Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 42
MQRGUNBLAEHÐ >ÞRIÐJUDAGUR- 4. JÚLÍ 1989 Anna S. Leopolds- dóttir - Minning Fædd 29. september 1944 Dáin 26. júní 1989 Hún Anna er dáin! Þetta hljómar svo einkennilega þegar hugsað er nokkra mánuði aftur í tímann og mynd hennar dregin fram, hún var ánægð og ætiaði að vinna sigur á þeim sjúkdómi sem hafði verið skuggi hennar á fjórða ár, hún átti sér drauma og hún átti sér vin. Lífið hafði svo sannarlega ekki verið neinn dans á rósum hjá henni Önnu Sigurbjörgu Leopoldsdóttur, en hún naut þess í svo ríkum mæli að vera innan um fólk, bæði vini og vandamenn að hún lét það ekki eftir sér að eyðileggja þær stundir með því að bera erfiðleika á torg og oft hefur fólk vanmetið aðstæð- ur hennar einmitt vegna þess. En það sem gerðist fyrir þrem mánuðum í lífi hennar, sá sjúk- dómur, heilahimnubólgan, bókstaf- lega heltók hana á örstuttum tíma og þeirri hetjulegu baráttu sem hún háði verður ekki lýst með fátækleg- um orðum, það geta þeir dæmt um sem fylgst hafa með sjúkdómslýs- ingu hennar þennan tíma. En aldrei hefur nokkur manneskja sem ég þekki þurft að taka annað eins út og hún þegar heilahimnubólgan var. á undanhaldi, allt sem hún þurfti að ganga í gegnum þennan tíma er svo hræðilegt og svo ótrúlega mikið að undrun vakti. Þá kom sér vel að hafa stjóm á skapi sínu, geta tekið því sem að höndum bar með stillingu og æðruleysi og bros- að gegnum tárin. Guð minn góður, því ertu svona miskunnarlaus, af hverju er sumt fólk látið kveljast svona mikið? Hversu oft síðustu mánuði hefur fólkið hennar Önnu ekki hugsað svona og kvalist með henni og ekk- ert getað gert, en hetjan okkar er fallin fyrir fullt og allt. En minning- in um elskulega mágkonu og mína bestu vinkonu lifir og ekkert fær tekið frá mér sem ég skal geyma í hjarta mínu það sem eftir er ævi minnar. Hún Anna Sigurbjörg, eins og hún hét fullu nafni, fæddist í Reykjavík, þann 29. september 1944, þeim hjónum Maríu Magnús- dóttur og Leopold Jóhannessyni, hún var frumburður þeirra og eina dóttir, en saman áttu þau 3 börn. Auk hennar Magnús, f. 1946, og Hall, f. 1948. Þegar Anna var 10 ára slitu foreldrar hennar samvist- ir, en einmitt þá byijar lífsbaráttan fyrir alvöru hjá Maríu og bömunum hennar þrem. Þau voru eftir ein i litla húsinu við Hlíðarveg 33 í Kópa- vogi, húsið sem átti bara að vera bráðabirgðahús þar til byggt yrði annað og betra hús á lóðinni, en í litla húsinu bjuggu þau í sautján ár og þrátt fyrir baslið í Kópavogin- um var þetta helgur reitur. Kópa- vogurinn og þá sérstaklega Kópa- vogsbúar voru alveg einstakir og fram á þennan dag er ég kynnt fyrir gömlum Kópavogsbúum með mikilli virðingu. Með ótrúlegri sparsemi og ráð- vendni tókst Maríu að ala börn sín upp og koma þeim til manns og gott betur. Það bættist 4. barnið í hópinn þegar Anna var 17 ára 1961, Elvar Steinn Þorkelsson, litli bróðir og augasteinninn þeirra allra. Anna lærði strax á unga aldri að fara vei með bæði andleg og veraldleg efni sem reyndist henni gott veganesti í lífinu og eitt er víst, sem best kom í ljós þessa 3 mánuði sem hún lá helsjúk á Landa- koti, að milli móður og dóttur lá þráður sem aldrei slitnaði, en varð sterkari og sterkari þegar neyðin stækkaði, þær miðluðu hvor ann- t Ástkær eiginkona mín, FANNEY EYJÓLFSDÓTTIR frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala að morgni 3. júlí. Jón Sigurðsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, frá Landakoti, Sandgerði, Hringbraut 92a, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 2. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja og Margrét Karlsdætur, tengdasynir og barnabörn. t Móðir okkar, INGIBJÖRG K. LÁRUSDÓTTIR, Fjölnisvegi 20, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 15.00. Sigurbjörg Ó. Bergsdóttir, Björn L. Bergsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR (KAJA), Dragavegi 6, lést í Hátúni 10b þann 30. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug Marinósdóttir, Jens Guðmundsson, Hallgrímur Marinósson, Arndís Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. arri af svo mikilli blíðu og nær- færni að undrun sætti. María sér nú á eftir einkadóttur sinni sem hún unni svo mjög. Anna átti fleiri systkini en að framan greinir því Leopold giftist aftur. Seinni kona hans er Olga Sigurðardóttir og eignuðust þau 4 börn saman, Jó- hönnu, f. 1956, Sigurð, f. 1957, Leif, f. 1965, og Margréti, f. 1967. Heimili þeirra var lengst af í Hreða- vatnsskála í Borgarfirði, sem var ekki eingöngu heimili þeirra, heldur einnig hinna barnanna og barna- bamanna því fjölskyldan stækkaði. Anna átti þar oft athvarf, hafði m.a. vetursetu þar með elsta barn sitt á öðru ári, Þórhall Björnsson, f. 31. 3. 1965, þann vetur kynnist hún Gunnari Má Ingólfssyni, frá Sauðárkróki, sem þá var að læra mjólkurfræði og giftust þau síðar. Saman eignast þau 2 börn, Unnar Þór, f. 11. janúar 1968, og Maríu Sif, f. 17. maí 1971. Anna og Gunn- ar stofna sitt fyrsta heimili á Sauð- árkróki, á Skógargötu 9, í litlu húsi. Þá strax er fjölskyldan orðin stór fyrir ungt fóik því þeim var fæddur sonurinn Unnar Þór og þremur árum seinna fæðist þeim dóttirin María Sif. Nokkru síðar ráðast þau í byggingu nýs íbúðar- húss í Víðihlíð 29, sem átti að verða þeirra framtíðarheimili, en margt fer öðruvísi en fólk ætlar og árið 1979 flytur Anna aftur suður á bóginn með fjölskyldu sína til Sel- foss og þar búa þau í u.þ.b. 3 ár. En upp úr því slíta þau endanlega samvistir og Anna byijar sína lífsbaráttu upp á eigin spýtur með bömin sín öll. Enga manneskju þekki ég sem gat komist eins vel af og hana Önnu. Af ekki miklum tekjum tókst henni að komast yfir húsnæði fyrir þau í Tunguseli 8 í Reykjavík, eftir þó nokkrar hrakn- ingar í leiguíbúðum. Yfir Önnu var mikil reisn, hún var góðum gáfum gædd, glæsileg á velli og hafði góða kímnigáfu, heiðarlegri og nákvæmari mann- eskju þekki ég ekki. Ég hugsaði það oft í gegnum árin að ef allir væm eins nákvæmir og hún væri margt betra í mannlífinu en það er. Að Önnu standa í báðar ættir mikið merkisfólk, heiðarlegt, vinnu- samt og sterkir persónuleikar, sem hver maður gæti verið stoltur af að tilheyra. Okkar kynni hófust þegar ég giftist bróður hennar, Magnúsi, 1968, með okkur tókust strax góð kynni sem aldrei bar skugga á. Margs er að minnast á yfir 20 ára tímabili. Sérstaklega er mér minnisstætt veturinn langa þegar við hjónin lentum í verulegum erfiðleikum þá hringdi hún í mig sem oftar og spurði hvað hún gæti gert og ég sagði: Ég vildi að þú værir komin til mín (en hún bjó á Sauðárkróki og ég í Kópavoginum). Hún sagði: „Ég kem“, sem hún gerði daginn eftir og var hjá mér um tíma. Hún var svo ótrúlega góð og nærfærin. Því miður voru oft vegalengdir á milli okkar, en við nýttum tímann vel, spjölluðum, saumuðum, pijónuðum og margt margt fleira. Margs er að sakna, en söknuður bama hennar óharðn- aðra verður samt mestur, góður guð gefðu þaim allan þann styrk sem þau þurfa, einnig ungu norsku tengdadótturinni, sem í annað skipti kemur til íslands, við erfiðar að- stæður. Foreldrum, systkinum og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð í sorg þeirra og sökn- t Hjartkær móðir okkar, ELÍN HELGA ÞORKELSSON, Lundarbrekku 2, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 1. júlí. Jóhanna Gísladóttir, Rannveig Gísladóttir, Ingibjörg Gisladóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRODDUR INGVAR JÓHANNSSON, Eikarlundi 22, Akureyri, andaðist 2. júlí. Margrét Magnúsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Svaldts Þóroddsdóttir, Grétar Örlygsson, Berghildur Þóroddsdóttir, Vignir Már Þormóðsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, ÞÓRIR ARNAR SIGURBJÖRNSSON, Fannarfelli 8, lést föstudaginn 30. júni. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg S. Oliversdóttir, Lára Þórisdóttir, Rakel Þórisdóttir, Oliver Þórisson, Valgerður Þórisdóttir, Indriði Jónsson, Samúel Ingi Þórisson, Linda Baldvinsdóttir, Gunnhildur Þórisdóttir, Haukur Sigurðarson, Hrafnhildur Jóna Þórisdóttir,Þórir Björgvinsson, Valgerður Anna Eyþórsdóttir, Sigurbjörn Einarsson, Lára Einarsdóttir, Hafdís Ófeigsdóttir og barnabörn. uði. Blessuð sé minning hennar. Björk Valsdóttir Það var síðsumars 1960 og ég var búin að fá skólavist á héraðs- skólanum á Laugarvatni um vetur- inn en hafði brugðið mér á ball í Sigtúni eina helgi áður en ég færi austur yfir heiði. Þar tók ég eftir hávaxinni og glæsilegri stúlku á mínu reki,._sem ég hafði aldrei séð áður. Mér varð starsýnt á hana því hún bar sig svo vel. Ékki áttum við orðaskipti þá, og það var ekki fyrr en kom á Laugarvatn að við skóla- félagarnir Anna Leopoldsdóttir kynntumst og bundumst þeim vin- áttuböndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Hún var tryggur vinur, hjartahlý og lagði jafnan gott til allra, tók þátt í sorg þeirra og raunum þegar á móti blés, en gladdist jafn inni- lega með þeim þegar vel byijaði. Anna var æðrulaus í mótlæti og þegar hún lá banaleguna undraðist ég oft lífsvilja hennar og ótrúlegt skopskyn mitt í hræðilegum þján- ingum. Anna Leopoldsdóttir var dóttir Leopolds Jóhannessonar, sem oftast er kenndur við Hreðavatnsskála í Norðurárdal og konu hans, Maríu Magnúsdóttur. Hún átti elsta son sinn, Þórhall, sem nú býr í Noregi, með Birni Ólafssyni, en síðar kynnt- ist hún eiginmanni sínum, Gunnari Má Ingólfssyni, mjólkurfræðingi frá Sauðárkróki, og átti með honum Unnar Þór og Maríu Sif, sem búa í Reykjavík. Eftir að þau Gunnar slitu samvistum flutti hún ásamt börnum sínum til Reykjavíkur og vann þar við skrifstofustörf meðan henni entist heilsa. Anna safnaði ekki veraldlegum auði, en samt var það eins og að koma inn í ríkidæmi að heimsækja hana, hvar sem hún bjó, svo lagið var henni að nýta á smekklegan og listfengan hátt það sem til féll. Hún lét ekki lítil efni aftra sér frá því að njóta þess sem gladdi augu hennar. Ég man eftir því, þegar hún leigði sér málverk til að hafa á veggjunum, og öllu stússinu sem fylgdi því, að skipta um verk þegar þurfti og hengja upp ný. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Önnu og átt hana fyrir vinkonu. Hún hafði alltaf svo mikið að gefa öðrum, og þrátt fyrir hennar egin erfiðleika og veikindi síðustu árin hafði hún alltaf tíma til að fylgjast með öðrum, hjálpa þeim og hugga. Það var yfir henni reisn og hana prýddu allir þeir kost- ir og eiginleikar, sem stundum eru tileinkaðir höfðingjum. í stuttri minningargrein er ekki hægt að skýra vináttu sem skapast og verður svo sterk, að ekkert slær á hana fölskva. Það er eins og tveir hugir mætist og verði samstiga í gegn um tíðina jafnvel þótt fjöll og landsfjórðungar skilji þá að. Sorg- ina er ekki heldur hægt að skil- greina. Það gera skáld. En mig langar til að segja, að Anna var mér mjög kær. Það er grimmilegt að hún skyldi ekki fá að lifa leng- ur, því hún kunni svo vel að njóta þess að vera til. Vináttu okkar á ég meðan ég lifi. Við í Garðabænum og fjölskylda mín öll sendum for- eldrum hennar, börnum og systkin- um samúðarkveðjur, ojg þá ekki síst Maríu, móður hennar, sem misst hefur bæði dóttur og vin. Megi Guð blessa minningu Önnu, og blessa ykkur öll. Starfsfólki gjörgæsludeildar Landakotsspítala færi ég hugheilar þakkir fyrir viðkynninguna. Það fólk rækti sín erfiðu störf af slíkri kostgæfni og alúð og sýndi Önnu svo mikla hlýju þá þijá mánuði sem hún lá þar, að þess verður ekki lát- ið ógetið. Halla Magnúsdóttir Veturinn var harður og vorið kalt, óþreyjufull var biðin eftir hlýj- um sumardögum. í þann mund er sú von okkar rættist að sumarið tæki völdin, lauk baráttu ungrar konu, í þijá mánuði stóð stríðið milli lífs og dauða. Læknar lögðu fram mátt tækni og þekkingar, hjúkrunarfólk vakti nótt sem dag og veitti allt það besta sem starf þess bauð. Mannleg hlýja og mikil hugsun var látin í té þessa vordaga, en sigurinn var dauðans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.