Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 31
MORGIMBLABIÐ 'ÞRIÐJUDAGUR 4L JÚLÍ H989 31 Skipasmíði Rennihurðir útihurdir fellihurdir rennigluggar gluggar skjólveggir o.m.fl. piekert víðhald__ aiitafsem nýtt ÍSBOLTAR HF. — Nýtt fyrirtæki hefur tekið til starfa að Strandgötu 75 í Hafnarfirði, ísboltar hf. Er það í eigu íslenskra aðila með eignaraðild hollenska fyrirtækisins Borstlap b.v., einu stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, að sögn forsvarsmanna hins nýja fyrirtækis. Frá upphafi verða yfir 15.000 vörunúmer á lager, m.a. boltar úr ryðfríu og sýruheldu stáli ásamt festingum sem hafa ekki fengi3t afgreiddar beint af lager. Að auki er boðið upp á verkfæri frá Gedore ásamt rafmagnsverkfærum, borum, snittverkfærum og fleiru. Selt er bæði í heildsölu og smásölu. A myndinni, sem tekin var við opnunina, sjást (f.v.) Karl Sigurðsson framkvæmdastjóri og Alan Winrow verslunarstjóri. fcituggar og (jardhús hf. Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. íslendingar hafa keypt skip á uppsprengdu verði síðastliðin ár - segir Sævar Birgisson framkvæmdastjóri Skipasmíða- stöðvar Marsellíusar á ísafirði SKIPASMÍÐASTÖÐ Marsellíusar á Ísafírði hleypti um daginn af stokkunum 140 lesta togskipi. Það var 56. nýsmíði stöðvarinnar sem hóf starfsemi 1939, eða fyrir 50 árum. Upphaflega hét fyrirtækið M. Bemharðsson, en 1983 urðu eigendaskipti og heitir það síðan Skipasmíðastöð Marsellíusar eftir stoftianda og upphafsmanni stöðv- arinnar, Marsellíusi Bernharðssyni. Tréskip voru smíðuð til 1960, 40 að tölu. Eftir það hafa verið smíðuð stálskip í stöðinni. Stærsta skipið ft-á þessari skipasmiðastöð er Heiðrún frá Bolungarvík, 40 metra langur togari. Það er orðið sjaldgæft að íslenskar skipasmíða- stöðvar hleypi nýsmíði af stokkunum og því var Sævar Birgisson framkvæmdastjóri Skipasmiðastöðvar Marselliusar tekinn tali og spurður um þessa atvinnugrein og samkeppnina við erlendar stöðv- ar. Það kemur fram í máli hans að ekki gekk þrautalaust að koma þessu verkefhi af stað, sem nú sér fyrir endann á, fyrirgreiðslan er treg þegar íslenskar skipasmiðastöðvar eiga í hlut, en liðug fyrir erlendar stöðvar. Hann fiillyrðir að skip smíðuð hér á landi þurfi alls ekki að vera dýrari heldur en ef þau væra smíðuð erlendis og vísar á bug fullyrðingum um annað, enda séu skip keypt erlendis á uppsprengdu verði. Samningar um smíði þessa nýja báts, sem nú var hleypt af stokkun- um, voru undirritaðir í janúar í fyrra, en verkefnið var þó ekki í höfn með því. Sævar segir: „Málið veltist í Fiskveiðasjóði þangað til um miðjan júní, þá stuttu seinna gat smíðin hafist. Við vorum auðvit- að afar ósáttir við þennan drátt sem varð á afgreiðslunni hjá Fiskveiða- sjóði.“ Portúgalir fengu forgangsafgreiðslu Sævar segist ekki vita hvað olli drættinum. „Það er engar skýringar að fá á því, reyndar drógust af- greiðslur allra mála í fyrra, af ýms- um ástæðum. Oft liggja ekki fyrir öll gögn, það vantar eitthvað frá bönkum kaupandans, ábyrgðir og þess háttar. En, ég hygg nú að með þetta.mál hafi allt verið komið á hreint í febrúar. Við vorum auðvit- að mjög ósáttir við þetta, en sættum okkur við það þangað til Fiskveiða- sjóður afgreiddi fimm báta sem er verið að smíða í Portúgal, hálfum öðrum mánuði á undan okkar sam- þykkt, á þeirri forsendu að skipa- smíðastöðin gæti ekki beðið lengur. Þetta er nú svolítið lýsandi fyrir vinnubrögðin, stuðning við íslensk- an skipaiðnað. En, Fiskveiðasjóður segir náttúrulega sem svo að þetta sé sjóður útgerðarmanna og þeim komi iðnaðurinn ekkert við, það eru þeirra rök og ekkert við því að segja. Við fengum sem sagt skipið sam- þykkt um miðjan júní og það var sjósett í byijun þessa júnímánaðar og við reiknum með að skila því í byijun ágúst.“ Uppsprengt verð Smíðasamningurinn hljóðar upp á 96 milljónir króna, en gert er ráð fyrir verðlagsbreytingum þannig að endanlegt verð áætlar Sævar að verði um 120 milljónir króna. — Hvernig er það verð í saman- burði við útlendar skipasmíðastöðv- ar, standist þið þann samanburð? „Já fyllilega, við höfum alltaf staðist hann. Þrátt fyrir allt tal um ódýrari skip erlendis höfum við ís- lendingar verið að kaupa skip á uppsprengdu verði, sérstaklega nú síðustu ár. Það er ekkert samræmi á milli smíðaverðsins og skipaverðs- ins.“ Sævar ræðir um samanburðar- töflu um smíðaverð skuttogara, sem birtist í Morgunblaðinu nokkru áður en viðtalið fór fram. „Ég hef alltaf haldið því fram að allur saman- burður, þar sem þjóðir eru bornar saman, eigi ekki rétt á sér nema að mjög takmörkuðu leyti, til dæm- is þegar sagt er dýrt í Noregi og ódýrt í Danmörku eða öfugt. Þú getur til dæmis fundið stöð í Frakkl- andi sem er mun ódýrari en stöð í Þýskalandi, þótt meðaltal sýni hið gagnstæða. Þetta sem birtist í Morgunblaðinu frá A&P Appeldore, þessu fína fyrirtæki sem þeir réðu til að gera þessa úttekt, er nánast ómarktækt og verður að skoðast með sérstöku hugarfari. Ég hef séð vinnubrögðin hjá þessu Appeldore og það er búið að breyta því tölu- vert frá byijun. Þetta er ekki nokkru lagi líkt og ekki til að taka neinar ákvarðanir út frá. Þetta er svipað eins og að segja að ein þjóð sé vond en önnur góð. Ef við leggjum nú þennan saman- burð til grundvallar, af hveiju byggjum við þá ekki öll skipin þar sem það er ódýrast samkvæmt þessu, í Portúgal? Þessi munur sem kemur fram á smíðakostnaði hér innanlands og í þrælniðurgreiddum löndum eins og Noregi er ekki nema örfá prósent. Við þurfum ekki að vera ósáttir við þennan samanburð að því leyti. Það er hverfandi lítill munur á innlendu smíðunum og erlendu, jafnvel í þessu yfirliti. Þar að auki er breytilegur kostnaður á milli stöðvanna hér innanlands. Ég segi bara aftur, ef þetta er rétt, af hveiju kaupum við þá alltaf skip- in frá dýrustu löndunum?“ Ekki á allra færi að smíða fískiskip — Hvers vegna heldur þú? „Við erum að tala um ákveðin gæði og það eru ekki nema ákveðin fyrirtæki sem geta boðið þau. Fiski- skip eru óskaplega flókin skip. Þú gengur ekki inn í hvaða stöð sem er og lætur smíða fiskiskip." Þess má geta, að síðan viðtalið fór fram hafa borist fregnir af því, að portúgalska skipasmiðastöðin sem smíðar fyrmefnd skip fyrir ís- lendinga, hafi krafist hækkunar á verði skipanna um 30%. — Hafið þið verkefni til að halda áfram rekstri þegar þessari nýsmíði er lokið? „Við höfum engan samning. Það er nú búið að smíða ein fimmtíu skip núna á stuttum tíma, þannig að það verður kannski litið um ný skip í næstu framtíð." — Að hveiju snúið þið ykkur þá? „Ætli við flytjum ekki í einhvern bílskúr með þetta, með fimm karla eða eitthvað svoleiðis. Þær eru nú að loka hver af annarri þessar stöðvar held ég.“ ÞJ fslensk framleiðsla úr viöhal ösfríu PVC-efni: Morgunblaðið/Úlfar VIÐHALD — Viðhaldsvinnan er kropp og ekki hægt að reka skipasmíðastöð með henni einni, segir Sævar Birgisson framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar á ísafirði. Þarna er Sævar með starfsmönnum stöðvarinnar, sem vinna einmitt að einu slíku verki. OPIÐ í JÚLÍ ★ MÚSÍKLEIKFIMI Kenn.: Elísabet Guðmundsdóttir og Agnes Kristjónsdóttir ★ AFRÓ-SAMBA Kenn.: Agnes Kristjónsdóttir ★ LEIKETMIFYm ELDBIB0RGARA Hægar og mjúkar æfingar ★ SJÚKRALEIKFIMI Fyrir fólk m/álagssjúkdóma (vövðabólgu, bakverki, stirðleika og streitu.) Kenn.: Lovísa Einarsdóttir ★ DANSSPUNIF/BÖRN Kenn.: Guðbjörg Arnardóttir ★ FL0TT F0RM SÍMAR: 15103 OG 17860

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.