Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 21
M.ORGUNRLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI.1989 21 Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Fjörutíu og sjö ljúka fiill- gildum skipstjómarprófiim Frá skólaslitum Stýrimannaskólans í Reykjavík. STÝRIMANNASKÓLINN í Reykjavík brautskráði á skólaár- inu 1988 til 1989 47 nemendur sem lokið höfðu fullgildum skip- sljórnarprófum. Skipstjórnar- prófi 1. stigs, sem veitir 200 rúm- lesta réttindi í innanlandssigling- um luku 11 nemendur, 33 luku skipstjórnarprófi 2. stigs, sem veitir ótakmörkuð réttindi á fiskiskip og undirstýrimannsrétt- indi á farskip og 3 luku far- mannaprófi 3. stigs. Töluverð röskun varð á starfi Stýrimannaskólans í Reykjavík í vor vegna verkfalls BHMR. Við skóla- slit þann 19. maí höfðu aðeins 9 nemendur lokið tilskyldum prófum en öðrum var gefinn kostur á kennslu og prófum í vikunni á eft- ir. Luku þá 34 nemendur prófum. 4 höfðu lokið prófum á haustönn og höfðu þannig 47 nemendur lokið fullgildum skipstjórnarprófum í lok þessa skólaárs. I haust er gert ráð fyrir því, að 43 nemendur ljúki fullnaðarprófum í íslensku og sigl- ingareglum. Við skólaslitin þann 19. maí voru nokkrir nemendur verðlaunaðir fyr- ir námsárangur. Einar Gíslason og Árni Sverrisson náðu hæstu ein- kunnum úr hraðdeild skólans, hæstu einkunn í siglingafræði fékk Jóhann Bogason og hæstu einkunn í siglingafræði á 2. stigi fiski- mannaprófs fékk Kristján Einar Gíslason. Eyvindur V. Thorshamar, Jóhann Bogason, Ómar Þorleifsson og Viðar Pálsson fengu verðlaun fyrir góða frammistöðu í tungumál- um. Stýrimannaskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1891. Nemendur skólans voru um 90 í vetur þegar flest var. Skólastjóri er Guðjón Ar- mann Eyjólfsson. Garðabær: Lilja Hallgríms- dóttir endur- kjörinn forseti bæjarsljórnar LILJA Hallgrímsdóttir, hefiir verið endurkjörin forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar til eins árs og Benedikt Sveinsson hefiir ver- ið kosinn formaður bæjarráðs næsta starfsár. Að tillögu Sjálfstæðismanna hef- ur Agnar Friðriksson verið kjörinn 1. varaforseti og Dröfn H. Farest- veit kjörin 2. varaforseti. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Morgunblaðið/Þorkell Kvennaathvarfí gefhar gjafír Miklar endurbætur standa nú yfir á húsnæði Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Meðal annars er skipt um eldhúsirinréttingu í hús- inu og hefur BRÚNÁS h/f á Egilsstöðum, sem einnig rekur Innréttingabúðina í Reykjavik, gefið Kvennaathvarfinu innrétt- inguna. Þá hefur Beckers-búðin í Reykjavík gefið málningu, bæði á Kvennaathvarfið og skrifstofu samtakanna í Hlaðvarpan- um við vesturgötu. Myndin var tekin þegar gefendurnir afhentu fulltrúum samtaka um kvennaathvart gjafabréf. Á henni eru frá vinstri: Þorlákur Magnússon frá Brúnási, Halldóra Halldórsdótt- ir og Sigrún Valgeirsdóttir frá samtökum um kvennaathvarf og Einar Ragnarsson frá Beckers-búðinni. ’ Þorlákssjóður og Þorláks saga helga VORIÐ 1984 gáfu St. Jósefssystur Félagi kaþólskra leikmanna flár- upphæð til sjóðsstofhunar. Átti sjóðurinn að neftiast Þorlákssjóður og var markmið hans að efla starfsemi á sviði kristilegra menningar- mála. Stjórn sjóðsins undirbjó fyrsta af Þorláks sögu helga. Ásdísi Egils- verkefni hans en það var ný útgáfa dóttur bókmenntafræðingi var falið að búa bókina til prentunar og skrifa formála að henni. Þegar á undirbúning útgáfunnar leið var ákveðið að miða útkomutímann við heimsókn Jóhannesar Páls II páfa hingað til lands, dagana 3. og 4. júní sl. Það áform tókst og var páfa afhent að gjöf sérbundið eintak bókarinnar við messuna sem hann söng úti fyrir Kristskirkju í Landa- koti 4. júní. Annað sérbundið eintak var sent forseta Islands. Bókin hefur nú verið send á al- mennan markað. Hér er um að ræða elstu gerð Þorláks sögu helga ásamt Jarteinabók og efni úr yngri gerðum sögunnar, sem er prentað í viðbæti. Bókin er prentuð, hönnuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda og er 227 blaðsíður. í frétt frá Ekið á pilt EKIÐ var á sautján ára hjól- reiðamann á Reylqanesbraut á sunnudagskvöld. Sá sem það gerði ók á brott og óskar lögreglan í Kópavogi eftir að hafa af honum tal. Slysið var um kl. 19, skammt sunnan við Kópavog. Pilturinn varð fyrir bifreið, sem var ekið í átt að Kópavogi, og meiddist hann nokkuð. Kópavogslög- reglan biður ökumanninn um að gefa sig fram, sem og þá sem sáu óhappið. Þorlákur helgi biskup. Þorlákssjóði segir, að sjóðstjórnin hyggist halda áfram útgáfu góðra bóka frá fornum tíma og miða við það að þessi öndvegisrit verði tiltæk öllum almenningi í gerð sem sé skilningi venjulegs lesanda ekki of- viða, þ.e. að stafsetning sé færð til nútímavenju en hið fagra gullaldar- mál njóti sín til fulls. Torskilin orð verða skýrð neðanmáls en tilvitnana getið á spássíurnÍS Kaupmannahöfii: Sýna vatnslitamyndir í Gallerie Gammel Strand SÍÐAN 22. júní hafa þijár íslen- ar, sem lýkur í dag 5. júlí. skar listakonur sýnt vatnslita- Á myndinni eru frá vinstri myndir í Gallerie Gammel Sigríður Gyða Sigurðardóttir, Strand í Kaupmannahöfh. Ásta Árnadóttir og Sólveig Egg- Á sýningunni eru 47 verk frá erz Pétursdóttir en þær eiga ýmsum stöðum á íslandi. Fjöl- myndirnar á sýningunni. menni var við opnun sýningarinn- Utanríkisráðherra: Ræddi við bandaríska öld- ungadeildarþingmenn SEX bandanskir öldungadeildarþingmenn áttu stutta viðdvöl hér á landi á föstudag og átti Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, samræður við þá á Keflavíkurflugvelli. Oldungadeildarþingmennirnir — þeir Claiborne Pell, formaður ut- anríkismálanefndar Öldungadeild- arinnar, Richárd G. Lugar, Dale Bumpers, Paul S. Sarbanes, Carl Levin og Jake Garn — millilentu hér á landi á leið vestur um haf frá afvopnunarviðræðum í Genf og Vínarborg. í fréttatilkynningu frá Utanríkis- ráðuneytinu sagði að meðal þeirra mála, sem borið hefðu á góma, væru takmörkun vígbúnaðar í höf- unum, varnarmál Islands, hvala- rannsóknaráætlun íslendinga, sjáv- arútvegsmál, fyrirhuguð for- mennska íslands í EFTA og þróun viðræðna við Evrópubandalagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.