Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Bretland: Whitelaw segir af sér London, Reuter. VISCONT William Whitelaw, vara-forsætiaráðherra Bret- lands, baðst lausnar frá embætti sinu á sunnudag af heilsufars- ástæðum og Margaret Thatcher hefur ekki í hyggju að ráða annan í hans stað. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra, verð- ur nú næstæðsti ráðherra Bretlands og tekur við stjóm landsins þegar Thatcher er er- lendis. Whitelaw, sem er 69 ára gam- all, sagði að hann þyrfti að segja starfi sínu lausu vegna hjartaá- fallsins sem hann fékk í desember. „Læknar hafa sagt mér, þrátt fyr- ir góðan bata minn, að það væri óráðlegt fyrir mann á mínum aldri að taka í framtíðinni á sig það álag sem ávallt fylgir mikilvægu ráðherraembætti. Mér þykir það leitt, en ég tel mig því knúinn til að biðja þig að samþykkja afsögn mína,“ segir meðal annars í upp- sagnarbréfí Whitelaws til Thatc- hers. , Reuter Viscount William Whitelaw nær níu ár,“ bætti Thatcher við. „Þú hefur átt þátt í að móta þær aðgerðir, sem, með þínum eigin orðum, hafa breytt stöðu Bret- lands til hins betra bæði hérlendis og erlendis." Whitelaw var áhrifamesti ráð- herra ríkisstjómar Thatchers og gegndi lykilhlutverki í að koma stjómarfrumvörpum gegnum lá- varðadeildina. Afsögn hans gæti orðið mikið áfall fyrir stjómina, sem býr sig nú undir stormasamt þingár þar sem lávarðadeildin gæti staðið á móti ýmsum stjóm- arfrumvörpum. Whitelaw verður hins vegar áfram vara-leiðtogi íhaldsflokksins, en þeirri stöðu hefur hann gegnt frá árinu 1975, eða síðan hann tapaði fyrir Thatc- her í leiðtogakjörinu. Breskir fréttaskýrendur segja að Thatcher eigi eftir að sakna Whitelaws, því hún hafi ætíð snúið sér til hans í þrengingum. Sem formaður nok- kurra nefnda ríkisstjómarinnar hafi hann oftlega verið fenginn til að leysa erfiðustu vandamálin. Reuter Olíumengun viðHollands- strendur Þúsundir fugla sem lent hafa í olíubrák rekur nú á fjörur í Hollandi. Reynt hefur verið að þvo þá og fæða til að bjarga þeim. Mengunin er einhver sú mesta sem um getur við Hollands- strendur en ekki er vitað um orsakir hennar. Að sögn samgöngu- málaráðherra landsins berast böndin að óþekktu skipi sem losað hafi 100 tonn.af gamalli olíu í Norðursjó. Whitlaw hefur einnig starfað sem leiðtogi lávarðadeildar breska þingsins, en við því starfí tekur Belstead lávarður, umhverfísmála- ráðherra. Thatcher hefur sam- þykkt afsögnina en hún tók fram að mikill missir væri að Whitelaw. Hún sagði að staða hans sem vara-forsætisráðherra hefði verið einstæð vegna mikilla hæfíleika hans og hún verði lögð niður þeg- ar hann hætti störfum. „Ég hef treyst á visku þína og staðfestu í Belgía: Hugðist leika John Wayne en særði vin sinn Antwerpen, Reuter. DRUKKINN Belgi hugðist leika John Wayne á knæpu í borginni Antwerpen í Belgiu en tókst ekki betur til en svo að hann særði vin sinn. Maðurinn var orðinn vel við skál og bjóst til að létta á sér á salemi knæpunnar. Dymar vom læstar en hann dó ekki ráðalaus, sagðist skyldu gera þetta eins og John Wayne, dró upp byssuhólk og hleypti af fjómm skotum til að vinna á læsingunni. Hann hitti ekki skrána þótt hann hefði eitt sinn verið félagi í Villtavesturs- klúbbi heldur höfnuðu skotin í félaga hans sem svaf fyrir inn- an dymar. Að sögn iögreglu er sá úr lífshættu eftir skurðað- gerð. Ný skýrsla bandaríska varnarmálaráðuneytisins: Brýnt að þróa nákvæman hefðbundinn vopnabúnað Of mikil áhersla á fælingarmátt kjarnorkuvopna Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti mun í dag, þriðjudag, fá í hend- ur skýrslu, sem sérfræðingar vamarmálaráðuneytisins hafa tekið saman um vopnabúnað Bandarikjanna og Atlantshafsbandalagsins. í henni kemur fram það álit að treyst hafi verið um of á fælingar- mátt kjarnorkuvopna og hvelja höfundarnir til þess að þróuð verði ný og nákvæm vopn sem heyra undir hinn hefðbundna herafla. Skýrslan var birt á sunnudags- kvöld og segir í henni að heraflinn þurfí að ráða yfír nákvæmum hefð- bundnum vopnum blossi upp svæðis- bundin átök. Segir ennfremur að þess háttar vopn geti komið í veg fyrir að risaveldin beiti kjamorku- vopnum í hugsanlegum átökum. Höfundar skýrslunnar, sem eru 13 sérfræðingar sem starfa á vegum bandaríska 'vamarmálaráðuneytis- ins, benda á að framlög Banda- ríkjanna og annarra aðildarríka Atlantshafsbandalagsins til vamar- mála hafí dregist saman að undanf- ömu og af þeim sökum kunni að reynast erfitt að þróa og smíða nýj- ar tegundir hefðbundinna vopna. Fred Ikle, aðstoðarvamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Aeuíers-fréttastofuna að Reagan forseta yrði afhent skýrslan í dag en hún hefur þegar verið send til ríkja NATO og bandamanna Bandaríkjanna í Asíu. Embættis- menn í vamarmálaráðuneytinu sögðu að þeir Frank Carlucci vamar- málaráðherra og Colin Powell, öryggisráðgjafí Bandaríkjaforseta, hefðu þegar fengið skýrsluna í hend- ur, sem er 68 blaðsíður að lengd. Ýmsir virtir sérfræðingar tóku þátt í gerð skýrslunnar og má þar nefna Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra, og Zbigniew Brzezinski, fyrrum öryggisráðgjafa. Ikle aðstoðarvamarmálaráðherra lagði áherslu á nauðsyn þess að mótuð verði framtíðarstefna í vam- armálum og sagði það sérlega mikilvægt þar sem langan tíma tæki að þróa og smíða vopnin. „Við verð- um að vinna að því að gera heraflan- um kleift að verja það sem veija skal án kjamorkuvopna," sagði Ilke. „Við einfaldlega getum ekki leyft okkur að veija milljörðum dollara til smíði rangra vopna,“ bætti hann við. í skýrslunni er ekki skýrt ná- kvæmlega hvers konar vopn beri að þróa en höfundamir nefna þó að nákvæmari flugskeyti og sprengjur muni reynast sérlega milkilvægur búnaður í framtíðinni auk þess sem nefndar em til sögunnar flugvélar, sem em þeirrar náttúm að þær koma ekki fram á ratsjám. Nefnt er að vegna minnkandi framlaga Vestur- landa til vamarmála kunni að reynast nauðsynlegt að falla frá smíði risástórra flugvélamóðurskipa og kafbáta. Ikle sagði einnig í viðtalinu við fréttamann Reuters að ríkjum Atl- antshafsbandalagsins bæri að veita meiri fjármunum til hefðbundinna vopna í geimnum auk þess sem þróa yrði betri og ömggari ijarskipta- hnetti fyrir herstjómir bandalagsins. í skýrslunni er lýst yfir stuðningi við geimvamaráætlun Reagans for- seta og segir í henni að hugsanleg átök með hefðbundnum vopnabúnaði muni óhjákvæmilega einnig teygja sig út í geiminn þar sem njósna- og fjarskiptahnettir risaveldanna em á sveimi. Svíþjóð: Sovétríkin verða ekki stórveldi án umbóta - segir ritsljóri Prövdu Stokkhólmi, Reuter. VIKTOR Afanasíjov, ritstjóri Prövdu, málgagns sovéska komm- únistaflokksins, sagði á ráðstefnu í Stokkhólmi f gær að umbótahug- MÁLASKÓL myndir Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga yrðu að ná fram að ganga ætluðu Sovétríkin sér að vera áfram stórveldi. Ummæli Afanasíjovs þóttu óvenju afdráttarlaus þrátt fyrir að sovéskir embættismenn hafí að undanfömu rætt vanda Sovétríkjanna af meiri hreinskilni en menn hafa átt að venj- ast í samræmi við „Glasnost-stefnu" Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Ritstjór- inn kvaðst óttast að Sovétríkin yrðu „minni háttar stórveldij yrðu hug- myndir Gorbatsjovs ekki að vemleika en bætti við að ráðamenn væm stað- ráðnir i að hrinda þeim í framkvæmd. í máli Afanasíjovs kom einnig fram að framlög til vamarmála gerðu að verkum að ekki væri unnt að veita fjármunum til aðkallandi málaflokka. Sænska dagblaðið Dagens Nyhet- er skipulagði ráðstefnuna og var umræðuefhið hvort vænta mætti breytinga í Sovétríkjunum. Blaðið gaf í gær út sænska útgáfu af Pröv- du og var ráðstefnan haldin að því tilefni en í gær hófst opinber heim- sókn Níkolajs Ryzhkovs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Nokkrir vestrænir sérfræðingar sem þátt tóku í ráðstefnunni létu í ljós þá skoðun að umbótastefnu Gor- batsjovs stæði ekki eingöngu ógn af skriffinnum, eins og hann hefur þrá- faldlega lýst yfír, heldur virtist almenningur eystra ekki tiltölulega hallur undir áætlanir þessar. Afan- asíjov sagði það rétt vera að yfirvöld hefðu „áhyggjur af skriffínnum" en bætti við að almenningur í Sovétríkj- unum styddi umbótahugmyndimar af heilum hug. Kvað hann þúsundir bréfa berast inn á ritstjómarskrif- stofur Prövdu og væri undantekning- arlítið verið að hvetja foiystu kommúnistaflokksins til framkvæma áætlanir Gorbatsjovs um endurskipu- lagningu og umbætur. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í fjölmörgum Evrópuríkjum sýna að Svíar eru sérlega efíns um umbótahugmyndir Gorbatsjovs og er talið líklegt að ferðir sovéskra kaf- báta í sænskri landhelgi valdi þar nokkru um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.