Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Formennska í EFTA-ráðinu Albert kominn „1 að kemur í hlut íslands næstu sex mánuði að fara með formennsku í ráð- herranefnd Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA). í því starfi felst að veita samstarfi ríkjanna sex sem aðild eiga að EFTA pólitíska forystu. Vegna aðstæðna í samskiptum EFTA og Evr- ópubandalagsins (EB) er þessi forysta mikilvægari nú en oft áður. Þá er unnið að því að styrkja innviði EFTA, svo að samtökin verði betur í stakk búin en ella til að gæta sameiginlegra hags- muna aðildarlandanna. Loks er ljóst að áhugi ýmissa ríkja í Austur-Evrópu á því að tengjast efnahagssamstarfi ríkjanna í Vestur-Evrópu fer vaxandi. Þykir líklegt að sum þeirra vilji að EFTA verði viðkomustaður á þeirri leið. Ymsir setja spurningar: merki við framtíð EFTA. í síðustu viku samþykkti austurríska þingið með yfir- gnæfandi meirihluta, að Austurríki skyldi sækja um EB-aðild og þannig fer áhugi á aðild að EB vaxandi innan EFTA. Hvernig sem umsókninni verður tekið af EB er líklegt, að Austurríki gangi ekki í EB fyrir 1992, en tímann þangað til nota EB-ríkin til að koma á sam- eiginlegum innri markaði eða einum heimamarkaði fyrir 320 milljónir íbúa bandalagsríkjanna 12. Af EFTA-ríkjunum sex er Austurríki eitt af fjórum hlutlausum ríkjum. Það á eftir að koma í ljós, hvort hlutleysisstefnan verður Austurríkismönnum fjötur um fót í þessu efni. Sviss- lendingar setja hlutleysi sitt fyrir sig þegar aðild að EB kemur til álita og hið sama er að segja um Finna, eins og fram kom hjá Harri Hol- keri forsætisráðherra þeirra hér á landi í síðustu viku. í Morgunblaðssamtali á laugardaginn varpaði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra ljósi á ýmis þau vandkvæði sem við ís- lendingar stöndum frammi fyrir þegar rætt er um sam- starf og samruna ríkjanna í Evrópu. Að sumu leyti er þar um sérmál okkar að ræða en að öðru um málefni sem við eigum sameiginleg með öðrum EFTA-ríkjum. Samhliða því sem gætt er hagsmuna allra EFTA-ríkj- anna á næstu sex mánuðum þarf að huga að stöðu okkar sjálfra og laga hana að hin- um öru breytingum. Aðstoðar- maður en ekki stað- gengill Morgunblaðssamtalinu vekur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra athygli á því að hann þurfi að sækja fjölmarga fundi í útlöndum á næstu mánuðum og segir: „Funda- fár og pappírsflóð virðist því nánast endalaust framund- an. Þetta starf verður þessa sex mánuði meginviðfangs- efni mitt. Því hefur komið til álita að ég kveðji stað- gengil í utanríkisráðuneytið þennan tíma, til þess að sinna öðrum verkefnum ut- anríkisráðherra, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það enn.“ Við höfum aðeins einn utanríkisráðherra enda kemur fram í frétt annars staðar í Morgunblaðinu í dag að ráðherrann hyggst ekki kalla til staðgengil, heldur „að kveðja til aðstoðarmann þegar og ef þörf krefur“, eins og ráðherrann kemst að orði. Fyrri ummæli ráð- herrans gáfu tilefni til mis- skilnings. Framsal á völdum ráðherrans er viðameira en svo að unnt sé að tala um staðgengil í þeirri andrá. Það er aðeins einn maður sem ber stjórnskipulega ábyrgð sem utanríkisráð- herra íslands á meðan þessi ríkisstjórn situr óbreytt, Jón Baldvin Hannibalsson. Þegar Frakkar, sem komnir eru á fertugs- eða fimmtugsaldur, heyra minnst á „Gudmundsson" ljóma þeir flestir hveijir og byrja að rifja upp gamlar minningar. Manni verður fljótlega Ijóst að Frakkar hafa síður en svo gleymt Alberti Guðmundssyni. Ungi knatt- spyrnumaðurinn frá íslandi, sem á árum áður lék með félögunum Nan- cy, Racing Club du Paris og Nice, hefur augljósiega verið í miklu uppáhaldi hjá samtíðarmönnum sínum og skilið eftir ljúfar minning- ar. Albert Guðmundsson virðist líka vera hinn ánægðasti með að vera kominn aftur til Frakklands og hafa hafið störf sem sendiherra í sendiráði íslands við Boulevard Haussmann í París. Maður hefur það á tilfínningunni að honum finn- ist hann loksins vera kominn heim aftur, eftir að hafa tafist í hinu stormasama stjórmálalífi íslands um nokkur ár. Albert var nefnilega búinn að ákveða það, er hann lauk knattspymuferli sínum, að flytjast alfarið aftur til Frakklands um fimmtugt. „Það hefði ég líklega líka gert ef ekki hefði komið til þátttaka mín í stjórmálum,“ segir Albert. Nú er hann hins vegar kominn, að minnsta kosti í bili, því Albert seg- ist „útiloka ekkert" hvað varðar framtíðarþátttöku sína í íslenskum stjórnmálum. Fyrstu kynni sín af Frökkum segir Albert hafa verið í tengslum við komur franskra skipa í höfn og slipp í Reykjavík. „Við strákarnir vomm oft að veiða þar sem skipin lágu og það áttu alltaf einhver sam- skipti sér stað milii okkar og skip- vetjanna. Þeir gáfu okkur beinhart kex sem var mjög bragðgott þegar maður bleytti það. Við sóttumst auðvitað mjög í það eins og gefur að skilja.“ Síðan segist Albert ekki hafa haft mikil samskipti við Frakka nema hvað hann hafi auð- vitað fylgst náið með baráttu þeirra, sem bandamanna okkar, í heims- styijöldinni síðari. Hann hefði líka kynnst mjög náið fjölskyldu Voler- ys, fyrsta sendiherra Frakklands á Islandi. Volery byijaði lágt í frönsku utanríkisþjónustunni og vann sig upp og bjó á íslandi í rúm tuttugu ár. Undir lok stríðsins fór Albert til Bretlands í nám og lék knatt- spymu m.a. með Arsenal. Með.því liði fór hann til Frakklands í fyrsta sinn er Arsenal fór þangað í keppn- isferðalag árið 1946. Þargerði hann samning við knattspyrnufélagið Nancy í Norðaustur-Frakklandi og var það upphafíð að löngum félags- skap hans við Frakka og Frakkland. Frá Nancy lá leiðin til Parísar, þar sem Albert lék með Racing Club du Paris, og þaðan loks til Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands. „Á þessum árum ferðaðist ég um Frakkland þvert og endi- langt og kynntist landi og þjóð nánar en ég hefði nokkurn tíma getað gert sem ferðamaður. Maður lærði bókstaflega að hlæja og gráta með félögum sínum og fólkinu í Albert Guðmundsson landinu. Ég eignaðist mikið af góð- um vinum á þessum áram og tengd- ist landinu nánum böndum. Þessi kynni mín hafa_ haldist alveg fram á þennan dag. Ég finn það vel þeg- ar ég kem aftur nokkram áratugum síðar hversu tryggir vinir Frakkar era. Það líður ekki sá dagur að ein- hver gamall kunningi hringi og bjóðir okkur í heimsókn eða spyr hvort hann megi líta við.“ Kvöldið áður en ég hitti hann segir Albert til dæmis að hann hafi hitt gamla félaga úr sönghópnum Les Compagnonz du Chanson. Þeir vora ungir menn kunnugir honum sem fyrir tilstilli og aðstoð Edith Piaf stofnuðu sönghóp á áranum eftir stríð og sungu saman hefðbundin frönsk sönglög við miklar vinsældir í um 40 ár. Albert segist líka hafa sótt svo gott sem alla knattspyrnu- leiki í París síðan hann kom og farið í úölda matarboða. Við suma víni sína hefði hann alltaf verið í stöðugu sambandi við en aðra væri hann nú að hitta í fyrsta sinn í 30-35 ár. „Um daginn fór ég í mat með gömlum félögum en tók það skýrt fram, er ég féllst á boðið, að ég yrði að vera kominn heim aftur ekki síðar en klukkan ellefu um kvöldið. Það endaði hins vegar með því að við töluðum saman um gömlu dagana þangað til klukkan rúmlega fimm um morguninn. Það er gaman að vera kominn aftur." Albert segir ekki hægt að neita því að honum finnist sem hann hugsi og hegðj sér jafnvel meira sem Frakki en íslendingur. „Ég var hér á viðkvæmum áram meðan maður var enn að mótast. Ég held lika að ég passi ágætlega inn í þenn- an heim hérna,“ segir Albert og leggur aftur áherslu á hversu trygg- ir Frakkar séu, auk þess að vera almennt vel gefnir. Þar eigi hann ekki einvörðungu við skólagengið fólk heldur fólk almennt. Hann seg- ist líka ekki þekkja neitt fallegra land á jörðu. „Tryggð Frakka við íslendinga er okkur líka löngum kunn. Sömu sjómennirnir komu aft- ur og aftur til að heimsækja íslensk- ar fjölskyldur sem þeir höfðu ving- ast við og vora orðnir nk. fjölskyldu- meðlimir sjálfir búsettir erlendis.“ Albert segist aðspurður telja að Frakkar og íslendingar séu á marg- an hátt líkir þó vissulega skiíji ýmislegt þá að. íslendingar séu t.d. rifrildisgjarnari og langræknari. Frakkar æstu sig upp þegar svo bæri við, en þegar þeir væra búnir að hreinsa allt út gætu þeir fallist í faðma. í umgengni væri líka allt annað að tala við Frakka. Þegar íslendingar töluðu saman um eitt- hvað væru þeir alltaf að reyna að bera sigur úr býtum í umræðunum. Frakkar rökræddu hins vegar fram og til baka, tíndu til rök frá hægri og vinstri, að ofan og neðan, en kæmust svo oftar en ekki að sam- eiginlegri niðurstöðu. Annar mikil- vægur^ munur væri afstaðan til fæðu. I augum Frakka væri matar- gerð helgiathöfn og máltíð helgi- stund. Fjölskyldan kæmi j)á öll sam- an og ræddi málin. Islendingar hámuðu hins vegar í sig og segðu kannski ekki orð á meðan. Við borð- uðum oftast vegna þess að klukkan væri orðin þetta eða hitt á meðan Frakkar byggðu upp svengd og pössuðu sig á því að hafa bragð- laukána í lagi áður en máltíð hæfist. Albert segist hafa fylgst nokkuð vel með stjórnmálum á Frakk- landsáram sínum. Hann hafi verið í Frakklandi um það leyti sem de Gaulle var að hrífa allt Frakkland með sér. „Ég hreifst af kjarki de Hið nýja húsnæði Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað. Morgunbiaðið/Ágúst Biðndai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.