Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 tKRAAM j,Hvemip líáur þér í bakínu r"’ Þú færð 50 kall ef þú seg- ir mér hvort ég vinn i happdrættinu. Með morgunkaffinu Ég finn að aldurinn færist yfir mig. Ég hef ekki eins mikla ánægju af Ieikföng- um krakkanna. i • HÖGNI HREKKVÍSI +■ Áhöfn Geysis við komuna á Reykjavíkurflugvöll. Frá vinstri: Dagfinnur Stefánsson, Bolli Gunnarsson, Einar Runólfsson, Magnús Guðmundsson, Ingigerður Karlsdóttir, Guðmundur Sívertsen. Athugasemdir vegna sjón- varpsþáttar um Geysisslysið Til Velvakanda. Ekki get ég orða bundist eftir að hafa horft á þátt í sjónvarpinu um Geysisslysið. Ég hygg að fáir íslendingar, sem komnir voru til nokkurs vits, hafi komist hjá því að fylgjast með og taka á ein- hvem hátt þátt í baráttu hinnar illu settu áhafnar við hinar erfiðu aðstæður eftir að sú frétt barst að hún væri öll á lífi við flak flug- vélarinnar uppi á Bárðarbungu á Vatnajökli. Nöfn þessa fólks þekktu flestir svo oft sem þau voru nefnd og margir eru þeir sem muna þau enn þann dag í dag, 37 árum eftir að þessi atburður skeði, þó hann hafí af eðlilegum ástæðum verið minna til umræðu hin síðari ár. Það var því vissulega tímabært að sjónvarp allra lands- manna tæki þetta efni til umfjöll- unar og gerði þátt um það. Ég er í hópi þeirra sem geyma frá æsku minningar um atburð þennan en varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þáttinn. Fyrir það fyrsta er þess á engan hátt getið hvemig þeim þremur af áhöfninni, sem ekki var viðtal við, hefði vegnað eftir þennan örlagaatburð eða hvort þeir væru lífs eða liðnir. Nöfn þeirra Bolla, Guðmundar og Einars voru okkur, sem muna þennan atburð, jafn töm í munni og nöfn þeirra Magnúsar, Dagf- inns og Ingigerðar. Þá fannst mér vanta í þáttinn frekari umfjöllun um þátt björgunarmannanna frá Akureyri og þar úr grennd, sem allir vita að unnu afreksverk. Það hefði þurft að tala við fleiri af þeim sem enn em á meðal vor og geta lýst útbúnaði, erfiðleikum og öllu umfangi þessarar ferðar. Og síðast en ekki síst þá fannst mér Umsjónarmaðurinn skíta í nitina sína — svo notað sé orðbragð kvía- mjaltakvenna fyrri tíma — þegar Kristinn Olsen var spurður þess hvemig hagnaði af sölu banda- rísku Dakota-flugvélarinnar, sem Loftleiðamenn keyptu og bjargað var af jöklinum, hefði verið varið. Þetta hefði átt við ef þama hefði verið að fjalla um sögu Loftleiða, en kom þessu efni alls ekkert við og átti ekki að heyrast. Kvikmynd- in sem einn úr björgunarleiðangr- inum, Eðvarð Sigurgeirsson, tók og sýnd var með var einlæg og sönn og kemur til með að viðhalda í hjörtum okkar og huga þeim ljúfu tilfínningum sem tengjast þessum atburði. Þá var allt, sem þau þrjú úr áhöfninni sem viðtal var við sögðu og sýndu, til þess að við- halda virðingu okkar allra fyrir kjarki þeirra, þreki og hetjudáð á örlagastundu. Guðfinnur Finnbogason, Miðhúsum. Víkverji skrifar IMorgunblaðinu um helgina var frá því sagt, að þjónusta hár- skera, þvottahúsa o.fl. aðila hefði hækkað töluvert umfram verð- bólgu á árinu 1987. Fyrir nokkru var til þess vitnað hér í þessum dálki, að Islendingur, sem víða ferðast hefði haft orð á því, að kostnaður við fatahreinsun væri ótrulega mikill hér og jafnvel dýr- ari en á.dýrustu hótelum erlendis. Fyrir skömmu hitti Víkveiji að máli ferðamann, sem hafði haft viðdvöl í Genf, sem er ein dýrasta borg heims. I því samtali kom fram, að þjónusta hárskera á dýr- asta hótelinu í þessari, einni dýrustu borg heims, var heldur ódýrari en sams konar þjónusta hér í Reykjavík! Hvemig má þetta vera? Nú er alkunna, að laun eru lægri hér á íslandi en víðast hvar í Evrópu, þannig að skýringin á verði á þjón- ustu hárskera og þvottahúsa getur tæpast verið mikill launa- kostnaður vegna annarra starfs- manna. Hver er hún þá? Það skal tekið fram, að þessi dálkur er að sjálfsögðu opinn þeim, sem vilja svara þessum spurningum. XXX Hótel ísland er myndarlegur veitingastaður. Það verður ekki annað sagt en að þar er stað- ið að málum á þann veg, að nokkur sómi er að. Hið sama má segja um mat og þjónustu. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hefur haft frumkvæði um byltingu í skemmtanahaldi hér, fyrst á Bro- adway og nú á þessum nýja skemmtistað. Byltingin er fólgin í því að setja upp nokkuð viðamikl- ar dans- og söngvasýningar og selja inn á þær með mat, þannig að úr verður dýr skemmtun en töluvert í hana borið. Sennilega hefur þetta leitt til þess, að mið- aldra og eldra fólk, sem var hætta að fara á skemmtistaðina sækir þá á ný af þeirri einföldu ástæðu, að það hefur meiri peninga handa á milli en þeir, sem yngri eru. A Hótel Islandi hefur verið sett upp mikil dans- og söngvasýning, sem tekur á þriðja tíma. Það má því segja,' að áhorfandinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Á hinn bóginn hlýtur það að vera nokk- urt umhugsunarefni, hvað þessi sýning ber mikið amerískt yfir- bragð. Þetta er í raun eftirlíking af amerískum sýningum af þess- ari gerð. Víkveiji hefur verið ferðamaður í Qarlægu landi og séð slíka sýn- ingu þar. Þá var einmitt eftir því tekið, hvort hún bæri þjóðleg ein- kenni eða væri eftiröpun af því, sem tíðkaðist í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Segja má, að það hafi verið bæði og. Erlendur ferðamaður, sem kemur til Islands og sér sýninguna á Hótel íslandi kemst óhjákvæmi- lega að þeirri niðurstöðu, að amerísk menningaráhrif séu hér ótrúlega mikil. Er það kannski svo, þótt við tökum tæpast eftir því?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.