Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 félk í fréttum Morgunblaðið/Róbert Schmidt. Farið var með gestina í skemmtisiglingu og á myndinni má sjá vistmenn Bræðratungu um borð í Sigurvon ásamt Lionsfélögum. Haldið heim á leið eftir árangursrík bifreiðakaup. SKEMMTIFERÐ Vistmenn Bræðratungn heimsækja Súðureyri Lionsklúbbur Súgandafjarðar bauð vistmönnum Bræðratungu frá ísafirði í heimsókn til Suðureyrar sunnudaginn 11. júní. Boðið var til kaffisamsætis í mötuneyti Freyju og þar var sungið og leikið á gítarj einnig var gestum sýndur dans sem ung stúlka bjó til. Þá var farið í skemmtisiglingu með Sigurvon IS 500. Siglt var út fjörðinn og fjöllin og fuglalífið skoðað. Veður var gott, sól og blíða allan tímann og mátti sjá á gestunum að þeir voru hæstánægðir með heimsóknina, þökk sé framtakssemi Lionsfélagana. - R. Schmidt KJÖLUR hf. ÁRMÚLA 30 S: 678890 - 678891 ARISTONÖ Þriðji stærsti framleiðandi heimilistækja í Evrópu Teg. Kæliskápar DF-230 DF-330 Kæii/Frystiskápar RF-340 Frystiskápar GS-210 Lítr. 230 330 340 210 139 cm 55 cm 170cm 60 cm 180cm 60cm 122cm 56cm 60 cm 60 cm 60 cm 60 cm ÁÐUR Kr. 39.080,- Kr. 46.185,- Kr. 68.100,- Kr. 45.560,- 36.900,- RANN SÓKNARBLAÐ AMENN SKA Bílakaup í Sovétríkjunum Sovéskir blaðamenn eru nú óð- um að þreifa fyrir sér á nýjum sviðum. Fréttamenn Moskvutíð- inda, eins framfarasinnaðasta blaðs landsins, afréðu á dögunum að freista þess að festa kaup á bifreið. Einum starfsmanna blaðsins hafði verið úthlutað Zhiguli-bifreið og hafði hann fengið miða sendan því til staðfestingar. Sagan hefst þegar blaðamenn freista þess í annað skipti að fá bílinn út leystan en í fyrra skiptið kom miðinn að litlu gagni því engir bílar voru til á lag- er. Atburðum lýstu blaðamennirnir svo: ,„Hvar eru pappíramir? Sýnið nafnskírteini!“ hrópaði embættis- maður hjá Zhiguli-bifreiðaverk- smiðjunum um leið og hann horfði taugaóstyrkur á myndavélarnar okkar. Þegar hann hafði litið á skilríkin dró hann bunka af nafn- spjöldum upp úr vasanum frá ýms- um háttsettum embættismönnum. „Ég ætla að hringja í yfirmenn ykkar og komast að því hvað þið eruð að vilja!“ rumdi í honum. Það gat hann nú raunar ekki því nafn- spjald ritstjóra Moskvutíðinda fannst ekki í fórum hans.. . „Hvað emð þið að vilja hér,“ gall í sölumanni í sýningarsalnum sem ekki hafði fyrir því að líta í áttina til okkar. Þarna áttu viðskiptavinir að velja sér bifreið en reyndar var hvergi bílskrjóð að sjá því vörunni átti að renna inn í salinn frá ein- hveijum afviknum og huldum stað. Skyndilega lukust upp mikilúð- legar jámdyr og inn mjakaðist kerr- an með ljósin á. Þegar staðar var numið við fætur okkar ískraði hressilega í hemlunum. Við tjáðum sölumanninum að við hefðum nú frekar kosið gráan. „Ekki hægt, það eru bara til gulir og brúnir." „Og hvenær er von á gráum?“ Þögn. Þögn sem sagði meira en nokkur orð. . . Miðinn, sem blaðamanninum hafði borist, gildir í tvær vikur þannig okkur var ekki til setunnar boðið. Við völdum „gula sexu með 1 l-vél“. Aðrar gerðir voru bannaðar og ekki hægt að kaupa þær nema með sérstöku leyfi. Það var ekki biðröðunum fyrir að fara við hinar ýmsu lúgur þar sem menn áttu að skrá bílinn. Samt tók það 34 klukkustund.* Frásögn Moskvutíðinda lýkur með hugleiðingu um bílaiðnaðinn almennt í Sovétríkjunum og hversu heppnir blaðamennirnir voru í raun að krækja sér í bíl því fyrisjáanlegt sé að framleiðslan aukist engan veginn í samræmi við eftirs_purn. COSPER ai/. i/. Uj |VV .V*. .tl •lll* íj % óll/. t Mþ ©pib ....COSPER —Þegar hann komst að því að hann væri minnsti dverg- ur heimsins fylltist hann stórmennskubijálæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.