Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLaÐSINS I Skattamál HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spumingar um skattamál. Morgunblaðið leit- ar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. Bjarni Brynjólfsson spyr: 1. Ég er námsmaður og nýti ekki persónuafslátt minn að fullu. Get ég nýtt persónuafslátt minn til að minnka skatt konunnar minnar í 1 mánuð á árinu? 2. Er tekinn skattur af námsláni eins og tekjum? Svar: 1. Þeir launamenn sem ekki nýta persónuafslátt sinn að fullu geta afhent maka sínum aukaskattkort og getur þá launa- greiðandi makans fært 80% af þannig millifæranlegum per- sónuafslætti til þess maka sem tekjurnar hefur meiri. í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort um er að ræða takmörkuð launa- tímabil, eins og fyrirspyijandi spyr, 1 mánuð eða lengri tíma. 2. Lántökur eru ekki skatt- lagðar eins og um laun væri að ræða. Jón Guðmundsson, spyr: Eru greiddir skattar af því sem greitt er í lífeyrissjóð og ef svo er, eru aftur greiddir skattar af því þegar fólk fær greitt úr lífeyrissjóði? Svar: Staðgreiðsla opinberra gjalda er reiknuð af öllum launum og launatengdum greiðslum, svo og hvers kyns fríðindum og hlunn- indum, án nokkurs frádráttar. Það er því ekki heimilt að draga frá heildartekjum þær greiðslur sem inntar eru af hendi í lífeyrissjóð. Frádráttur skv. 1. tl. E-liðs 1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt var afnuminn með lögum nr. 49/1987 þannig að þessi frádráttarliður er ekki heldur heimill við álagningu. Eftirlaun úr lífeyrissjóðum eru að fullu skatt- skyld eins og aðrar launatekjur skv. 5. gr. staðgreiðslulaga. Lena M. Rist spyr: Hvort persónuafsláttur hjá eigin- konu, sem ekki nýtist til fulls, safnist ekki upp og sé gerður upp í árslok eða er nauðsynlegt að sækja um aukaskattkort ef um einhveqar aukatekjur er að ræða, t.d. yfir sumarið? Svar: Þegar persónuafsláttur nýtist ekki launamanni er honum heimilt að afhenda maka sínum skattkort, hvort sem um er að ræða aðal- eða aukaskattkort, þannig að persónuafsláttur millifærist til maka, þó að 80% hámarki. Ef ann- að hvort hjóna á ónýttan persónuaf- slátt eftir að álagning hefur farið fram þá millifærist hann til maka við álagninguna með sama há- marki, að 80%. Vegna síðari spumingarinnar er það almennt um að segja eins og fram hefur komið áður í þessum dálkum, að ekki er nauðsynlegt að sækja um auka- skattkort nema menn vilji fullnýta persónuafslátt sinn. Sé hann hins vegar ekki nýttur á staðgreiðsluár- inu sjálfu þá nýtist hann við álagningu. Olöf Gunnarsdóttir spyr: Verður eignarskattur innheimtur sér? Svar: Já eignarskattur er álagð- ur eftir skattframtali og verður innheimtur með svipuðum hætti og verið hefur og er utan staðgreiðslu. Ingibjörg Garðarsdóttir spyr: 1. Hvemig fer með ónýttan per- sónuafslátt í staðgreiðslu? Safnast^ ónýttan persónuafslátt? hann upp sem inneign? " °---- 1 °—u”a"' 2. Hvemig fer með persónuaf- slátt námsmanns sem kemur heim síðari hluta árs? 3. Hvemig fer ennfremur með persónuafslátt við flutning til og frá 1 andinu? Svar: Sé um ónýttan persónu- fslátt frá staðgreiðslu að ræða nýtist hann við álagningu hjá við- komandi launamanni eða millifærist til maka, að 80%. Álagning fer fram á miðju ári eftir lok staðgreiðsluárs- ins. 2.-3. Persónuafsláttur er veittur í hlutfalli við dvalartíma hvers ein- staklings í landinu. Tekjur viðkom- andi em reiknaðar upp í árstekjur með ákvéðnum hætti, veittur fullur persónuafsláttur en síðan hlutfall- aður niður miðað við þann dval- artíma sem viðkomandi em hér á landi. Petra Friðriksdóttir spyr: Þarf að fá nýtt skattkort útgefið ef skipt er um heimilisfang? Svar: Nei, ekki þarf nýtt skatt- kort þótt skipt sé um heimilisfang. Lögheimili er skráð á skattkort eft- ir þjóðskrá. Ef um breytingu á lögheimili hefur verið að ræða á staðgreiðsluári leiðréttist það við næstu útgáfu skattkorta, hvort sem um er að ræða útgáfu aðalskatt- korta eða aukaskattkorta. Sigríður Sigurðardóttir spyr: Er þörf að fá aukaskattkort ef einu tekjumar em örfáar greiðslur yfír árið, t.d. 2 eða 3 greiðslur, eða er nægjanlegt að nota aðalskatt- kortið í slíkum tilfejlum? Svar: Ekki skiptir máli hversu oft greiðslur fara fram á ári. Launa- greiðandi tekur tillit til þess per- sónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti, hvort sem um aðal- eða aukaskattkort er að ræða. Eins og áður hefur komið fram í þessum svömm er tilgangur aukaskattkorta einungis sá að fullnýta persónuaf- slátt. Ef aðalskattkort er enn í höndum launamanns vegna þess að ekki er um tekjuöflun að ræða eða um óreglulega tekjuöflun er að ræða þá afhendir launamaður aðal- skattkort til launagreiðanda meðan hann stundar launað starf. Elías Georgsson spyr: 1. Hvemig skal sambúðarfólk bera sig að til að fá nýtt ónýttan persónuafslátt annars aðila? 2. Hvernig skal sambúðarfólk, sem ekki er nú þegar skráð, fara að? 3. Hve langur tími líður frá skráningu þar til unnt er að nota Svar: 1. Sambúðarfólk sem óskar eftir að persónuafsláttur á staðgreiðsluári sé millifærður milli þess þarf að uppfylla skilyrði til samsköttunar. Þegar skilyrði til samsköttunar em uppfýllt kemur nafn sambúðaraðila fram á skatt- korti hins sambúðaraðilans. Þegar svo háttar er millifærsla persónuaf- sláttar milli sambúðarfólks heimil. 2. Ef ekki kemur fram nafn sam- búðaraðila, þá þarf að sækja um samsköttun hjá skattstjóra og ef slík heimild er veitt, þá þarf einnig að sjá til þess að sambúð sé skráð í þjóðskrá með þeim hætti sem Hagstofa íslands gerir kröfu um. 3. Ekki er nákvæmlega hægt að fullyrða hve langur tími líður frá því að umsókn er útfyllt þar til þetta er að fullu komið inn í þjóð- skrá en það ættu þó aðeins að vera örfáir dagar. Hulda Jónasdóttir spyr: Ég bý hjá móður minni og nýti ekki allan persónuafslátt minn. Getur hún notað það sem eftir verð- ur af persónuafslætti mínum? Svar: Nei, persónuafsláttur er ekki millifæranlegur frá barni til foreldris, heldur einungis milli hjóna eða sambúðarfólks. Jóhanna Long spyr: Ég á von á greiðslu frá síðasta ári vegna breytts starfsmats. Verð ég að greiða skatt af henni á þessu ári, þegar hún kemur til greiðslu? Svar: Skv. 60. gr. tekjuskatts- laga skal tekjur að jafnaði tejja til tekna á því ári sem þær verða til, þ.e. þegár myndast hefur krafa þeirra vegna á hendur einhverjum, nema um óvissar tekjur sé að ræða. Af fyrirspum má ráða að hér sé um óvissar tekjur að ræða sem koma til greiðslu síðar en þeirra hefur verið aflað og falla þær þá undir staðgreiðslu. Ber þá í þessu sambandi einnig að hafa í huga skilyrði til þess að innheimta falli niður af álögðum tekjuskatti og útsvari af launum ársins 1987. Skilyrði til niðurfellingar brestur ef: 1. Laun hafa verið yfirfærð á árinu 1987 vegna breytinga á upp- gjörsaðferð eða viðmiðun teknanna eða á einhvem annan hátt, þá em þau laun skattskyld. 2. Launin hækka frá 1986—1987 og aukningin verður hvorki rakin til aukinnar vinnu, aukinnar starfsábyrgðar né stöðu- hækkunar, að mati skattstjóra. Aukningin er þá skattskyld. Sér- reglur em fyrir þá sem eiga hlut í félögum og þá sem em í eigin at- vinnurekstri. Ragnar Jónsson spyr: Staðgreiðsla er 35,2% hvar sem er á landinu. í sumum sveitarfélög- um er tekið minna útsvar en annars staðar. Hvað verður um mismun- inn? Svar: Hlutfall staðgreiðslunnar er 35,2% sem er samanlagt hlutfall tekjuskatts og innheimtuhlutfall útsvars. Sveitarfélög ákveða sjálf endanlega útsvarsprósentu við álagningu. Ef það er hærra en inn- heimtuhlutfall í staðgreiðslu er um viðbótargreiðslu að ræða en ef það er lægra verður um endurgreiðslu að ræða. Aukagreiðslan eða endur- greiðslan fer fram í framhaldi af álagningu á miðju ári eftir lok stað- greiðsluárs. Þórður Ragnarsson spyr: 1. Ef maki vinnur 60% vinnu, er þá þörf á aukaskattkorti? 2. Hvernig verður skattheimtu af sumarvinnu námsmanna háttað? Svar: 1. Aukaskattkort er notað ef persónuafsláttur nýtist ekki allur vegna tekna á einum stað. Ekki skiptir máli hvort unnið er fullt starf eða'hlutastarf, heldur hversu háar telqurnar em. 2. Námsmaður sem ekki hefur unnið launað starf fýrri hluta ársins 1988 eða afhent maka sínum skatt- kort sitt fær útgefið sérstakt námsmannaskattkort og hefur það þá til viðbótar sínum reglulega skattkorti og hefur með þessum hætti hærri fjárhæð persónuafslátt- ar til frádráttar reiknuðum skatti. Hildegaard Valdason spyr: Þeir sem em undir skattleysis- mörkum, borga þeir ekkert í sjúkrasamlag? Svar: Greiðslur sjúkrasamlaga em utan staðgreiðslu, ef um er að ræða endurgreiddan kostnað við læknishjálp eða þess háttar. Sjúkra- samlagsgjald, eins og það var hér eitt sinn, er löngu niður fallið. Þeir sem em undir skattleysismörkum greiða hvorki tekjuskatt né útsvar. Kristín Haraldsdóttir spyr: Við hjónin keyptum okkur íbúð 1984 og höfum aldrei getað notað okkur húsnæðisfrádrátt. 1. Fáum við húsnæðisbætur? 2. Eiga þeir rétt á húsnæðis- bótum sem eiga íbúð fyrir en em að byggja í fyrsta sinn? Svar: 1. Þeir, sem keyptu eða byggt hafa sína fyrstu íbúð 1984 eða síðar eiga rétt á húsnæðis- bótum. Fram kemur hjá fyrirspyij- anda að kaup á íbúð fóm fram 1984 og á hún því rétt á húsnæðis- bótum. Sótt er um þær um leið og skattframtali er skilað. 2. Nei, þeir eiga ekki rétt á hús- næðisbótum, sem hafa átt íbúð fyrir. Saltað af offorsi Lilli og síldarstúlkur Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur í leik- skemmunni við Meistaravelli: Síldin er komin eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur Tónlist og söngtextar: Valgeir Guðjónsson Leikmunir og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Dansar og hreyfing: Auður Bjarnadóttir og Hlíf Svavars- dóttir Lýsing: Lárus Björnsson Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Þórunn Sigurðardótt- ir Ljómi yfír vinnu í síld hefur ekki dofnað og enn sækja stúlkur í sfld, þótt öðmvísi sé að verkum staðið en á „gullárunum". Síldar- vinna er eina fískvinnslan, sem hefur áunnið sér einhvers konar hefðarbrag; sá er maður með mönnum sem hefur verið í eða á sfld í denn tíð. Sfldarvinnan var þó ekkert sældarbrauð á ámm áður, saltað útí undir bem lofti, nánast hvemig sem viðraði og þegar mest barst að næstum þangað til vinnuliðið hné niður örmagna og stundum lengur. Sfldarvinnan var ímyndin um fljóttekinn gróða, að vísu þurfti töluvert fyrir þessum gróða að hafa, en blundaði ekki draumur- inn með flestum að fara heim að hausti með morð fjár í vasanum? . Á sfldarstaðina þyrptist alls konar lið, svo að heimafólki þótti iðulega nóg um. Því að það var stundum sukkað meðan beðið var eftir sfldinni, ellegar í landlegum, þegar hinir vösku sjómenn óðu um plássið með hreistur í skegg- inu og síldarglampa í augunum. Um þetta demantssíldartímabil er auðvitað kjörið að gera söng- leik og það mátti heyra á áhorf- endum á frumsýningu, að þeir skemmtu sér konunglega. Iðunn og Kristín munu hafa endursamið leikinn að töluverðu leyti og ný tónlist er gerð fyrir sýninguna hér. Sögusviðið er þorpið Fagri- §örður. Það er síld í fjarðarkjaft- inum og píumar að sunnan drífa sig af stað og stúlkan úr Fjallad- alnum heldur út í heim líka og er komin til að salta. Að ógleymd- um Lilla sem er sífullur og málara sem ætlar að lappa upp á kirkjuna og hefur með sér fulla kassa af AA-bæklingum en reynist ekki allur þar sem hann er séður. Söguþráðurinn er ósköp laus í sér, enda gerir það náttúrlega ekkert til í svona leik. Það er dreg- in upp skissa af einu sumri og samskiptum fólksins í verbúðinni, á planinu og svo hetjum hafsins, þegar þær koma að landa. Það eru ástir og fyllerí og ævintýr og þar með er eiginlega allt sagt. Sýningin er fjörleg og staðsetn- ingar til sóma. Örfáum leikurum tekst að búa til dálítið eftirminni- legar persónur, þótt það virðist ekkert endilega vaka fyrir stjóm- endum sýningar og kannski meira einkaframtak leikaranna. Mér þótti Guðrún Ásmundsdóttir harla góð Málfríður á miðstöð og Ólafía Hrönn Jónsdóttir var öldungis ágæt sem Jökla úr Fjalladalnum, sem verður ólétt eftir aflaskipstjó- rann og glæsimennið Ponna. Eggert Þorleifsson gerði prýði- lega persónu úr Lílla sífulla, var sjálfum sér samkvæmur allan leikinn út og ýkti hvergi. Þór Tulinius gerði sér mat úr hlut- verki Óla, svo að eftirtektarvert var og væri nú ráð að láta þennan leikara glíma senn við hlutverk, sem einhver veigur er í. Mikill fjöldi annarra kemur við sögu og þær Sigrún Edda Bjöms- dóttir og Hanna María Karlsdóttir eru snöfurlegar og syngja ágæt- lega, en það er svo spuming, hvort ekki hefði átt að gefa fleiri sfldar- stúlkum tækifæri að láta ljós sitt skína. Ég veitti því athygli, að tvær stúlknanna í verbúðinni að minnsta kosti. höfðu varla rep- likku. Þarna nefði leikstjóri átt að jafna leikinn, því að varla þurfti fleiri til uppfýllingar. Andri Öm Clausen gerði dálítið góða týpu úr laganemanum og Jón Sigurbjömsson var Ófeigur sfldarspekúlant og fór létt með sönginn, eins og vænta mátti. Valdimar Öm Flygenring og Hjálmar Hjálmarsson stóðu fyrir sínu sem hafsins hetjur og er nú mál að upptalningu linni. Það er ekki vafí á, að tónlist Valgeirs Guðjónssonar á hvað drýgstan þátt í að þessi sýning lifnar og lifir. Lögin hljómuðu vel í eyrum, þægileg og auðmelt eins og var við hæfi og margir tex- tanna haganlega gerðir. Sé reynt að átta sig á texta leikritsins, burt séð frá lagatextunum, er hann heldur fátæklegur og laga- smiður því ívið meiri höfundur að verkinu. Siguijón Jóhannsson hef- ur séð um leikmuni og búninga og unnið það verk ágætlega. Hreyfíngar em skipulagðar af Auði Bjarnadóttur og Hlíf Svav- arsdóttur og tekst oft vel, en sfldarskurðurinn er alltof ýktur. Dansar vom mjög til prýði. Ég fann enga sfldarlykt í Leik- félagsskemmunni og andrúmsloft síldarplansins var ekki þar. Á hinn bóginn var þetta skemmtilegur söngleikur um fólk sem er að leika að það sé { síld. Og þá geta allir unað glaðir við og átt hressandi kvöldstund í Skemmunni á næst- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.