Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Minning: Jónas Hallgríms- son frá Felli i Fæddur 2. apríl 1902 Dáinn 4. janúar 1988 Um miðaftansbil 4. janúar sl. lauk ævi mikils góðvinar fjölskyldu minnar, Jónasar Hallgrímssonar frá Felli í Mýrdal. Er mér mjög ljúft að mæla nokkur orð eftir hann genginn, enda má segja, að kunn- ingsskapur okkar hafi staðið svo langt aftur, sem mig rekur minni til. Hinn látni vinur var aftur á .móti alla ævi svo hógvær og hlé- drægur, að mér er vel ljóst, að það er ekki að hans ósk, að farið sé mörgum orðum um hann, þegar henn hefur kvatt vandamenn sína og vini. Hér var hins vegar í för með okkur slíkur ágætismaður á alla lund og heilsteyptur í allri fram- komu og gerðum sínum, að skylt er að minnast hans að leiðarlokum, þótt sjálfsagt sé að stilla öllum orð- um í hóf, svo sem hann gerði sjálfur um samferðamenn sína á langri ævi. En það, sem ég segi um hann, á hann skilið og fyllilega það. Ég trúi ekki heldur öðru en þeir verði fleiri samferðamenn hans en ég, sem minnast drengskapar hans og , ósérplægni í öllum greinum, því að hann vildi leysa hvers manns vand- ræði og erfiðleika, ef hann mátti. Munu þeir ekki ófáir, sem nutu m.a. aðstoðar hans og velvildar á Bostonar-árum hans. Um laun fyrir slíkt hirti hann aldrei, enda vissi hann vel og lifði eftir því, að þeir hlutir, sem mölur og ryð fær grand- að, eru ekki hinir eftirsóknarverð- ustu hér í heimi. Jónas var fæddur í Miðeyjarhólmi í Austur-Landeyjum 2. apríl 1902 , og var því tæplega 86 ára, þegar hann lézt í Borgarspítalanum eftir alllöng og þungbær veikindi. Engill dauðans var honum því áreiðanlega aufúsugestur, þegar hann vitjaði hans í lok jóiahelginnar og linaði þjáningar hans í návist elskulegrar eiginkonu, sem stóð dyggilega við hlið hans síðasta halfan annan ára- tug ævi hans og þá ekki sízt hina síðustu mánuði, þegar leiðarlokin nálguðust og hveijum manni er þá mest þörf á nærgætni og um- hyggjusemi. Foreldrar Jónasar voru þau hjón- in Sigurveig Sveinsdóttir frá Miðeyjarhólmi og Hallgrímur Brynjólfsson frá Litlu-Heiði í Mýr- dal. Stóðu að honum kunnar ættir, bæði í austurhluta Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, sem óþarfí er að rekja hér nánar. Böm þeirra hjóna urðu alls ellefu, og var Jónas hið fjórða í röðinni. Flest komust þau Fellssystkini á háan aldur, og lifa sex þeirra bróð- ur sinn, þar af tvö eldri en hann. Tvo hálfbræður átti Jónas, sam- feðra, og lifír annar þeirra. Jónas fluttist ársgamall með foreldrum sínum að Felli í Mýrdal árið 1903 og dvaldist þar með þeim og systk- inum sínum til ársins 1925. Að vonum get ég sjálfur ekkert greint frá bemskuárum Jónasar, en af þeirri eindrægni og sam- heldni, sem hefur alla tíð ríkt með þeim systkinum, og glaðværð, sem ég hef sjálfur orðið vitni að, er ég sannfærður um, að ungdómsár hans heima á Felli hafa liðið ánægjulega í skjóli góðra foreldra og í hópi glað- lyndra systkina. Raunar hef ég fyrir satt, að Jónas hafí þegar í æsku lítt gefíð sig að skemmtunum og leíkjum systkina sinna og annarra jafnaldra og víst oftast haldið sig heima, þegar farið var í útreiðatúra um helgar til þess að heimsækja frændur og vini í sveitinni og þá ekki sízt austur á bóginn, svo sem til frændfólksins á Litlu-Heiði. Mun þá venjulegast hafa verið komið við á Giljum, þar sem móðurfólk mitt bjó. Var lagið þá oft tekið, en Lár- us, frændi minn, iék undir söngnum á orgel. Tókst þá slík vinátta með öllu þessu fólki, sem haldizt hefur fram á þennan dag. En vinur okkar Jónas mun þá oft fremur hafa kos- ið að sinna öðrum hugðarefnum, því að hann hneigðist snemma til að velta fyrir sér tilverunni og náttúrunni í kringum sig. Hann var og óvenju vel gerður til munns og ' t Faðir okkar, INGÓLFUR HELGASON, Höfðabrekku 16, Húsavík, andaöist í Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn 9. janúar. Helga Ingólfsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Halldór Ingólfsson. t Föðurbróðir minn, BJÖRGVIN GUÐBRANDSSON, fyrrum bóndi í Fossá í Kjós, lést á heilsuhælinu Reykjalundi þann 9. janúar sl. Fyrir mína hönd og annarra frændsystkina, Sigurberg H. Elentínusson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR EINAR ÞÓRARINSSON, sem andaöist 4. janúar verður jarösunginn frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Kristfn Sæmundsdóttir Þórður Þórðarson, Þórarinn Sæmundsson, Brynja Benediktsdóttir, Reynir Sæmundsson, Þóra Sigurðardóttir og barnabörn. LOKAÐ Lokað verður eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 12. janúar, vegna jarðarfarar Lillian Teitson. Verslunin Egill Jacobsen, Úlfar Jacobsen, ferðaskrifstofa. handa og vel heima í mörgum grein- um og víðlesinn. Þá lék einnig allt í höndum hans. Varð hann feikna- góður smiður á tré og járn, þótt örlögin leyfðu honum ekki sérstakt nám á því sviði. En þessa hæfíleika ræktaði hann síðar í ýmsum grein- um og var bæði kunnur fyrir og vel metinn fyrir þá. Árið 1925 hleypti Jónas svo heimdraganum_ og hélt til Reykjavíkur. Á þeim árum fóru margir Mýrdælingar suður og gerð- ust togarasjómenn og sumir þeirra skipstjómarmenn. Jónas vildi feta í spor þeirra að einhveiju leyti. Komst hann í skiprúm hjá Jóni Högnasyni, sem enn lifír, háaldrað- ur, og gerðist kyndari. Var það á togaranum Gulltoppi. Þar vom fyr- ir tveir bræður hans, Sveinn og Vilhjálmur, og lifír hinn síðar- nefndi, kominn fast að níræðu. Varð fyrsta sjóferð Jónasar sögu- fræg, því að þeir lentu í Halaveðrinu svokallaða í febrúar 1925. Þegar Jónas gerðist kyndari, mun hann hafa haft í hyggju að komast í vélsmíðanám og síðan væntanlega gerast vélstjóri. Eigendur Gulltopps voru Magnús Th. S. Blöndahl og synir hans. Líkaði þeim svo vel við hinn unga Mýrdæling, að þeir réðu hann um vorið 1925 sem kyndara við fískþurrkunarstöð sína í Haga, sem stóð ekki Ij'arri þeim stað, þar sem Hagatorg er nú. Komu þeir feðgar honum svo í smiðju til Mark- úsar ívarssonar í Héðni. Má af því ljóst vera, að þeim hafí ekki fallið illa vinnubrögð Jónasar. Þá hef ég og hef ég fyrir satt, að Markúsi hafi líkað svo frábærlega vel við handverk hans, að hann hafí viljað ráða hann til smíðanáms. Á þessum árum voru erfiðleikar hins vegar miklir hér á landi sem annars stað- ar eftir hildarleik fyrri heimsstyrj- aldar. Stéttarfélög reyndu þá m.a. að spoma við offjölgun í stéttunum til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi þeirra, sem fyrir voru. Fór líka svo, að Jónas varð fyrir barðinu á þessari stefnu og varð að hætta í Héðni. Mun þeim Héðinsmönnum hafa orðið mikil eftirsjá í hinum haga unga manni. En svo varð því miður að vera. Þetta ásamt ýmsu öðru óréttlæti, sem Jónas taldi sig verða fyrir í þessu sambandi, snart mjög illa þá réttlætiskennd, sem hann bar í bijósti alla ævi. Sjálfur flíkaði hann aldrei tilfinningum sínum, en var þéttur fyrir, ef honum mislíkaði eitthvað. Þessi reynsla hins unga manns átti svo eftir að breyta öllu æviskeiði hans. A þessum árum höfðu ungir menn tekið að fara héðan að heim- an til Bandaríkjanna til að freista gæfunnar þar, enda sáu þeir litla framtíð fyrir sér hér heima. Við, sem lifum í allsnægta- og kröfu- þjóðfélagi nútímans á síðustu áratugum 20. aldar, getum tæplega sett okkur í spor þeirra manna, sem voru að alast upp í byijun aldarinn- ar og voru að komast á manndóms- ár á öðrum og þriðja áratug aldarinnar og sáu oft lítil úrræði sér til bjargar. Þetta voru upp- vaxtarár Jónasar. Þegar hér var komið, brá Jónas á það ráð að fara til Ameríku og freista gæfunnar þar. Mun öllu hans fólki hafa komið sú ákvörðun á óvart og ekki sízt í ljósi þess, að Jónas hafði alla tíð verið heimakær og lítt um það gefíð að halda af bæ. En ef vinurinn tók sjálfur ein- hveija ákvörðun, mun fáum eða engum hafa verið unnt að fá hann ofan af henni. Sjálfur hafði Jónas ekki notið annarrar skólagöngu en í bamaskóla og svo tvo vetur í unglingaskóla í Vík. En þá komu líka fram miklir námshæfíleikar og það svo, að ég hef heyrt, að honum hafí staðið til boða styrkur til fram- haldsnáms frá nákomnum ættingja sínum. Ekki sá hann sér fært að þiggja það ágæta boð, en sannfærð- ur er ég um, að margt hefði þá farið öðru vísi í ævi hins látna vin- ar okkar og þjóðfélag okkar notið betur óvenjulegra hæfíleika hans en raun varð á. Það er á þessum árum, sem t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÖGN PÉTURSDÓTTIR, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 3. janúar. Jaröarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hlíf Steinsdóttir, Pótur Geirsson, Guðmundur Steinsson, Erna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, JÓNAS HALLGRÍMSSON, Hraunbæ 50, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameins- félagið. Sigriður Sóley Sveinsdóttir. t Faðir minn og bróðir okkar, ÓLAFUR G. JÓNSSON hárskerameistari, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. janúar kl. 10.30. Frfða Fulmer, Soffía Sörensen, Lovísa Jónsdóttir. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður kunningsskapur tókst með Jónasi og foreldrum mínum. Margir þeirra Mýrdælinga, sem komu suður á togara að vetri til, komu á heimili þeirra og nutu margs konar góð- gerða. Minnist ég ýmissa þeirra frá þessum tíma. En að öllum ólöstuð- um, var Jónas frá Felli sá þeirra, sem lengst mundi þetta, enda varð úr ævilöng og fölskválaus vinátta við foreldra míha óg naut ég þess einnig sjálfur á marga lund og mín fjölskylda síðar á lífsleiðinni. Jónasi var vel ljóst, að honum væri nauðsynlegt að fá einhveija kennslu í ensku, áður en hann legði út í hinn stóra heim og í aðra heims- álfu. Um þetta leyti var annar góðvinur fjölskyldu minnar heima- gangur hjá okkur á Óðinsgötu 25, Ölafur Jónsson frá Norður-Hvammi í Mýrdal, sem eldri Mýrdælingar þekkja örugglega bezt undir nafn- inu Oli mynda. Hafði hann verið í siglingum skömmu fyrir og í fyrri heimsstyijöld með enskumælandi þjóðum og þá numið vel tungu þeirra. Tók Jónas nú að lesa ensku hjá þessum sveitunga sínum, og fór kennslan fram í herbergi hjá for- eldrum mínum. Tel ég mig muna það óljóst, þegar þeir lásu þar ensku saman. Þetta var upphaf kynna minna af Jónasi frá Felli, sem hafa ekki rofnað síðan. Árið 1927 hélt Jónas síðan til Ameríku um England, 25 ára gam- all. Þegar vestur kom, settist hann fyrst að í New York eða næsta nágrenni og vann í varahlutaverzl- un með vélahluta og þess háttar í fáa mánuði. Hér var vinurinn ör- ugglega enn með hugann við vélar og vélsmíði. Hann réð sig líka mjög fljótlega sem undirmann f vél á olíu- skipum, að ég ætla frá Esso-olíufé- laginu, og sigldi þá m.a. til Suður-Ameríku. Þetta bendir ein- dregið til þess, að hann hafí enn ekki verið afhuga því að stunda vélstjóranám. Árið 1930 héldu íslendingar há- tíðlegt þúsund ára afmæli Alþingis þeirra á Þingvöllum við Öxará. Af því tilefni sóttu margir Vestur- Islendingar heim gamla ættlandið. Slóst Jónas í þann hóp, og þá fyrst man ég bezt eftir honum. í þessum hópi að vestan voru meðal annarra íslenzkir sjómenn, sem höfðu haldið vestur um haf upp úr fyrra stríði og setzt að í Boston og gerzt þar dugandissjómenn og jafnvel skip- stjómarmenn. Þessa landa sína hitti Jónas og heyrði þá hjá þeim, að þeir báru verulega meira úr býtum en hann gerði, þar sem hann hafði verið. Ákvað hann þá að halda til Boston og gerast þar sjómaður. Var hann þar síðan um áratugi og vegn- aði vel. Lengstum var hann háseti, en á stundum mun honum hafa verið trúað fyrir stýrimannsstörfum í forföllum. Er þetta enn eitt dæm- ið um það, hversu vel honum var treyst í hvívetna. Sjómennsku stundaði hann svo fram á stríðsárin seinni, enda mun þá hafa verið far- ið að draga úr þeirri miklu útgerð frá austurströndinni, sem rekin hafði verið um nokkra áratugi. Skipin flest orðin gömul og miðin jafnvel upp urin. Jónas var aldrei kvaddur í Banda- ríkjaher, en í þess stað vann hann í skipasmfðastöð, og má fara nærri Blömostofa FriÚfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sfmi 31099 Opið ðli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.