Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 14
ISieHSKA AUCÍ ÝSINMSTOFAN HF 14 ...........................ÍÍS9................................................................................... Aðalfiindur Bátatrygging- ar BreiðaQarðar í Stykkishólmi Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Bátatryggingar Breiðafjarðar fyrir 1988 var ný- lega haldinn í Stykkishólmi. Þetta er 50. starfsár félagsins en félagið var stofnað 22. júlí 1938 og afmælisins var minnst rækilega í fyrrasumar. Á árinu voru skyldu- tryggð hjá félaginu 110 skip og bátar, þar af 48 opnir bátar og 7 fiskiskip yfir 100 lestir. Bókfærð frumtryggingariðgjöld voru rúmar 41 millj. kr. og bókfærð endur- greiðsla frumtryggingariðgjalda vegna hafnarlegu voru 6,7 millj. Tilkynnt tjón á árinu voru 44 og af þeim voru 37 gerð upp fyrir árs- lok og auk þess gengið frá öllum tjónum fyrri ára að einu undan- skildu. Samtals námu tjón ársins um 31 millj., þar af hluti endur- tryggjenda 29,3 millj. og eigin hluti félagsins því 1,2 millj. Flest urðu skrúfutjón 10 talsins og brotsjór og leki samtals 8. Tjón við bryggju 6 og árekstrar 6 og alskaðar voru 2. Bókfærð iðgjöld hringtrygginga á árinu voru 15 millj. og tjón 13,5 millj. Hlutur toppatrygginga 5 millj., mismunur eigin tjón. Félagið hafði eins og áður umboð fyrir Samábyrgð ís- lands. Starfsemi félagsins með líkum hætti og áður. Ogreidd ið- gjöld vaxtareiknuð. Var því við- skiptabátum gert að greiða um 5 millj. í vexti. Umboðslaun voru um 1 millj. á árinu og vergur hagnaður um 7 millj. Af hagnaði var sam- þykkt að leggja 250 þús. í áhættu- sjóð, 550 þús. í varasjóð og óráð- stafað til næsta árs 1.175.969. Einn starfsmaður var hjá félag- inu, framkvæmdastjórinn Gissur Tryggvason. Efnahagsreikningur var með niðurstöðu 77 millj., þar af stærsti liður skuldunautar 47 millj. og ræddi fundurinn mjög um þann lið og hvernig mætti koma honum í betra og fljótvirkara horf. Gissur Tryggvason flutti skýrslu stjórnar og skýrði reikninga. Stjórn Bátatryggingarinnar skipa nú: Soffanías Cesilsson útgm., formað- ur, Svanborg Siggeirsdóttir og Kristján Guðmundsson, RifL - Árni Búðardalur: 4-6 án VILLA var í frétt Morgunblaðs- ins á sunnudag af atvinnumálum á Búðardal. í fréttinni sagði að 45 konur væru á atvinnuleysisskrá, en hið rétta er að þær hafa verið 4 til 6. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. atvinnu Bónusreikningur . _s með bestu ávöxtunina ánhnnHna innstæðu Samanburður á raunávöxtun sérkjara- reikninga síðustu 6 mánuði sýnir að Bónusreikningur gefur eigendum sínum möguleika á hæstu ávöxtun óbundinna sérkjarareikninga. Þeir sem áttu innstæðu í efsta þrepi reikningsins þetta tímabil fengu 4.3% raunávöxtun (umfram verðbólgu). Athugið! Vegna breytinga á 39. gr. laga nr. 13/1979 verður innstæða á innlánsreikningum nú að vera óhreyfð í minnst 6 mánuði til þess að njóta verðtryggðra samanburðakjara. © lönaðarbankinn -MtÍMÚ b/wki- Kópal-Steintex Úrvals málning á venjuleg hús Þcgar þú málar húsið þitt þarftu að gcra þér grein fyrir þeim kostunr sem bjóðast. Sé húsið þitt steinhús, í cðlilegu ástandi og ekki er að vænta nokk- urra breytinga á því, þá not- ar þú Kópal-Steintex frá Málningu hf., hcfðbund- na, vatnsþynnanlega, plast- málningu í hágæðaflokki. Kópal-Steintex er auðvelt í notkun, gcfur steininum góða vatnsvörn, sem auka má enn með VATNS- VARA-böðun fyrir málun, án þess að hindra „öndun“ steinsins. Kópal-Steintex gefur slétta og fallega áferð, hylur vel og fæst í mörgum falleg- um litum, og einn þeirra cr örugglega þinn. Til að ná bestu viðloðun við stein skaltu grunna hann fyrst með Steinakrýli og mála síðan yfir með Kópal-Stein- texi, einkum ef um duft- smitandi fleti er að ræða. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er 'málning't - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.