Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Evrópumótið í brids: Island vann Sovétríkin í fyrsta bridslandsleiknum Frá Sigurði B. Þorsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Turku. Islendingar unnu tvo fyrstu leiki sina á Evrópumótinu í brids en töpuðu þeim þriðja, og voru í 17. sæti af 25 eftir 3 umferðir. Þá var íslenska liðið langt undir gegn ítölum eftir fyrri hálfleik 4. umferðar. Mótið hófst á sunnudag og í fyrsta leik spilaði íslenska liðið við Vestur-Þjóðveija. Jónas P. Erlings- son og Valur Sigurðsson spiluðu allan leikinn en Aðalsteinn Jörgen- sen, Ragnar Magnússon, Guðmund- ur Páll Amarson og Þorlákur Jóns- son skiptu hálfleikjum. íslenska lið- Flautuleikaramir Guðrún H. Birgisdóttir og Martial Nardeau leika í Listasafhi Sigurjóns 4. júlí. í einu verkanna leikur Snorri S. Birgis- son, píanóleikari, með þeim. Flaututónleikar í Listasaftii Sigurjóns GUÐRÚN S. Birgisdóttir og Martial Nardeau flyfja tónlist fyrir tvær flautur í Listasafni Siguijóns Ólafssonar þriðjudaginn 4. júlí. í einu verki kemur Snorri Sigfus Birgisson, píanóleikari, til liðs við þau. Á efnisskrá tónleikanna er kons- Mellnas. ert eftir Couperin, Allegro og Menú- ett eftir Beethoven og „Minningar frá Prag“ eftir Doppler-bræður. Ennfremur nútímaverk eftir Banda- rílq'amanninn John Cage, ítalann Goffredo Petrassi og Svíann Arne Tónleikamir heíjast klukkan 20.30 og standa í klukkustund. Aðgöngumiðar á 350 kr. verða seld- ir við innganginn og kaffístofan verður opin. ið var 9 impum yfir í hálfleik og vann 16-14. í 2. umferð spilaði ísland við Sovétríkin, sem nú taka í fyrsta skipti þátt í Evrópumóti í brids og þetta var því fyrsti bridslandsleikur þjóðanna. Aðalsteinn, Ragnar, Guð- mundur og Þorlákur spiluðu allan leikinn. Þeir höfðu allaf yfirhöndina þrátt fyrir að Sovétmenn spiluðu torkennilegt sagnkerfi; til dæmis sýndi opnun á 1 spaða 0-7 spila- punkta. Staðan í hálfleik var 24-12 fyrir ísland. Sömu spilin em spiluð í öll- um leikjum hverrar umferðar og þeim er raðað fyrirfram. í seinni hálfieik fékk einn íslenski spilarinn aukaspil á hendina og var því með 14 spil. Það kom þó ekki í Ijós fyrr en spilið var langt komið og því fengu íslendingar hálft stig í refs- ingu. ísland vann samt leikinn 17,5-12. Þriðji leikurinn var gegn Hollend- ingum og var illa spilaður af hálfu íslands. Jónas, Valur, Guðmundur og Þorlákur spiluðu fyrri hálfleik og vom 8 impum undir. Aðalsteinn og Ragnar komu í síðari hálfleikinn fyrir Guðmund og Þorlák og þá slógu Hollendingarnir í og unnu leikinn 22-8. Islendingar misstu meðal annars tvær slemmur sem Hollendingamir tóku, og gáfu út 800 þegar þeir teygðu sig of hátt í baráttu um geim. Eftir 3 umferðir vom Svíar efst- ir með 62 stig. Hollendingar vom í 2. sæti með 61 stig en Austurríkis- menn vom í 3. sæti með 57,5 stig. ísland var í 17. sæti með 41,5 stig. Albert afhend- irtrúnaðarbréf Albert Guðmundsson, sendiherra hefur afhent Juan Carlos I, Spánar- konungi, tninaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á Spáni, með aðsetur í París. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í sýningunni og sýndi hæfhi sína við björgun manna við ýmsar aðstæður. V estmannaeyj ar; Bæjarfulltrúar grill- uðu pylsur í bæjarbúa Vestmannaeyjum. HÁTÍÐARHÖLDUM í tilefni 70 ára afmælis Vestmannaeyjabæj- ar lauk á laugardag en hátíðarhöldin höfðu þá staðið yfir í eina viku. Ágætt veður var í Eyjum á laugardag og tók fjöldi bæj- arbúa þátt í hátíðarhöldum dagsins. Dagskráin hófst með björgun- arsýningu á Stakkagerðistúni, sem félagar úr Björgunaffélagi Vestmannaeyja sáu um. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í sýningunni og sýndi hæfni sína við björgun manna við ýmsar að- stæður. Eftir björgunarsýninguna vom uppákomur í Ráðhúströðinni. Þar höfðu verið sett upp stór og mik- il grill og stóðu bæjarfulltrúar við þau og grilluðu pylsur í bæjarbúa. Nokkrar Eyjahljómsveitir komu fram og fluttu hljómlist fyrir við- stadda. Ágætis veður var og góð stemmning ríkti hjá þeim fjöl- mörgu sem þátt tóku í lokum þessarar afmælishátíðar í Eyjum. Sýningum, sem settar vom upp í tilefni afmælisins, lauk síðan á sunnudag og lauk þar með form- legum hátíðarhöldum vegna af- mælisins. Grímur Frá ársfimdi fulltrúaráðs Bréfaskólans, Ungmennafélag Is- lands gerist aðili að Bréfaskólanum ÁRSFUNDUR fulltrúaráðs Bréfaskólans var haldinn að Hall- veigarstöðum við Túngötu fyrir nokkru. Á þessum vetri gerðist Öryrkja- bandalag íslands eignaraðili að Bréfaskólanum og í vor samþykkti sfjóm Ungmennafélags íslands að ganga til samstarfs við skólann og verður gengið formlega frá eignar- aðild í júní. Önnur fjöldasamtök sem eiga Bréfaskólann nú em: Alþýðusam- band íslands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fískimannasamband íslands, Kvenfélagasamband íslands, Sam- band íslenskra samvinnufélaga og Stéttarsamband bænda. Skólinn hefur nú samstarf um fullorðinsfræðslu við margar aðrar skóla- og menntastofnanir, m.a. Fræðsluvarpið, Bankamannaskól- ann og menntamálaráðuneytið. í undirbúningi er ennfremur sam- vinna við Ferðaþjónustu bænda og Iðntæknistofnun íslands um starfs- menntun. (Úr fréttatilkynningu.) Utanríkisráðherra í Brussel og Bonn: Rætt um formennsku íslendinga í EFTA Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritara Morgunbladsins. JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra ræddi í gær við forráðamenn Evrópubandalags- ins (EB) hér í Brussel. í dag held- ur hann til Bonn til viðræðna við ráðamenn þar og kemur síðan á ný hingað til Brussel og hittir forseta framkvæmdasfjórnar EB. Með þessum viðræðum hefjast formleg samskipti utanríkisráð- herra sem formanns ráðs Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) við forystumenn EB og aðildarríkja þess. í gær hitti utanríkisráðherra tvo framkvæmdarstjómarmenn EB að máli, þá Franz Ándriessen, sem fer með utanríkismál, og Danann Henning Christophersen, varafor- seta framkvæmdastjómarinnar. í dag heldur Jón Báldvin síðan til Bonn og hittir Hans Dietrich Gensc- her utanríkisráðherra sambands- stjórnarinnar þýsku. Síðdegis snýr hann aftur til Brussel og ræðir þá við Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjómar EB. Viðræðurnar snúast um samband EFTA og EB næstu sex mánuði, á meðan íslendingar hafa forystu í málefnum EFTA. Beinist athyglin einkum að svokallaðri þriðju leið í samskiptum EFTA og EB, það er starfi fimm vinnuhópa að því að, finna gmndvöll að samningavið- ræðum í framtíðinni. Reiknað er með að viðræður EFTA og EB um sameiginleg hagsmunamál á gmnd- velli tillagna hópanna hefjist í byij- un janúar á næsta ári. Stöð 2 selur eftii á myndbandssnældum o INNLENT STÖÐ 2 hefur hafið sölu á mynd- bandssnældum með upptökum frá torfærukeppnum þeim sem stöðin tekur upp í sumar. Að sögn Guðmundar Amar Jóhanns- sonar markaðsstjóra Islenska myndversins er hér fyrst og fremst um tilraunasölu að ræða, og ekki hefiir verið tekin ákvörð- un um sölu á öðru efni. Guðmundur sagði að snældur með upptökum frá torfæmkeppnum væm fjölfaldaðar eftir pöntunum og sendar út í póstkröfu. Verð hverrar snældu mun vera innan við tvö þúsund krónur. Aðspurður sagði Guðmundur að upptöku- og sýning- arréttur heimilaði slíka fjölföldun og sölu, auk þess sem myndir frá þessum torfæmkeppnum væru seldar í samráði við framkvæmdar- aðila keppnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.