Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 34
34 M0RGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 í ÞINGHLEI Hafnaáætlun hvorki rædd né samþykkt Reykjavíkurhöfti fyrirfinnst ekki Vestfirðir *oe* Norðurland eystra 178,6 1989 '90 91 '92 Vesturland 162.2 71 O Noröurland ■■ 284,4 vestra 226,9 M _ _ aill illl 1969 ‘90 '91 *92 1989 *90 '91 ^92 1989 '90 '91 '92 Rifshöfn---------- 21,5 23,2 7,0 mma r-------1 1989 '90 -91 '92 REYKJAVÍK---------- 0,0 0,0 0,0 0,0 1989 '90 '91 '92 Keflavík/Njarövík 23,6 38,5 4.0 — ■ 1989 '90 -91 '92 ioa,o 1 Þorláks- 36 6 M ■ H höfn ■ III 1989 '90 '91 ^92 110,0 •90 *91 '92 1989 '90 '91 '92 Hafnaráætlun 1989-1992 (upphæðir f milljónum kr.) Súluritin sýna áætlaðan kostnað ríkisins vegna hafnarfram- kvæmda í einstökum kjördæmum 1989 - 1992, samkvæmt tjjlögu til þingsályktunar að hafnaáætlun. Samkvæmt töflunni er eitt kjördæmi út á köldum klaka hjá Qárveitingavaldinu, Reykjavík, sem þó er drýgstur greiðandi til þess. Samkvæmt hafnalögum nr. 69/1984 á Hafharmálastofhun að vinna áætlun um hafhar- framkvæmdir í landinu til minnst Qögurra ára í senn. Ein slík áætlun var lögð fram í formi tillögu til þingsályktunar á síðasta þingi. Þar er hafhar- framkvæmdum 1989-1992 snið- in stakkur með tillögum, m.a. um framkvæmdakostnað [úr sameiginlegum sjóði lands- manna], bæði við einstakar hafhir sem og í einstökum kjör- dæmum. Ein höfh — eitt kjör- dæmi — kemst þó ekki á blað: Reykjavíkurhöfh, Reykjavíkur- kjördæmi. I Tillaga til þingsályktunar um hafnaáætlun fyrir árin 1989-1992 fékk hvorki umræðu né afgreiðslu á síðasta þingi. Vegaáætlun var hinsvegar samþykkt sem þings- ályktun eins og frá var sagt í síðasta þingpistli. Eldri hafna- áætlanir vóru heldur ekki form- lega afgreiddar, hvað sem veldur. Eftir þeim var hinsvegar farið - í aðalatriðum. Samkvæmt tillögunni er áætl- aður heildarframkvæmdakostn- aður hafna á þessu árabili [1989-92] 2.698,8 m.kr., auk 246,8 m.kr. til landshafna. II Kostnaðurinn skiptist svo á kjördæmi: * 1) VESTURLAND: 51,1 m.kr. 1989, 71,2 m.kr. 1990 og 162,2 ■ m.kr. 1991-92, samtals 284,5 m.kr. * 2) VESTFIRÐIR: 59,9 m.kr. 1989, 122,8 m.kr. 1990, 406,4 m.kr. 1991-92, samtals 589,1 m.kr. * 3) NORÐURLAND VESTRA: 45,8 m.kr. 1989, 71,3 m.kr. 1990, 226,9 m.kr. 1991-92, samtals 344,.0 m.kr. * 4) NORÐURLAND EYSTRA: 58,9 m.kr. 1989, 178,6 m.kr. 1990, 284,4 m.kr. 1991-92, samtals 521,9 m.kr. * 5) Austurland: 74,6 m.kr. 1989, 146,8 m.kr. 1990, 265,4 m.kr. 1991-92, samtals 486,8 m.kr. ■ * 6) SUÐURLAND: 24,1 m.kr. 1989, 30,7 m.kr. 1990, 76,3 m.kr. 1991-92, samtals 131,l.m.kr. * 7) REYKJANES: 36,6 m.kr. 1989, 113,0 m.kr. 1990, 189,8 m.kr. 1991-92, samtals 339.4 m.kr. * 8) REYKJAVÍK: finnst ekki í þessari hafnaáætlun fremur en þeim fyrri. * 9) LANDSHAFNIR (Rifs- höfn, Þorlákshöfn, Keflavík/- Njarðvík) hafa hinsvegar sérlið í áætluninni: 15 m.kr. 1989, 60,1 mkr. 1990, 171,7 m.kr. 1991-92, samtals 246,8 m.kr. III Það vekur óneitanlega athygli að Reykjavíkurhöfn er - og hefur verið - utan áætlana um fjárlaga- framlög til framkvtemda við hafn- ir, enda þótt ríkissjóðstekjur komi að drjúgum hluta frá höfuðborg- inni. Þetta er byggt á því mati lög- gjafans að Reykjavíkurhöfn, ein hafna, geti fjármagnað fram- kvæmdir sínar sjálf. Hvort faglegt og marktækt mat á framkvæmda- getu hafna, að þessu leyti, hefur farið fram af hálfu fjárveitinga- valdsins, er umdeilanlegt, að ekki sé meira sagt. Það mat hefur a.m.k. ekki verið fréttalega kynnt. Sú meginregla er virt í orði, að allir séu jafnir gagnvart lands- lögum. Spurning er, hvort svo sé á borði fjárveitingavaldsins, þegar hafnir landsins eiga í hlut: al- mennar hafnir, landshafnir og Reykj avíkurhöfn. Rétt er að Reykjavíkurhöfn er stærsta upp- og útskipunarhöfn landsins og hefur góðar tekjur sem vöruhöfn. En hún hefur jafn- framt kostað miklu til, bæði í framkvæmdir og rekstur. Og hún er ekki síður mikilvæg útvegshöfn en vöruhöfn — með allar þær kvaðir á herðum sem því fylgja. IV Dr. Agúst Einarson segir í grein í Morgunblaðinu 6. júní sl.: „Styrkleiki sjávarútvegs í Reykjavík er fjöibreytninni að þakka. Reykjavík er langstærsti togaraútgerðarstaður landsins, mjög öflug loðnuútgerð er héðan, trilluútgerð er vaxandi, frystiskip- um — sérstakalega á rækju og í sérvinnslu — hefur ijölgað. Hefð- bundnum vertíðarbátum hefur hinsvegar stórfækkað . . .“. Greinarhöfundur birtir saman- burðartöflu um löndunarhafnir, sem sýnir, að Reykjavíkurhöfn er ýmist í fyrsta eða öðru sæti þegar mældur er landaður sjávarafli frá ári til árs, ef loðna og síld eru undan skilin. Fiskvinnsla er og fjölbreyttari í Reykjavík en víðast annars staðar. Þar eru og afkasta- miklar loðnubræðslur, stór fisk- markaður og fjölmennasta neyzlusvæði sjávarvöru í Iandinu. V Engin ástæða er til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hafnir landsins standa misvel að vígi, hvað getuna snertir, til fram- kvæmda og reksturs. Sjálfsagt er að fjárveitingavaldið hlaupi undir bagga, að þessu leyti, eftir því sem efnahagslegar forsendur standa til. I þeim efnum verður að byggja STEFÁN FRIÐBJARNARSON bæði á byggða- og arðsemissjón- armiðum. Annað mál er, hvort réttlætan- legt sé að Reykjavíkurhöfn, ein hafna, standi utan ijárlagadæmis áratugum saman, þegar deilt er úr landssjóði, sem Reykvíkingar greiða hvað drýgst í, m.a. vegna fjölmennis. Það er að vísu sælla að gefa en þiggja, að sögn. En þó menn lúti hátigninni [fjárlagasmiðum] öðrum fæti, þykir væntanlega mennilegt að standa á rétti sínum með hinum. Minning: JFanney Guðmunds- dóttir Camphausen Fædd 22. desember 1908 Dáin 27. júní 1989 Ég get ekki látið það vera að kveðja mágkonu mína hinstu kveðju með fáum orðum. Það fer ekki hjá Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofti blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn iátni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. því að hugurinn reikar til liðna tímans við andlát vina og vanda- manna. Mig langar fyrst til þess að þakka henni fyrir það hvað góð hún var börnum okkar hjónanna, því mun ég aldrei gleyma. Sjálf átti hún ekki böm. Fanney fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík 22. des- ember 1908, dóttir hjónanna Jónínu Soffíu Jósepsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar byggingameistara. Auk Fanneyjar áttu þau 3 syni, Þorgeir húsameistara, kvæntur undirritaðri. Eggert listmálara, lát- inn, og annan Eggert sem dó ung- ur. Dreng tóku þau, Hannes að nafni, og gjörðu hann að kjörsyni. Þorgeir er nú einn á lífi. Frá Stapa- koti fluttu þau hjónin til ReykjavR- ur. Þar ólust börnin upp við gott atlæti og menningarbrag. Þau báru þess vitni í lífi sínu. Mér er ljúft að minnast þess hversu tengdamóð- ir mín sýndi mér mikinn kærleika eftir að við Þorgeir bundust þeim böndum sem hafa varað í 60 ár. Systkinunum var listfengi í blóð borið. Fanney var falleg kona. Þótti með fríðustu stúlkum bæjarins. Hún bjó alla tíð með foreldrum sínum, eins eftir að hún giftist. Maður hennar var Þjóðveiji, Camp- hausen að eftimafni. Hjónaband þeirra endaði sorglega. Hann var einn af þeim, sem teknir vom til fanga í stríðinu og sendur til Eng- lands. Þau sáust aldrei framar. Fanney hafði fagra söngrödd, var eftirsótt í kóra. Hún söng í Fríkirkj- unni hjá Kjartani Jóhannssyni og einnig hjá þeim bræðrum Sigurði og Páli Isólfssonum. Hún var lista- kona af Guðs náð. Handbragð henn- ar var rómað. Árið 1931 lenti hún í geigvænlegu bílslysi og náði sér aldrei eftir það. Hún gjörbreyttist. Hún, sem hafði verið mannblendin og eftirsótt, vildi nú einangra sig og forðast umgengni við aðra. Veik- indin ágerðust með árunum og gerðu henni lífið erfitt. Mig langar til þess að þakka Nínu Hannes- dóttur og Bertu Grímsdóttur og fjöl- skyldum þeirra fyrir allt sem þau gerðu til þess að létta henni lífið. Síðustu árin átti hún heimili í Seljahlíð, heimili aldraðra. Þökk sé þeim sem önnuðust hana þar. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspít- alans 22. júní. Ég kveð mágkonu mína með innilegu þakklæti og bið henni blessunar Guðs um eilífð alla. imiiiiiiiMffWtiWrfftft'i 11 Minning: Pálína O. Vestmann, Fáskrúðsfírði Fædd 29. október 1930 Dáin 26. júní 1989 Eitt sinn skal hver deyja, er það eina sem við vitum með vissu. Hvað morgundagurinn ber í skauti sér vitum við ekki því hann er ekki kominn og það sem var í gær er ekki í dag og dagurinn í gær kem- ur aldrei aftur. Nú er löngu stríði lokið og hafði maðurinn með ljáinn betur. Hún Pálína bárðist eins og hetja og var ekki á því að gefast upp. Tæp þrjú ár eru síðan vart varð við sjúkdóminn sem lagði Pöllu að velli. Á þeim tima þurfti hún að fara margar ferðir til Reykjavíkur við misjöfn skilyrði. Rétt áður en hún fór sína síðustu ferð suður kom hún til mín og gerði þá að gamni sínu rétt eins og áður. Hún hafði einstakt lag á að slá á letta strengi, jafnvel þó sárþjáð væri. Ævinlega bar hún höfuðið hátt og var annt um útlit sitt og allt umhverfi. Hún var með afbrigðum dugleg og vel- virk og var sama að hveiju hún gekk, þess bar heimili hennar glöggt vitni. Palla fæddist á Fáskrúðsfirði og ólst þar upp að mestu. Hún var dóttir hjónanna Valborgar Tryggvadóttur sem látin er fyrir nokkrum árum og Ottós Guðmunds- sonar Vestmann. Hún var elst barna þeirra en systkini hennar eru Bára, Guðmundur, Ólafur sem er látinn og Unnur. Ung giftist Palla æskuvini sínum T ■ í r , ; ' • , Trausta Gestssyni og stofnuðu þau heimili að Hvoli þar sem þau bjuggu æ síðan. Hvoll er notalegt hús niður við sjóinn þar sem þau undu hag sínum vel. Þegar börnunum fjölgaði stækkuðu þau húsið og voru búin að búa mjög vel um sig þegar sá sem öllu ræður greip í taumana. Börn þeirra Pöllu 9g Trausta eru Sjöfn, tvíburarnir Óðinn og Þórir, Bára og Björg. Ottó Val Kristjáns- son átti Palla áður. Barnabörnin eru orðin tíu. Öll eru börn þeirra hið mannvænlegasta fólk og foreldrum sínum til sóma. Trausti minn, ég sendi þér, börn- um þínum, barnabörnum og öðrum vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.