Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 29 Gautaborgarháskóli: Doktorsritgerð um áverka á ökklalið ÞANN 8. maí sl. varði dr. Jón Karlsson doktorsritgerð sína við læknadeild Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Ritgerðin nefnist „Charonic Lateral Instability óf the Ankle Joint. A Clinical, Rad- iological and Experimental Study“. Ritgerðin fjallar um áverka á ökklalið og viðgerðir á þeim, einkum liðbandaáverka utanvert á ökklann, sem er al- gengasti áverki sem íþrótta- menn verða fyrir. Sýnt er fram á að nýjungar í skurðaðgerðum gefa betri og öruggari langtíma árangur en eldri aðferðir. Nýrri aðferðir til viðgerða eru jafn- framt einfaldari en eldri og líkur á fylgikvillum mun minni. Talið er að þetta muni einkum nýtast íþróttamönnum, en ökklaáverk- ar hafa yfirleitt verulega þýð- ingu fyrir íþróttaiðkendur. Dr. Jón Karlsson er fæddur 1953, sonur hjónanna Láru M. Benediktsdóttur og Karls M. Jóns- sonar frá Klettstíu í Norðurárdal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972 og kandídatsprófi frá lækna- deild Háskóla íslands 1978. Hann hefur verið við framhaldsnám í bæklunarskurðlækningum við Östra-sjúkrahúsið í Gautaborg og við Gautaborgarháskóla frá 1981. Hann hlaut sérfræðiréttindi í bækl- unarskurðlækningum bæði í Svíþjóð og á íslandi 1986. Hann hefur fyrir utan doktorsritgerð sína ritað fjölmargar vísindagreinar um bæklunarskurðlækningar bæði í íslensk og erlend læknatímarit. Hann starfar nú sem sérfræðingur við bæklunarskurðdeild Östra- sjúkrahússins í Gautaborg. Hann hefur að auki í frístundum verið ötull starfskraftur við íþróttalækn- ingar í Svíþjóð og hefur m.a. verið læknir sænska knattspyrnulands- liðsins síðan 1985. Hæstiréttur: Morgunblaðið/Árni Rann mannlaus yfír fjölfarnar götur Aðfaranótt laugardagsins rann þessi leigubíll mannlaus úr stæði sínu við Skeljabrekku í Kópa- vogi, sem leið lá niður götuna og þvert yfir Hafnarfjarðarveg. Þar lét bifreiðin ekki staðar numið, heldur rann áfram niður brekkuna neðan við HaftiarQarðarveg og yfir Kársnesbrautina. Einfarinn var þá kominn á allmikla ferð, eins og sjá má af því að hann hefúr runnið upp brattan grjótkant og brotið niður grindverk og limgerði við Helgubraut 8. Bifreiðin skemmdist þó ekki mikið. Bæði Kársnesbraut og HaftiarQarðarvegur eru mjög Qölfarnar götur, en svo heppilega vildi til að bifreið- in lagði upp í ferðalajgið á þeim tíma sólarhrings sem lítil umferð er, og vegfarendur eða ökumenn biðu ekki skaða af. A myndinni bendir vitni að óhappinu á upphafsstað ferðarinnar. Ber að greiða viðtökusím- töl eftir íslenzkri gjaldskrá Dr. Jón Karlsson Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. júií. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,50 40,00 47,52 56,991 2.708.508 Þorskur(smár) 32,50 32,50 32,50 2,714 88.207 Ýsa 75,00 20,00 27,77 6,647 184.609 Karfi 25,50 20,00 21,94 51,875 1.139.156 Ufsi 22,00 1.0,00 20,23 6,644 134.428 Steinbítur 41,50 30,00 39,43 6,910 272.438 Langa 25,00 21,00 22,86 2,496 57.080 Lúða 140,00 70,00 110,06 0,686 75.597 Koli 55,00 35,00 54,57 1,751 95.548 Keila 10,00 10,00 10,00 0,142 1.420 Skötuselur 290,00 120,00 264,68 0,218 57.846 Skötuselur 96,00 70,00 73,51 0,896 65.919 Skata 40,00 40,00 40,00 0,035 1.424 Ufsi (smár) Samtals 9,00 9,00 9,00 35,21 0,881 138,911 7.933 4.890.843 í dag verður seldur fiskur úr ýmsum bátum, aðallega þorskur, karfi og ýsa. FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík Þorskur 58,00 15,00 49,98 33,069 1.652.742 Blandað 15,00 8,00 11,18 0,077 861 Ýsa 87,00 40,00 62,78 9,796 615.078 Karfi 26,00 15,00 22,66 5,201 117.870 Ufsi 21,00 8,00 19,73 11,091 218.855 Steinbítur 39,00 38,00 38,03 1,553 59.054 Langa 9,00 9,00 9,00 0,026 234 Rauðmagi 12,00 11,00 11,64 0,128 1.490 Lúða 190,00 155,00 175,26 0,288 50.475 Skarkoli 56,00 25,00 53,07 2,720 144.369 Skata 52,00 52,00 52,00 0,039 2.028 Skötuselur Samtals 100,00 80,00 86,08 44,90 0,240 64,229 20.660 2.883.717 Selt var úr Skógey SF og handfærabátum. í dag verður selt úr Viðey RE karfi, þorskur, ýsa og ufsi. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 68,00 38,00 51,61 36,594 1.888.611 Öfugkjaf. 21,00 21,00 21,00 1,000 21.000 Ýsa 62,00 8,00 50,05 23,070 1.154.740 Karfi 24,50 20,50 22,12 9,695 214.499 Ufsi 35,50 15,00 29,01 16,122 467.660 Steinbítur 40,50 15,00 37,21 8,480 315.545 Langa 32,00 21,00 28,17 2,300 64.800 Lúða 145,00 70,00 113,27 0,799 90.563 Solkoli 50,00 50,00 50,00 1,500 75.000 Skarkoli 50,00 46,00 46,87 2,300 107.800 Keila 15,00 15,00 15,00 0,015 225 Skata 60,00 10,00 24,11 0,209 5.040 Skötuselur 365,00 365,00 365,00 0,126 45.990 Langlúra 12,00 12,00 12,00 1,440 17.280 Undirm.fis. Samtals 25,00 6,00 10,38 0,260 2.700 Selt var úr Eldyejarboða, Þuríði Halldórsdóttur og handfærabát- um. 1 dag verður selt Sveini Jónssyni. úr Eini GK, Hörpu GK, Verði ÞH og HÆSTIRETTUR hefur staðfest í meginatriðum dóm undirréttar í máli, sem kona höfðaði gegn Pósti og síma. í héraðsdómi féll dóm- ur þess efiiis að konunni bæri að greiða samkvæmt íslenzkri gjald- skrá fyrir viðtökusímtöl (,,collect“-símtöl), sem maður hennar pant- aði í Bandarikjunum, en hún samþykkti að greiða heima á Is- landi. Konan hélt því hins vegar fram að samtölin hefði átt að greiða samkvæmt taxta bandarísks símafélags, og krafði Póst og síma um 22.522 krónur ásamt vöxtum, auk málskostnaðar í héraði og í Hæstarétti. Konan taldi, að 1 eiginmaður hennar hefði samið við símafélag í Illinois-ríki í Bandaríkjunum um símtölin, sem deilt er um, og að hún hefði eftir þeim samningi átt að greiða eftir taxta hins banda- ríska félags. Hæstarétti þykir hins vegar ekki sannað að um slíkan samning hafi verið að ræða, og fellst því ekki á að á Pósti og síma hvíli skuldbinding á þeim grund- velli. í dómi Hæstaréttar segir að það sé hins vegar óumdeilt að kon- an hafi samþykkt að símtöl, sem maður hennar pantaði í Banda- ríkjunum, yrðu færð til skuldar á símreikning þeirra hjóna í Reykjavík. Ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess að við þau tækifæri hafi verið tekið fram, hvaða gjaldskrá skyldi nota. Fyrir Hæstarétt var lögð til- kynning frá Pósti og síma frá 27. júní 1985 um breytingar á gjald- skrá fyrir talsíma fyrir útlanda og fleiri atriði. Með fylgdi skrá um gjaldflokka. Konan mótmælti því, að tilkynningin sé gjaldskrá sam- kvæmt fjarskiptalögum, og í dómnum segir að ekki verði séð að hún hafi verið birt eftir reglum laga um birtingu laga og sljórn- valdaerinda. Hins vegar sé því ekki mótmælt af hálfu konunnar að gjaldið, sem hún var krafin um fyrir símtölin, hafi verið rétt reikn- að eftir verðtöxtum í tilkynning- unni. Hæstiréttur kemst að þeirri nið- urstöðu að ekki hafi verið birt hér á landi ákvæði, sem beint og berum orðum segi til um réttarstöðu máls- aðila. Hins vegar sé fram komið, að í alþjóðareglum segi að gjald fyrir viðtökusímtöl skuli vera eins og við eigi í landi þess notanda, sem gjaldið greiði. Þessi ákvæði verði eins og á standi að leggja til grundvallar dómi í málinu. Réttur- inn staðfestir því héraðsdóm, að öðru leyti en því að málskostnaður í héraði fellur niður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti er einnig felldur niður. Brids: Islenska unglingaliöið í 5. sæti á Norðurlandamóti íslenska unglingalandsliðið í brids varð í 5. sæti af 9 liðum á Norður- landamóti yngri spilara sem lauk um helgina í Svíþjóð. A-lið Norð- manna vann mótið með nokkrum yfirburðum. Keppt var í tveimur aldursflokk- um, 25 ára og yngri og 20 ára og yngri, en liðin spiluðu öll innbyrðis. Fjögur Norðurlandanna sendu tvö lið en Island sendi eitt lið. Lokastaðan varð þessi: Noregur A 366, Danmörk A 325, Noregur B 300, Svíþjóð A 272, ísland 270, Finn- land A 250, Svíþjóð B 249, Danmörk B 234, Finnland B 177. 4 íslenska liðið var skipað Matthíasi Þorvaldssyni, Hrannari Erlingssyni, Sveini R. Eiríkssyni, Steingrími G. Péturssyni og Áma Loftssyni. Bjöm Eysteinsson var fyrirliði. Rut Rebekka sýnir á listahátíð í Svíþjóð VERK eftir Rut Rebekku Sigur- jónsdóttur, listmálara, verða sýnd á listahátíð í Piteá í Svíþjóð sem hefst 1. júlí nk. Listahátíð er haldin á hverju ári í Piteá sem er í Norbotten í Svíþjóð. Til hennar er aðallega boðið tónlistarmönnum en að þessu sinni hefur Rut Rebekku verið boðið að sýna verk sín þar. Síðast liðið haust hélt Rut Re- bekka málverkasýningu á Kjarv- alsstöðum. Myndirnar á þeirri sýningu sýndu allar hljóðfæraleik- ara. Að sögn Rutar kom hópur Svía á þessa sýningu og mun ein- hver þeirra hafa bent forráða- mönnum listahátíðarinnar í Piteá á myndefni sýningarinnar. Á sýn- ingunni í Piteá verður myndefnið hið sama. Sýnd verða 42 verk eftir Rut Rebekku, vatnslita- myndir, grafík og olíumálverk. Þetta eru myndir af sýningunni á Kjarvalsstöðum og einnig myndir málaðar í vetur. Listahátðin í Piteá stendur í 9 Rut Rebekka Morgunblaðið/Þorkell daga og var Rut Rebekku boðið að vera viðstödd opnun sýningar sinnar. Margt frægra tónlistar- manna kemur fram á listahátíð- inni og má þar nefna finnska hljómsveitarstjórann Esa-Pekka Salonen, sænska sellóleikarann Frans Helmerson og þýska fiðlu- leikarann Leon Spierer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.