Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 27
Frakkland MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Utgáfu malgagns sósíalista hætt París. Reuter. ÚTGÁFU franska dagblaðsins Le Matin de Paris var hætt um helgina af fjárhagslegum ástæð- um. Blaðið var helzta málgagn franskra jafnaðarmanna og kem- ur ákvörðunin sér illa því skammt er til forsetakosninga. Blaðið hefur átt við fjárhagsörð- ugleika að stríða um langt skeið og hefur stjómendum þess mis- tekizt að ráða fram úr þeim. Átti blaðið ekki lengur fyrir pappír og var því sjálfhætt á föstudag. Blaða- menn hafa enn ekki fengið greidd laun fyrir desember. Að sögn kunnugra yrði það meiri- háttar áfall fyrir Francois Mitter- rand, forseta, ef ekki tækist að koma blaðinu út á ný. Forsetakosn- ingar verða ( Frakklandi í vor og kæmi sér illa fyrir Mitterrand og jafnaðarmenn að missa helzta mál- gagn sitt. Reuter Japanska flugvélin með tijónuna á kafi skammt frá brautarenda á flugvellinum í Yonago í Japan. Um borð voru 52 menn og hlutu aðeins þrír þeirra smávægileg meiðsl. Japan: Eigendur og utgefendur skuldabrefa Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góöum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verdbréfavidskiptum Samvinnubankans Eldri spariskírteini 8,5—9,2% Veðdeild Samvinnubankans 9,7% Lindhf. 11,0% Lýsing hf. 10,8% Glitnirhf. 11,1% Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% Önnur örugg skuldabréf 9,5—12,0% Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. VERÐBRÉFAvmsKipri fjármál eru V/ SAMVINNUBANKANS okkdrfðg Hlekktist á o g fór út í Tókýó. Reuter. Japanskri farþegaflugvél hlekktist á í flugtaki frá flugvell- inum í Yonago á sunnudag og hafnaði hún út í sjó, 20-30 metra frá flugbrautarendanum. Flugvélin var að leggja upp í áætlunarferð til Osaka með 52 menn innanborðs, 48 farþega og fjögurra manna áhöfn. Þeim var fljótlega bjargað í land og þykir mildi að ekki fór verr, en aðeins þrír menn slösuðust, allir lítilllega. sjó Snjókoma var og er talið að það hafí átt sinn þátt í því að flugvélin náði aldrei fluginu. Á síðustu stundu hættu flugmennimir við flugtak en tókst ekki að stöðva vélina í tæka tíð. Rann hún fram af flugbrautarendanum og í sjó fram. Flugvélin var skrúfuþota af gerð- inni YS-11 og í eigu japanska flugfélagsins TOA, sem flýgur á innanlandsleiðum. Sony hefur framleiðslu VHS-myndsegnlbanda Tókíó, Reuter. TALSMAÐUR Sony-fyrirtækis- ins tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að hefja framleiðslu á myndsegulbandstækjum, sem notuðust við VHS-kerfið svo- nefnda. Fram að þessu hefur fyrirtækið eingöngu notast við Betamax-kerfið, sem margir sér- fræðingar, einkum í Banda- ríkjunum, telja fullkomnara en VHS-kerfið. Talsmaðurinn tjáði blaðamönn- um að myndbandaleigur hefðu svo til eingöngu myndbönd sem fram- leidd væru fyrir VHS-kerfið á boðstólum og því hefði fyrirtækið ákveðið að laga sig að kröfum markaðarins. Japanska fyrirtækið JVC hóf að framleiða VHS-mynd- bönd og telja sérfræðingar að 90 prósent þeirra myndbanda sem til eru notist við það kerfi. Salan á VHS-myndböndunum hefst í aprílmánuði 5 Evrópu en Hitachi-fyrirtækið mun annast framleiðslu og sölu á þeim mark- aði. Síðar á árinu verða VHS-tækin boðin föl í Japan en Sony áætlar að hefja sölu í Bandaríkjunum ein- hvern tíma á næsta ári. Talsmaðurinn lagði áherslu á að ekki yrði hætt við framleiðslu á Betamax-tækjum sem hann sagði allsráðandi á tilteknum mörkuðum, einkum í þróunarríkjum. Hins vegar hefðu bæði neytendur og sölufyrir- tæki víða um heim látið í ljós þá ósk á undanfömum árum að fyrir- tækið hefði framleiðslu á VHS- tækjum. Sérfræðingar sögðu að ákvörðun fyrirtækisins mætti að hluta til rekja til nýrra VHS-tækja, svokall- aðra „Super-VHS“-tækja, sem njóta mikilla vinsælda um þessar myndir sökum óvenjulegra mynd- gæða. Voru menn almennt þeirrar skoðunar að Sony hefði neyðst til að laga sig að kröfum markaðarins en bættu við að samkeppnisstaða fyrirtækisins yrði vafalítið sterk. TÖLVUPRENTARAR | Mímir Kenm verdur í fíeiri ánámsl ... OG MALIÐ ER LEYST! ÞYSKA franska SPÆNSKA italska 'SLENSKA fynr utlendinga M&ÁiAnmtin £viknanámskeióhefiast Í4 n i T--™ Timi; 18.30-20.30 og20 40 2^nmúár-úar- S.ðdegIstímarU. ,34fo«-M.40. PNSKA 12 V I K N A N Á M S K E I Ð H E F J A S T | 25. janúar Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8-13 ára og þeim er skipt í hópa eftir kunnáttu. Skólinn er starfræktur í ÐREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.