Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 15
.MORGjUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 15 Sænsk skólabörn heimsækja Island Hópur sænskra skólabarna frá bænum Sveg í Haijedalen í Norður- Svíþjóð var hér á ferðalagi í vor í för með kennara sínum og foreldr- um nokkurra barnanna. Alls taldi hópurinn um 35 manns og dvaldi meðal annars í góðu yfirlæti á Húsavík um nokkurra daga skeið, þar sem nemendur og starfsfólk grunnskólans á Húsavík tók á móti þeim. Myndin sýnir hópinn kvöldið fyrir brottförina fyrir framan félagsheimilið Þróttheima, þar sem hópurinn gisti í Reykjavík. Varði doktorsritgerð í rafinagnsverkfræði GUÐLEIFUR M. Kristinundsson-1 raftnagnsverkfræðingur varði hinn 14. mars sl. doktorsritgerð við verkfræðideild Flóridaháskóla (University of Florida) í Banda- ríkjunum. Ritgerðin fjallar um niðurstöður rannsókna á sviði orkuflutnings með jafnstraumi, einkum er varðar tengingu jafii- straumskerfa við veikbyggð rið- straumskerfi. í ritgerðinni, sem ber heitið „Effects of Ac System Frequency Spectrum on Commutation Failures in HVDC Inverters", er gerð grein fyrir nýjum hugmyndum er varða náin orsakatengsl á milli sveiflueigin- leika riðstraumskerfisins og straum- skiptatruflana á áriðilsstöð jafn- strajimskerfjsins, en slíkar truflanir valda rekstrarörðugleikum í sam- tengingu raforkukerfa af þessu tagi. Sýnt er fram á að verulega má draga úr líkum á straumskiptatruflunum með því að breyta tíðni þess sveiflu- háttar sem ráðandi er í riðstraum- skerfinu. Þá er í ritgerðinni greint frá ítarlegum kerfiseftirlíkingum sem gerðar voru og sem styðja fyrr- greindar niðurstöður, en þær eru taldar hafa þýðingu fyrir ört vaxandi uppbyggingu jafnstraumskerfa víða um heim. Dr. Guðleifur er fæddur í Hafnar- firði 29. mars 1949, sonur hjónanna Kristmundar Georgssonar og Sigríð- ar Guðleifsdóttur, sem nú er látin. Árið 1970 lauk hann prófi frá raun- greinadeild Tækniskóla íslands og fékk þá sérstaka undanþágu til _að hefja verkfræðinám við Háskóla ís- lands, og var það í fyrsta sinn sem slík undanþága var veitt. Eftir að hafa lokið prófi í raf- magnsverkfræði frá Háskóla íslands 1974, stundaði Guðleifur framhalds- nám í reglunartækni við Tæknihá- skólann í Lundi veturinn 1974— ^ JðllðbbO ÖRYGGISSKÓR Ótrúlegt úrval Guðleiftir M. Kristmundsson raf- magnsverkfræðingur 1975. Árið 1982 fluttist hann ásamt íjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, þar sem hann vann við rannsóknir og kennslu við Flórídaháskóla í tæp sjö ár. Hann hiaut mastergráðu í rafmagnsverkfræði frá Flóridahá- skóla í desember 1984. Frá 1975 starfaði Guðleifur sem verkfræðingur hjá Landsvirkjun þar fil að hann hóf framhaldsnámið árið 1982. Þá var hann einnig stunda- kennari við verkfræðideild Háskóla íslands frá 1978 til 1982. Eiginkona Guðleifs er Hildur Bald- ursdóttir fóstra og eiga þau þijú börn, Rannveigu, Kristmund og Re- bekku. HQ7ILOCK GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI # BIACK DECKER RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR VERÐ FRÁ KR. 7.950 □■ÞÚR^ ÁRMLJLA11 /cHaaÁ 1929 %60 ÁRA^i989 Verulegur afsláttur af heimilistækjum til 5. ágúst í tilefni afmælisins Cjandif/ þvottavélar — 3 dæmi Vinsælasia Candy þvottavélin (D86X) kostaöi 49.500.-, stgr. 47.000.-. Eftir lækkunina eru sambærileg verð 44.500,- og' 42.325. -. Úrvals þvottavél á aðeins 42.325. -« Alice 28 er flaggskipið í Candy línunni og kostaði 59.900.-, stgr. 56.900.-. Eftir lækkunina eru sambærileg verð 53.910.-, stgr. 51.215.-. Vél sem þvær og þurrkar á aðeins 51.215 • “stgr. Candy uppþvottavélin var mjög ódýr fyrir. Kostaði 47.500.-, stgr. 45.100.-. Eftir lækkunina eru sambærilegar tölur 42.750.-, stgr. 40.610. -. t * Ótrúlegt verð á gæðatæki, 40.610. -,, Cjeuutu/ kæliskápar — 2 dæmi Vinsælasti skápurinn (DDE 28) kostaði 43.900.-, stgn 41.700.-. Eftir lækkunina eru sambærileg verð 39.510.-, stgr. 37.535.-. Eftirsóttur kæliskápur á aðeins 37.535.-s.gr Kæliskápurinn 23/15, sem sölumenn okkar segja að hafi verið á alltof góðu verði miðað við gæði, kostaöi 61.900.-, stgr. 58.800.-. Eftir lækkunina eru sambærileg verð 55.710,- og 52.925.- stgr. Glæsilegur kæliskápur á aðeins 52.925.-s,gr Komiö og skoöiö Candy línuna á þessu frábæra veröi og spjallið viö kunnáttufólkið í verslunum okkar. PFAFF Borgartúni 20, sími 26788 Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboðsmönnum okkar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.