Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 63 FOLX ■ STEFAN Reuter, framheiji hjá vestur-þýska úrvalsdeildarliðinu Nurnberg, var í gær seldur til Bayern MUnchen. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Bay- em, en kaupverðið var ekki gefið upp. Reuter, sem á að baki sjö landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland, byijar ekki að leika með meisturun- um fyrr en eftir þetta keppnistíma- bil. ■ ENN er ekki öruggt hvort leik- ur Young Boys og Ajax í Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu get- ur farið fram í Bem í Sviss í kvöld. Leiknum var frestað á þriðju- dag fyrir viku, vegna slæmra vallar- skilyrða, og völlurinn er í slæmu ástandi. Ef ekki verður hægt að leika í Bem verður spilað í Genf á fímmtudag. ■ ALLAN Simonsen, knatt- spymumaðurinn kunni frá Dan- mörku, verður í sviðsljósinu á opn- unarhátið Evrópukeppni landsliða í knattspymu í sumar þrátt fyrir að hann sé hættur að leika með lands- liðinu. Þannig er mál með vexti að við opnunina verður sýnd kvikmynd þar sem fulltrúi hverrar þátttöku- þjóðar ber viðstöddum kveðju frá þjóð sinni og verður Simonsen full- trúi Dana. I DYNAMO Tbilisi sigraði Zhalgiris Vilnius, 2:1, í fyrsta leik keppnistimabilsins í Sovétríkjun- um fyrra kvöld. Fyrsta mark ársins gerði vamarmaður Zhalgiris, Arm- inas Narbekovas. Hann er í ólympíuliði Sovétríkjanna. En það dugði skammt því Dynamo skoraði tvívegis í seinni hálfleik. ■ KLAUS Allofs, fyrirliði vest- ur-þýska landsliðsins, sagði í gær að hann gæti ekki leikið með vest- ur-þýska landsliðinu alla leikina í flögurra þjóða mótinu sem fram fer í Vestur-Berlín um næstu mánað- armót vegna leikja með liði sínu Marseille í Frakklandi. Auk Vest- ur-Þjóðveija taka Svíar, Sovét- menn og Argentínumenn þátt í mótinu. Vestur-Þjóðveijar leika fyrst við Svía 31. mars. Þessir leik- ir em liður í undirbúningi Vestur- Þjóðveija fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Vestur-Þýskalandi í júní í sumar. Friðrik Ragnarsson úr Njarðvík skoraði fjórar þriggja stiga körfur gegn UBK í gærkvöldi.. IMjarðvík áfram Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum bikar- keppni KKÍ er þeir unnu Breiðablik, 88:86, í seinni leik liðanna í Digra- nesi í gærkvöldi. Njarðvík hafði yfír í leikhléi, 36:32. Kristján Rafnsson var stigahæstur í liði UBK með 34 stig, Guðbrandur Stefánsson kom næstur með 13 stig. Hjá Njarðvík var ísak Tóma- son stigahæstur með 19 stig. Ung- ur og efnilegur Njarðvíkingur, Frið- rik Ragnarsson, átti stórleik og skoraði 15 stig þar af fjórar þriggja stiga körfur. Það verða því Njarðvík, KR, ÍR og Haukar sem leika í undanúrslitum keppninnar. HANDBOLTI Reynir vann UMFN Reynir sigraði Njarðvík, 34:33, í 2. deild karla í handknattleik í Sandgerði í gærkvöldi. Reynir hafði yfír í hálfleik, 23:20. Willum Þór Þórsson skoraði 11 mörk fyrir Reyni og þeir Stefán Amarson, Páll Bjömsson og Sig- urður Óli sex mörk hver. Pétur Ingi Ámason var markahæstur Njarðvíkinga með 10 mörk. Arin- bjöm Þorhalsson gerði níu. SKÍÐI / HEIMSBIKARINN Fyrsti sigur Meier í heimsbikarnum CHRISTINE Meierfrá Vestur- Þýskalandi vann fyrstu guil- verðlaun sín í heimsbikarnum er hún sigraði í stórsvigi kvenna sem fram fór í Aspen í fyrra kvöld. Meier, sem er 22 ára, hafði aldrei áður náð að sigra í heimsbikamum. Hún var í öðrum ráshóp, en náði næst besta tímanum í fyrri ferð og besta tímanum í síðari ferðinni. Mateja Svet frá Júgóslavíu hafði forystu eftir fyrri ferð en henni hlekktist á í seinni og hafnaði í fjórða sæti. Blanca Fernadez Ochoa frá Spáni varð önnur og Ulrike Maier frá Austurríki þriðja. Franska stúlkan, Catherine Quittet, varð í sjötta sæti og hefur nú tveggja stiga for- ystu á Vreni Schneider í stórsvigs- keppninni. Brigitte Oertli frá Sviss hafnaði í 12. sæti og fékk fjögur stig og hefur nú 202 stig samanlagt í keppninni. Figini, sem er í öðru sæti með 194 stig, var með lélegan Brlgitte Oertli frá Sviss varð í 12. sæti í fyrra kvöld og nældi sér í dýr- mæt stig í heimsbikamum. Hún hefur nú 8 stiga forskot á Figini í heildar- stigakeppninni. tfma í fyrri ferð og fór ekki þá síðari. KNATTSPYRNA „Reikna með að leika _ áfram með Þór“ - sagði HalldórÁskelsson er hann kom heim frá Noregi í gær eftir dvöl hjá Brann í Bergen ALLAR líkur eru á að Halldór Áskelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leiki áfram með Þór frá Akureyri. Hann var í Noregi um helgina þar sem hann æfði með Brann í Bergen og ræddi við forráðamenn fé- lagsins. Eg reikna fastlega með að leika áfram með Þór,“ sagði Halldór í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins eftir komuna til landsins í gær. „Mér leist vel á félagið að mörgu leyti, en bæði af persónuleg- um ástæðum og öðrum reikna ég ekki með því að fara út.“ Halldór sagðist hafa nokkurra daga umhugsunarfrest áður en hann þyrfti að svara forráðamönnum fé- lagsins endanlega, en sagðist nokk- um veginn ákveðinn. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafí verið mjög ánægður með Hall- dór um helgina. Hann var með í einum æfíngaleik sem endaði með markalausu jafntefli, eins og kom fram í laugardagsblaðinu, og tók síðan þátt í innanhússmóti á sunnu- daginn. „Ég sá það sem ég bjóst við að sjá,“ sagði Teitur. „Það kom í ljós á föstudaginn að Halldór er ekki í góðri leikæfíngu, en ég vissi að svo var ekki. En ég var sérstak- lega ánægður með hann á sunnu- daginn,“ sagði Teitur, sem líklega þarf að leita áfram að nýjum fram- heija fyrir lið sitt eftir að hafa reynt að fá Halldór og þar áður Pétur Pétursson frá KR. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Halldór Áskelsson fagnar marki ásamt Áran Stefánssyni, til vinstri. Nú eru allar líkur á að Halldór verði áfram hjá Þór en Ámi er hins vegar farinn til Leifturs frá Ólafsfírði. íuém FOLK ■ BEN Crenshaw, bandaríski kylfíngurinn sem sigraði í „Doral Open“ á sunnudaginn, færðist við það upp um tvö sæti á afrekalistan- um og er nú í 7. sæti. Greg Nor- man frá Ástralíu situr enn sem fastast í efsta sæti, Severiano Ballesteros frá Spáni er í öðru sæti og Vestur-Þjóðveijinn, Bem- hard Langer, í þriðja. Ljósmynd/Martin Holmes Heimsmeistari rallökumanna prófar nýja Toyota fjórhjóladrifsbílinn, sem hann ekur í heimsmeistarakeppninni í ár. Heimsmeistarinn spólar í hringi Bíllinn kom mér á óvart, mjög á óvart og getur vel veitt Lancia keppni," sagði Finninn Juha Kankkunen um nýja íjórhjóladrifna Toyota rallbílinn, sem hann ekur í nokkmm mótum heimsmeistara- keppninnar í ár. Fyrsta keppni bflsins verður í sum- ar á Korsíku. Kankkunen mun aka fyrir Toyota og Peugeot, en hann varð heims- meistari á Lancia í fyrra. Hann vann í janúar París-Dakar-rallið en kveðst ekki keppa aftur í þeirri keppni, en miklar deilur urðu um ágæti þessarar keppni, sem ekki er skipulögð á sama hátt og venju- leg rallmót. Nýi Toyota-bfll Kankkunen er 300 hestöfl og skilar meirihluta aflsins í afturhjólin en hluta í framhjólin. Kankkunen prófaði bílinn á rally cross-braut í Hollandi fyrir skömmu. „Við ætlum bara að þróa bflinn í ár,“ sagði Kankkunen, „en á næsta ári ætlum við að vinna heimsmeistaratitilinn! Mér líkar vel við bílinn og það er auðvelt að beita honum, ég lék mér að því að snarsnúa bíinum á fullri ferð og spóla í hringi. Hann virkar stórvel og ég bíð spenntur eftir fyrsta mótinu,..“ Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar ■ MONICA Seles, 14 ára tennis stúlka frá Júgóslavíu, kom heldur betur á óvart er hún sló kanadísku stúlkuna Helenu Kelesi v út í fyrstu umferð, 7:6 og 6:3, á sterku tennismóti atvinnumanna í Boca Raton í Flórída í gær. Kelesi er í 31. sæti á heimsafreka- skrá kvenna í tennis. Það má búast við að róðurinn verði erfíðari hjá Seles í 2. umferð því þá mætir hún Chris Evert sem er í öðru sæti á eftir Steffi Graf á heimslistanum. ENGLAND Hearts sigraði Hearts sigraði Motherwell, 2:0, í skosku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Einnig fóru þrír leikir fóru fram í 2. deild ensku knattspym- unnar. Urslit voru sem hér segir. Bamsley — Boumemouth.............2:1 Birmingham — WBA.................0:1 Sheff. Unitcd — Man. City........1:2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.