Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 22
22 Heildarupphæð vinn- inga 1. júlí 1989 var kr. 3.945.753,-. 2 höfðu 5 rétta og fær hvor kr. 908.258,-. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 78.869,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.319,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 351,-. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Siónvarpinu. Sími685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 1 x67 @67676711 1 — — . J Steindór Sendibílar MÓRbú^BLAÐÍÖ 'ÞRÍÐÍUtlAGtíR'iriMi' 1989 Palme-morðið: Vitni gefur Pettersson nvja fíarvistarsönnun Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara ALDRAÐUR Svíi kom Christer Pettersson, sem ákærður er fyr- ir morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, til- hjálpar við yfirheyrslur í morð- málinu í gær er hann fullyrti að hann hefði séð hinn ákærða fjarri morðstaðnum um það leyti sem ódæðið var framið. Algot Asell, en svo heitir hinn 68 ára gamli húsvörður, sem bar vitni í gær, sagðist hafa séð Pett- ersson á jámbrautarstöð 40 kíló- metrum.fyrir norðan Stokkhólm um það leyti sem morðið var fram- ið. Kemur það heim og saman við framburð þess ákærða, sem hefur stöðugt haldið því fram að hann hafi haldið heimleiðis með lest sem farið hafi úr miðborg Stokkhólms rétt fyrir klukkan 11 um kvöldið. Vegna ölvunar hefði hann sofnað í lestinni og ekki rankað við sér fyrr en á endastöð, í Mársta, um hálftólf-leytið. Þaðan hafi hann farið til baka með næstu lest. Asell segist hafa séð Pettersson sitjandi á bekk í Mársta-stöðinni og kveðst hafa farið þaðan með lest klukkan 23.40, eða þeirri sömu og Pettersson segist hafa farið með til baka. Olof Palme var myrtur skammt frá Grand-kvik- myndahúsinu í miðborg Stokk- hólms klukkan 23.21. Asell sagðist viss um að hann ruglaði Pettersson ekki saman við annan mann. Hann hefði þekkt Pettersson strax því hann hefði séð hann mörg hundruð sinnum þar sem þeir byggju á sömu slóð- um. Þrátt fyrir ítrekaðar spumingar Anders Helins saksóknara svaraði Asell hiklaust og þóttí framkoma hans öll í réttinum og viðbrögð traustvekjandi. Enginn er til að staðfesta framburð hans en tilsvör hans þykja samt styrkja málstað Petterssons og veijenda hans. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslum í Palme-málinu ljúki 10. júlí. Frétta- ritara vísað frá Kúbu Heimspekingurimi A. J. Ayer látinn London. Reuter. BRESKI heimspekingurinn Alf- red Jules Ayer lést á miðviku- dag í síðustu viku, 78 ára að aldri. Ayer hefur verið í hópi virtustu heimspekinga síðan hann skrifaði bókina Tungu, sannleika og rökfræði er hann var 26 ára gamall. Að loknu námi í Eton-mennta- skólanum hlaut Ayer styrk til náms í Oxford. Tuttugu og eins árs gömlum var honum boðin kennarastaða við háskólann þótt hann hefði ekki lokið prófi. Aður en Ayer tók við stöðunni dvaldist hann ijóra mánuði í Vínarborg í samneyti við hinn fræga Vínar- hring. Sú vist með mörgum af þekktustu vísindaheimspekingum heims hafði varanleg og mótandi áhrif á Ayer. Hann tileinkaði sér þá hugsun Austurríkismannanna að hátimbraðar, frumspekilegar vangaveltur séu á, misskilningi byggðar, að hægt sé að afhjúpa innihaldsleysi þeirra með ná- kvæmri rannsókn tungumálsins og að hver sú setning, sem ekki er hægt að ganga úr skugga um að sé sönn, sé í raun merkingar- iaus. Alla tíð síðan hefur Ayer verið einn þekktasti talsmaður •pósitívista. Ayer, sem var þríkvæntur, var kunnur í Bretlandi fyrir margví- sleg áhugamál sín eins og til dæmis knattspyrnu. Á sjötta ára- tugnum kastaði hann öðru hvetju prófessorsskikkjunni til þess að koma fram í sjónvarpsþáttum sem annálaðir urðu fyrir skemmtileg- heit og leiftrandi gáfur heimspek- ingsins. Havana. Reuter. EINN fréttaritara Reuter - fréttastofimnar á Kúbu var rek- inn úr landi á sunnudaginn og gefið að sök að hafa farið með lygar. Gilles Trequessar, fréttaritari, var vakinn af lögreglu á sunnu- dagsmorgun, fluttur út á flugvöll- inn í Havana og sendur með fyrstu vél til Toronto í Kanada. Trequess- ar var gefið að sök að hafa logið því í frétt sem hann sendi frá sér á laugardag að félagi í stjórn- málaráði Kommúnistaflokks Kúbu, Osmany Cienfuegos, hefði leitað hælis hjá sendiráði Venezúela í Havana. í fréttinni var þess getið að ekki væri vitað hvort atvik þetta tengdist á einhvem hátt réttar- höldum yfir Arnaldo Ochoa Sanc- hez hershöfðingja sem sakaður er um fíkniefnasmygl. Fréttin var höfð eftir manni sem sagður var nákominn fjölskyldu Cienfuegos en tekið fram að hún hefði ekki fengist staðfest. Trequ- essar er einnig sakaður um að hafa logið því í frétt sinni að yfir- maður kúbverskrar ferðaskrif- stofu, Abraham Maciques, væri nú í stofufangelsi vegna gruns 'um aðild að fíkniefnamáli. Tafir í flugi frá Spáni Mæjorku. Reuter. Ferðamenn á heimleið frá eynni Mæjorku þurftu að bíða í allt að tólf tíma eftir að vélar sem þeir áttu bókað far með færu frá flugvellinum á Mæj- orku á sunnudaginn. Flestir töfðust þó aðeins um þijá til fjóra tíma en flugmálayfirvöld sögðu tafirnar stafa af mikilli flugumferð og verkfalli á flug- vellinum í Marseilles í Frakk- landi. Búist var við að um 1000 flugvélar og 100.000 farþegar færu um flugvöllinn á Mæjorku um síðustu helgi. Flórída: Herferð gegn fíkniefnum Miami. Reuter. Fíkniefnalögreglan á Flórída handtók um 2.200 manns í herferð gegn fíkniefn- um um helgina. Um eitt þús- und lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum er beindust eink- um gegn seljendum og notend- um krakks, sem er ódýr en mjög hættuleg tegund af kók- aíni. Um þriðjungur hinna grunuðu var handtekinn í ná- grenni borganna Miami og Fort Lauderdale og um 400 voru handteknir í sveitahéruð- um í norðanverðu Flórída. Lögreglan tók í sína vörslu um 50.000 Bandaríkjadali (um þijár milljónir ísl. króna), 291 bíl, um 3000 mola af krakki og 4,5 kíló af kókaíni. Ítalía: Mannræningj- ar senda eyra í pósti Róm. Reuter. Hluti af eyra Marzios Perr- inis, sem rænt var á Ítalíu í desember sl., fannst í póst- kassa í Róm á sunnudag. Hringt var í dagblað þar í borg og tilkynnt hvar eyrað væri að finna. í sama umslagi var mynd af Perrini. ítalskir mannræningjar hafa fyrr skorið eyru af fórnarlömbum sínum til þess að þrýsta á að lausnargjald verði greitt. Talið er að mannræningjar feli Perr- ini og fimm aðra menn í skógi vöxnu fjallahéraði á Suður- Ítalíu. Lögreglan er nú að hefja aðgerðir gegn mannræn- ingjunum á þessu svæði. Þús- undir lögreglumanna munu taka þátt í leit að mönnunum næstu daga og nota til þess þyrlur og sporhunda. Sádí-Arabía: Sjö konur tróð- ust undir Riyadh. Reuter. Sjö konur biðu fyri skömmu bana þegar þær tróðust undir í brúðkaupsveislu í Sádí- Arabíu. Rafmagnið fór af og þá þustu boðsgestimir, sem voru allt konur, út úr veislunni með þeim afleiðingum að sjö létust. Þrjáreru alvarlega slas- aðar og 22 meiddar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.