Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Margir höfðu lagt mikla vinnu í gerð búninga, sem settu mikinn svip á skemmtunina. ypgar: Þrettándagleði í blankalogni Vognm. BLANKALOGN einkenndi úti- dagskrá þrettándagleðinnar i Vogum að þessu sinni. Svo mikið var lognið að reykjarmökkur lagðist yfir svæðið þar sem flug- eldasýningin fór fram að hluti sýningaratriða hvarf í reykjar- mökkinn. Þrettándagleðin hófst með blys- för frá félagsheimilinu Glaðheimum þar sem farið var eftir Ægisgötu, Kirkjugerði og Tjarnagötu að brennu á Eyrarkotsbakka. Á undan biysförinni fór dráttarvél með kerru er flutti álfakóng og álfadrottningu, ásamt hljóðfæraleikara, álfum og alls konar fúrðuverum. Við brenn- una voru sungnir álfasöngvar og stiginn álfadans. Síðan fór fram flugeldasýning á vegum björgunar- sveitarinnar sem heppnaðist mjög vel, en að henni lokinni var haldið í skrúðgöngu í féiagsheimilið Glað- heima þar sem jólin voru dönsuð út, við undirleik unglingahljóm- sveitar. Mikill Qöldi fólks tók þátt í þrett- ándagleðinni að þessu sinni og voru margir sem höfðu lagt mikla vinnu í gerð búninga, sem settu mikinn svip á skemmtunina. Á undanfömum árum hafa hestamenn verið í fararbroddi í blysförinni, en einhverra hluta vegna voru þeir ekki nú, en hunda- eigendur mættu hins vegar að þessu sinni og gengu með hunda sína. - EG Fjölmenni var við álfabrennuna í Vogunum. Frá þrettándabrennunni á Akranesi. Morgunblaðið/J6n Gunnlaugsson Þrettándabrenna á Akranesi Akurnesingar kvöddu jólin með blysför og veglegri brennu á þrettándanum í ákjósanlegu veðri og var margt manna viðstatt. Það er orðinn árviss viðburður að haldin sé stór brenna á þrettándan- um og engin breyting varð þar á aer- þetta árið. Brennan er haldin á íþróttavellinum að frumkvæði íþrótta- og æskulýðsnefndar og hafa þeir til aðstoðar félaga i Kiwanis- klúbbnum Þyrli sem hlaða bálköst- inn. Einnig koma til sögunnar ýmsir aðilar aðrir sem hjálpa til að gera þetta eins veglegt og unnt er. Veður á Akranesi á þrettándadag var einstaklega gott og lét fólk ekki sitt eftir liggja og voru fjölmargir mættir og tóku virkan þátt í dansin- um. Áður en brennan hófst var farin blysför frá æskulýðsheimilinu Arn- ardal og fóru fyrir göngunni kóngur og drotting ásamt ýmsu öðru fyrir- fólki sem klæddist margvíslegum furðubúningum. Að loknum álfa- dansinum fór fram flugeldasýning. - JG Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir Frá litlu jólunum í Grunnskóla Þingeyrar. Litlujólin Þingfeyri. LITLU jólin eru alltaf haldin hér með vissum hátíðleikablæ, eng- inn „diskódans" þann dag, heldur flytur presturinn hugvekju og sungnir eru jólasálmar auk ann- ars. Fimmtudaginn 17. desember sl. lauk skólahaldi fyrir jól með hefð- bundnum litlu jólum sem 8. bekkur sá um. Séra Gunnar/Hauksson flutti jólaguðspjallið og á undan og eftir voru sungnir jólasálmar. Um morg- á Þingeyri uninn mættu eldri nemendur skólans og til skemmtunar var söngur, upplestur á jólasögu, spurn- ingakeppni, Ijóðaflutningur og smá leikþættir. Jólasveinninn kom í heimsókn og útdeildi pósti og grínaðist. Þau elstu sáu um að allir hefðu sælgæti til að gæða sér á. .Eftir hádegi var flutt sama dagskrá en nú fyrir fullu húsi, þar sem yngri kynslóðin var mætt ásamt foreldr- um. - Hulda Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Meðalland: Fyrstíbylur vetrarins Hnausum í Meðallandi. NÚ ER hér útsynningur og geng- ur á með krapaéljum. Á fimmtu- dag var hörkubylur af austri og var það sá fyrsti á vetrinum. Gerði hér allhart frost um þrett- ándann, hafði ekki komið nema lítið frost áður. Jörð var þíð og auð um jólin fram að 5. janúar. Jólahald var með sama sniði og áður. Messað var í fimm kirkjum héraðsins jóladagana og á gamlárs- kvöld í Prestbakkakirkju. Brennur voru allvíða um áramót í mjög góðu veðri og miklu skotið upp af flugeld- um. Eftir kl. 12.00 á miðnætti var dansað á Kirkjuhvoli. Nærri Hörgsdal lenti fólksbíll fyrir vörubíl nokkru fyrir jól. Var Bjarni Bjamason fyrrverandi hreppstjóri í Hörgsdal farþegi í bílnum. Fólksbíllinn var ónýtur en lítið sá á Bjama. Sýnist sem al- mættið ætli honum ákveðinn dag til brottfarar og líði þar engar breyt- ingar á. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Bjami er á landamærum lífs og dauða. — Vilhjálmur Veitingahúsið á Tjarnargötu 31a: Eigendaskipti urðu um áramótin Keflavík. ÓSKAR Ársælsson veitingamað- ur tók við rekstri Veitingahúss-. ins á Tjarnargötu 31a um áramótin. Undanfarin ár hefur Óskar starfað á Glóðinni, en ætl- ar nú að vera með eigin rekstur. Veitingastaðurinn var opnaður i haust undir nafninu E1 Ranco af Antoni Norwaes, en bæjarfóget- inn í Keflavík samþykkti ekki nafnið og þá var staðurinn látinn heita Veitingahúsið, Tjarnargötu 31a. Óskar sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann væri nú með samkeppni í gangi um nýtt nafn á staðinn og væri ferð til Hamborgar með Arnarflugi í boði fyrir sigur- vegarann í þeirri keppni. Óskar sagðist aðallega vera með pizzur á boðstólum og um næstu helgi yrði hann með opnunarhátíð og þá yrði boðið uppá pizzur á kynningar- verði. „Annars er hugmyndin að vera með allt frá litlum pizzum upp í stórsteikur á matseðlinum auk þess að taka að sér veislur úti í bæ.“ Óskar er Keflvíkingur og hefur hann starfað sem framleiðslumaður Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Óskar Ársælsson veitingamaður lengst til vinstri ásamt starfsfólki sínu, Birnu Rúnarsdóttur og Stefáni Stefánssyni matsveini. í um 13 ár. Hann lærði á Hótel Loftleiðum og lauk námi 1975 og hefur starfað sem framleiðslumaður síðan. Óskar sagðist vera bjartsýnn, sér hefði verið vel tekið og hann hyggði á ýmsar nýjungar með hækkandi sól. „Ég hef hug á að setja gervigras á stéttina fyrir framan húsið og koma þar upp úti- skála og stækka veitingasalinn inni,“ sagði Óskar ennfremur. - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.