Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1988, Blaðsíða 34
34 MðRGUNBIADIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 12. JANÚAR 1988 Fóstrudeilan enn í járnum DEILA fóstra og bæjaryfirvalda stendur enn í járnum og því er óvíst um hvort kemur til lokana dagvista á Akureyri. Fyrir lá að dagvistunum Flúðum og Siðuseli yrði lokað um áramót þar sem uppsagnir forstöðukvenna þar tóku þá gildi. Málum hefur þó verið bjargað með því að aðrar fóstrur hafa gengið tímabundið í þau störf svo komast megi hjá lokun á meðan á viðræðunum stendur. Sam- kvæmt upplýsingum Dagvistarstofnunar bama á Akureyri verður opið út vikuna á báðum þessum dagheimilum. Stöðug fundahöld voru um helg- ina á meðal bæjaryfirvalda og fóstra. Mikil leynd hvílir yfir við- ræðunum og hafa aðilar komið sér saman um að skýra ijölmiðlum ekki frá gangi mála. Sl. fimmtudags- kvöld ákvað bæjarráð á fundi sínum að láta forstöðukonur fá 15 til 20 óunna yfirvinnutíma í hverjum mánuði sem uppbót á laun. Fóstrur munu þó ekki vera alls kostar án- ægðar með að forstöðukonur einar sitji að slíkum hlunnindum, heldur vilja þær hækkanir fyrir allar fóstr- ur ef þannig færi að fóstrur sæktust eftir starfi hjá bænum, en engin almenn fóstra er nú í starfi hjá bænum. Hreinsað út Félagar úr Lionsklúbbnum Hæng unnu að því um helgina að hjálpa heimilisfólkinu að Kringlumýri 4 á Akureyri við að hreinsa út allt lauslegt, en eins og fram hefur komið i Morgunblaðinu hyggst fjöl- skyldan endurbyggja húsið sitt. Hafist verður handa um endurbygg- ingu um leið og búið verður að hreinsa út, en á meðan hefur fjölskyldan fengið íbúð sem er í eigu Verkamannabústaða í Lunda- hverfi. Fegurðarsamkeppni karla: Islenskir karlmenn í fyrirsætustörf ytra? LEIT stendur nú sem hæst að keppendum til að taka þátt í keppninni um titilinn „Herra Is- land 1988“. Ákveðið hefur verið að efna til fegurðarsamkeppni karla og er samkeppninni ætlað að verða árviss viðburður héðan í frá líkt og nú tíðkast í keppn- mni um Fegurðardrottningu íslands sem fram fer ár hvert. Keppnin 1988 fer fram í skemmti- staðnum Zebra á Akureyri þann 13. febrúar nk. Hér er ekki um vaxtar- ræktarkeppni að ræða og er ekki ætlast til að þátttakendur hnykli vöðva sína eða sýni aðra tilburði sem geri þá kraftalega. í keppninni skipt- ir líkamsbygging þó auðvitað miklu máli og limaburður ásamt útliti og framkomu. Þátttakendur koma fram í samkvæmisklæðnaði og á sund- skýlum og mun hlutlaus dómnefnd skera úr um hver er þess verðugur að bera titilinn „Herra ísland 1988“, segir í frétt frá aðstandendum keppninnar. Að keppninni stendur veitinga- staðurinn Zebra auk Stjömusólar og Hljóðbylgjunnar. Ómar Pétursson útvarpsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fjöldi þátttak- enda væri nú þegar farinn fram úr björtustu vonum manna og væru 30 íslenskir karlmenn búnir að láta skrá sig í fegurðarsamkeppnina. Sigur- vegari í keppninni hlýtur sólarlanda- ferð með Útsýn í verðlaun og fataúttket í verslun JMJ á Akur- eyri. Auk þess verður „Herra ísland 1988“ krýndur með silfurslegnum pípuhatti á úrslitakvöldinu á Zebra. Allir þátttakendur fá í sinn hlut snyr- tivörur og ljósatíma. Ómar sagði að þeir keppendur sem þegar hefðu lát- ið skrá sig væru flestir að norðan, en búast mætti við keppendum að sunnan á næstu dögum þar sem kynning á keppninni hefur ekki haf- ist af neinni alvöru. Óákveðið er enn með skipan dómnefndar, en búast má við fimm dómnefndarmönnum. Ómar sagði að aðstandendur keppn- innar hefðu fullan hug á að koma sigurvegurum á framfæri erlendis og verið væri að athuga möguleika á fyrirsætustörfum fyrir Herra ís- land 1988 í Frakklandi. Hægt er að láta skrá sig til keppni eða koma ábendingum á framfæri í símum 96-27710 og 96-25856. Ferðakostnaður verður greiddur fyrir þátttakendur sem ekki búa í nágrenni Akureyrar. Morgunblaðið/GSV Hæstánæg’ður með fyrstu helgina — segir Ivar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða „VIÐ vorum hæstánægðir með aðsóknina svona fyrstu helg- ina,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli í samtali við Morg- unblaðið í gær, en eins og komið hefur fram í fréttum var skiða- svæðið opnað í fyrsta sinn sl. laugardag, 9 janúar. í fyrra gátu skíðagarpar farið heldur fyrr af stað, en þá var skíða- svæðið opnað 20. nóvember. Veðrið var mjög gott í fjallinu þó skíðasnjór hafi verið heldur af skomum skammti. Þau svæði voru þó merkt og gengu fyrstu dagam- ir slysalaust fyrir sig, að sögn ívars. Starfsmenn Skíðastaða eru þessa dagana að koma fyrir flóð- lýsingu í Hlíðarfjalli og ættu allar lyfturnar að vera komnar í gang um næstu helgi auk veitingasölu. Frá og með næstu helgi verður GENGIÐ var formlega frá stofn- un nýrra hótelsamtaka á Akur- eyri um helgina. Samtökin heita „Islensk hótel“ og er um að ræða samstarf tíu íslenskra hótela varðandi sölu- og markaðsmál. Upphafið af samstarfí þessara tíu hótela má rekja til þess er þau gerð- ust öll aðilar að norrænu hótelsam- starfí „Scan Class“ sem er samstarf hótelkeðja á Norðurlöndunum. Að sögn Gunnars Karlssonar hótelstjóra á Hótel KEA passaði þetta fyrir- komulag íslensku hótelunum ekki nægjanlega vel, sérstaklega hvað varðar innanlandsmarkaðinn og því var ráðist í stofnun samtakanna nú. „Við viljum með stofnuninni tengja þessi hótel okkar hér innanlands meira saman en • gert hefur verið. Við stefnum að því að gera hinum skíðasvæðið opið frá kl. 13.00 til 18.45 á virkum dögum nema á þriðjudögum, miðvikudögum og á fimmtudögum verður opið til kl. 20.45. Um helgar verður opið frá kl. 10.00 til 17.00. Fimm lyftur eru í Hlíðarfjalli sem allar verða opnar, Stólalyfta, Hjallabraut, Stromplyfta, Strýtu- lyfta og Hólabraut, ætluð bömum án endurgjalds. Dagkortið fyrir fullorðna kostar 400 krónur og 200 fyrir krakka í aðrar lyftur en Hóla- braut. ívar sagði útlitið gott varðandi meiri snjó, en þó vantaði nokkuð á hann enn svo vel ætti að vera. Hann sagði að engar framkvæmd- ir væru á döfinni, en kvað nýjan snjótroðara vera eitt af aðalbar- áttumálunum þessa dagana. Sá gamli væri orðinn vel fullorðinn. Níu ár eru liðin síðan hann var almenna ferðamanni á ferð um landið hægara að nýta þjónustu okk- ar umfram það sem áður var hægt. Þau tilboð sem Scan Class bauð upp á féllu ekki allskostar að okkar markaði enda er háannatími hótela á íslandi nokkuð annar en háann- atími hótela hinna Norðurlandanna." Scan Class afsláttarkortin hafa veitt afslátt af hótelþjónustu tvo mánuði yfír sumartímann, en Gunnar sagð- ist ekki geta sagt til um nú hvernig samstarfi íslensku hótelanna yrði háttað. Hótelin tíu sem um ræðir eru: Hótel Saga og Hótel Lind í Reykjavík, Hótel KEA á Akureyri auk sjö landsbyggðarhótela; á Hvols- velli, Borgamesi, Stykkishólmi, Húsavík, Reynihlíð í Mývatnssveit, Valaskjálf á Egilsstöðum og á Höfn í Homafirði. keyptur og ef hann bilaði myndi skíðasvæðið lokast um leið. Þó nokkuð hefur verið um það að skólafólk velji Hlíðarfjall sem dvalarstað í skólaferðalögum sínum. Nokkrir hópar hafa pantað nú þegar svefnpokarými í skíða- hótelinu, bæði . skólafólk frá Akureyri og þó nokkrir hópar úr framhaldsskólum af Suðurlandi. ívar sagði að búast mætti við lak- ari heildaraðsókn í ár miðað við síðasta vetur þar sem snjórinn hefði komið þetta seint nú, enda var síðasti með eindæmum hag- stæður skíðafólki hér norðanlands að minnsta kosti. Helgar-og viðskiptaf erðir til Reykjavíkur Ótrúlega hagstætt verð Verð frá kr. 6.859,- Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 25000. Leikstjóri: Borgar Garðarson Lcikmynd: Örn Ingi Gíslason Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist: Jón Hlöðver Áskelsson 9. sýning fijsludaginn 15. janúar kl. 20.30 10. sýninglaugardaginn 16. janúar kl. 20.30 11 sýningsunnudaginn 17. janúarkl. 16.00 Ath. breyttan sýningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. MIÐASALA 96-24073 laKFÉLAG AKUREYRAR Samtökin „íslensk hótel“ stofnuð: Auðveldum landanum að ferðast innanlands — segir Gunnar Karlsson hótelsljóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.