Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 37 Norðlenskur kraílur í Noregi eftirKára Elíson Kraftlyftingamenn frá Akureyri brutu enn einu sinni blað í íslenskri íþróttasögu er þeir stóðu fyrir vel heppnaðri bæjakeppni í kraftlyft- ingum milli Akureyrar og Stavang- er 27. maí sl. Þetta var fyrsta og eina bæjakeppnin sem fram hefur farið í kraftlyftingum milli íslenskra og erlendra kraftlyftingamanna. En áður hafa Akureyringar staðið fyrir nokkrum vinabæjakeppnum í lyft- ingum hér á árum áður. Þar sem OL-lyftingarnar hafa nánast misst alla athygli og þrótt hafa nú kraft- lyftingamenn sýnt fordæmi og tekið upp merkið, með því að stuðla að auknum norrænum samskiptum og kynningu á hinni tilkomumiklu kraftlyftingaíþrótt. Fimmtudaginn 25. maí lagði 7 manna hópur okkar frá Keflavík með flugi til Noregs. í Stavanger tók á móti hópnum útlagi vor og olíufursti, Freyr Aðalsteinsson, en hann hafði veg og vanda af heim- sókn okkar og átti hugmyndina að þessari keppni. Stavanger er 100.000 manna borg sem liggur Þarna hittum við norska liðið og varð þeim starsýnt á heimskauta- bangsann. Annað eins fyrirbrigði höfðu þeir aldrei séð, en þeir eiga nú eftir að sjá loðfílinn okkar... Þegar Gunni „stúdent“ sá formann Stavanger-klúbbsins sem er ljós- hærð fegurðardís, sagði hann við Flosa: „ Það væri munur ef við hefðum svona fallegan formann.“ Keppnin var sveitakeppni, hvor sveit skipuð 5 mönnum og skyldu úrslit ráðast af stigum eftir alþjóð- legri stigatöflu. Akureyri náði snemma forystu í keppninni og sigurinn var öruggur allt til enda. Flosi gekk fram fyrir skjöldu eins og formanni sæmir og var í feikna stuði, bætti Akureyrar- metið í samanlögðu um ein 7,5 kg. Gunnar Magnússon komst einnig vel frá þessari eldskírn á erlendri grundu eftir skakkaföll í upphafi og náði að setja persónulegt met. Aðrir sigldu af öryggi gegnum keppnina, þar sem liðsheildin skipti öllu. Sérstaka hrifningu manna vakti þó Víkingur, þegar þessi æf- ingarlausi togarajaxl þeytti upp 300 kílóum í réttstöðulyftu, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara. Bæjakeppninni var síðan slitið 1. sæti, sveit Akureyrar. Úrslit keppninnar: Lþ. Hnéb. Bekkur Rstl. Sml./kg. Stig Kári Elíson 71,4 230,0 157,5 260,0 647,5 447,68 Flosi Jónsson 93,7 280,0 160,0 285,0 725,0 414,7 Víkingur Traustason 123,3 270,0 185,0 300,0 755,0 395,16 Kjartan Helgason 98,3 250,0 142,5 235,0 627,5 350,33 Gunnar Magnússon 82,5 190,0 107,5 175,0 472,5 292,61 Saml. 1900,50 2. sæti, sveit Stavanger. Freyr Aðalsteinss. 79,6 225,0 142,5 250,0 617,5 392,23 Kurt Vatnaland 82,7 220,0 127,5 230,0 577,5 357,06 Jorn Andersen 76,1 200,0 117,5 210,0 527,5 346,56 Jonny Brudevoll 77,1 207,5 115,0 212,5 532,5 346,39 Ketil Tollefsen 114,3 290,0 160,0 125,0 575,0 305,90 Saml. 1748,16 við Norðursjóinn í 580 km ijarlægð frá Osló. Áthygli okkar vakti að með ávörp því að skipst var á i flutt og verðlaun gjöfum, afhent. um 90% allra húsa eru úr timbri. Stavanger er einn af uppgangs- bæjum olíuiðnaðarins og eru þarna olíufurstar á hveiju strái. Hópurinn gisti allur hjá íslendingum vítt og breitt um borgina. Þeir Flosi Jóns- son og greinarhöfundur voru heima hjá Frey. Hann býr við merkilega götu sem heitir Vaganessvingen. Sagt er að Haraldur hárfagri hafi fyrir einhveijum öldum síðan háð þar lokaorrustu sína við að kristna Noreg. Gunnar Magnússon, „stúdent, inn“ og VíkingurTraustason „heim- skautabangsi“ voru hins vegar sett- ir í „einangrun" á eyju sem heitir Búaey. Gistu þeir hjá skemmtileg- um náunga, Erni Guðsteinssyni, sem vinnur sem borholu-„spesia- listi“ á Norðursjónum. Kjartan Helgason, „Gatti grimmi“, og frú hans, Elín, gistu hjá vinafólki sínu og Rúnar Friðriksson „fjósafrömuð- ur“ var hjá hressum hjónum í mið- bænum. Á föstudeginum var farið með einkarútu upp á hálendið. Nátt- úrufegurð Noregs er með hrika- legra móti og varla hægt að lýsa því sem fyrir augu bar með veik- burða orðum. í skoðunarferð þess- ari gerðist það helst, að Kári fékk þursabit í bakið og varð að liggja að mestu bakk, í aftognunarstell- ingu. Þegar aftur var komið til Stavanger fóru menn í heimsóknir eða hvíldu sig fyrir átök morgun- dagsins. Áður en við gestirnir lögð- umst til svefns heima hjá „útlagan- um“ sáum við hann heyja hatramm- ar orrustur við öðruvísi óvini en sá hárfagri forðum daga, eða við stærðar köngulær, nokkurs konar „black vidows“. — „Þetta eru hvim- leiðir leigjendur sem borga auk þess enga húasleigu," hafði Freyr um þær að segja. Laugardaginn 27. maí fór síðan keppnin fram. Freyr vakti gesti sína snemma morguns með því að hoppa hressilega ofan á þeim. Liðinu var hóað saman og haldið til Björns Gym. Þar er Kraftlyftingaklúbbur Stavanger í 500 fermetra húsnæði. Kraftlyftingafélag Akureyrar fékk fyrir sigurinn glæsilegan eignarbik- ar og Kári fékk verðlaun sem besti maður keppninnar, en í öðru og þriðja sæti urðu þeir Flosi og Víkingur. Verðlaun sem besti Norð- maðurinn hlaut Freyr, og vakti það mikla kátinu viðstaddra. Um kvöldið bauð Kraftlyftinga- klúbbur Stavanger til samsætis, en á sunnudeginum var farið í útsýnis- ferð um Stavanger og nágrenni, m.a. litið á fullkomnasta borpall heims sem vegur fleiri þúsund tonn og gengur fyrir 12 þúsund hestöfl- um og kemst 14 hnúta. Heim til klakans var síðan farið mánudaginn 29. maí. Það má segja að ákaflega Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Helstu Shell- - og Esso -stöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf. s. 77878, 985-29797. Tilbúinii stitlu eyðii Keppendur Akureyrar, talið frá vinstri: Víkingur Traustason, Kári Elíson, Gunnar Magnússon, Flosi Jónsson og Rúnar Friðriksson farar- stjóri. Á myndina vantar Kjartan Helgason. „Þegar Gunni „stúd- ent“ sá formann Stavanger-klúbbsins sem er Ijóshærð fegurð- ardís, sagði hann við Flosa: „ Það væri mun- ur ef við hefðum svona fallegan formann.““ vel hafi tekist til með þessa fyrstu bæjarkeppni í kraftlyftingum. Ekk- ert slor fyrir smábæ af norðurhjara að sigra í keppni við 300 manna klúbb, í borg sem telur 100.000 manns. Stefnt er að þ ví að keppn- in fari aftur fram á Akureyri eftir 2 ár. Höfundur er kraftlyftingamaður. „Ferðumst í góðu skapi" segjum við og bendum fjölskyldufólki nh.a. á að syngja í bílnum. Okkar var því ánægjan að ganga til samstarfs við Birgi Gunnlaugsson og félaga og gefa út snældu með vinsælum barnalögum. Krakkarnir úr Seljaskóla syngja lögin eins og best veður á kosið og ekki spillir Eddi frændi spólunni með sínum góðu ráðum í umferðinni. Umferðarráð óskar ungum sem gömlum góðrar og slysalausrar ferðar. Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri. SIGGI VAR ÚTI 1,15 Lag: Norskt þjóðlag. Texti; Jónas Jónasson. HJÓLIN Á STRÆTÓ 1,17 Óþekktur höfundur. UPP Á GRÆNUM HÓL 1,45 Lag: Ólafur Gaukur. Texti: Hrefna Tynes. ÚT UM MELA OG MÓA 2,44 Þjóðvísa. RAUTT, RAUTT, RAUTT 1,00 Lag: Hæ, hæ, hæ, höldum burt úr bæ. SÉRTU GLAÐUR 2,22 Lag: Erlent. Texti: Val. Óskars. FINGRASÖNGUR 2,06 Þjóðlag. TÍU GRÆNAR FLÖSKUR 2,48 Þjóðlag. LETIDANSiNN (HUBBA HULLE) 2,07 Lag: Erlent. Texti: B. Gunnlaugsson. BÍLALAG 1,45 Lag: N.N. Texti: N.N. AFI MINN OG AMMA MÍN 2,05 Þjóðlag. FINGRALEIKUR 1,45 Lag: Erlent. Texti: B. Gunnlaugsson. UM LANDIÐ BRUNA BIFREIÐAR 1,07 Magnús Pétursson. RÚLLANDI, RÚLLANDI 2,37 Þjóðlag HÖFUÐ, HERÐAR ... 1,00 Hermann Ragnar Stefánsson. HORFA Á BÁOAR HENDUR 0,50 Lag: Riðum heim til Hóla. Texti: Þorsteinn Valdimars. FUGLADANSINN 1,20 Lag: Tómas F/Rendal. DAGARNIR 1,05 Þjóðvisa. MINKURINN í HÆNSNAKOFANUM 4,42 Ómar Ragnarsson. Undirleik og útsetningar annast hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. 12 krakkar úr kór Seljaskóla syngja. Þau heita: Sædis Magnúsd., Sigurborg Hjálm- arsd., Bragi Þór Valsson, Gunnar Örn Sigvalda- son, Sigurður Bjarni Gíslason, Þorsteinn Már Gunnlaugsson, Dröfn Ösp Snorrad., Hildur Ágústsd., Elsa Karen Jónasd., Sólveig Guð- mundsd., Linda Leifsd. og Þórdís Benediktsd. Útgefandi og dreifing: Hljómplötuútgáfa Birgis Gunnlaugsson- ar, Skeifunni 19, Reykjavík, sími 91- 689440. FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS ifbU^r0" OSTAOG SMJÖRSALANSE Bitruhálsl 2 — Beykjavlk — Siml «2511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.