Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 50
50_______________________________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 fclk ( fréttum Jóakim Danaprins þótti standa sig með miklum sóma. Aðfarir prinsanna eru um margt líkar og jafnvel munnsvipurinn er svipaður. KONUNGLEGAR ÍÞRÓTTIR Klifrað í köðlum Það þykir vera við hæfi að prins- ar og erfíngjar konungsem- bætta ástundi veiðar og aðrar karlmannlegar íþróttir á meðan að prinsessur og drottningarefni virð- ast eyða mestum tíma í búðaráp og annað þessháttar. Játvarður prins, sem nú er orðinn 23. ára gamall, olli miklum vonbrigðum þegar hann hætti í breska sjóhem- um eftir aðeins flögurra mánaða þjónustu. Hann tók á dögunum þátt í uppákomu sem haldin var til styrktar góðferðastarfsemi og fólst framlag hans í því að hann klifraði nokkra metra eftir kaðli. Þótti frammistaða hans sýna að eitthvað hefði hann nú lært í hernum. Þó var hann svo að fram kominn eftir þetta þrekvirki að hann lét ekki sjá sig á fréttamannafundi sem haldin var eftir þessa uppákomu og herma fréttir að hann hafí farið í frí til Karabískahafsins stuttu seinna til að safna kröftum á ný. Jóakim 1..- Játvarður Bretaprins. Danaprins kallar ekki allt ömmu sína þó hann sé fímm áruni yngri en Játvarður. A æfíngu á dögunum var hann látinn fíkra sig með al- væpni eftir kaðli sem strengdur var yfír fljót nokkurt mitt í dýpstu frumskógum Danmerkur og þóttu tilburðir hans til mikillar fyrirmynd- ar. Komst hann klakklaust yfír, krókudílum danskra fjölmiðla til mikilla vonbrigða ! BÍLAR Studebaker Gran Turismo Hawk, árgerð 1963 essi bíll getur gengið næstu 100 árin ef maður passar hann,“ segir Jón Pétursson, eigandi J.P. innréttinga, en Jón festi á dög- unum kaup á glæsibifreið af tegundinni Studebaker Gran Tur- ismo Hawk. Bifreiðin er af árgerð 1963, en það sama ár fóru Studeba- ker-verksmiðjumar á hausinn.„ Þessir bílar þóttu afskaplega fínir á sínum tíma og ég held að um 10 - 15 stykki hafí verið flutt til lands- ins, - gönilu strætisvagnamir voru framleiddir af sömu verksmiðjum. Stuttu áður en verksmiðjumar fóm á hausinn sameinuðust þær Pack- ard-verksmiðjunum, en fyrsti forsetabíll íslands var einmitt frá þeim kominn og var notaður til loka sjötta áratugarins,“ sagði Jón. Að- spurður um tildrög þess að hann keypti bílinn sagði hann að sig hefði lengi langað í svona bíl. „Þegar ég var um tvítugt átti ég tvo Studeba- ker bíla sem vom árgerð 1953, bílunum var seinna breytt og þessi bíll sem ég á núna er flottasta gerð- in sem framleidd var“. Bíllinn er keyptur hingað til lands frá Ohio í Bandaríkjunum og með honum fylgdi bók þar sem fyrri eig- andi bílsins hafði skráð þjónustu- sögu bílsins í smáatriðum og er þar ÆVIMINNINGAR „HÚN GAT EKKIVERNDAÐ SIG FYRIR SJÁLFRI SÉR“ Bandaríski rithöfundurinn Art- hur Miller hefur nýlega gefíð út æviminningar sínar og ræðir þar m.a. um hjónaband sitt við leikkon- una frægu, Marilyn Monroe, en þap vom gift í nokkur ár. í bókinni seg- ir Miller að fjölmiðlar og aðrir hafi gerst sekir um að skapa ímynd af Monroe sem ekki hafí átt sér nokkra stoð í raunveruleikanum. „Sú Mari- lyn sem ég þekkti átti ekkert skylt við það sem sagt var um hana. Hún varð fyrir ótal áföllum í æsku,“ seg- ir Miller,„ og þau sár sem hún hlaut af þeirra völdum náðu aldrei að gróa, heldur gerðu úr henni konu sem ekki gat vemd sér veitt fyrir sjálfri sér. ,Hún bað um skilyrðislausa ást, en gat ekki þegið hana. Mér hefur aldr- ei fundist að ég hafí bmgðist Mari- lyn, heldur þvert á móti, - ég gerði allt sem ég gat, og meira til. Hún lifði alla sína ævi í einmannaleika. Þrátt fyrir persónutöfra og gáfur var dauðinn hennar fylgisveinn, alltaf og alls staðar“. í bók sinni gagnrýnir Miller þá sem í bók sinni ásakar Miller m.a. rithöfundinn Norman Mailer fyr- ir að hafa reynt að gera sér kynni sín af Monroe að féþúfu. hann segir hafa reynt að hagnast á Monroe. Að því er fram kemur í bókinni var einn þeirra rithöfundur- inn Norman Mailer, sem um skeið var giftur henni. Ásakar Miller hann um að nota vísvitandi fals og lygar til að selja fleiri bækur. Ástæðuna segir hann vera þá að Maiier skorti fé til að greiða bætur til allra fyrrver- andi eiginkvenna sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.