Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 35 Mirming: Hermann Jónsson, Vestmannaeyjum Þriðjudaginn 20. júní sl. lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Her- mann Jónsson og var hann jarð- sunginn frá Landakirkju hinn 26. júní. Hermann var fæddur að Barmi á Skarðsströnd 5. desember 1898, sonur hjónanna Jóns Jonssonar söðlasmiðs og Sigríðar Marínar Jónsdóttur. Tólf ára gamall flutti Hermann ásamt foreldrum sínum og systkinum til Sauðeyja á Breiða- firði. Systkini Hermanns voru fimm talsins og komust fjögur þeirra til fulorðinsára. Ein systir hans er á lífi. Hermann fór ungur að vinna fyrir sér eins og algengt var um aldamótabörn þessa lands. Hann var meðal annars margar vertíðir til sjós hér í Vestmannaeyjum og hér kynntist hann konuefni sínu, Þorsteinu Margréti Þorvaldsdóttur frá Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum. Hún var fædd árið 1911 og þau gengu í hjónaband 1936. Þau hófu búskap í Vinaminni í Flatey á Breiðafirði og bjuggu þar í þijú ár áður en þau fluttu til Vestmanna- eyja. Þau hjónin eignuðust fjögur börn: Kristinn fæddist 1939, hann lést af slysförum aðeins fjögurra ára að aldri. Kristín fæddist 1943, Kristinn fæddist 1945, hann er búsettur á Selfossi, og Þorvaldur fæddur 1949, býr í Vestmannaeyj- um. Dóttir þeirra hjóna, Kristín, er þroskaheft og þurfti mikla um- mönnun sem móðir hennar sinnti af alúð og kærleik. Þegar eldgos hófst í Heimaey þurfti Hermann og fjölskylda hans eins og aðrir að yfirgefa heima- byggðina. Það voru erfiðir tímar að verða á einni nóttu heimilislaus og þessar aðstæður urðu til þess að þau Hermann og Þorsteina urðu að láta Kristínu frá sér á stofnun, þar sem hún dvelur enn. Eftir gos- ið fluttu þau hjónin aftur heim til Eyja á gamla heimilið sitt á Há- steinsvegi 5. Því miður naut Hermann ekki langra samvista við konu sína eftir heimkomuna því hún lést hinn 21. maí 1976. Hermann stundaði sjómennsku til ársins 1949 og eftir að í land kom vann hann um árabil við fisk- vinnslu. Hermann var alla tíð baráttu- maður jafnréttis og bræðralags. Hann var sannur sósíalisti og frá þeirri hugsjón hvikaði hann aldrei. Hermann var vel til forystu fallinn, enda valdist hann til trúnaðar- starfa, fyrst fyrir Sjómannafélagið Jötun og síðar Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja þar sem hann var m.a. varaforrtmður í átta ár og formaður í fjögur ar. Hermann naut hvar- vetna virðingar, jafnt meðal sam- heija í verkalýðsbaráttunni sem atvinnurekenda,. enda sanngjarn samningamaður og víðsýnn. Það sem einkenndi hann öðru fremur var óbilandi baráttuhugur fram að síðustu stundu. Hann upp- lifði miklar þjóðfélagsbreytingar á langri ævi og gladdist yfir öllum framförum og til marks um víðsýni hans má nefna að honum var mikið kappsmál að efla hlutverk og starf- semi dagvistarheimila bama og þar fannst honum að öll böm ættu að eiga kost á að dvelja, án tillits til heimilishaga eða annarra að- stæðna. Hann skildi öðrum betur að breyttum tímum fylgja óhjá- kvæmilega breyttir siðir. Það var honum ólýsanleg gleði þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti landsins. Hann var alla tíð einlægur aðdá- andi hennar og fannst hún afar verðugur fulltrúi breyttra tíma og siða. Hann hlakkaði eflaust mikið til að hitta þennan glæsilega full- trúa hugsjóna sinna um jafnrétti og bræðralag er hún kom hér í heimsókn um seinustu helgi, en því miður var hann kallaður brott að- eins fimm dögum áðör en af heim- sókn hennar varð. Hermann var alla ævi bundinn æskustöðvum sínum sterkum bönd- um og sl. sumar fór hann sína hinstu ferð um Breiðafjörðinn og hafði ómælda ánægju af, því hann hafði mikla ánægju af að ferðast heima og erlendis og lagði sig fram í því að kynnast sem best landi og þjóð og þá ekki síður sögu landsins en landslagi. Eftir að hann kom að Hraun- búðum (dvalarheimili aldraðra í Eyjum) gafst honum meiri tími en oftast áður á lífsleiðinni til lestrar, að hlusta á útvarp, horfa á sjón- varp, eða stunda aðra dægradvöl. Hann tók virkan þátt í öllu starfi sem fram fór á Hraunbúðum og þar undi hann hag sínum vel. Þegar ég kynntist Hermanni var hann orðinn gamall maður. Gamall segi ég, það er ekki rétta orðið. Árin voru að sönnu orðin mörg sem hann hafði lifað en hann hafði þann eiginleika að hann var alltaf jafn- gamall þeim sem hann talaði við í það og það skiptið. Hjá honum þekktist ekkert kynslóðabil. Hann var þeim kostum búinn að hann gat litið yfir farinn veg og verið sáttur við lífið. Ég tel mig hafa verið lán- sama að fá að kynnast Hermanni Jónssyni. Hann er mér ógleyman- legur og það var mannbætandi að umgangast hann. Hann mótaði í mörgu skoðanir félaga minna með hógværð sinni og lítillæti, því hann var ekki fyrir það að þröngva skoð- unum sínum upp á aðra, en þeir sem hlustuðu á ráð hans komust ekki hjá því að verða fyrir áhrifum af honum. Hermann lætur eftir sig 6 barna- börn sem öll voru honum afar kær og hann fylgdist grannt með upp- vexti þeirra og þroska. Þau sakna nú afa síns og umfram allt hafa þau misst góðan vin. Hermann Jónsson var góður maður. Guðmunda Steingríms- dóttir, Vestmannaeyjum. STAÐREYND! stórlœkkað verð á takmörkuðu magni... ...um er aö ræöa heitt mál því meö sérstökum samningi við GRAM verksmiöjunar í Danmörku bjóöum viö nú þrjár gerðir GRAM kæliskápa (sjá hér að neðan) á einstaklega hagstæöu veröi. Gram býöur 11 geröir kæliskápa, meö eöa án frystis. Einnig 9 gerðir af frystiskápum og frystikistum. 180 Itr. kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 126,5-135,0 cm (stillanleg) verð áður 47.200 nú aðeins 42/108) (stgr. 39.995) 285 Itr. Kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) verð áður 59.010 nú aðeins TM'i 198 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) verð áður 65.030 nú aðeins 58$m (stgr. 55.993) (stgr. 49.999) GÓÐIR SKILMÁLAR, TRAUST ÞJÓNUSTA 3JA ÁRA ÁBYRÐ jFOniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.