Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Howe illa tek- ið í Hong Kong Hong Kong. Reuter. GEOFFREY Howe, utanríkisráðherra Bretlands, fékk kaldar kveðjur í Hong Kong þegar hann var þar á ferð um helgina. Hafa sendimenn erlendra ríkja í Hong Kong á orði að aldrei hafi breskur ráðherra fengið þar jafii slæmar viðtökur. Howe lýsti afstöðu breskra stjórn- valda til framtíðar Hong Kong eftir 1997 þegar Pekingstjórnin á að taka við nýlendunni. Sagði hann að ekki kæmi til greina að þær rúm- ar þijár milljónir Hong Kong-búa, sem rétt eiga á bresku vegabréfi, ættu tilkall til búsetu í Bretlandi. „Þú ætlar að fleygja þeim í hendurnar á blóði drifinni kúgunarstjórn," hrópaði einn ræðumanna á hádegisverð- arfúndi sem Howe var boðið til í gær. Reuter „Ég skil angist ykkar — líf ykkar og lífskjör eru í húfi.. Staðreyndin er sú að ekki er nokkur leið til þess að breska stjórnin geti veitt nokkrum milljónum manna hæli,“ sagði Howe á fundinum í gær og þvertók fyrir að þessi afstaða væri í ætt við kyn- þáttamismunun eins og sumir hafa gefið í skyn. Howe sagði ennfremur að Bretar myndu skipuleggja al- þjóðlega hjálparstarfsemi ef eitthvað færi úrskeiðis þegar Kína tekur við stjórn Hong Kong árið 1997. í sam- komulagi Bretlands og Kína um Hong Kong hafa Kínveijar heitið að engar stórfelldar breytingar verði á Kínverskir hermenn sveija kommúnistaflokknum hollstueið á Torgi hins himneska friðar í Peking á laugardag. Þá var þess minnst að 68 ár voru liðin frá þvi að kínverski kommúnistaflokkurinn var stofriaður. Forsætisráðherra Kína um fjöldamorðin í Peking: Hermennirnir beittu byss- um vegna skorts á táragasi Einn af leiðtogum námsmanna vísar fiillyrðingum Lis Pengs á bug Peking. Reuter. LI PENG, forsætisráðherra Kína, segir að kínverskir hermenn hafi neyðst til þess að skjóta á mótmæl- endur á Torgi hins himneska frið- ar í Peking 4. júní vegna skorts á táragasi, gúmmíkúlum og vatni í háþrýstidælur. Þetta hafði Banda- ríkjamaður af kínverskum upp- runa, Daniel Wong, sem staddur er í Kina, eftir forsætisráðherran- um á sunnudag. Námsmaður, sem hefúr verið á flótta frá því mót- mælin voru brotin á bak aftur, vísaði fúllyrðingum forsætisráð- herrans á bug og sagði þær algjör- an tilbúning. Wong sagði Li hafa tjáð sér að hermennimir hefðu ekki viljað blóðs- úthellingar heldur frið og þeim hefði fundist kröfur námsmannanna sann- gjarnar. Þeir hefðu látið til skarar skríða gegn „slæma fólkinu innan um það góða“ eftir að fólk hefði tek- ið að stela vopnum og ráðast á her- Byltingin í Súdan: Mahdi sagður hafa komist hjá handtöku Kaíró. Reuter. ÚTVARPIÐ í súdönsku borginni Omdurman hafði f gær eftir Omar Hassan al-Bashir hershöfðingja, er rændi völdum í landinu á föstu- dag, að Sadeq al-Mahdi forsætis- ráðherra hefði enn ekki verið handtekinn og færi huldu höfði ásamt nokkrum ráðgjöfúm sínum. Allt virtist með kyrrum kjörum í höfúðborginni í gær og útvarpið sagði að millilandaflugvöllurinn í höfúðborginni Kartúm hefði verið opnaður á ný. Símasamband við landið, sem rofið var í sólarhring á föstudag, er aftur komið á. Félagi í 15 manna hóp hershöfð- ingja, sem nú fer með völdin, hvatti í gær almenning til að segja til Mah- dis. Albert Taban, fréttaritari Reut- ers-fréttastofunnar, sagði á föstudag að hann hefði séð Mahdi leiddan inn í Kobar-fangelsi í Kartúm skömmu eftir að skýrt var frá valdaráninu. Að sögn erlendra stjómarerindreka velta margir því nú fyrir sér hvort búið sé að lífláta forsætisráðherrann en því sé haldið leyndu af ótta við heiftarleg viðbrögð fylgismanna ráð- herrans. Taban sagði í gær að allt virtist rólegt í Kartúm og viðskipt- alíf með eðlilegum hætti. í Kartúm búa nær sjö milljónir manna. Mahdi hefur verið við völd frá 1986 er fyrstu lýðræðislegu kosning- amar í landinu á tveim áratugum fóru fram en borgarastyrjöld hefur geisað þar um margra ára skeið. Bashir hefur hótað þvf að stjóm- málaflokkar verði ekki leyfðir á ný og sakar leiðtoga þeirra um spillingu og þjófnað á opinberum fjármunum. Egyptaland viðurkenndi stjóm Bashirs á laugardag. mennina. Mótmælin á Torgi hins himneska friðar ættu sér ekki for- dæmi í sögu Kína frá því kommúnist- ar komust þar til vaída fyrir 40 ámm og hermennimir hefðu því ekki verið viðbúnir þeim. Þeir hefðu reynt að beita táragasi, en það hefði reynst ónothæft. Herinn hefði ekki átt gúmmíkúlur og þrýstingurinn í vatnshönum við torgið hefði ekki verið nógu mikill fyrir háþrýstidælur. Kínversk stjómvöld hafa fyrirskip- að umfangsmikla leit að leiðtogum námsmanna, en Dagblað alþýðunnar hafði eftir Li að aðrir námsmenn, sem þátt tóku í mótmælunum, yrðu ekki handteknir. „Þótt við getum ekki fallist á aðferðir þeirra - kröfugöng- ur, setuverkföll og mótmælasvelti - ætlum við ekki að refsa þeim, að því tilskildu að þeir hafi ekki gerst sekir um glæpi," sagði forsætisráðherr- ann. Hann sagði að þeir sem beðið hefðu bana er hermennimir ruddu torgið hefðu hundsað ítrekaðar við- varanir hersins. „Þessar fullyrðingar Lis eru lyg- ar,“ sagði námsmaður, sem hefur verið á flótta frá því kínverskir her- menn réðust á skriðdrekum inn í Torg hins himneska friðar. „Það var nóg af öflugum vatnshönum til slökkvistarfa við torgið, enda eru þama allar helstu stjórnarbygging- arnar og mikilvæg minnismerki," sagði námsmaðurinn. Hann sagði ennfremur að fjölmargir Kínveijar hefðu verið teknir höndum, bæði þátttakendur í mótmælunum og stuðningsmenn þeirra. Lögreglan í Peking handtók í gær tævanskan blaðamann, Huang Deb- ei, sem sagður er hafa náð tali af andófsmanninum Wang Dan, er hef- ur verið á flótta undan lögreglunni. Tævanskir blaðamenn sögðu að Wang og Huang hefðu verið að aka um Peking þegar þeir hefðu tekið eftir að þeim var veitt eftirför. Hu- ang hefði farið úr bifreiðinni en Wang ekið burt og ekki hefði sést til hans síðan. Sovétríkin: Andrej Gromyko fyrr- verandi forseti látinn Moskvu. Reuter. ANDREJ Gromyko, fyrrum utanríkisráðherra og forseti Sovétríly- anna, lést á sunnudag, 79 ára að aldri. Hann var stjórnarerind- reki af gamla sovéska skólanum, sem hóf störf í utanríkisþjónustu á tima Jósefs Stalins og var utanríkisráðherra í þijá áratugi. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti einuðu þjóðunum alls 25 sinnum tilkynnti sjálfur um lát Gromýkos á fundi Æðsta ráðsins í gær og þingfulltrúar minntust hans með einnar mínútu þögn. Gromyko hóf feril sinn í utanríkisþjónustunni árið 1939 og varð síðar aðstoðar- maður Vjatseslavs Molotovs ut- anríkisráðherra sem líklega mót- aði framtíðarstörf Gromykos fyrir Sovétríkin á erlendum vettvangi. Níkíta Krúsjeff gerði Gromýko að utanríkisráðherra árið 1957 og því embætti gegndi hann í nær 30 ár. A sjötta áratugnum beittu Sovét- menn neitunarvaldi sínu hjá Sam- og fékk Gromyko þá viðurnefnið „Herra Njet“ í vestrænum fjöl- miðlum. Hann átti þátt í að koma Gorbatsjov til valda árið 1985 en varð fljótlega að víkja úr embætti fyrir Edúard Shevardnadze. Gro- myko átti sæti í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins frá 1973 þangað til í september á síðasta ári þegar hann lét af störfum sem forseti Sovétríkjanna. í apríl sl. var hann látinn víkja úr miðstjórn kommúnistaflokksins ásamt 109 öðram eldri miðstjómarmönnum. Gromyko gegndi um tíma emb- lifnaðarháttum né sjálfstæði Hong Kong-búa næstu 50 árin eftir 1997. Sex milljónir Kínveija búa í Hong Kong og á rúmur helmingur þeirra eða 3,250 milljónir manna rétt á breskum Hong Kong-vegabréfum sem veita vissa vernd en ekki sjálf- krafa rétt til búsetu í Bretlandi. Bandaríkin: Takmörk við fóstur- eyðingum Washington. Reuter. Hæstiréttur Banda- ríkjanna þréngdi í gær möguleika kvenna til fóstur- eyðinga er hann breytti lítil- lega sögulegum dómi frá 1973 er lögleiddi fóstureyð- ingar. Rétturinn hafnaði beiðni Ge- orge Bush forseta um að banna fóstureyðingar með því að ógilda svokallaðan „Roe gegn Wade“-úrskurð frá 1973 sem heimilaði fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Aðeins ejnn dómari af níu tók undir óskir forsetans. Rétturinn staðfesti með at- kvæðum fimm dómara gegn fimm flest ákvæði umdeildra laga Missouri-ríkis sem setja auknar takmarkanir við fóstur- eyðingum. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar geta læknar því aðeins heimilað fóstureyðingu að þeir hafi áður rannsakað þyngd og lungnaþroska fósturs með tilliti til þess hvort það gæti hugsanlega þroskast utan legs. Ennfremur banna lögin að fóstureyðingar fari fram á kostnað ríkisins. Lögin banna fóstureyðingar í opinberum stofnunum og opinberum starfsmönnum að framkvæma þær. ætti sendiherra í Bandaríkjunum og Bretlandi og hann var formað- ur sovésku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum í kalda stríðinu. Hann naut virðingar fyrir víðtæka þekkingu á alþjóðamálum og síðustu árin, þegar hann gegndi embætti forseta Sovétríkjanna, mýktist ímynd hans nokkuð. Eftir að hann var gagnrýndur fyrir að vera einangraður frá sovéskri al- þýðu fór hann og heimsótti versl- anir og ræddi við sovéskar hús- mæður og verkamenn. Gromyko gekkst nýlega undir hjartaaðgerð en ekki hefur verið opinberlega tilkynnt hver dánaror- sök hans var. Talið er næsta víst að útför hans fari fram á vegum Reuter Andrej Gromyko, fyrrum forseti og utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. ríkisins og að hann verði grafinn í Kremlarmúrnum. Útförin verður þó líklega ekki fyrr en í næstu viku þegar Gorbatsjov er kominn heim af fundi leiðtoga Varsjár- bandalagsríkjanna í Búkarest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.