Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 35 Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga; Stjórnarþmgmaður gagn- rýnir stj órnarfrumvarp Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokks fyrir Suður- landskjördæmi, lýsti efasemdum gagnvart nokkrum efnisatriðum sljórnarfrumvarps um verka- skiptingu rikis og sveitarfélaga, en frumvarpið var til framhalds fyrstu umræðu i fyrri (neðri) þingdeild. Alexander Stefánsson (F-Vl), formaður félagsmála- nefndar þingdeildarinnar og framsögumaður nefndarálits meirihluta nefndarinnar, sagði hinsvegar, að þau mál sem frum- varpið spannaði hefðu í raun verið til umfjöllunar hjá Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum i ára- tugi. Við eigum ekki, sagði Alexander, að vantreysta sveitar- félögunum til að takast á við aukin verkefni. Frumvarp það, sem hér um ræð- ir, er „bandormur", það er felur í sér breytingar á mörgum lögum: lögum um málefni fatlaðra (nr. 41/1983), íþróttalögum (nr. 49/1956), lögum um félagsheimili (nr. 107/1970), lögum um skemmt- anaskatt (nr. 58/1970), lögum um byggingu og rekstur félagsheimila (nr. 112/1976), lögum um fjár- hagslegan stuðning við tónlistar- skóla (nr. 75/1985), lögum um þjóðminjar (nr. 52/1969), lögum um aðstoð við vatnsveitur (nr. 93/1947), lögum um tekjustofna sveitarfélaga (nr. 73/1980). Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir því að lögum landshafnir (nr. 23/1955) falli úr gildi. Fari svo taka almenn hafnalög gildi um Keflavíkurhöfn, Njarðvíkurhöfn, Þorlákshöfn og höfnina á Rifi á Snæfellsnesi. Aimnci Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, mælti fyrir frumvarpinu við fyrri hluta fyrstu umræðu. Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra sveitar- stjórnarmála, sömuleiðis. Óli Þ. Guðbjartsson (B-Si.) mælti í gær gegn frumvarpinu í löngu máli. Hann taldi frumvarpið illa unnið og staðhæfði að engin sveit- arstjóm í landinu hefði fengið það til umsagnar. Hann lagði til, eins og minnihluti félagsmálanefndar,' að frumvarpið yrði afgreitt með því að vísa því til ríkisstjórnarinnar til endurvinnslu. Guðni Ágústsson (F-Sl.) gagn- rýndi einkum þá þætti frumvarpsins sem varða íþróttamannvirki og fé- lagsheimili, sem og 10. grein Guðni Ágústsson (F/Sl) frumvarpsins, sem kveður á um að skemmtanaskattur skuli renna í ríkissjóð 1988, en ráðstafað þaðan „til framkvæmda á sviði lista og menningarmála og til forvarnar- starfs á sviði áfengis- og fíkniefna- mála“. Taldi þingmaðurinn að þetta þýddi að sveitarstjómarmenn þyrftu að fara með bænaskrár til viðkomandi ráðherra. Guðni sagði að efnisatriði frumvarpsins, sem komin væru frá embættismönnum, hefðu ekki fengið næga umræðu úti í þjóðfélaginu. Þá væm og skipt- ar skoðanir um það, hvort frum- varpið hafí fengið næga almenna kynningu hjá sveitarstjórnarmönn- um. Því bæri að flýta sér hægt í meðferð þess. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (B- Rvk), Albert Guðmundsson (B-Rvk) og Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju, gagnrýndu og frumvarpið. Alexander Stefánsson (F/Vl) taldi að fá mál hefðu fengið meiri umfjöllun eða umræðu en verka- skipting ríkis og sveitarfélaga. Stjóm Sambands íslenzkra sveitar- félaga hafí verið kynnt efnisatriði þess og formlegar athugasemdir við þau hafí ekki borizt frá samtökun- um. Við eigum ekki að vantreysta sveitarfélögum, sagði Alexander, til að takast á við aukin verkefni, verk- efni sem fyrst og síðast þjóna á vettvangi viðkomandi sveitar- stjóma. Umræðunni lauk ekki og var frestað. Ólafur G. Einarsson: 221 ög þegar samþykkt Mörg verkefni bíða Alþingis í febrúarmánuði Ólafur G. Einarsson. Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks sjálfstæðis- manna, sagði aðspurður af fréttamanni Morgunblaðsins, að Alþingi gerði hlé á störfum sínum að loknum starfsdegi næstkomandi fimmtudag, en hæfi störf að nýju mánudaginn 1. febrúar. Við stefnum að því að samþykkja lánsfjárlög fyrir þetta ár, áður en starfshlé hefst. Hinsvegar er liklegt að frumvarp um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga, sem einnig var stefnt að að afgreiða fyrir þinghlé, bíði ásamt fleiri þingmálum fram i febrúarmán- uð. Ólafur var spurður um stöðu þingmála almennt. Hann sagði að það sem af væri þingi hefðu 30 frumvörp, þar af 19 stjómarfrum- vörp og 11 þingmannafrumvörp, verið lögð fram í efri deild. Tíu þeirra væm afgreidd sem lög. 39 frumvörp hafa verið lögð fram í neðri deild, 17 stjómarfmmvörp og 22 þingmannafrumvörp. Þar af hafa 12 verið samþykkt sem lög. Fluttar hafa verið 50 tillögur til þingsályktunar, tvær verið samþykktar, 41 er til meðferðar í nefndum þingsins, en 7 bíða fyrri umræðu. Afgreiddar hafa verið 78 af 93 fyrirspurnum þing- manna til ráðherra og lagðar fram 2 skýrslur af 6, sem leyfðar hafa verið. Fyrstu verkefni þings í febrúar? Þar má nefna frumvarpið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, ef afgreiðsla fæst ekki í vikunni. Einnig fmmvarp um virð- isaukaskatt, sem enn er ekki fram lagt. Fmmvarp að iðnaðarlögum. Fmmvarp um Háskóla á Akureyri og fmmvarp um framhaldsskóla. Fmmvarp að læknalögum. Fleira mætti nefna. Það eitt er víst að Alþingi skortir ekki verkefni þeg- ar það kemur saman til fundar eftir hálfs mánaðar starfshlé, sem þingmenn nýta til undirbúnings mála og til að hafa samband við kjósendur í einstökum kjördæm- um. Við viljum breyta ímynd norðursins — segir Kotaro Fujita, forseti ísjaka-íslands Stór hluti hóps „ísjaka-íslendinga" sem er í heimsókn hérlendis. Morgunblaðið/Þorkell TUTTUGU manna hópur Jap- ana sem kalla sig „ísjaka-íslend- inga“ hefur verið í heimsókn hérlendis undanfarna daga. Þeir eru frá bænum Monbetsu á norðurströnd Hokkaido eyju, en tvo mánuði á ári er sjór þar ísilagður, og lýðveldið „ísjaka- ísland“ starfrækt til að draga að ferðamenn. Þar er m.a. sérs- takt ísiandshús, þar sem til sýnis er íslenski fáninn, mynt og frímerki, og ein islensk hjón hafa gift sig í lýðveldinu. Á kynningarfundi sem hópurinn héit á fimmtudagskvöldið kom meðal annars fram að þegar íbúar Monbetsu nefndu ísjakalýðveldi sitt „ísjaka-ísland" (Driftice-Ice- land Republic) við stofnun þess fyrir þremur árum, vissu þeir ekki að til væri land með heitinu ísland annars staðar í heiminum. Þegar Pétur Thorsteinsson, fyrrverandi sendiherra, heimsótti höfuðborg Hokkaido eyju fyrir tveimur árum, fjölmenntu bæjarbúar til höfuð- borgarinnar og héldu honum og eiginkonu hans veislu, og vildu með því biðjast afsökunar á því að hafa tekið sér það bessaleyfi að nota nafn landsins. Lýðveldið hefur eigin fána, vegabréf og forseta, sem er Kotaro Fujita. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að langþráður draumur sinn hefði nú ræst, með þessari heimsókn til „aðallands- ins“, eins og hann nefndi ísland, og hefði hann mikinn hug á að frekari samskipti yrðu á milli land- anna. Aðalatvinnuvegur íbúa Monbetsu hefur verið sjávarútveg- ur, en frá janúarlokum til mars er ekki hægt að stunda fískveiðar vegna ísjaka, og sagði Fujita þá hugmynd hafa kviknað að nota ísinn til þess að skapa eitthvað jákvætt og jafnframt að reyna að gera ferðamannaiðnað að nýrri atvinnugrein fyrir bæjarbúa. Það hefur gengið vonum framar, því að á síðasta ári heimsóttu um hundrað þúsund ferðamenn lýð- veldið, en íbúar bæjarins eru þijátíu þúsund. „Við viljum breyta ímynd norð- ursins," sagði Fujita, „og sýna mönnum fram á að fólk sem býr á norðurslóðum sé ekki kaldrana- legt, heldur skemmtilegt og hlý- legt.“ Margt er gert ferðamönnum til skemmtunar i ísjakalýðveldinu, haldnar sérstakar snjóhátíðir þar sem hús og myndir eru skorið úr ís, og vinsælt er að gifta sig í lýð- veldinu, en ísland á japönsku getur eftir framburðinu bæði þýtt land ísjakanna og land ástarinnar, eða vinalegt land. „Móttökurnar hér á Islandi hafa verið stórkostlegar, og við erum hissa og hrifin af hvað Reykjavík er björt og skemmtileg borg. Við þáðum boð borgarstjóra Reykjavíkur í Höfða, og einn af okkar stærstu draumum rættist þegar forseti íslands bauð öllum hópnum að Bessastöðum." sagði Kotaro Fujita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.