Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 63 FOLX ■ STEFAN Reuter, framheiji hjá vestur-þýska úrvalsdeildarliðinu Nurnberg, var í gær seldur til Bayern MUnchen. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Bay- em, en kaupverðið var ekki gefið upp. Reuter, sem á að baki sjö landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland, byijar ekki að leika með meisturun- um fyrr en eftir þetta keppnistíma- bil. ■ ENN er ekki öruggt hvort leik- ur Young Boys og Ajax í Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu get- ur farið fram í Bem í Sviss í kvöld. Leiknum var frestað á þriðju- dag fyrir viku, vegna slæmra vallar- skilyrða, og völlurinn er í slæmu ástandi. Ef ekki verður hægt að leika í Bem verður spilað í Genf á fímmtudag. ■ ALLAN Simonsen, knatt- spymumaðurinn kunni frá Dan- mörku, verður í sviðsljósinu á opn- unarhátið Evrópukeppni landsliða í knattspymu í sumar þrátt fyrir að hann sé hættur að leika með lands- liðinu. Þannig er mál með vexti að við opnunina verður sýnd kvikmynd þar sem fulltrúi hverrar þátttöku- þjóðar ber viðstöddum kveðju frá þjóð sinni og verður Simonsen full- trúi Dana. I DYNAMO Tbilisi sigraði Zhalgiris Vilnius, 2:1, í fyrsta leik keppnistimabilsins í Sovétríkjun- um fyrra kvöld. Fyrsta mark ársins gerði vamarmaður Zhalgiris, Arm- inas Narbekovas. Hann er í ólympíuliði Sovétríkjanna. En það dugði skammt því Dynamo skoraði tvívegis í seinni hálfleik. ■ KLAUS Allofs, fyrirliði vest- ur-þýska landsliðsins, sagði í gær að hann gæti ekki leikið með vest- ur-þýska landsliðinu alla leikina í flögurra þjóða mótinu sem fram fer í Vestur-Berlín um næstu mánað- armót vegna leikja með liði sínu Marseille í Frakklandi. Auk Vest- ur-Þjóðveija taka Svíar, Sovét- menn og Argentínumenn þátt í mótinu. Vestur-Þjóðveijar leika fyrst við Svía 31. mars. Þessir leik- ir em liður í undirbúningi Vestur- Þjóðveija fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Vestur-Þýskalandi í júní í sumar. Friðrik Ragnarsson úr Njarðvík skoraði fjórar þriggja stiga körfur gegn UBK í gærkvöldi.. IMjarðvík áfram Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum bikar- keppni KKÍ er þeir unnu Breiðablik, 88:86, í seinni leik liðanna í Digra- nesi í gærkvöldi. Njarðvík hafði yfír í leikhléi, 36:32. Kristján Rafnsson var stigahæstur í liði UBK með 34 stig, Guðbrandur Stefánsson kom næstur með 13 stig. Hjá Njarðvík var ísak Tóma- son stigahæstur með 19 stig. Ung- ur og efnilegur Njarðvíkingur, Frið- rik Ragnarsson, átti stórleik og skoraði 15 stig þar af fjórar þriggja stiga körfur. Það verða því Njarðvík, KR, ÍR og Haukar sem leika í undanúrslitum keppninnar. HANDBOLTI Reynir vann UMFN Reynir sigraði Njarðvík, 34:33, í 2. deild karla í handknattleik í Sandgerði í gærkvöldi. Reynir hafði yfír í hálfleik, 23:20. Willum Þór Þórsson skoraði 11 mörk fyrir Reyni og þeir Stefán Amarson, Páll Bjömsson og Sig- urður Óli sex mörk hver. Pétur Ingi Ámason var markahæstur Njarðvíkinga með 10 mörk. Arin- bjöm Þorhalsson gerði níu. SKÍÐI / HEIMSBIKARINN Fyrsti sigur Meier í heimsbikarnum CHRISTINE Meierfrá Vestur- Þýskalandi vann fyrstu guil- verðlaun sín í heimsbikarnum er hún sigraði í stórsvigi kvenna sem fram fór í Aspen í fyrra kvöld. Meier, sem er 22 ára, hafði aldrei áður náð að sigra í heimsbikamum. Hún var í öðrum ráshóp, en náði næst besta tímanum í fyrri ferð og besta tímanum í síðari ferðinni. Mateja Svet frá Júgóslavíu hafði forystu eftir fyrri ferð en henni hlekktist á í seinni og hafnaði í fjórða sæti. Blanca Fernadez Ochoa frá Spáni varð önnur og Ulrike Maier frá Austurríki þriðja. Franska stúlkan, Catherine Quittet, varð í sjötta sæti og hefur nú tveggja stiga for- ystu á Vreni Schneider í stórsvigs- keppninni. Brigitte Oertli frá Sviss hafnaði í 12. sæti og fékk fjögur stig og hefur nú 202 stig samanlagt í keppninni. Figini, sem er í öðru sæti með 194 stig, var með lélegan Brlgitte Oertli frá Sviss varð í 12. sæti í fyrra kvöld og nældi sér í dýr- mæt stig í heimsbikamum. Hún hefur nú 8 stiga forskot á Figini í heildar- stigakeppninni. tfma í fyrri ferð og fór ekki þá síðari. KNATTSPYRNA „Reikna með að leika _ áfram með Þór“ - sagði HalldórÁskelsson er hann kom heim frá Noregi í gær eftir dvöl hjá Brann í Bergen ALLAR líkur eru á að Halldór Áskelsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leiki áfram með Þór frá Akureyri. Hann var í Noregi um helgina þar sem hann æfði með Brann í Bergen og ræddi við forráðamenn fé- lagsins. Eg reikna fastlega með að leika áfram með Þór,“ sagði Halldór í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins eftir komuna til landsins í gær. „Mér leist vel á félagið að mörgu leyti, en bæði af persónuleg- um ástæðum og öðrum reikna ég ekki með því að fara út.“ Halldór sagðist hafa nokkurra daga umhugsunarfrest áður en hann þyrfti að svara forráðamönnum fé- lagsins endanlega, en sagðist nokk- um veginn ákveðinn. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafí verið mjög ánægður með Hall- dór um helgina. Hann var með í einum æfíngaleik sem endaði með markalausu jafntefli, eins og kom fram í laugardagsblaðinu, og tók síðan þátt í innanhússmóti á sunnu- daginn. „Ég sá það sem ég bjóst við að sjá,“ sagði Teitur. „Það kom í ljós á föstudaginn að Halldór er ekki í góðri leikæfíngu, en ég vissi að svo var ekki. En ég var sérstak- lega ánægður með hann á sunnu- daginn,“ sagði Teitur, sem líklega þarf að leita áfram að nýjum fram- heija fyrir lið sitt eftir að hafa reynt að fá Halldór og þar áður Pétur Pétursson frá KR. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Halldór Áskelsson fagnar marki ásamt Áran Stefánssyni, til vinstri. Nú eru allar líkur á að Halldór verði áfram hjá Þór en Ámi er hins vegar farinn til Leifturs frá Ólafsfírði. íuém FOLK ■ BEN Crenshaw, bandaríski kylfíngurinn sem sigraði í „Doral Open“ á sunnudaginn, færðist við það upp um tvö sæti á afrekalistan- um og er nú í 7. sæti. Greg Nor- man frá Ástralíu situr enn sem fastast í efsta sæti, Severiano Ballesteros frá Spáni er í öðru sæti og Vestur-Þjóðveijinn, Bem- hard Langer, í þriðja. Ljósmynd/Martin Holmes Heimsmeistari rallökumanna prófar nýja Toyota fjórhjóladrifsbílinn, sem hann ekur í heimsmeistarakeppninni í ár. Heimsmeistarinn spólar í hringi Bíllinn kom mér á óvart, mjög á óvart og getur vel veitt Lancia keppni," sagði Finninn Juha Kankkunen um nýja íjórhjóladrifna Toyota rallbílinn, sem hann ekur í nokkmm mótum heimsmeistara- keppninnar í ár. Fyrsta keppni bflsins verður í sum- ar á Korsíku. Kankkunen mun aka fyrir Toyota og Peugeot, en hann varð heims- meistari á Lancia í fyrra. Hann vann í janúar París-Dakar-rallið en kveðst ekki keppa aftur í þeirri keppni, en miklar deilur urðu um ágæti þessarar keppni, sem ekki er skipulögð á sama hátt og venju- leg rallmót. Nýi Toyota-bfll Kankkunen er 300 hestöfl og skilar meirihluta aflsins í afturhjólin en hluta í framhjólin. Kankkunen prófaði bílinn á rally cross-braut í Hollandi fyrir skömmu. „Við ætlum bara að þróa bflinn í ár,“ sagði Kankkunen, „en á næsta ári ætlum við að vinna heimsmeistaratitilinn! Mér líkar vel við bílinn og það er auðvelt að beita honum, ég lék mér að því að snarsnúa bíinum á fullri ferð og spóla í hringi. Hann virkar stórvel og ég bíð spenntur eftir fyrsta mótinu,..“ Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar ■ MONICA Seles, 14 ára tennis stúlka frá Júgóslavíu, kom heldur betur á óvart er hún sló kanadísku stúlkuna Helenu Kelesi v út í fyrstu umferð, 7:6 og 6:3, á sterku tennismóti atvinnumanna í Boca Raton í Flórída í gær. Kelesi er í 31. sæti á heimsafreka- skrá kvenna í tennis. Það má búast við að róðurinn verði erfíðari hjá Seles í 2. umferð því þá mætir hún Chris Evert sem er í öðru sæti á eftir Steffi Graf á heimslistanum. ENGLAND Hearts sigraði Hearts sigraði Motherwell, 2:0, í skosku úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Einnig fóru þrír leikir fóru fram í 2. deild ensku knattspym- unnar. Urslit voru sem hér segir. Bamsley — Boumemouth.............2:1 Birmingham — WBA.................0:1 Sheff. Unitcd — Man. City........1:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.