Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 17 Fræðimannsíbúð í Jónshúsi úthlutað FRÆÐIMANNSÍBÚÐ í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur verið úthlutað til fimm fræðimanna tímabilið september 1989 og fram í ágúst 1990. Þeir eru Jónas Hallgrímsson, prófessor í læknisfræði, Matthías Viðar Sæmundsson, lektor í íslenskum bókmenntum, Helgi Skúli Kjartansson, lektor í sögu við Kennaraháskóla Islands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagnffæðingur og Páll Valsson, bókmenntaffæðingur. Jónas Hallgrímsson, prófessor, því skyni að skrifa um hugmynda- mun hafa íbúðina til afnota í septem- fræðilegar rætur íslenskrar kvenna- ber og október í haust til að ljúka hreyfingar um og eftir aldamótin. ritverki um magakrabbamein í Is- lendingum átímabilinu 1954 til 1984. Matthías Viðar Sæmundsson, lektor, verður þar í nóvember og desember til að ljúka ritverki um þróun íslenskr- ar menningar frá aldamótunum 1600 til 1900 og til að kanna skjöl og heim- ildir, er að þessu lúta. Helgi Skúli Kjartansson, lektor, í janúar, febrúar og mars, til að kanna landsnefndar- skjöl, sinna Grágásarrannsóknum og til að afla gagna um valtýskuna. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sagnfræð- ingur, verður í íbúðinni í apríl og maí til að kanna bréfasöfn íslenskra kvenna á Konunglega bókasafninu, í Páll Valsson bókmenntafræðingur mun svo vera í íbúðinni í júní, júlí og ágúst á næsta ári til að stunda framhaldsrannsóknir á verkum Jón- asar Hallgrímssonar og bókmennta- sögu 19. aldar. Nefndin sem úthlutar íbúðinni í Jónshúsi er skipuð af forsetum Al- þingis. í henni eiga sæti Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Al- þingis, sem er formaður nefndarinn- ar, Hörður Helgason, sendiherra í Kaupmannahöfn og dr. Þórir Kr. Þórðarson, tilnefndur af Háskóla ís- lands. Ljósmæður mótmæla skerðingu LJÓSMÆÐUR hafa mótmælt ráðstöfiinum heilbrigðisyfirvalda til að skera niður þjónustu við fæðandi konur, á sama tíma og unnið er að markmiðum alþjóða- heilbrigðisstofununarinnar um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Á aðalfundi Ljósmæðrafélags ís- lands var samþykkt ályktun þar sem segir, að niðurskurður þessi hafi ’komið fram með auknu álagi á öllum þeim stéttum sem veita konum þjónustu í meðgöngu, fæð- ingu og sængurlegu, þannig að á annasömustu tímunum geti það orðið á kostnað öryggis móður og barns. Bent er á að sængurlegan hafi styst, en sængurlegan sé sá tími sem oft ráði hvernig til takist með bijóstagjöf. Er því skorað á stjórn- völd að markvisst verði tekið á málum þessum þannig að þjónusta til sængurkvenna, ungbarna og fjöl- skyldna þeirra skerðist ekki. Höfúndur er verslunarmaður. Matarskatturinn o g meistari hans Ásgeir Hannes Eiríksson. verður aldrei flúið hversu oft og hversu hratt menn kjósa nú að forða sér á milli Betlehem og Nasaret. Því verkin munu áfram lofa meist- ara sinn. Meistara matarskattsins. Stílhreínir bekkir sem njóta sín vel einir sér eða saman í Auðvelt er að búa til stærri blómaker með Quadra-kerfinu. ýmsum útfærslum. eftirÁsgeir Hannes Eiríksson — Jesús fæddist í Nasaret, og þá varð ég nú alveg bet. Þannig hljóðar upphafið að fræg- um síldarsálmi sem Nóbelskáldið segir frá í bókinni Guðsgjafaþula. Þarna hefur annars ágætu sálma- skáldi frá síldarárunum orðið á í messunni og flutt fæðingarbæ lausnarans frá Betlehem til Nasar- et. En þótt síldin sé nú löngu horf- in frá Norðurlandi þá halda menn stöðugt áfram að flækja sig í guð- spjöllunum og freista þess enn að færa Betlehem til Nasaret. Matur og skattur Þorsteinn minn Pálsson yrkir nú sinn eigin síldarsálm á viku fresti í sjálft Morgunblaðið á laugardög- um og fær undir hann pláss á hátíðaropnu blaðsins. Fjarri bæði kveðskap Halldórs Blöndal og vísnasöngvum í Velvakanda. Jafn- framt heyrist alltaf öðru hvoru í Þorsteini mínum bæði á prenti og á ljósvaka. Þar tekur formaður Sjálfstæðis- flokksins upp þráðinn frá síldarár- unum og færir til bæina Betlehem og Nasaret eftir þörfum flokksins á hvetjum tíma. Svo fijálslega fer hann með faðirvorið að meira segja ég sem þessar línur rita er nú orð- inn alveg bet. Skattur á matvæli eru einhveijar verstu álögur sem þeklqast frá því Landið helga var skattland Róm- veija og galt fyrir það með trú og lífi þegnanna í hringleikahúsi keis- arans. Það hlýtur því að vera æðsta markmiðið hjá ærlegri ríkisstjórn að halda verði á lífsnauðsynjum á borð við matvæli í skefjum. Hækka í staðinn verð á munaði og lúxus. Þannig gæti fólki frekar lifað af launum sínum því lífsbaráttan snýst ekki eingöngu um krónutölu þegar upp er staðið. Hún er einfaldlega spurning um að halda lífi. Meistarinn og matarskatturinn Þorsteinn minn Pálsson fjallar um þenna matarskatt eins og hann hafi aldrei séð hann áður á ferð „Svo frjálslega fer hann með faðirvorið að meira segja ég sem þessar línur rita er nú orðinn alveg bet.“ sinni um skattlönd sín. Hann kemur af fjöllum eins og Móses með boð- orðin í hvert skipti sem matarskatt ber á góma. Hann þvær hendur sínar af matarskattinum eins og annar skattheimtumaður þvoði á sínum tíma hendur sínar í Landinu helga. Þorsteinn minn Pálsson stýrði ríkisstjórn sumarið 1987 og sú stjórn lagði alræmdan matarskatt á íslendinga. Undan beim sannleika Eyja, sem mynduð er úr 4 bekkeiningum með blómakeri í miðju, hentar sérstaklega vel á stærri svæðum. Blómaker af millistærð sem hentar t.d. vel við einbýlishús. Quadra-kerfið B.M. Vallá kynnir nýtt kerfi steinsteyptra ein- inga sem gefa garðinum þínum stílhreint og glæsilegt yfirbragð Glæsilegar einingar sem hægt er að raða saman á ótal vegu til að útbúa hinar ýmsu útfærslur á bekkjum og blómakerum. Quadra-kerfið hentar einnig vel m.a. til að útbúa rúntgóða sandkassa. Bekkirnir eru seldir með eða án trésetu sem hægt er að mála eða bæsa að vild. Quadra-einingarnar eru framleiddar úr járnbentri, veðrunarþolinni steinsteypu. Óteljandi möguleikar á útfærslum .Quadra-kerfið býður upp á ótæmandi möguleika við Iausn margvíslegra vandamála við skipulagningu garða og svæða í kringum einbýlishús, fjölbýlishús, fýrirtæki, stofnanir o.s.frv. Pantanasími er (91) 68 50 06. Hafðu samband við okkur,við munum með ánægju veita þér allar frekari upplýsingar. B.MVALLÁr Steinaverksmiðja Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 pmi| Sími (91) 68 50 06 Aðalskrifstofa Korngörðum 1 104 Reykjavík Sími (91) 680 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.