Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 148. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Japan: Fylgistap stjórnar- flokksins í sveitar- stj ómarkosningnm Söluskattur og kynsvall Unos talin ástæðan ^ Tókíó. Reuter. ÓÁNÆGÐIR kjósendur í Tókíó, höfiiðborg Japans, sneru baki við Frjálslynda lýðræðisflokknum í sveitarstjórnarkosningum um helgina. Urslitin eru talin vera vísbending um hvernig þing- kosningar, sem haldnar verða síðar í mánuðinum, kunni að fara og er þá hætt við að ríkisstjórn flokksins glati þingmeirihluta sínum. Talið er að óánægja kjósenda hafi verið margþætt. Helst er bent á nýálagðan söluskatt, Recruit- hneykslið og fullyrðingar um framhjáhald og kynsvall forsætis- ráðherrans, Sosuke Uno. Framkvæmastjóri flokksins, Ryutaro Hashemito, taldi úrslitin vera hin sorglegustu: „Vantraust almennings á stjórnmálamönnum virðist hafa beinst að Fijálslynda lýðræðisflokknum." Stjórnmálaskýrendur telja að þrýstingur um afsögn muni nú aukast á Sosuke Uno, en Uno hefur vart verið mánuð í embætti. Hann tók við starfanum af Noburo Takeshita, sem neyddist til að segja af sér vegna aðildar hans að Recruit-hneykslinu. Það fólst í að stjórnmálamenn fengu ódýr eða ókeypis verðbréf fyrir pólitíska greiða, skömmu áður en þau hækkuðu gífurlega í verði. Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn fékk aðeins 43 sæti af 128 í sveit- arstjómarkosningunum, en áður höfðu þeir 63 sæti. Sigurvegarar kosninganna eru án tvímæla sósíalistar, en þeir fengu 29 sæti í sveitarstjórninni, en höfðu 11 áður. Formaður flokksins, Takako Doi, sem er eini Sovétríkin: Kaflar birt- ir úr Gúlag- ejrjaklasanum Moskvu. Reuter. Bókmenntatímarit í Eistlandi hefiir birt fyrsta kaflann úr verki Alexand- ers Solzhenitsyns, „Gúl- ag-eyjaklasanum", en þar er lýst pólitiskum ofsóknum og lífinu í sovéskum þrælk- unarbúðum. Tveir aðrir kaflar verða birtir í júlí- og ágústheftum tímaritsins. Solzhenitsyn var handtekinn af sovésku leyniþjónustunni, KGB, árið 1974 eftir að bók hans um Gúlagið kom út á Vest- urlöndum og síðar var honum vísað úr landi. Sovéska rithöfundasamband- ið hvatti á fundi sínum á föstu- dag til þess að „Gúlag-eyjaklas- inn“ yrði gefinn út í Sovétríkjun- um, 19 ámm eftir að Solzhenit- sjm var rekinn úr samtökunum og gefið að sök að vera hug- myndafræðilegur óvinur komm- únismans. kvenmaðurinn í japönskum flokks- foringjastóli, var að vonum ánægð með úrslitin og taldi þau ótvírætt merki þess að sigurs væri að vænta í þingkosningunum 23. júlí. Þá verður kosið til efri deildar þingsins og hugsanlega þarf að kjósa til neðri deildarinnar skömmu síðar, en hún er valda- meiri. Stjórnmálafræðingar telja upp- þot það, sem frásagnir af kynlífi forsætisráðherrans hafa valdið, sé til marks um breytingar á jap- önsku þjóðlífi. Aðrir telja þó of mikið lagt upp úr kynsvalli Unos sem ástæðu fylgistaps flokksins og telja söluskatt líklegri ástæðu, en söluskattur hefur til skamms tíma verið óþekkt fyrirbæri í Japan og meirihluti Japana telur enga siðferðilega réttlætingu vera fyrir slíkri skattheimtu. Reuter A Torgi hins himneska friðar Kínverskur hermaður stendur vörð við mynd af Maó formanni á Torgi hins himneska friðar í Peking í gær, mánuði eftir fjöldamorðin á lýð- ræðissinnuðum stúdentum. Li Peng, forsætisráðherra landsins, heldur því fram að hermennirnir hafi neyðst til þess að beita byssum á mót- mælendurna vegna skorts á táragasi, gúmmíkúlum og vatni í háþrýsti- dælur. Sjá: „Hermennimir beittu byssum ... “ á síðu 24. Óslófjörður: Farþegum bjargað á sundi eftir ásiglingu Ósló. Frá Kune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. TUTTUGU menn slösuðust þeg- ar fullhlaðin smáfeija sökk eftir árekstur við vestur-þýska flutn- ingaskipið Achat á innanverðum Oslófirði í gærmorgun. Farþegar um borð í feijunni, Osló 6, voru sagðir 94 talsins, þar af mörg böm og gamalmenni. Fleiri máttu þeir ekki vera en lögreglan hefur grun um að þeir hafi verið fleiri. Urðu þeir að stökkva í sjóinn og bjarga sér á sundi því feijan lagð- ist á hliðina við áreksturinn og sökk á nokkrum mínútum. Áreksturinn varð aðeins 200 metra frá landi og brugðu margir sem urðu vitni að árekstrinum skjótt við; ýttu fram bát og björguðu farþegum upp í skektur sínar. Lögreglan taldi það kraftaverk að enginn drukknaði. Hermt er að mikil hræðsla hafi gripið um sig í feijunni þegar far- þegum varð ljóst hvert stefndi. Flaut- ur Achats voru þeyttar til að vekja athygli áhafnar feijunnar á árekstr- arhættunni en skipstjóri hennar brást ekki við flautinu. Um borð í Achat var lóðs. Flest þótti benda til þess í gær að feijan hafi átt að víkja. Fiak hennar liggur á 35 metra dýpi. Kaf- arar könnuðu það í gær og reynt verður að ná því upp í dag. Samstaða býðst til stjóm- armyndunar í Póllandi Varsjá og París. Reuter. SAMSTAÐA, hin óháðu verkalýðssamtök Póllands, hefiir opinberlega gert það að tillögu sinni að hún myndi ríkissljórn Póllands, en verði tiiboðinu tekið yrði það í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyijald- ar, sem kommúnistaflokkurinn myndar ekki ríkisstjórn Póllands. Að sögn kunnugra í Varsjá kann tilboði Samstöðu að verða tekið, en með mjög ákveðnum skilyrðum þó. í pólska ríkissjónvarpinu var lýst áhyggjum herforingjaráðs vamar- málaráðuneytisins ef ekki tækist að fá stuðning við forsetaframbjóðanda, sem tryggt gæti öryggi ríkisins. Var þetta skilið sem viðvörun til Sam- stöðu um að styðja frambjóðanda kommúnistaflokksins. Gazeta Wyborcza, hið opinbera málgagn Samstöðu, tilkynnti um til- löguna, en bak við tjöldin héldu áfram þreifingar til þess að leysa deiluna um kosningu til nýs embætt- is valdamikils forseta Póllands. Kosn- ingin fer fram á fimmtudag eða föstudag. „Forseta ykkar fyrir forsætisráð- herra okkar“ sagði í aðalfyrirsögn á forsíðu blaðsins. Samstaða er í odda- stöðu í forsetakjörinu, þar sem kommúnistar eru klofnir og hafa ekki getað komið sér saman um frambjóðanda, sem unnið gæti meiri- hluta atkvæða á hinu 560 sæta þjóð- þingi, en það velur forsetann. Czeslaw Kiszczak, innanríkisráð- herra, hefqr verið tilnefndur af Woj- ciech Jaruzelski hershöfðingja, sem tilkynnti síðastliðinn föstudag, að hann myndi sjálfur ekki fara í fram- boð. Heyrst hefur þó að Jaruzelski sé ákaft hvattur til þess að endur- skoða afstöðu sína af valdamiklum aðilum innan hersins og flokksins. Háttsettur sovéskur stjómarerind- reki í París sagði að Kremlarbændur hefðu ekkert við ríkisstjórn Sam- stöðu í Póllandi að athuga. „Þetta er innanríkismál, sem hinir pólsku vinir okkar verða að leysa,“ sagði Vadím Zagladín á blaðamanna- fundi. „Við munum halda tengslum við hvaða réttkjörnu ríkisstjórn Pól- lands sem er.“ í málgagni pólsku stjórnarinnar var hugmyndinni ekki illa tekið: „Spurningin um pólitískan litarhátt stjórnarinnar og ráðherra hennar skiptir ekki mestu máli í stöðunni. Það er Pólland, sem er í húfi.“ Gorbatsjov í sjónvarpsávarpi: Varar við þjóðernisólgu Moskvu og París. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti heldur í dag til Frakklands í þriggja daga opinbera heimsókn, en þar mun hann meðal annars ávarpa Evrópuþingið í Strassborg. Heima fyrir eru hins vegar nokkr- ar hræringar og munaði minnstu að hið nýja fulltrúaþing Sovétríkj- anna felldi endurútnefiiingu Dmítríjs Jazovs, varnarmálaráðherra, en Jazov var bjargað á síðustu stundu með breytingu á þingsköpum. Á laugardag kom Gorbatsjov fram í sjónvarpi og hvatti þjóðir Sovétríkj- anna til þess að lifa saman í sátt og samlyndi. Gorbatsjov kemur ekki oft fram í sjónvarpi og er ræða hans tekin til marks um áhyggjur Kreml- arbænda af þjóðernisólgu víða í Sov- étríkjunum. Til þess var þó tekið að Gorbatsjov hefði ekki haft neinar lausnir á takteinum og því lítils að vænta í kjölfar ávarpsins. 1 sjónvarpsávarpinu sagði Gorb- atsjov, að þjóðernisólga, sem gert hefur vart við sig víðs vegar um Sovétríkin á undanförnum mánuð- um, gæti reynst Sovétríkjunum „gífurlega hættuleg“ enda þótt að- eins hefði verið um „einangruð tilvik“ átaka að ræða. „Hann kom ekki með neinar lausn- ir,“ sagði Angonita Rupshite, sem er starfsmaður þjóðemishreyfingar- innar Sajudis í Litháen. „Hann reyndi ekki einu sinni að greina ástæðurn- ar. í Úzbekístan eru þær efnahags- legs eðlis, en á öðrum stöðum eins og í Eystrasaltslýðveldunum eru sögulegar forsendur fyrir ólgunni." Gorbatsjov heldur til Parísar í dag, þrátt fyrir að Andrej Gromýko, fyrrverandi Sovétforseti hafi látist í fyrradag og jarðarför hans fari fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönn- unum í Frakklandi er ólíklegt að Gorbatsjovs bíði jafnhlýjar móttökur í Frakklandi og hann fékk í heim- sókn sinni í Vestur-Þýskalandi. Sjá frétt af andláti Gromýkos á síðu 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.