Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 að sala notaðra bíla gengi mjög vel núna og framboð á notuðum hílum væri miklu meira en það hefði nokkru sinni verið áður. „Það er þó erfitt að selja bíla, sem eru eldri en af árgerð 1980, og bílar sem eru orðnir tíu ára gaml- ir eða eldri eru nánast óseljanlegir, nema þá að um sé að ræða t.d. þýska gæðabíla," sagði Halldór. „Salan gengur best í þessum al- gengustu japönsku bflategundum, en einnig hafa dýrari bílar eins og Volvo og Mercedes Benz selst ágæt- lega. Amerískir bílar hafa einnig selst vel, því að á þeim hefur verið mjög gott verð vegna þess að dollar- inn hefur raunverulega lækkað undanfarin þrjú til flögur ár. Ég er nú á þeirri skoðun að í dag ættu menn alls ekki að kaupa annað en ameríska bíla, og hreinlega afskrifa allt annað í bili á meðan ástandið er svona, því amerískir bílar eru jú mjög vandaðir og' góðir bílar“ Hvað varðar eldri bíla, sem eru orðnir þungir í sölu, þá sagði Hall- dór að fólk reyndi að auglýsa þá sjálft, og teldi hann að sala þeirra á þann hátt gengi oft nokkuð vel, þar sem yfirleitt væri hægt að fá þessa bíla á mjög góðum kjörum. Þeir sem ekki gengju út lentu síðan í bílakirkjugörðum, eða þá að reynt væri að selja þá á bflapartasölur. „Maður hefur heyrt um menn sem keyra bílana sína í þessa bílakirkju- garða og stíga þar út úr þeim og skiljaþá bara eftir.“ sagði Halldór. „Það er orðið nokkuð dýrt að eiga bíl, þar sem skattar eru orðnir miklir, og ef eitthvað bilar í gömlum bíl, þá er viðgerðakostnaður mjög hár og jafnvel getur legið bílverð í miklum viðgerðum. Af þessum sök- um kýs fólk oft að henda gömlum bflum." Varðandi greiðslumáta í bflavið- skiptum sagði Halldór að miklar breytingar hefðu orðið þar á, und- anfarin ár. „Þetta hefur flust GÍFURLEG aukning hefur orðið á innflutningi bíla á síðustu tveimur árum. Það sem hleypti skriðunni af stað á fyrri hluta ársins 1986 var tollalækkunin, sem kom til framkvæmda 1. mars það ár. Alls voru fluttir inn rúmlega fimmtán þúsund bílar á öllu árinu 1986, og hafði bilainn- flutningur þá aldrei verið meiri á einu ári, og fyrstu níu mánuði siðasta árs voru fluttir inn um nítján þúsund bílar. Þess má geta að árið 1985 voru fluttir til lands- ins rúmlega átta þúsund bílar, en meðaltal innfluttra bíla á ár- unum 1975 til 1985 var á bilinu sjö til átta þúsund bílar á ári. Bílainnflytjendur telja þann mikla innflutning sem átt hefur sér stað undanfarin misseri vera eðli- legan, þar sem þörfín fýrir end- umýjun á bflaeign landsmanna hafí verið orðin mjög brýn. Hafí þetta meðal annars stafað af því, að verð á bflum hafi verið of hátt og því hafi verið leitast við að halda of gömlum bílum gangfærum. Þjóð- hagsstofnun reiknar með því að bflamarkaðurinn mettist árið 1988, en fram til ársins 1991 verði fluttir inn að meðaltali um þrettán þúsund bílar á ári til nauðsynlegrar end- umýjunar á bflaflota landsmanna. Bílakirkjugörðum fjölgar sífellt samfara gífurlegum innflutningi bíla hingað til lands. Það vekur athygli hversu hátt hlutfall af innfluttum bflum eru notaðir bílar, en innflutningur not- aðra bfla hefur stóraukist ár frá ári, og lætur nærri, að á síðasta ári hafí um það bil tuttugu prósent innfluttra bfla verið inn notaðir. Af þessu leiðir að meðalaldur bíla í umferð lækkar ekki jafn mikið og tölur um bflainnflutning á s.l. tveim- ur ámm gefa til kynna. Rúmlega tuttugu bílasölur munu vera starfræktar á höfuðborgar- svæðinu, ogtil þess að fá upplýsing- ar um það hvemig staðan í viðskiptum með notaða bíla væri í dag, þá var leitað álits manna, sem þekkja bflamarkaðinn vel. Halldór Snorrason hjá Aðalbíla- sölunni hefur rekið bílasölu manna lengst hér á landi, og sagði hann Mikil gróska í bílavið- skiptum á nýliðnu ári Þjóðhagsstofnun reiknar með að bílamarkaðurinn mettist á þessu ári Agnes Einarsdóttír að störfum á hárgreiðslustofu sinni í Bleikjukvísl 8. Hárgreiðslustofa íÁrtúnsholti OPNUÐ hefur verið ný hárgreiðslustofa í Bleikjukvísl 8 í Reykjavík. N Eigandi stofunnar er Agnes Einarsdóttir hárgreiðslumeistari. Stof- an er opin virka daga kl. 9-18 og á laugardögum kl. 10-14. Skýrsla Landsvirkjunar: Tæknilega mögulegt að flytja raf- orku um sæstreng til Skotlands ENGIN sérstök vandamál ættu að fylgja því að framleiða og leggja 400 kílóvolta jafnstraums sæstreng til að flytja raforku milli íslands, Færeyja og Skot- lands miðað við þá tækni sem nú þekkist. Þetta kemur meðal ann- ars fram í áfangaskýrslu sem starfsmenn Landsvirkjunar luku við fyrir áramót og er nú til at- hugunar hjá stjórn stofnunarinn- ar. í niðurstöðum skýrslunnar kem- ur einnig fram að verð á raforku frá íslandi virðist samkeppnisfært við verð frá nýjum kola- og kjarn- orkustöðvum á Bretlandi. Ef verð á orku frá íslandi er samkeppnis- PORTUGAL-FATNAÐUR Kaupmenn innkaupastjórar Verðum með sýningu á kvenfatnaði og karlmanna- buxum. Sumar- og vetrartískan 1988. Sýningin verður haldin í Hótel Alfa, Lissabon, frá 5. febr. nk. til 20. febr. nk. Allir þeir sem áhuga hafa hafi samband við CARUN- inportacao - exportacao, lda. Av. Miguel Bombarda, 133- 8 drt. 1000 Lisboa Portugal. Telex 42094 avlis p- og 64329 mtu p. Á íslandi gefur upplýsingar Daníel Árnason í síma 28448 á skrifstofutíma. fært er markaður fyrir raforkuna á Englandi og Wales og hugsanlega á Norður-írlandi. Bent er á að orkuverð sé háð töluverðri óvissu, sérstaklega vegna sæstrengsins, en hafa beri í huga að sæstrengurinn er um 30—35% af heildarskostnaði. Því megi frávik vera nokkuð mikil í kostnaði hans til að veruleg breyting verði á orku- .verði. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvikjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að skýrslunni hefði verið lokið laust fyrir áramótin. Síðan hafí hún verið lögð fyrir stjóm Landsvirkjunar, sem hefur hana nú til umfjöllunar. „Stjómin mun taka ákvörðun um hvert framhaldið verður og hvort þetta geti talist vænlegur kostur með tilliti til markaðarins á Bret- landseyjum. Þá þarf að kanna hvort það sé þess virði að nálgast bresk stjómvöld og orkufyrirtæki og at- huga hvort þau vilji ljá þessu máli lið í samvinnu við Landsvirkjun. Einnig þarf að ákveða hjá hvaða fyrirtækjum leita á samstarfs. Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar er flutningur raforku með sæstreng til Skotlands tæknilega mögulegur. Margt bendir til þess að þetta geti verið íjárhagslega hagkvæmur kostur og að verð á raforku frá íslandi um streng til Skotlands geti orðið samkeppnis- fært við verð á orku frá nýjum kjamorku- og kolastöðvum," sagði Halldór Jónatansson. Jóhannes Nordal formaður stjómar Landsvirkjunar sagði að ekki hefði verið tekin frekari ákvörðun um framhald málsins, en stjómin hefði samráð við iðnaðar- ráðuneytið um það. Sagði Johannes að ljóst væri að næsta skref yrði að kanna betur hvemig staða þess- ara mála er í Bretlandi. „Það á eftir að kanna mjög margt í þessu máli og það hefur í raun- inni aðeins verið skoðað til bráða- birgða. Það verður að líta á þessa skýrslu sem bráðabirgðarathugun. Hún er fyrst og fremst gerð til að leggja grundvöll fyrir að hægt verði að meta hvort þetta sé tæknilega mögulegt og hver hugsanlegur kostnaður verður. Menn hafa áhuga á að kanna þetta frekar og málinu verður hald- ið vakandi. Stjóm Landsvirkjunar hefur haft áhuga á því frá upphafi að þessi kostur sé fyllilega metinn á móti öðmm möguleikum,“ sagði Jóhannes Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.