Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 Frá Berufirði. Frá Borgarfirði eystri. Hringferð írá Reykja- vík til Austurlands eftirBaldur . Sveinsson Ferðin hefst í Reykjavík og verður ekið sunnan jökla til Fljótsdalshér- aðs. Fyrst liggur leiðin um hið mikla og gróðursæla undfrlendi Árnes- og Rangárvallasýslu allt austur undir Eyjafjöll. Til vinstri handar ber lengi við himin eldfjallið heimsþekkta Heklu með snæ á kolli, en til hægri handar er hið landsþekkta höfuðból Oddi á Rangárvöllum. Sögustaði Njálu ber fyrir augu og hlíðin fríða, sem Gunnar vildi ekki yfirgefa. Ekið er undir tignarlegum hlíðum Eyja- flalla, sem líða hjá eins og mynd á tjaldi. Numið verður staðar í Vík í Mýrdal og rétt úr sér eftir setuna í bílnum. Fomir sjávarhamrar eru austan kauptúnsins, en Reynisíjall með greyptum hamrabrúnum fyrir vestan. Skammt er héðan að fjöru- sandi. Eftir skamma hvíld er ekið áfram yfir Múlakvísl og austur Mýr- dalssand. Hann er frekar tilbreyting- arlítill, en augun gleðja þó nokkur kennileiti. Hjörleifshöfði grasi vafinn í suðri, en Hafursey og Mýrdalsjök- ull í norðri. Þegar sandur er að baki er farið yfir stórfljótin, Skálm, Tungufljót og Eldvatn. Tekur þá við hið mikia Skaftáreldahraun, sem rann 1783 og olli hinum geigvænlegu Móðuharðindum. Skammt er nú til Kirkjubæjarklausturs, en að sögn Landnámu máttu þar ekki heiðnir menn búa. Heiðinn maður, sem ætl- aði að hnekkja þeim ákvæðum, varð bráðdauður við túngarð, svo að þær tilraunir voru ekki aftur reyndar. Vafalaust munu ferðamenn eiga þama góða nótt í kyrrlátu umhverfi. Ekki er hægt að aka þarna hjá garði án þess að nema staðar og skoða hina stílhreinu kapellu kennda við Jón Steingrímsson eldklerk og fleira sem einkennir staðinn. Því næst verður ekið austur Síðuna og stefnt austur í Fljótshverfi. Við Dverghamra, hina furðulegu náttúr- usmíð, verður numið staðar. Ló- magnúp, hið mikilúðlega standberg, ber fyrir augu og Núpsstað, bæinn í faðmi fjallsins. „Ogjötunninn stend- ur með járnstaf í hendi, jafnan við Lómagnúp" og var land og fljót fyr- ir illum öflum, sem steðja að landi úr suðurátt. Aðrir öflugir landvættir verja hinar höfuðáttirnar. Leiðin liggur síðan yfir fljótin ströngu, Núpsvötn og Skeiðará og við erum bráðum komin til Skaftafells og hæsta fjall landsins gnæfir þar við himin í austri. Þá tekur við Óræfa- sveit undir jaðarfjöllum jöklanna og brátt erum við komin austur á Breiðamerkursand og stönsum við lón Jökulsár. Oftlega sigla þar um lónið tígullegar jökulborgir marg- breytilegar í útliti og er unun á þær að horfa. Næst taka við Suðursveit og Mýrar og verður ekki áð fyrr en í Höfn í Hornafirði. Þar mun verða dvalið um stund og kauptúnið skoð- að. Nýleg kirkja og glæsilegt hótel setja svip á staðinn. Af Almanna- skarði er útsýni mikið í björtu veðri einkum til vesturs og sjálfsagt að nema þar staðar. Leiðin liggur þessu næst um Lón og fyrir Austurhorn um Hvalnesskriður. Bærinn Hvalnes, sem nú mun vera kominn í eyði, stendur í kvos undir hrikalegum hamraflugum og _er þangað tignar- legt heim að líta. Áfram verður hald- ið inn fyrir botna næstu fjarða og numið staðar á Djúpavogi og áð þar um stund. Landslag er þarna allsér- stætt og standa mörg húsanna í skjóli huldufólksborga, en um staðinn heldur vörð hinn tignarlegi Búlandst- indur. Djúpivogur er þekktur úr verslunarsögu okkar íslendinga, því að á einokunartímanum áttu bændur allt frá Skeiðará að sækja þangað verzlun og er það dtjúgur spölur og erfiður. Ekið er nú fyrir botn Beru- fjarðar, út fyrir Streitishvarf og til Breiðdals. Milli BerufjarðarogBreið- dals er réttnefndur Tindaskagi og er frá Breiðdalnum mjög tignarlegt að horfa til suður- og vesturijalla. Er nú stutt leið eftir um Breiðdals- heiði til Fljótsdalshéraðs. Þar er gott að hafa næturhvíld og skoða að morgni nálæga staði og Héraðið sjálft. Áætlað er að aka til Borgarfjarðar og skoða sig þar um. Fyrst liggur leiðin um Eiða- og Hjalta- staðaþinghá og yfir fjöllin til Njarðvíkur um Vatnsskarð. Rétt við veginn í landi Ketilsstaða í Hjalta- staðaþinghá er hlýlegur hvammur og stendur þar sumarhús meistara Kjarvals. Hélt hann þar til á sumrum um 20 ára skeið. Eins og flestir vita var æskuheimili hans í Geitavík í Borgarfirði. Milli Borgarfjarðar og Njarðvíkur eru hinar illræmdu Njarðvíkurskriður. Að fornu hélt sig óvættur þar í skriðunum sem grand- aði ferðamönnum. Var loksins ráðið niðurlögum hennar árið 1306. Stend- ur síðan kross þar við veginn, þar sem menn lásu bænir sínar, áður en lagt var út á hinn tæpa stíg. Nú liggur þar breiður vegur um skriðurnar. Borgarfjörður er frægur fyrir sín fag- ursköpuðu og litríku fjöll. Hvílir þar mest tign yfir Dyrfjöllum í vestri, en austan megin eru þau litfegurri. Borgin, sem fjörðurinn er við kennd- ur, er fyrir botni fjarðarins og er þar mikil álfabyggð. Góðir álfar eru norð- an megin í Borginni, en öllu verri og hrekkjóttari að sunnanverðu. Eftir að búið er að litast um í Borgarfirði er sama leiðin ekin til baka, en þó skoð- að sig aðeins um í Hróarstungu í heimleiðinni. Þar næst tekur við að skoða sig um á Héraði áður en stefnan er tek- in til Vopnafjarðar, en þar verður gist næstu nótt. Verður nú ekið umhverfis Löginn og þekktir staðir skoðaðir. Verður þá fyrst heimsóttur Hallormsstaðaskógur, enda liggur þjóðleiðin gegnum hann. Valþjófs- staður, merkur kirkjustaður, verður næstur á ökuleiðinni og síðan Skriðu- klaustur., fyrrum eign Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Valþjófs- kirkja á ýmsa merka muni, sem vert er að sjá, en þó mun frægust hin forna hurð kirkjunnar, sem nú er geymd í Þjóðminjasafni. Nákvæm eftirlíking hennar er í kirkjunni. Á Skriðuklaustri er mjög sérkennileg bygging sem Gunnar lét reisa og er sagt að arkitektinn væri sá sami og teiknaði Arnarhreiður Hitlers. Ekið verður síðan sem leið liggur vestan fljótsins til Hlaða við Lagarfljótsbrú. Liggur nú leiðin til Jökuldals og verð- ur Jökulsárhlíð skoðuð áður en stefn- an er tekin til Möðrudals. Ef veður er bjart og gott er hressandi að fá sér göngutúr að Skessugarði á Grjót- garðshálsi og skoða ummerki ísald- ar. Áð verður um stund í Möðrudal, en síðan ekið til Vopnafjarðar og gist þar. I Vopnafirði er margt að sjá og gerum við ráð fyrir að veður verði bjart, svo að hin tignarlegu fjöll að sunnan og austan fái að njóta sín. Ekið verður um flesta færa vegi byggðarinnar og það markverðasta skoðað, Komið verður meðal annars að Burstafelli og gamli bærinn skoð- aður og þeir munir sem þar eru varð- veittir. Komið verður að kirkjustaðn- um Hofi og þeir sem vilja geta feng- ið sér góðan sundsprett í ágætri sundlaug í Selárdalnum. Farið verður eins langt eftir suðurströnd fjarðar- ins og kostur er á. Næstu nótt verð- ur aftur gist í Vopnafirði. Nú liggur leiðin frá Vopnafirði til Lauga í Reykjadal. Þegar komið er upp á Burstafellið er sjálfsagt að stansa og horfa yfir hina fríðu sveit í kveðjuskyni. Héðan liggur leiðin upp á Möðrudalsöræfin um Langadal og síðan um Víðidal til Grímsstaða á Fjöllum. Frá Grímsstöðum liggur leiðin um glæsilega brú á Jökulsá og um fremur gróðursnauð Mývatns- öræfi til Mývatnssveitar. Er ætlunin að njóta þeirrar fögru sveitar eins lengi og kostur er á. Gengið verður um Dimmuborgir og unaðslegan gróðurreit Höfðans. Komið verður að sjálfsögðu að Reykjahlíð og einn- ig að Skútustöðum, þar sem hægt er að ganga um sérkennilegt gervi- gígasvæði. Um kvöldið er komið til Lauga og gist þar, enda góður stað- ur til þess að safna kröftum fyrir ferðina suður Sprengisand. Frá Laugum er farið snemma því að löng leið er fyrir höndum. Stansað verður við Goðafoss, áður en ekið er fram Bárðardal. Hér verða jarð- fræðileg umskipti, því að vestan dals- ins er blágrýti, en austan hans tekur við móbergssvæðið. Talið er að þetta sé sigdalur, en hann er kenndur við landnámsmanninn Bárð son Heyj- angurs-Bjarna og bjó hann að Lund- arbrekku. Fremur er stijálbýlt í daln- um og kemur þá í hug vísa Látra- Bjargar: „Bárðardalur er besta sveit, þótt bæja sé langt á milli, þegið hef ég í þessum reit, þyngsta magafylli.“ Skjálfandaflót rennur eftir dalnum. Sjálfsagt er að fara að Aldeyjarfossi og skoða undraheim rósaflúrsins í bergveggjum gljúfursins, því að þarna hefur Iistsköpun náttúrunnar náð fullkomnun. Stansað verður í skálanum í Nýjadal og nestið borð- að. Áfram verður síðan haldið til Reykjavíkur. Er þá lokið langri ferð og skipulagningu hennar fellur von- andi að smekk margra sem vilja leggja leið sína um landið og afla sér fróðleiks um staðhætti og sögu í leiðinni. Leitiö til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.