Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 ieim“ Gaulles og krafti, hvernig hann náði til fólks með ræðumennsku sinni. Það hafði mikil áhrif á mig að hafa verið í þessari hringiðu þegar landið var rifið upp úr rústum styrjaldarinnar með sterkum leið- toga. Ungir menn sem ég kynntist á þessum tíma hrifust líka allir með. Þetta var ekki flokkur eða stjórnmálahreyfing til hægri eða vinstri heldur þjóðin sjálf. Ég hef haldið kunningsskap við suma þá menn sem ég kynntist þarna og hafa ýmsir þeirra hlotið frama í stjórnmálum síðan, s.s. Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar og Jac- ques Médecin, borgarstjóri Nice. Albert sagðist aldrei hafa hitt de Gauile persónulega en hins vegar oft séð honum bregða fyrir. Hann hefði þó hitt ýmsa aðra forseta Frakklands s.s. þá Vincent Auriol, forseta þriðja lýðveldisins, og Coty, forseta fjórða lýðveldisins. Auriol hefði komið til þeirra að loknum knattspyrnuleik og rætt við liðs- menn. Sagði Albert að hann hefði rætt einna lengst við sig og verið verulega fróður um ísland. Þá hefðy þeir Pompidou og Valéry Giscard dEstaing, þá fjármálaráðherra, gist á heimili hans er þeir komu í opin- bera heimsókn til Islands árið 1973. Pompidou hefði að hans mati verið mjög ljúfur maður og mikill menntamaður. Það hefði Giscard líka verið en framkoma hann mun harðari sem og talsmáti. Báðir hefðu þeir þó verið mjög vinalegir og hefðu þeir rætt lengi saman þau tvö kvöld sem þeir dvöldu hjá hon- um. Þegar hann var spurður um afstöðu sína til franskra stjórnmála í dag sagðist Albert telja að margt af því sem Mitterrand væri að gera væri athyglisvert sem og hvernig honum hefði tekist að ná tökum á hliðstæðum vinnubrögðum og de Gaulle. Hann hefði náð miklum vin- sældum og stæði sig vel. „Það er allt annað andrúmsloft í Frakklandi núna. Menn eru að vinna saman að því að stofna sterka Evrópu. Ég skipti mér ekki sjálfur af frönskum stjórnmáium í dag en fylgist þó vel með. Maður lærir mikið af því sem gæti komið sér til góða ef maður kysi að fara aftur í stjórnmálin á íslandi. Ég útiloka ekkert hvað það varðar. Meðan ég er sendiherra mun ég hins vegar vinna af heilum hug með fyrrum andstæðingum mínum í pólitík.“ Auk þess að vera sendiherra ís- lands í Frakklandi er Albert Guð- mundsson einnig sendiherra á Spáni, Portúgal og Grænhöfðaeyj- um, auk tveggja alþjóðastofnana, sem staðsettar eru í París, OECD og UNESCO. Hann sagði að þetta væri mun meiri vinna en hann hefði átt von á en það hjálpaði mikið hversu gott samstarfsfólk hann væri með. Það minnti sig helst á fólkið í fjármálaráðuneytinu og mætti segja að hver þeirra ynni starf á við sex þar sem flest önnur lönd hefðu eitt sendiráð hjá þessum löndum og stofnunum. Þegar hann var spurður á hvað hann myndi leggja áhershi í starfi sínu sem sendiherra sagði Albert að hann myndi einbeita sér að því að nota vinabönd sín og reyna að fá menn til þess að vera tillitssama gagn- vart íslandi, ekki síst hvað varðaði stefnumótun Evrópubandalagsins. Albert virðist sem sagt ekki þurfa að kvíða því að hafa ekki nóg að gera. Enda virðist hann alltaf hafa kunnað best við það og verið mjög virkur jafnt í íþrótta- og félagsmál- um sem stjórnmálum. Segir hann ástæðuna fyrir því að hluta til ver- ið nokkurskonar. „heimþrá“ til Frakklands sem hann hefði reynt að bæla niður. Hann hefur líka unnið viðamikið starf fyrir franska ríkið, bæði sem konsúll og formaður Alliance Francaise á Islandi um áratuga skeið en einnig sem íþrótta- og félagsmálafrömuður í Frakk- landi. Hefur hann verið sæmdur öllum helstu heiðursmerkjum franska ríkisins, var nýlega hækk- aður í tign úr í chevalier í officier af Legion d’Honnoeur, hann er líka chevalier af Merite Nationale, hefur verið sæmdur Medaille d’Or de la jeunesse et des Sport og er loks heiðursborgari Nice. Albert segist líka halda áfram starfi sínu í íþróttamálum af fullum krafti og fylgist enn með af áhuga. Bráðlega fari tii dæmis hópur á hans vegum af ungum Valsmönnum að leika á móti í Nice og nýlega hafi hann farið til Nancy en þar hafi íslenska landsliðið leikið gegn heimamönnum. Albert sagði að sér hefði verið afskaplega vel tekið, þarna hefði verið fólk frá því í gamla daga, ræðuhöld og annað þess háttar. „Það var gaman að finna að maður hefur skilið eftir sæmilega gott orð af sér.“ Hann telur það ekki heldur vera neitt stór- vandamál að gera upp á milli sinna gömlu liða. Hann væri og hefði allt- af verið mikill Racing-maður. Þegar Nice og Nancy léku hins vegar sam- an væri hann hlutlaus. Viðtal og mynd: Steingrímur Sigurgeirsson Neskaupstaður: Náttúrugripasafh- ið í nýtt húsnæði Neskaupstað. Náttúrugripasafiiið í Neskaup- stað flutti nýlega í nýtt húsnæði að Miðstræti 1, eða Sigmundar- húsið eins og það er gjarnan nefiit. Var húsið formlega tekið í notkun á 60 ára afinælishátíð kaupstaðarins. Húsið er að Miðstræti 1 var fært Neskaupstað að gjöf haustið 1987 af þeim systkinum Sigrúnu Sig- mundsdóttur og Jóhanni og Valgeir Sigmundssonum. Mikil breyting er til hins betra á allri aðstöðu safnsins með tilkomu þessa nýja húsnæðis. Forstöðumað- ur Náttúrugripasafnsins er Einar Þórarinsson, jarðfræðingur. - Ágúst 27 AF ERLENDUM VETTVANGI Kambódía: Kúvending frá kommún- isma yfir til kapítalisma „Hvað er sósíalismi?“ spyr aðstoðarforsætisráðherrann Phnom Penh. Reuter. Á Orasai-markaðnum í Phnom Penh kennir margra grasa og þar er meðal annars að fínna innbundna bók með titlinum „Orðskviðir Leníns um bókmenntir og menningu". Sjálf bókin hefur hins vegar verið rifín úr bandinu og auð blöð sett í henn- ar stað af athafiiamanni, sem veit að vönduð minnisbók selst betur en hugmyndir Leníns. Kambódíumenn eru nú óðum að taka 'upp markaðshagkerfí og þeir virðast vera undrafljótir að tileinka sér markaðslögmálin. Stjórnarflokkurinn hefúr hrund- ið af stað eftiahagsumbótum, sem hafa umbreytt pólitískri ásjónu landsins. Ekki mun af veita, því landið rambar á barmi gjald- þrots og borgarastyijöld, sem hófst eftir innrás Víetnama árið 1978, geisar enn í landinu. Víetnamar steyptu ógnarstjórn Rauðu khmeranna, sem fylgdi kommúnistastjórninni í Peking að málum og fækkuðu þjóðinni um þriðjung. Komu Víetnamar á fót stjórn, sem var þeim og Kremlarbændum meira að skapi. Við byggjum ekki lengur upp sósíalisma," segir Cham Prasidh aðstoðarforsætisráð- herra og bætir við að landið sé nú að ganga í gegn um árdaga kapítalismans. „Hvað er sósíalismi? Þetta er spurning, sem við munum vafa- lítið velta rækilega fýrir okkur eftir svona 50 ár.“ Landinu er að vísu enn stjóm- að af kommúnistaflokki, sem svipar að skipulagi mjög til bræðraflokks síns í Sovétríkjun- um, og bestu vinir stjómarinnar eru í Kreml, Hanoi í Víetnam og Vientiane, höfuðborg Laos. Fjölmiðlar landsins em allir í höndum flokksins og starfsregl- ur þeirra flestra virðast að miklu leýti fengnar að láni frá George Orwell. Meðfram helstu götum og þjóðvegum landsins era gífurleg veggspjöld með sósíal-realískum myndum: Brosandi menn með Kalashnikov-vélbyssur á lofti horfa fráneygir inn í framtíðina og í baksýn era stúlkur með flétt- ur og í samfestingum, geislandi af fijósemi, en fyrir aftan þær ber dráttarvélar og verksmiðju- reykháfa við himin. Þrátt fyrir þetta er flokkurinn smátt og smátt að létta tökin í samræmi við breytingar á stefnuskrá flokksins og stjórnar- skrá landsins, sem gerðar voru í apríl síðastliðinn. Helsti stjórnarandstæðingur- inn, útlaginn Sihanouk fursti, segir breytingar þessar þó hrökkva skammt og krefst frj áls- lynds fjölflokkalýðræðis, þess að hið sovéska dóms- og fram- kvæmdavald verði lagt niður og að forsetaembættið verði gert jáfnvaldamikið og gerist í Frakklandi og Bandaríkjunum. Sihanouk fursti gerir sér vonir um að verða forseti Kambódíu í framtíðinni. sköttun stjórnarinnar, barist fyr- ir því að vestrænar prófgráður verði viðurkenndar og því að hin- um fjölmörgu vegatálmum í Phnom Penh verði varpað út í hafsauga. Ritstjóri tímaritsins, Khieu Kanharith, segir að stjórn- völd hafi bragðist skjótt við gagnrýni tímaritsins hveiju sinni. Útgöngubanni yfir nóttina hefur loks verið aflétt og hafa þegar á annan tug bara og skemmtistaða verið opnaðir og þaðan má heyra vestræna rokk- Svona var umhorfs víða í Kambódíu eftir ógnarstjórn Rauðu khmeranna. Efiiahagslíf landsins hefú verið á heljarþröm í mörg ár, en nú kann að vera að rofa til, því stjórnin hefúr snúið baki við sósíalismanum og stefiiir hraðbyrir í átt til markaðshagkerfís. Allur annar andi í landinu Útlendingar og innfæddir í Kambódíu segja þó, að andinn í landinu sé allur annar eftir um- bæturnar í apríl og að loksins sé hægt að tala um lifandi efna- hagslíf að nýju. Þegar farið var að leggja áherslu á einkaframtak og einkaeign tók allt atvinnulíf stakkaskiptum á einni nóttu og tók sú breyting til allra stétta — hvort heldur um ræðir hrísgijónabændur eða smákaup- menn á markaðstorgum lands- íns. Tilkynnt var að fólk gæti sótt um eignarrétt að nýju á því hús- næði, sem það átti fyrir helför Rauðu khmeranna. Viðgerðir og endurbyggingar fara fram hvert sem litið er í höfuðborginni. Áður fyrr þurfti að fara með fast- eignaviðskipti sem mannsmorð, en nú era þau lögleg að nýju og mikill vöxtur í þeim geira við- skiptalífsins. Smábændur — en þeir og fjöl- skyldur þeirra era um 80% þjóð- arinnar — hafa fengið jarðir sínar til eignar og geta arfleitt börn sín að þeim. Þá geta þeir nú valið um hvort þeir selja ríkinu eða kaupmönnum upp- skeruna og afleiðing þess er meðal annars sú að verð það, sem ríkið geldur fyrir uppskeruna, hefur þrefaldast á tveimur mán- uðum. Ferðafrelsi og tjáningarfrelsi hefur í orði kveðnu verið inn- leitt, en stjórnin hefur vaðið fyr- ir neðan sig og sér til þess að frelsi þetta sé ekki „misnotað". Eigi að síður komast menn nú upp með að gagnrýna einstaka liði stjórnarstefnunnar, svo framarlega sem völd stjórnarinn- ar era ekki dregin i efa. Vikulegt fréttatímarit Kambódíu hefur ráðist gegn of- tónlist glymja dag- og nætur- langt. Kremlverjar sáttir við breytingarnar Sovétmenn virðast ekki hafa neitt við þessar breytingar að athuga. „Sovétríkin fagna [breytingunum] svo sannarlega. Hver þjóð hefur rétt til þess að velja sér eigin braut,“ segir sov- éskur stjórnarerindreki i Phnom Penh. Kanharith segir að umbætur þessar séu ekki bara til til þess fallnar að bæta ímynd stjórnar- innar og koma með málamynda- tilslakanir gagnvart Sihanouk fursta. Til dæmis nefnir hann að búddismi hafi á ný verið gerð- ur að ríkistrú og að menn undir fimmtugu geti aftur gerst búddamunkar. Hann telur að ekki verði komist hjá því að gera frekari pólitískar breytingar og að þar sé fjölflokkalýðræði efst á blaði. „Ég held að hugmyndin um .afgerandi forystuhlutverk flokksins* verði að fjúka,“ sagði Kanharith og bætti við að rós- turnar í Kína myndu verða stjórninni þörf áminning um hvað gæti gerst ef stuðlað er að auknu fijálsræði í efnahagsmál- um án þess að því sé fylgt eftir á stjórnmálasviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.