Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 4 Gustav Husak, sem tók við stöðu aðalritara kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu af Alexander Dubcek eftir innrás fimm Varsjárbandalagsríkja í ágúst 1968, hefur látið af því starfi, en verður áfram forseti og heldur sæti sínu í stjórnmálaráðinu, þ.e. framkvæmdastjórn flokksins. Traustur samherji hans, Milos Jakes, varð leiðtogi flokksins í hans stað. Óvænt afsögn Husaks stafaði líklega af þrýstingi frá Rússum og þeir þökkuðu honum ekki störf hans á liðnum árum, en Mikhail Gorbatsjov sovétleiðtogi lét í ljós þá von að skipun Jakesar leiddi til „endurlífgunar sósíalismans“ í Tékkóslóvakíu. Lítilla breytinga er þó að vænta í Prag í bráð og val Jakesar vekur litla hrifningu, enda var hann í hópi helztu hvatamanna innrásarinnar 1968, og þar sem hann er 65 ára gamall telja ýmsir að hann muni gegna embættinu aðeins til bráðabirgða. Nýir þerrar íPrag Gustav Husak kveður 20 árum eftir valdatöku Alexander Dubceks Jakes tekur við á 20 ára afmæli afdrifaríkra atburða. Áttunda des- ember 1967 kom Leonid heitinn Brezhnev, þv. sovétleiðtogi, til Prag og ræddi við alla fulltrúa í stjóm- málaráðinu á einum degi. Áður en hann fór sagði hann: Eto vash djelo — þetta er ykkar mál — og fómaði þar með Antonin Novotny, þv. flokksleiðtoga. Skömmu síðar, 5. janúar 1968, var umbótasinninn Dubcek kjörinn eftirmaður Novotn- ys og „vorið í Prag“ tók við. Dubcek var steypt af stóli 16 mánuðum síðar. Hann hefur síðan unnið að skógræktarmálum í Vest- ur-Slóvakíu og búið í Bratislava, en er nú kominn á eftirlaun, 67 ára að aldri. Hann hefur haldið tryggð við flokkinn, ekki skipt sér af stjórn- málum og forðazt að koma nálægt samtökum andófsmanna. Leikrita- höfundurinn Vaclav Havel, einn af leiðtogum mannréttindasamtak- anna Charta 77, sagði í vikunni að hann væri enn mikilvægt tákn, en hefði glatað áhrifum sínum vegna pólitísks afskiptaleysis í 18 ár. „Hann heyrir til sögunni og getur ekki haft áhrif á núverandi ástand, sagði hann.“ Kommúnistamálgagnið Rude Pravo notaði 20 ára afmæli valda- töku Dubceks til að endurtaka gamla gagnrýni þess efnis að hann hefði fyigt „siðlausri uppgjafar- stefnu" og verið „fánaberi hægri- afla“. Blaðið kvað það „ósvífna, augljósa og grófa lygi“ að umbætur hans ættu eitthvað skylt við tilraun- ir Gorbatsjovs til að rétta við efnahag Sovétríkjanna, perestroika, og ummæli þess benda til þess að Jakes muni fylgja sömu stefnu og Husak. Blaðið viðurkenndi að Nov- otny hefði ekki „ráðið við erfíð verkefni síns tíma“ og siglt öllu í strand, en sagði að eftir valdatöku Dubceks hefði Tékkóslóvakía færzt út á barm gagnbyltingar. „Aðstoð fímm sósíalistaríkja í ágúst 1968 kom í veg fyrir að öfl hægrisinna og andsósíalista næðu fram mark- miðum sínum," sagði Rude Pravo. Sovézka fréttastofan Tass tók í sama streng og kvað ekkert líkt með fijálsræðisstefnu Dubceks og perestroika. Stefna Gorbatsjovs hefði eflt forystuhlutverk sovézka kommúnistaflokksins, en Dubcek hefði grafíð undan sósíalisma í Tékkóslóvakíu með stefnu sinni. Tvíbentur Þrátt fyrir yfirlýsingar Rude Pravo og Tass telur fjöldi Tékka og Slóvaka margt skylt með Gor- batsjov og Dubcek og sovézka leiðtoganum var fagnað innilega þegar hann kom til Prag í fyrravor og gekk um götur borgarinnar til að heilsa upp á fólkið. Husak kom haltrandi á eftir og brosti vand- ræðalega, en borgarbúar létu sem þeir sæju hann ekki. Samband leið- toganna var greinilega stirt og engum duldist að þeir væru af ger- ólíku sauðahúsi. Husak, sem verður 75 ára á miðvikudaginn, er komm- únisti af „gamla skólanum" og sat í fangelsi vegna baráttu gegn þýzk- um nazistum þegar Gorbatsjov sat á skólabekk, en Gorbatsjov er full- trúi nýrrar kynslóðar valdamanna í kommúnistaríkjunum. Sambúð valdhafanna í Moskvu og Prag hefur kólnað síðan Gor- batsjov tók við stjóminni í ársbyrjuri 1985 og hóf gagnrýni á aðferðir Brezhnevs, fyrirrennara síns og helzta verndara Husaks. Stundum hafa Rússar sýnt Husak hálfgerða lítilsvirðingu, fyrst þegar þeir sendu nefnd lágtsettra fulltrúa á þing tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins í marz 1986 og nú síðast Jakes: gamall hreinsunarstjóri. Husak: stirt samband við Gorbatsjov. Bilak: hjálpaði Jakesi. Jakes kveður Husak: keimlíkir? með því að kveðja hann ekki þegar hann baðst lausnar. Husak er ekki heilsuhraustur, en það var ekki aðalástæðan fyrir afsögninni eins og látið var í veðri vaka. Það hefur verið samdóma álit í allmörg ár að hann hafí verið alltof lengi við völd. Husak er lögfræðingur að mennt og Slóvaki eins og Dubcek. Stjóm- málaferill hans hófst með baráttu hans gegn Þjóðveijum í Slóvakíu á stríðsárunum og hann var hand- tekinn nokkrum sinnum. Árið 1951 var hann dæmdur fyrir „borgara- lega þjóðemishyggju“ og varð að sitja inni sjö ár og stunda síðan byggingarvinnu í þijú ár. Hann var „endurreistur" 1963 og fékk starf í lagadeild slóvakísku vísindaaka- demíunnar. Á valdadögum Dubceks fékk dr. Husak nokkur mikilvæg verkefni og tók m.a. þátt í að endursemja stjómarskrána. Hann virtist hafa nokkra samúð með „anda“ umbóta- áætlunar Dubceks, en bar kápuna á báðum öxlum. Honum höfðu einu sinni orðið á mistök á ferli sínum og ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur. Harðstjórn Þegar Husak tók við af Dubcek í apríl 1969 lofaði hann að snúa ekki baki við „einni einustu hinna stórbrotnu hugmynda“ Dubcek- tímans, en gekk strax á bak orða sinna vegna þrýstings Kremlveija og fámenns hóps harðlínumanna, sem höfðu stutt innrásina ljóst og leynt og sitja enn í æðstu valdastöð- um. Fyrir tilstilli þeirra voru allar tilraunir til að lagfæra steinrunnið stjómmála- og hagkerfi stöðvaðar og svo til öll skipulögð andstaða brotin á bak aftur. Komið var á mestu kúgun, sem þá þekktist í Austur-Evrópu, og staðið fyrir svo víðtækum hreinsunum að allir, sem sóttu um störf, urðu að gera grein fyrir afstöðu sinni til innrásarinnar og Dubceks, jafnvel stúdentar sem vildu hefja nám í háskóla. Hálf milljón flokksmanna varð hreinsun- um að bráð og menntamenn voru neyddir til að taka við störfum hús- varða og kyndara. Sá sem Husak fékk til að stjóma hreinsununum var enginn annar en Milos Jakes, eftirmaður hans, en þótt fáir geti fyrirgefið Jakes hefur enginn verið eins mikið hataður og Husak. Husak hratt aðeins einu baráttu- máli Dubceks í framkvæmd: veitti Slóvökum aukna heimastjóm. Lífs- kjör þeirra hafa batnað á síðari árum, iðnaðarframleiðsla þeirra hefur aukizt (úr 8% þjóðarfram- leiðslunnar í 34%), slóvakískir rithöfundar hafa haft meira svig- rúm en tékkneskir félagar þeirra og Slóvakar hafa fengið aukin völd í stjómkerfínu og flokknum. Nú munu breytingamar í Prag koma harðar niður á Slóvökum en öðrum landsmönnum, því að Tékkar skipa nú bæði stöðu flokksleiðtoga og forsætisráðherra í fyrsta skipti um áratuga skeið, en þeir geta sjálfum sér um kennt. Það var fyrst og fremst vegna stuðnings þeirra að þessi breyting var samþykkt. Áður fyrr var vesturhluti Tékkó- slóvakíu eitt blómlegasta iðnaðar- svæði Evrópu, en nú er þar aðallega framleidd annars flokks vara, sem erlendir kaupendur hafa lítinn áhuga á. Versnandi efnahagsástand hefur valdið Tékkum áhyggjum. Skuldir við útlönd eru að vísu ekki ýkja miklar, en dregið hefur úr nauðsynlegum fjárfestingum, fram- leiðni er lítil og hagvöxtur minni en stefnt hefur verið að. Laun eru tiltölulega há miðað við önnur lönd Austur-Evrópu, en vöruskortur hef- ur gert vart við sig. Hræringar Á tveggja áratuga valdaferli Husaks hefiir mestöll menningar- viðleitni verið drepin í dróma og þjóðin hefur dregið sig inn í skel. Nú eru pólitískir fangar tiltölulega fáir, því að fáir þora að mótmæla, en bækur eru ritskoðaðar, blöð og tímarit eru undir eftirliti flokksins og óháðir menningarhópar eru bannaðir. Kunnir rithöfundar á borð við Milan Kundera og Josef Skvorecky hafa flúið land og verk starfsbraeðra þeirra í Tékkóslóvakíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.