Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 4
4_________________ Norrænt tækniár hafið MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Tækniframfarir mikil- vægasti þáttur hagvaxtar — segir Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra NORRÆNT tækniár hófst formlega hér á landi í gær með opnunarat- höfn í Norræna húsinu. Iðnaðarráðherra og formaður og fram- kvæmdastjóri Norræns tækniárs fluttu ávörp og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar iék hátæknivædda tónlist. Að Tækniári standa Al- þýðusamband íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Háskóli íslands, iðnaðarráðuneytið, Iðntæknistofnun íslands, Rannsóknarráð ríkisins, Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands. Markmið Norræns tækniárs eru að auka þekkingu almennings á tækni og auka skilning hans á mikilvægi tækniþróunar. Einnig að efla innlenda og norræna samvinnu milli atvinnulífs og og þeirra aðila er starfa að tæknimálum. Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytisins, bauð gesti vel- komna og að því loknu flutti iðnaðar- ráðherra, Friðrik Sophusson, ávarp. Þar sagði hann m.a.: „Það er athygli- svert, að þrátt fyrir mannaflaskort og þenslu á vinnumarkaði er sjálf- virkni í atvinnuvegum okkar mjög takmörkuð. Með hliðsjón af reynslu annarra þjóða og vaxandi hluta launakostnaðar í framleiðsluiðnaði, gæti enn meiri tæknivæðing og veru- leg aukning sjálfvirkni létt á þenslu." Minnti ráðherra á Nóbelsverðluna- hafann í hagfræði árið 1987, sem sýndi fram á að mikilvægasti þáttur hagvaxtar í heiminum væri tækni- framfarir. „Þau fyrirtæki sem eru nógu sveigjanleg til að nýta sér nýj- ustu tækni munu standast sam- keppni," sagði hann. Þá minnti ráðherra einnig á skuggahliðar tækninnar og ræddi um mengun í því sambandi en með breyttri tækni yrði snúist gegn henni. Vonaðist hann til þess að Norrænt tækniár yrði tii að auka skilning okkar á tækninni og skynsamlegri notkUn hennar til að bæta lífskjör okkar og fegra mannlífið. Að því búnu lýsti hann tækniárið gengið í garð. Næstur tók til máls Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmda- nefndar Tækniárs. í máli hans kom fram að án hagvaxtar yrði baráttan um skiptingu gæðanna miklu harðvítugri en ella, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir þjóðfélagið allt. „Finnst sennilega mörgum að sú barátta hafí verið nægilega óvæg- in, jafnvel í góðærinu að undanf- ömu,“ sagði hann. „Tæknibylting hefur orðið með tilkomu upplýsinga- tækninnar. Ný tækni mun breyta allri atvinnustarfsemi og hin hef- bundnu skil milli atvinnuvega munu breytast og minnka með tilkomu nýirar tækni." Ólafur lauk máli sínu með því að VEBURHORFUR í DAG, 12.01.88 YFIRLIT kl. 15.00 ( gœr: Norðan- og norð-austanátt á landinu, gola eða kaldi. Él voru um norðanvert landið en léttskýjað syöra. Frost var víðast 3—18 stig. SPÁ: Gert er ráð fyrir stormi á Suð-Austur- og Suðurdjúpi. Yfir Norður-Grænlandi er 1022 mb hæð en vestan af Lófót er 975 mb. minnkandi lægð á leiö norð-austur. Um 800 km suö-suð-vestur af Reykjanesi er 966 mb. lægð á hreyfingu aust-norö-austur. Dálítið hlýnar syðst á landinu en annars staðar breytist hiti Ktið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norð-austanátt, víða allhvöss, einkum á miðvikudag, en mun hægari á fimmtudag. Él verða á norðanverðum Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi, en víða bjartviðri sunnan og suð-vestanlands. Frost 1—3 stig sunnan- lands, en 4—6 stig víða um norðan- og vestanvert landið. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir A V Él <(J^ Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka A / / / * / * •) Þokumóða Súld Skýjað f * f * Slydda f * f oo Mistur * * * Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * # * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavík hlti +7 +6 veður alskýjaó léttskýjað Bergen rignlng Helsinki 1 súld Jan Mayen +5 snjókoma Kaupmannah. 6 rigning Narssarssuaq +16 skýjað Nuuk +8 snjókoma Osló vantar Stokkhólmur 1 slydda Þðrshðfn 2 skýjað Algarve 16 lóttskýjað Amsterdam 6 Iðttskýjað Apena 11 skýjað Barcelona 14 þokumóða Berlín 0 snjókoma Chicago +79 léttskýjað Feneyjar 6 skýjað Frankfurt 7 hálfskýjað Glasgow 4 úrkoma Hamborg 6 skúr Las Palmas 20 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 11 skýjað Lúxemborg 5 léttskýjað Madrfd 9 mlstur Malaga 12 alskýjað Mallorca 14 skýjað Montreal +9 alskýjað NewYork 1 vantar Parfs 8 léttskýjað Róm 10 skýjað Vin 0 þokumóða Washington +11 þokumóða Winnipeg +16 heiðskfrt Valencia 11 rlgnlng Morgunblaðið/Börkur Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri, Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, og Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar, við upphaf Norræns tækniárs í Norræna húsinu. Fræðsluefnið „Orka og Norðurlönd" sem iðnaðarráðuneytíð og Orku- málastofnun færðu menntamálaráðuneytinu að gjöf í tilefni tækniársins. ítreka nauðsyn á samvinnu við út- lendinga, sem hann sagði sjálfsagða. „Tæknisamstarf er góð leið inn í víðtækara samstarf milli okkar og erlendra aðila." Þá tók til máls Sigurður Richter, framkvæmdastjóri Norræns tækni- árs, og kynnti fyrirhugaðar fram- kvæmdir á árinu. Sagði hann mestar vonir bundnar við svokallað „opið hús“. Helstu rannsóknarstofnanir og ýmis stærri fyrirtæki hefðu verið fengin til að hafa opið hús einn sunnudagseftirmiðdag hvert og þann 17. janúar næstkomandi riði Ríkisút- varpið á vaðið. Sýning á um 50 veggspjöldum sem gerð voru í tilefni 50 ára afmælis Rannsóknarstofnana atvinnuveg- anna verður í Kringlunni seinni hluta janúar. Þá verður efnt til teiknisam- keppni meðal 10 ára bama um tækni framtíðarinnar og ritgerðarsam- keppni 12 ára bama um hvað hvað myndi gerast á tæknilausum degi. Einnig eru áætlanir uppi um sam- keppni meðal framhaldsskólanem- enda. „Tækninni fylgja einnig siðfræði- leg vandamál," sagði Sigurður. Hefur Biskupsembættið tekið vel í þá hugmynd að beina því til presta að þeir taki efnið „Maðurinn, tæknin og trúin" fyrir í stólræðum sínum. Einnig em á döfínni ýmsar ráðstefn- ur, þeirra á meðal má nefna ráð- stefnu um „Konur og tækni“, „Áhrif tækni á samfélög manna í nútíð og framtíð", „Tækniþróun og sjálfvirkni í atvinnulífínu" og „Tækni og um- ferðaröryggi“. Þá verða veitt Norræn tækniverðlaun og stofnaður Norr- ænn gagnabanki. Að lokum afhenti Friðrik Sophus- son fyrir hönd iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar Birgi ísleifi Gunnars- syni, menntamálaráðherra, samnorr- æna fræðsluuefnið „Orka og Norðurlönd". Það er ætlað til nota fyrir nemendur 8. og 9. bekkjar grunnskólans og samanstendur af kennslubók, orkuspili, myndbandi, verkefnahefti og leiðbeiningum. Mikil loðnuveiði var á laugardag Bræla á sunnudag og mánudag GÓÐ loðnuveiði var síðastliðinn laugardag, en þá tilkynntu 30 skip um samtals 17.660 lesta afla. Síðan brast bræla á og engin skip höfðu tilkynnt um afla síðdegis í gær. Norsku skipin eru nú 33 og er eitt farið heim með 210 tonna afla. Flest norsku skipanna voru í landvari í gær, en afli þeirra er enn lítill enda frysta þau loðnuna um borð. Eftirtalin skip tilkynntu um afla á laugardag: Hrafn GK 640 til Neskaupstaðar, Hilmir II SU 580 til Raufarhafnar, Grindvíkingur GK 1.000 til Neskaupstaðar, Magnús NK 520 til Raufarhafnar, Albert GK 700 til Vopnafjarðar, Rauðsey AK 610 til Vopnafjarðar, Húnaröst ÁR 620 til Hornafjarðar, Sjávar- borg GK 820 til Siglufjarðar, Harpa RE 560 til Raufarhafnar, Galti ÞH 550 til Þórshafnar, Börkur NK 1.180 til Neskaupstaðar, Bergur VE 530 til Raufarhafnar, Þórður Jónasson EA 500 í Krossanes, Erl- ing KE 600 til Raufarhafnar, Svanur RE 200 til Raufarhafnar, Dagfari ÞH 380 til Raufarhafnar, Hörfungur AK 930 til Raufarhafn- ar, Hilmir SU 960 til Seyðisfjarðar, Víkurberg GK 450 til Raufarhafn- ar, Eskfirðingur SU 610 til Eski- íjarðar, Pétur Jónsson RE 600 til Seyðisfjarðar, Súlan EA 520 _ í Krossanes, Guðmundur Ólafur ÓF 530 til Ólafsfjarðar, Gígja VE 620 til Þórshafnar, Fífill GK 150 til Raufarhafnar, Guðmundur VE 200 til Seyðisfjarðar, Eldborg HF 700 til Eskifjarðar, Hákon ÞH 650 til Seyðisfjarðar, Beitir NK 750 til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar og Jón Kjartansson SU 465 til Eski- fjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.