Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 47 takóng en ekki fleiri spaða. Þá er hægt að trompa þriðrja hjartað í borði. Þetta gengur ekki ef spilið er eins og hér að ofan, enda er engin ástæða fyrir suður að taka þá áhættu því 10 slagir eru öruggir. Suður tekur tígul- ás í þriðja slag, spilar laufi á ás, trompar tígul, spilar laufi á kóng, trompar tígul, spilar laufi á drottningu og trompar tígul með síðasta tromp- inu. Síðan spilaif. hann laufgosa og ef austur trompar verður trompfjark- inn í borði 10 slagurinn. EUa er laufgosinn þessi þýðingarmikli slagur. Það skiptir heldur engu máli þótt vömin trompi einhvemtímann í spil- inu. 5) Norður ♦ K107 V6 ♦ 9763 + Á9543 Vestur Austur VDG1043 llllll VÁ8752 ♦ 52 ♦ DG104 + KG76 +D108 Suður ♦ ÁDG8542 ¥K9 ♦ ÁK8 + 2 Suður spilaði 6 spaða eftir að hafa opnað á 2 sterkum spöðum og síðan stokkið í ásaspumingu við 3ja spaða svari norðurs: Vestur spilaði út hjarta- drottningu sem austur tók með ás og síðan átti hann að fínna bestu vöm. Eftir sagnir var ljóst að suður átti langan og þéttan spaðalit, og örugg- lega hjartakóng og tígulás. Auk þess átti hann væntanlega annaðhvort tígulkóng eða laufakóng til viðbótar. Það gerir 11 slagi og baráttan stend- ur því um 12. slaginn. Ef suður á laufakóng, en ekki tígul- kóng, er ljóst að sagnhafi vinnur spilið ef kóngurinn er blankur eða annar, því þá er hægt að gera laufið gott. Ef laufakóngurinn er þriðji verð- ur sagnhafí hinsvegar að gefa slag á lauf. Ef suður á ekki laufakóng, heldur t.d. 2 hunda í laufi er spilið einnig vonlaust. En hvað ef sagnhafi á spil eins og hér að ofan?- Ef austur spilar tígli í 2. slag tekur sagnhafi með kóng, spilar laufí á ás, trompar lauf, spilar spaða á tíu, trompar lauf, og spilar spaða á kóng og trompar lauf. Nú er síðasta- laufið orðið gott og sagnhafi á innkomu á spaðasjöið til að taka fríslaginn. Við þessu getur austur gert með því að spila trompi í 2. slag. Við það er tekin innkoma af borðinu án þess að sagnhafi geti nýtt sér hana og hann getur fri'að laufið en kemst ekki inn í borð til að taka fríslaginn. 6) Norður ♦ KG + D5 ♦ ÁG72 ♦D8753 Vestur ♦ 10973 ¥ 10864 ♦ 9 + G942 Austur + D8542 ¥972 ♦ K1085 + 10 Suður ♦ Á6 ¥ÁKG3 ♦ D643 ♦ ÁK6 Suður spilaði 6 grönd og fékk út spaðatíu. Hann tók slaginn með kóngnum og tók ás og kóng í laufi og austur henti spaða í laufakóng. Þá var spurt: hvemig tryggir suður sér samninginn? Fyrstu viðbrögð em væntanlega að spila tígli á gosann og þá vinnst spilið ef vestur á tígulkóng eða ef tígullinn liggur 3-2. En hvað ef aust- ur á tígukóng blankan eða kónginn flórða eða fimmta? Ef betur er að gáð sést að suður getur séð við öllum þessum legum, með því einfaldlega að spila tígli á ásinn og síðan litlum tígli úr borði. Ef tígullinn liggur 3-2 er spilið unnið; ef kóngurinn er stakur dettur hann í ásinn og ef austur á 4 eða 5 tígla má hann ekki fara upp með kónginn, þegar litlum tígli er spilað úr borði, því þá á suður 3 tígulslagi. Suður fær því á tígulgosann og getur síðan ró- legur fríað laufið með því að gefa vestri laufaslag. Ef vestur á tígulkónginn 4. eða 5., sem er raunar ólíklegt, tekur hann auðvitað tíguldrottninguna með kóngnum. En suður getur síðan þvingað hann í láglitunum þegar hann tekur slagina í hálitunum. Sú þvingun er mjög auðveld því skipting vesturs verður ljós. Minning: Lillian Fædd 3. október 1908 Dáin 2. janúar 1988 Lífið horfið! Hún er orðin nár. Hjartað stansað, bijóstið orðið kalt. Hún, sem kunni’ að hugga sorg og tár, hún er dáin, svona fer það alt. Ekkert bros á blíðum móður vörum, bleikur dauðinn heldur þar upp svörum. Með þessum fallegu ljóðlínum viljum við kveðja okkar ástkæru frænku Lillian. Lillý eins og hún var alltaf kölluð var í okkar huga mikið meira en bara frænka, við litum á hana eins og ömmu okkar og vitum að hún hugsaði einnig þannig til okkar. Hún hélt yfír okk- ur vemdarhendi allt frá bamæsku til fullorðinsára, var með okkur í leik og starfí, gleði og sorg. Með stirðum höndum og sorg í hjarta er reynt af veikum mætti að rita þessar línur. Kallið kom snöggt og mikið tómarúm hefur myndast í hjörtum okkar sem erfitt er að fylla eða sætta sig við. Góðu minningamar hrannast upp og eiga þær eftir að ylja okkur um ókomna tíma og varðveitast sem perlur f bmnni minninganna. Við sem höfum átt því láni að fagna, að fá að kynnast, þekkja og elska þessa góðu konu sem við munum Teitson kveðja í hinsta sinn í dag, vitum að frá okkur verður aldrei tekið það sem hún gaf okkur og kenndi, það er sælla að gefa en að þiggja. Blessuð sé minning elsku frænku okkar Lillý. Megi hún hvíla í friði. Sossa, Egill, Jobba, Auður, Hilmar, Bára, Biggi, Úlli, Lillý, Garðar og Kristín. Sæmundur Þóraríns- son - Minningarorð Fæddur 7. mars 1920 Dáinn 4. janúar 1988 Sæmundur Þórarinsson, eða Sæmi afí, eins og við krakkamir kölluðum hann, var fæddur og upp- alinn í vesturbænum í Reykjavík. Foreldrar hans vom hjónin Sólveig Sigurbergsdóttir og Þórarinn Sæ- mundsson. Afi var bamgóður með eindæm- um og vom kynni mín af honum mjög skemmtileg. Það var alveg sama hvenær ég kom í heimsókn, hann var alltaf tilbúinn að eyða með manni tíma og afi kunni að eyða tímanum á frábæran hátt. Hann fór oft með mig í langa bíltúra. Stundum keyrðum við niður á bryggju, þá var hann vanur að segja mér nöfnin á skipunum eða eitthvað annað sem viðkom sjónum og stundum keyrðum við upp í sveit og keyptum okkur ís, en ef veðrið var vont vomm við inni. Þá sagði hann mér sögur og svo teiknaði hann myndir við sögumar og gaf mér. En fyrir nímum fimm ámm, þeg- ar ég var tíu ára, varð afi fyrir því TÖLVUPRENTARAR X---------------- slysi sem varð þess valdandi að hann gat ekki farið með okkur krakkana í fleiri bíltúra eða sagt okkur fleiri sögur. Það fylgir dauðanum alltaf tregi, jafnvel þó ég viti að afi sé kominn á annan og betri stað þar sem lífíð er betra en það líf sem hann lifði hér seinustu æviárin. Blessuð sé minning hans, megi hann hvfla í friði. Sæunn Huld Þórðardóttir M IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins 25.-30. jan. Flísa- og steinlögn. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Ætlað múrurum. Flísalögn. Við- gerð, fúgur. Steinlögn. Terrassolögn. Staðlar. Heilbrigð- ismál. 30 kennslustundir. 1 .-5. feb. Steypuskemmdir. Haldið hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins. Steypuskemmdir, eðli og orsakir. Greining skemmda. Viðgeröiráfrostskemmdum, alkali- skemmdum o.fl. Sprautusteypa. Viðgerðir með fljótandi- steypu.Verk- og efnislýsingar. Fyrirlestrar, verkefni og skoðunarferð. 60 kennslustundir. 2.-4. feb. Gluggar og glerjun. Ætlað húsasmiðum. Haldið hjá Rannsóknarsofnun byggingariðnaðarins. Gluggar: Gluggaefni, gagnvörn. Lögun, stærðirog gerðirglugga. ísetning. Endurbætur o.fl. Glerjun: Efnisfræði glers.fúgu- efni. ísetningaraðferðir og viðgerðir á einangruna- rgleri. 18 kennslustundir. 15.-17. feb. Hljóðeinangrun. Unnið af starfsmönnum Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og haldið þar. Undir- stöðuatriði. Hljóðísog og einangrun. Hljóðeinangrun steinsteyptra húsa, timburhúsa.einingahúsa.Endur- bætur á eldri húsum. -Einkum ætlað iðnaðarmönnum, einnig gagnlegt hönnuðum og húseigendum. 18 kennslustundir. 15. feb. Niðurlögn steinsteypu. Haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Eiginleikar steinsteypu. Niðurlögn og aðhlynning. Iblöndunarefni. -Ætlað þeim sem fást við niöurlögn og meðferð steinsteypuábyggingarstað. 8 kennslustundir. Sjálfvirknideild 25.-27. jan. Örtölvutækni I. Grundvallarhugtök örtölvutækninn- ar. Hvernig vinnur örtölvan? Kynning á forritun á véla- og smalamáli 8088 örgjörvans. Hagnýt forritun- ardæmi. 30 kennslustundir. Rekstrartæknideild 25.-30. jan. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlað konum. Haldið á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiðinu er ætlaö að auka skilning þátttakenda á því hvað atvinnu- rekstur útheimtir, hvað þarf aðathuga og hvað þarf að varast. Verkstjórnarfræðslan 18.-19. jan. Verktilsögn og vínnutækni. Farið er yfir skipulagöa verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnuvistfræði, líkamsbeitingu við vinnu. 20.-21. jan. Stjórnun breytlnga. Farið yfir stjórnun breytinga, hvernig er unnið að breytingum. Starfsmannaviðtöl, hvernig virkja má starfsmenn til að leysa vandamál o.fl. 22.-23. jan. Verkefnastjórnun. Undirstaða verkefnastjórnunar. Hlutverk verkefnisstjóra, myndun verkefnishópa, vöru- þróunarverkefni o.fl. 25.-26. jan. Framlelöslustjórnun. Farið er meðal annars yfir undir- stöðuatriði í framleiöslustjórnun, innkaup o.fl. 27.-28. jan. Gæðastjórnun. Farið er meðal annars yfir hvað eru gæði og hvernig er best að viöhalda þeim. Gæðaeftirlit með hráefni o.fl. 29.-30. jan. Undlrstaöa vinnuhagræðingar. Farið er yfir undir- stöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki. 25.-26. jan. Verkáætlanir. Haldið á Akureyri. Farið er yfir undir- stöðu í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-fram- kvæmdaátælun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. 22.-23. jan. MULTIPLAN-forrit og kostnaðaráætlanir. Haldiöá Austurlandi. Farið er yfir undirstööur áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikiforritinu MULTI- PLAN. Vinnuvélanámskeið Námskeið fyrir stjórnenöur þungavinnuvéla. 20.30. jan. Haldið í Reykjavik. 2.-12. feb. Haldiðá Egilsstöðum. Námskeið i Reykjavik eru haldin i húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni i sima (91) 68-7000, Fræðslumiðstöð iðnaðarins i sima (91) 68-7440 og Verkstjórnarfræðsl- unni i síma (91) 68-7009. Geymið auglýsinguna. Funda- og veislusalur Hötel Lindar Veislu-, funda, og ráðstefnusalur fyrir allt að 100 manns, Allar veitingar. Kjörinn staður við öll tækifæri. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfirbragð. •• 011 tækifæri: • FUNDIR • RÁÐSTEFNUR • VEISLUR • ERFIDRYKKJUR e AFMÆLI Göðar aðstæður: e Myndbandstæki • Skyggnusýningavél • Myndvarpi • Tjald • Tússtöflur • Flettitöflur • Ljósritun • Telex HÖTEL UMV RAUÐARÁRSTÍG 18 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 623350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.