Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Sveinn Rúnar og réttlætið eftir Sigurð Þór Guðjónsson Sá góði drengur og ágæti kunn- ingi minn, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, skrifaði smápistil í Morgun- blaðið 20. júní: Fjárkúgun. Athuga- semd í tilefni viðtals við landlækni. En það var í Morgunblaðinu 9. júní. Sveinn Rúnar hrósar réttlætiskennd landlæknis fyrir að styðja aðild Pal- estínumanna að Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni (WHO). Það þarf varla að taka það fram að ég er hjart- anlega sammála Sveini Rúnari og landlækni í þessu máli. Ég geng þess þó ekki dulinn að manneskjurnar eru flóknar og mót- sagnakenndar verur. Þess vegna getur sami maður verið réttlátur og víðsýnn á einu sviði en furðulega ranglátur og blindur á öðru. Undanfarna mánuði hefur undir- ritaður, bæði í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, reynt að opna augu almennings og stjórnvalda fyrir miklu ranglæti, sem „ríkið“ hefur í frammi gegn fanga á Litla-Hrauni. Því miður er landlæknir þar í broddi fylkingar. En heilbrigðisráðherra virðist hika við að taka á málinu, a.m.k. enn sem komið er. Þó bland- ast engum heilvita manni, sem kynnt hefur sér skrif mín í Morgunblaðinu 12. janúar og Þjóðviljanum 13., 14. og 29. júní, hugur um, að æðstu yfirvöld bijóta grimmilega á einstakl- ingi og það athæfi endurspegli þjóð- félagslegt ástand. Er það samboðið þjóðfélagi, er kennir sig við frelsi, lýðræði og vel- ferð þegnanna, að koma þannig fram við þá, sem teknir hafa verið úr umferð vegna ávirðinga sinna gegn þessu sama þjóðfélagi? Síst af öllu ætla ég að gera lítið úr baráttu Sveins Rúnars, og ann- arra gegn ranglæti og kúgun í fjar- iægum heimshlutum. En þeir ættu að líta sér nær. Það ranglæti sem skrif mín lýsa, og þau eru skörp og rökföst, er í eðli sínu ekkert frábrugðið því sem Sveinn Rúnar berst gegn hinum Signrður Þór Guðjónsson „Ef við látum okkur hvers kyns rangsleitni við bæjardyrnar engu skipta, munum við vissulega fyrr en varir vakna við þann vonda draum að við búum hin- um megin á hnettin- um.“ megin á hnettinum. Og eitt er víst: Ef við látum okkur hvers kyns rangs- leitni við bæjardymar engu skipta, munum við vissulega fyrr en varir vakna við þann vonda draum að við búum hinum megin á hnettinum. Þess vegna skora ég á þig Sveinn Rúnar Hauksson í nafni sannleika og réttlætis, að beita þér gegn þessu og álíka óréttlæti fyrir framan nefið á þér, af svipuðum eldmóði og krafti og réttindabrotum í Palestínu, Suð- ur-Afríku, Kína og í heitasta helviti. Og ég skora á alla þá sem láta sig réttlæti í heiminum nokkru skipta, einstaklinga sem félagahópa, að gera slíkt hið sama. Baráttan gegn ranglæti hefst á heimaslóðum. Höfundur er rithöfiindur. TVEGGJA KVÖLDA FJÁRMÁLASKÓLIFYRIR ALMENNING NYTTNAMSKEIÐ: Sparnaður og vextir Fjárfestingarfélag íslands hf. gengst um þessar mundirfyrir námskeiðaröð fyrir almenning. Næsta námskeið fjallar um SPARNAÐ OG VEXTI. Þar verður leiðbeint um ýmis þýðingarmikil atriði, t.d. er varða ávöxtun verðmæta, helstu leiðirtil að safna peningum, gildi staðgreiðsluafsláttar, vaxtavexti, áhættu og öryggi, áhrif skatta á sparnað o.fl. o.fl. Aukkennslu og fyrirlestra verða þátttakendur látnir leysa raunhæf verkefni. Hvemig ávaxta ég bestog öruggast verðmæti mín? Hvernig er best að nota bankana til spamaðar og varðveislu verðmæta? Námskeiðin verðatvö, dagana4. og 11. júlí og 5. og 12. júlí nk. í Fjármálamiðstöð Fjárfestingarfélags íslands hf. Leiðbeinendur: Brynhildur Sverrisdóttir og Stefán Jóhannsson frá Fjárfestingarfélaginu auk Brynju Halldórsdóttur frá Verslunarbankanum. Verð: 2.500 kr. Hámarksfjöldi þátttakenda: 15. Skráning í síma 28566. Hvaða áhrifhafa skattará sparnað? Hvaða leið hentar best í mínu tilviki? FjÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. Þessir bílar eru tilvalin lausn á flutningaþörf flestra fyrirtækja og einstaklinga. MAZDA „E“ bílarnir hafa undanfarin ár verið vinsælustu bílar sinnar gerðar hérlendis. Þeir eru sérlega rúmgóðir, þýðir og léttir í akstri og fást nú í 3 mismunandi gerðum: Lokaðir sendibílar, sendibílar með gluggum og sætum fyrir 6 manns og pallbílar með sætum fyrir 3. Hægt er að velja milli bensín- eða dieselvéla, sendibílarnir eru nú allir með vökvastýri og fást einnig með aldrifi. Við eigum nú til afgreiðslu strax nokkra af þessum frábæru bílum á mjög hagstæðu verði, eða frá kr. 846.000 Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.