Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 44

Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Kom, sá, sigraði eftirSteingrímSt. Th. Sigurðsson Hann kom suður yfir heiðar með flokk af músíkfólki, sem löngum hefur verið kennt við Sjallann á Akureyri, og tróð upp með liðinu í Breiðvangi — öðru nafiii Broad- way í Mjódd — tvö kvöld í röð, á nýjársdag og annan í nýjári. Þetta var gjört með stíl. Enda þótt Ingimar Eydal og hljómsveit hans sé að norðan, gætti ekki yfirlætis í framkomunni á svið- inu, hvorki af hálfu kynnis, Gests Jónassonar leikara og ijölmiðla- manns (hann er frá Akureyri), sem var bráðfyndinn á köflum ellegar hjá Ingimar sjálfum eða öllum hin- um, og hvers vegna í ósköpunum er fólk fyrir sunnan alitaf að tönnl- ast á norðlenzka montinu, enda þótt talað sé og sungið með norð- lenzkum hreim og framburði? Já, svo sannarlega sló þessi norð- lenzka hljómsveit í gegn, sem minnti einhvem veginn á það, þeg- ar dáðir dixie- og gamal-jazzleikar- ar úti í heimi, sem Ijómi leikur um, taka upp á því að gera „come back“ með þeim afleiðingum, að aðdáend- ur þeirra um áratugi yngjast um helming. Því var þannig farið um marga í Breiðvangi seinna kvöldið, annan í nýjári. Þó var þetta eigin- lega ekki eins og „come back“, því að enginn spilara eða söngvara í hljómsveit Eydals hafði kvatt hljóð- færin að fullu og öllu og sagt „Farvel til vábnene". Söngur Þorvaldar Halldórssonar var jafn-fölskvalaus og magnaður og áður fyrr og hreif alla með sér. Hann er. á heimsmælikvarða, ef nokkur er — með nærveru og kraft, sem á sér fáa líka, kraft, sem kemur úr hrikalegum fjöllum og söltum sjó norður við Dumbshaf að viðbættri lýrik, sem ekki er væmin. Ingimar Eydal er alveg maka- laus og á sér engan líkan á íslandi á sínu sviði. Músík hans minnir alitaf á gleðina yfir því að lifa, það var auðfundið, að unga fólkið af kynslóðinni milli 18—25 ára við borð þess, sem þetta skrifar, naut tónanna frá spilurum og söngvur- um hljómsveitarinnar eins og nýrrar lifsreynslu eða öllu heldur eins og lffsins sjálfs. Var það ekki líka Louis Armstrong, sem sagði: „Láfið er músik og músik er lifið.“ Af hveiju birtist þessi lífsgleði, þessi lffsnautn í hljómum þessarar danshljómsveitar? Er ekki skýringu að finna í því, að þetta músíkfólk nýtur sinnar listar fram í fingurgóma eins og þeir gerðu gömlu dixie-leikararni'r frá New Orieans og Kansas City og Chicago forðum daga — og er ekki innantómt atvinnumennsku- fólk, sem gengur að hlutverkinu með vissum leiða. A milli atriða, þegar rakin var saga hljómsveitar Ingimars síðast- liðin tuttugu og fimm ár, voru sýnd myndbönd frá liðnum dögum af stöku spilurum og söngvurum og meira að segja var brugðið upp mynd af Ingimar sjálfum pínu- ponslitlum, sem var þegar farinn að fást við tónlist þriggja ára á sama hátt og sumir byija að teikna, áður en þeir eru læsir eða skrif- andi. Þetta var skemmtilegt atriði. Og ekki stóð á Ingimar með spaug- ið, þegar hann kom inn á sviðið I svellþykkri lopapeysu og með dúsk-ullarhúfu á höfði, ábúðarmik- Ingimar Eydal við pianóið í Sjallanum. Finnur Eydai leikur á saxófón- inn. Eiginkona hans, frú Helena Eyjólfsdóttir, er honum að baki á sviðinu. (Báðar myndanna tók Ijósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri við opnun sýningarinn- ar „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ í september sl. í Sjallanum á Akureyri.) ill, og gerði góðlátlegt grín að ^jálfum sér eins og sannra húmor- ista er háttur. Svona gekk þetta koll af kolli. Spilarar og söngvarar kynntir hver á fætur öðrum. Þama birtist sá sérkennilegi Grétar Ingvarsson, gitarleikari, sem ólst upp í gömlu húsi í Innbænum öndvert við gamla flugskýlið. Grétar lék í Alþýðuhús- inu á Akureyri í gamla daga á heyraratímabili greinarhöfundar — og nú lék hann þama í Broadway æði kunnuglegt boogie-lag og gerði það með alveg sérstökum blæbrigð- um — með karakter — það er eitthvað í leik hans, sem er frá- brugðið öðrum gítarleikumm. Svo var þama sá fjölhæfí músíkant Grímur Sigurðsson (tæknifræðing- ur að mennt), sem spilar jöftium höndum á gítar, bassa og trompet og syngur að auki — sá leikur með mýkt og af smekk. Einnig vora þama Friðrik Bjamason (athyglisverður tónlist- armaður), þeir Arni Ketill Friðriks- son, Þorleifur Jóhannsson, sem báðir leika á trommur — þessir þrír allir góðir — og ennfremur Þorsteinn Kjartansson, sem leikur á saxafón með persónulegum stíl eins og sjálfur Finnur Eydal, bróð- ir Ingimars, sem spilaði á gamlan saxófón, er KK hafði gefið honum eitt sinn fyrir langa löngu. Finnur hefur sennilega aldrei leikið betur en nú í dag, bæði á klarinettinn og saxófóninn — og það er fallegt að sjá þau hjónin, Helenu og hann, saman á sviðinu — hana Helenu Eyjólfsdóttur, sem flytur eitthvað „ladylegt" með sér í hvert sinn, sem hún treður upp. Það er sál í þeim hjónum, og þau minna alltaf á skemmtilegustu stundir í Sjallanum gegnum árin. Og svo er það sjálfur Bjarki vin- ur vár Tryggvason, sem aldrei hefur verið betri, t.a.m. þegar hann söng og spilaði „í sól og sumaryl" eftir Gylfa Ægisson. Hann gerði stormandi lukku. Hann hefur sér- stakan tón — heiður sé honum. Og ekki má gleyma Ingu Eydal, dóttur meistarans Ingimars. Henni kippir í kynið. Og þá var það hún ólöf Sigríður Valsdóttir, sem brá sér í hættulega vandasamt gervi. Henni tókst vel upp. Þessi sýning nefnist „Stjömur Ingimars Eydals í 25 ár“. Það fylgdi henni eins og fyrr segir lífsnautn, lífsgleði og lífsorka. Þá er Þorvaldur byrjaði að syngja lag- ið „A sjó“ fór kliður um salarkynnin á Broadway og síðan fagnaðaralda, sem hófst upp og hneig eins og sjólag — og seinna þegar hann söng „Hún er svo sæt“ ætlaði klappinu aldrei að linna og hrifning gestanna magnaðist æ meir og meir. Það má því með sanni segja um Ingimar Eydal og stjömur hans: „Kom, sá, sigraði." Ingimar sjálfur var greinilega hvað mest í essinu sínu, þegar hann lék „Chaca chaca", spánskt lag, sem virðist samhljóma skapgerð hans og músík. Að Hæðardragi, Höfundur er ríthöfundur og list- málari. ðiD PIOMEER PLÖTUSPILARAR Utsala Karlmannaföt, verð frá kr. 2.995,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.595,-og 1.795,-. Ull/terylene/stretch. Peysuro.fi. ódýrt. Andres, Skólavörðustíg 22, sími 18250. ÚTSALA 40% AFSLÁTTUR Höfum sett nokkrar vörutegundir á útsölu. Grípið tækifærið meðan birgðir endast. Ath.: Höfum fengið aftur hina vinsælu ódýru svefnsófa. Einnig Bay Jacobsens heilsudýnurnar. Vinsamlega staðfestið pantanir strax. Grensásvegi 12. Símar: 688140 - 84660. Pósthólf: 8312,128 R. JUDO Ný byrjendanámskeið hefjast 18. janúar Þjálfari: Þorsteinn Jóhannesson. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13-22. Júdódeijd Ármanns Ármúla 32.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.