Morgunblaðið - 12.01.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 12.01.1988, Síða 27
Frakkland MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Utgáfu malgagns sósíalista hætt París. Reuter. ÚTGÁFU franska dagblaðsins Le Matin de Paris var hætt um helgina af fjárhagslegum ástæð- um. Blaðið var helzta málgagn franskra jafnaðarmanna og kem- ur ákvörðunin sér illa því skammt er til forsetakosninga. Blaðið hefur átt við fjárhagsörð- ugleika að stríða um langt skeið og hefur stjómendum þess mis- tekizt að ráða fram úr þeim. Átti blaðið ekki lengur fyrir pappír og var því sjálfhætt á föstudag. Blaða- menn hafa enn ekki fengið greidd laun fyrir desember. Að sögn kunnugra yrði það meiri- háttar áfall fyrir Francois Mitter- rand, forseta, ef ekki tækist að koma blaðinu út á ný. Forsetakosn- ingar verða ( Frakklandi í vor og kæmi sér illa fyrir Mitterrand og jafnaðarmenn að missa helzta mál- gagn sitt. Reuter Japanska flugvélin með tijónuna á kafi skammt frá brautarenda á flugvellinum í Yonago í Japan. Um borð voru 52 menn og hlutu aðeins þrír þeirra smávægileg meiðsl. Japan: Eigendur og utgefendur skuldabrefa Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góöum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verdbréfavidskiptum Samvinnubankans Eldri spariskírteini 8,5—9,2% Veðdeild Samvinnubankans 9,7% Lindhf. 11,0% Lýsing hf. 10,8% Glitnirhf. 11,1% Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% Önnur örugg skuldabréf 9,5—12,0% Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. VERÐBRÉFAvmsKipri fjármál eru V/ SAMVINNUBANKANS okkdrfðg Hlekktist á o g fór út í Tókýó. Reuter. Japanskri farþegaflugvél hlekktist á í flugtaki frá flugvell- inum í Yonago á sunnudag og hafnaði hún út í sjó, 20-30 metra frá flugbrautarendanum. Flugvélin var að leggja upp í áætlunarferð til Osaka með 52 menn innanborðs, 48 farþega og fjögurra manna áhöfn. Þeim var fljótlega bjargað í land og þykir mildi að ekki fór verr, en aðeins þrír menn slösuðust, allir lítilllega. sjó Snjókoma var og er talið að það hafí átt sinn þátt í því að flugvélin náði aldrei fluginu. Á síðustu stundu hættu flugmennimir við flugtak en tókst ekki að stöðva vélina í tæka tíð. Rann hún fram af flugbrautarendanum og í sjó fram. Flugvélin var skrúfuþota af gerð- inni YS-11 og í eigu japanska flugfélagsins TOA, sem flýgur á innanlandsleiðum. Sony hefur framleiðslu VHS-myndsegnlbanda Tókíó, Reuter. TALSMAÐUR Sony-fyrirtækis- ins tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að hefja framleiðslu á myndsegulbandstækjum, sem notuðust við VHS-kerfið svo- nefnda. Fram að þessu hefur fyrirtækið eingöngu notast við Betamax-kerfið, sem margir sér- fræðingar, einkum í Banda- ríkjunum, telja fullkomnara en VHS-kerfið. Talsmaðurinn tjáði blaðamönn- um að myndbandaleigur hefðu svo til eingöngu myndbönd sem fram- leidd væru fyrir VHS-kerfið á boðstólum og því hefði fyrirtækið ákveðið að laga sig að kröfum markaðarins. Japanska fyrirtækið JVC hóf að framleiða VHS-mynd- bönd og telja sérfræðingar að 90 prósent þeirra myndbanda sem til eru notist við það kerfi. Salan á VHS-myndböndunum hefst í aprílmánuði 5 Evrópu en Hitachi-fyrirtækið mun annast framleiðslu og sölu á þeim mark- aði. Síðar á árinu verða VHS-tækin boðin föl í Japan en Sony áætlar að hefja sölu í Bandaríkjunum ein- hvern tíma á næsta ári. Talsmaðurinn lagði áherslu á að ekki yrði hætt við framleiðslu á Betamax-tækjum sem hann sagði allsráðandi á tilteknum mörkuðum, einkum í þróunarríkjum. Hins vegar hefðu bæði neytendur og sölufyrir- tæki víða um heim látið í ljós þá ósk á undanfömum árum að fyrir- tækið hefði framleiðslu á VHS- tækjum. Sérfræðingar sögðu að ákvörðun fyrirtækisins mætti að hluta til rekja til nýrra VHS-tækja, svokall- aðra „Super-VHS“-tækja, sem njóta mikilla vinsælda um þessar myndir sökum óvenjulegra mynd- gæða. Voru menn almennt þeirrar skoðunar að Sony hefði neyðst til að laga sig að kröfum markaðarins en bættu við að samkeppnisstaða fyrirtækisins yrði vafalítið sterk. TÖLVUPRENTARAR | Mímir Kenm verdur í fíeiri ánámsl ... OG MALIÐ ER LEYST! ÞYSKA franska SPÆNSKA italska 'SLENSKA fynr utlendinga M&ÁiAnmtin £viknanámskeióhefiast Í4 n i T--™ Timi; 18.30-20.30 og20 40 2^nmúár-úar- S.ðdegIstímarU. ,34fo«-M.40. PNSKA 12 V I K N A N Á M S K E I Ð H E F J A S T | 25. janúar Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8-13 ára og þeim er skipt í hópa eftir kunnáttu. Skólinn er starfræktur í ÐREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.