Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 52
 itfftlft*i*%iftiftiftlftfllftT fMfff SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S JV JpiHIlIiP WW 0SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Vélsmiðja í Ytri-Njarðvík: Gaskútur sprakk og Jbrak þeyttíst 200 metra Tvo starfsmenn rétt hjá sakaði ekki Keflavík. TVEIR starfsmenn í vélsmiðjunni Kópa hf. í Ytri-Njarðvík sluppu með skrekkinn í gær þegar gaskútur sem stóð fyrir utan vélsmiðjuna sprakk. Brak úr kútnum þeyttist um 200 metra, en mennirnir sem voru við vinnu í vélsmiðjunni sakaði ekki. Þykir það hin mesta mildi, þvi annar stóð í um 7 metra frá kútnum þegar hann sprakk, en hinn í um 15 metra fjarlægð. Þorsteinn Hákonarson, fram- kvæmdarstjóri vélsmiðjunnar, sagði að starfsmaður hefði verið að vinna með logsuðutækjum og lagt þau frá sér. Tækin hefðu dottið og eldurinn beinst að gaskútnum og náð að brenna á hann lítið gat. Þegar starfs- Bifreið valt í Álftafirði BÍLVELTA varð í Álftafirði um kl. 3 á sunnudag. Slysið varð með þeim hætti að er tveir bilar mættust á veginum lenti annar yfphíllinn í lausamöl með þeim af- leiðingum að hann fór nokkrar veltur og hafiiaði utan vegar. Tvennt var í bílnum og slösuðust bæði töluvert við þetta óhapp. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi munu þau ekki vera í lífshættu. Grímsey: 11 vélar á flugvellin- um í einu Grímsey. ELLEFU flugvélar af gerð- inni Comanche lentu hér á flugvellinum fyrir skömmu og hafa aldrei jafn margar flug- vélar verið í einu hér á flug- vellinum. maðurinn hefði séð hvað orðið var hefði hann þegar í stað skrúfað fyrir gasið og sprautað vatni á kútinn. Hann hefði síðan farið út með gas- kútinn og haldið áfram að sprauta á hann vatni til kæiingar. Þorsteinn sagði að um 70 mínútur hefðu liðið frá því að óhappið varð og þar til gaskúturinn sprakk. Að sögn Þorsteins varð talsvert tjón á húsinu. Skemmdir urðu á þaki, hurðum og einar 16 rúður brotnuðu við sprenginguna. Hluti úr kútnum lenti á þaki húss við Hæðargötu 10 og skemmdi það lítillega og einn hlut- inn fannst á lóð hússins við Gónhól 7. Lögregia, slökkvi- og sjúkralið var kallað á staðinn, en þá hafði starfs- mönnunum tekist að slökkva smá- vægilegan eld sem kviknaði við sprenginguna. BB Verkfallsboð- un farmanna HÁSETAR á farskipum boðuðu í gær verkfall frá miðnætti næst- komandi mánudagskvöld til há- degis fóstudagsins 14. júlí. Boðað yfirvinnubann háseta tekur gildi á morgun klukkan 17. Deiluaðilar sátu á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara án þess að nokkuð þokaði í samkomulagsátt. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun, miðvikudag, klukkan tíu. Þá voru flugvirkjar á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær og héldu áfram fundarhöldum í gærkvöldi. Fundi var ekki lokið um miðnættið. Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Charles Mack var vel fagnað af íslenzkum vinum og kunningjum er hann steig út úr flugvél sinni á Reylqavíkurflugvelli. Gamall vinur hans, Óli B. Jónsson, varð fyrstur til að heilsa honum. Charles Mack, sjötugur ofurhugi: Þijú heimsmet á fáum dögum Hefur nýlokið pólflugi milli Alaska og Finnlands Bandaríkjamaðurinn dr. Charles Mack lenti í gærkvöldi eins- hreyfilsflugvél sinni af gerðinni Beechcraft Bonanza A36 á Reykjavíkurflugvelli. Mack, sem er tæplega sjötugur, afrekaði það fyrir fáum dögum að fljúga fyrstur manna einn síns liðs á lítilli flug- vél frá Alaska, yfir Norðurpólinn og til Finnlands. Hingað kom hann beint frá Le Bourget-flugvelli við Parísarborg, og er það fyrsta eins manns flug á einshreyfílsvél þá leið. Eftir nokkra daga hyggst hann verða fyrstur til að fljúga einn í slíkri flugvél frá Reykjavík til Bangor í Maine-ríki á austurströnd Bandaríkjanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mack er hér á landi. Hann flaug orrustu- og sprengjuflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli á stríðsárun- um og kynntist þá konu sinni, Gyðu Breiðgörð, sem er úr Hafiiarfirði. Mack sagðist hafa fengið hug- myndina að Atlantshafsfluginu í kennslustund við háskólann í San José í Kaliforníu, þar sem hann kenndi flugvélaverkfræði og sigl- ingafræði. „Einn nemenda minna spurði hvað ég ætlaði að gera næsta sumar og ég svaraði í hálf- kæringi að kannski tæki ég flugvél- ina mína og flygi í einni lotu til Parísar. Ég varð auðvitað að standa við þessa yfirlýsingu til þess að nemendurnir gætu ekki kallað mig vindbelg. Margir spurðu þá hvað ég ætlaði að gera næst, og mér fannst að pólflug væri verðugt viðfangsefni." Mack segir pólflugið hafa verið erfitt. Það tók 19 stundir og 57 mínútur. „Segulkompás kom að engu gagni og ég varð að notast við snúðáttavita, sem tekur mið af geimnum en ekki segulskauti Jarð- ar og snúningur Jarðar ruglar stefnuna sífellt. Svo tók ég sólar- áttina og reiknaði þannig út stefn- una á Helsinki.“ Síðastliðið sumar flaug Mack sólóflug frá París til New York, öfuga leið við hið fræga Atlants- hafsflug Charles Lindberghs. Er hann kom til Parísar fyrir þremur dögum fór einn af forsvarsmönnum Aerospace-safnsins á Le Bourget- flugvelli fram á það við hann að safnið fengi að eignast flugvélina hans, þar sem Bandaríkjamenn hefðu fengið í sinn hlut The Spirit of Saint Louis, sem _ Lindbergh flaug til Parísar. „Ég sagðist myndu athuga það,“ sagði Mack. Vélarnar tilheyra flugklúbbi kenndum við þessa flugvélateg- und. 10 vélar voru frá ýmsum Evrópulöndum en ein er íslensk. Með vélunum komu 26 manns. Fólkið kom um tíuleytið að kvöldi og var hér í klukkustund. Það skoðaði eyjuna og fékk skjal því til staðfestingar að það hefði komið norður fyrir heimskauts- baug. Þennan sama dag komu fjór- ar flugvélar frá Flugfélagi Norð- urlands. Því lentu 15 flugvélar hér í Grímsey þennan dag, sem einnig er met. Bára Landfryst þorskflök hækka um 5 af hundraði í Bretlandi Fyrsta verðhækkun á þorski síðan í janúar 1987 Fisksölufyrirtæki Sambands- ins og Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bretlandi hækkuðu um mánaðamótin verð á landfrystum þorskflök- um um allt að 5%. „Þetta er í fyrsta skipti síðan í janúar 1987 sem verðhækkun Maður í haldi vegna mannsláts: Játar ryskingar við hinn látna SAKADÓMUR Reykjavíkur hefúr úrskurðað mann í tólf daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar á láti fertugs manns. Hann hefur játað að hafa verið staddur í húsi með hinum látna og lent í ryskingum við hann. Maðurinn hefiir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Maðurinn lézt á laugardaginn. Hann hafði komið heim til sín á föstudagskvöldið og kvartað und- an eymslum í maga. Um hádegis- bil á laugardag hringdu ættingjar hans á sjúkrabíl. Hann var þá meðvitundarlaus og báru lífgun- artilraunir læknis ekki árangur. Maðurinn bjó hjá foreldrum sínum. Hann mun hafa sagt þeim að hann hefði lent í ryskingum, en ekki við hvern eða hveija. Rannsóknarlögreglan hefur yfir- heyrt nokkra menn vegna máls- ins, auk hins handtekna. Niður- stöður krufningar um dánarorsök mannsins liggja ekki fyrir. hefur orðið á frystum þorski hér í Bretlandi,“ sagði Sigurður Á. Sigurðsson forstjóri Iceland Sea- food I/lt., dótturfyrirtækis Sam- bandsins, við Morgunblaðið. Friðrik Pálsson forstjóri SH staðfesti að landfryst þorskflök hefðu einnig hækkað í verði hjá Icelandic Freezing Plants Ldt., dótturfyrirtæki SH í Bretlandi, um mánaðamótin. „Við höfum beðið mjög lengi eftir tækifæri til að hækka þorsk- flökin,“ sagði Sigurður Á. Sig- urðsson. „Verð á þorski hefur far- ið lækkandi í vetur en núna gafst þetta tækifæri til verðhækkunar vegna aukinnar eftirspurnar á landfrystum flökum og markaður- inn hefur tekið því nokkuð vel.“ Sigurður sagði að þessa auknu eftirspurn mætti meðal annars rekja til þess að fyrirsjáanleg væri þurrð á þorski þegar kemur fram á haustmánuði. Þá hefðu frystihús Sambandsins framleitt frekar lítið af þorskflökum á Bret- landsmarkað undanfarið og birgð- ir væru því litlar. Hins vegar hefur orðið birgða- söfnun á sjófrystum þorskflökum í Bretlandi og verð á þeim hefur farið lækkandi frá því í vetur, að sögn Sigurðar. „Það var framleitt gífurlega mikið á íslandi af sjófrystum flök- um í febrúar, mars og apríl. Sá fiskur seldist ekki eftir hendinni og nú hafa okkar skip frestað frekari þorskframleiðslu að sinni þar til kaupin gerast betri á eyr- inni,“ sagði Sigurður Á. Sigurðs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.