bæði í stjórn- málum og landbúnaði. Þessu svaraði hann á þá leið að stöðugt væri reynt að fá stjómvöld í Eþíópíu til að breyta stefnu sinni í land- búnaðarmálum. Hvað sem yrði væri það fyrsta skrefið í rétta átt að þau brygðust vel við þeirri ósk. Þegar afstaða stjómvalda hefði breyst í landbúnaðarmálum væri hægt að hefja uppbyggingu og þróun í land- búnaði. „Það er ekki fyrirsjáanlegt að stjómin breyti 'afstöðu sinni," sagði Woods,„en þangað til verður að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að sagan endur- taki sig og eina leiðin nú er að senda hjálpargögn til Eþíópíu." NOBORU Takeshita, forsætis- ráðherra Japan, kemur i dag til Bandarikjanna til viðræðna við Ronald Reagan forseta. Viðræður þeirra Takeshita og Reagans munu snúast um streitu í viðskiptum milli landanna og nauð- syn stöðugsleika á gjaldeyrismörk- uðum í heiminum. Að sögn talsmanna beggja aðila em þeir að mestu sammála um aðgerðir til að koma í veg fyrir gengis-sveiflur en mikið vantar á að þeir séu sam- mála um aðgerðir til að bæta viðskiptasamband milli þjóðanna. Takeshita mun hitta Reagan að máli á miðvikudag, einnig mun hann ræða við George Shultz ut- anríkisráðherra og heimsækja bandaríska þingið. Heimsókn Ta- keshita lýkur á föstudag, þá mun hann fara til Kanada þar sem hann mun eiga viðræður við Brian Mulro- ney forsætisráðherra. Carluccií Flóanum Ferð Franks Carlucc- is varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna um Persaflóasvæðið lauk á sunnudag. Til- gangur ferðarinnar var meðal annars sá að undirbúa jarðveg- inn fyrir að Banda- ríkjamenn dragi nokkuð úr hernaða- rumsvifum sinum á flóanum. Carlucci fór um borð í bandaríska herskipið Mount Vemon á meðan á förinni stóð. Hér sést hvar Carlucci (hægra megin) fær upplýsing- ar um tundurdufla- slæðingar bandaríska flotans. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.