Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Bjór Erum hæstánægðir með árangur Sanitas — segj a fulltrúar Löwenbrauverksmiðj anna NÝLEGA voru staddir hér á landi fulltrúar þýsku bjórverk- smiðjanna Löwenbrau, en eins og kunnugt er hefur Sanitas hf. bruggað Löwenbrau í verk- smiðju sinni á Akureyri frá því að bjórsala var lögleidd 1. mars síðastliðinn. Tilefni heimsóknar fulltrúanna var að líta með eigin augum þróun bjórmarkaðarins hérlendis, og fylgjast með fram- gangi mála í bjórframleiðslu San- itas. Hún er reyndar undir stöð- ugu eftirliti sérfræðinga Löwen- brau, og hefur einn slíkur verið staddur hér á landi frá ársbyijun af því tilefhi. Þjóðvetjamir sem hér voru heita David Williamson og Joachim M. Birnthaler. Þeir sögðust í samtali við Morgunblaðið vera hæstánægðir með framleiðslu Sanitas, og kváð- ust mest hissa á því að Islendingar framleiddu ekki sjálfir bjór sem náð hefði vinsældum um allan heim. „Miðað við gæði íslenska vatnsins og aðrar aðstæður sem hér em til fyrsta flokks bjórframleiðslu ætti það að vera íslendingum auðvelt. að ná árangri í sölu á slíkum bjór,“ sögðu þeir. Þessu til stuðnings bentu þeir á þann árangur sem Sanitas hefur náð í sölu íslenska Löwenbrau bjórinn frá því í mars, en Löwenbrau hefur á þeim tíma sem liðinn er frá afnámi bjórbanns- ins náð mestri markaðshlutdeild bjórtegunda hérlendis. „Ætli við verðum bara ekki að segja að ís- lendingar kunni gott að meta,“ sögðu þeir Williamson og Birnthal- er. Löwenbrau er bmggaður í 13 löndum víðsvegar um heiminn, en í Þýskalandi einu saman hefur fyrir- tækið yfir um 1160 brugghúsum að ráða. BJOR — Á myndinni em þeir Joachim M. Bimthaler og David Williamson ásamt Ragnari Birgissyni framkvæmdastjóra Sanitas. OECD-skýrsla um efnahagsmálin: Vaxandi verðbólga mesta áhyggjuefhið París. Reuter. Efiiahagsstarfsemi iðnríkjanna er nú betur á sig komin en í upp- hafí þessa áratugar en vegna þess, að hagvöxtur hefiir verið meiri en búist var við er verðbólgan orðin helsta áhyggjuefnið. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá OECD, Efiiahags- og þróunarstofhun- inni, um ástandið í efnahagsmálum aðildarlandanna. Dökku hliðarn- ar eru svo þær, að vemdarstefhan hefur verið að sækja í sig veð- rið, efhahagur skuldugra ríkja hefiir versnað og víða gengur illa að draga úr atvinnuleysi. Þá segir, að lengur komist Bandaríkja- sfjórn ekki hjá því að skera niður fjárlagahallann. I misserisskýrslu OECD segir, að verðbólga í aðildarlöndunum 24 muni aukast á þessu ári og því næsta og stefna í tvísýnu hagvexti síðustu sjö ára verði ekki gripið í taumana. Er því spáð, að verðbólga í sjö helstu iðnríkjunum verði 4,5% á þessu ári og næsta, einu prósentu- stigi meiri en 1988. Vestur-þýsku seðlabankastjór- arnir hafa haft þessi varnaðarorð í huga þegar þeir ákváðu á miðviku- dagskvöld að hækka vexti um hálft prósent og fóru Frakkar og Sviss- lendingar strax að dæmi þeirra. Varð vaxtahækkunin til þess, að mesti móðurinn virðist af dollaran- um. Á síðasta ári var hagvöxtur í OECD-ríkjum 4% að jafnaði en tal- ið er, að hann verði 3,25% á þessu ári og 2,75% 1990. Sumir telja þó, að samdrátturinn á næsta ári geti orðið enn meiri. í skýrslunni er iýst miklum áhyggjum af gengishækkun dollar- ans að undanförnu enda er hún mikill verðbólguvaldur; ýtir undir verðhækkanir í ríkjum, sem kaupa bandaríska vöru, og eykur fjárlaga- hallann vestra með því að styrkja stöðu innflutts varnings þar. Er dollaragengið löngu komið yfir þau mörk, sem sett voru með Louvre- samkomulaginu um gengissvigrúm helstu gjaldmiðla, og er nú talið nauðsynlegt að koma því niður fyr- ir það, sem þá var ákveðið. Bandaríkjastjórn ætlar að koma Ijárlagahallanum niður í 100 millj- arða dollara á næsta ári en hag- fræðingar OECD spá því, að hann verði 141 milljarður. í skýrslunni segir, að nú verði að draga úr fjár- þörf opinbera geirans og einkageir- inn verði að venja sig af þeim pela, sem er sparifjáreign útlendinga í bandarískum bönkum. Sjávarútvegur Þráðlaust veiðarfæra- kerfí fírá Simrad MALMSTEYPA — Ný aðferð við málmsteypu var tekin upp hér á landi síðastliðið haust hjá Glaðni hf. í Hveragerði. Fyrirtæk- ið festi kaup á vélum frá Ítalíu til málmsteypu sem nefna mætti „mið- flóttaaflssteypu" þar sem notaðir eru léttmálmar með lágu bræðsiu- marki. Framleiðslan samanstendur af lyklakippum, barmmerkjum, bindisnælum, ermahnöppum, seðlaklemmum o.fl., en möguleikarnir eru sagðir ótæmandi. Fyrirtækið tekur að sér að hanna t.d. fyrirtækis- merki og málma en gripimir eru síðan steyptir, slípaðir og húðaðir með nikkel, messing eða kopar. Á myndinni eru starfsmenn fyrirtækis- ins f.v. Þórir Theódórsson, Arnþór Þórsson, framkvæmdastjóri og Rut Theódórsdóttir. Lofthræðsla við framtíðina eftir Bjarna Sigtryggsson Þriðja heimsstyijöldin er löngu hafin, hafi það farið fram hjá ein- hveijum. Hún hófst skömmu eftir lok þeirrar númer tvö, á Vesturlönd- um, og æ fleiri ríki hafa dregist inn í stríðið. Eins og fyrri heimsstyijald- ir snýst þessi þriðja um skiptingu heimsins gæða — og hún kann að riðla landamærum. En hún er á tvennan hátt vemlega frábmgðin hinum fyrri: Hún kostar tiltölulega fá mannslíf, og hún leiðir til aukn- ingar veraldargæða. Þessi þriðja heimsstyijöld er bar- áttan fyrir efnahagslegum fram- fömm og um yfirráð á mörkuðum. Einkenni þess ástands, sem óneitanlega má líkja við allsheijar styijöld, er stöðug og harðnandi samkeppni. Milli fyrirtækja, at- vinnugreina, landa og heimshluta. Um tækninýjungar, fjármagn, markaði, starfsfólk og þekkingu. Það sem áður var verndað með toll- um, verkalýðslöggjöf eða einkarétti er nú frjálst eða lítið hindrað. Og stefna stjórnmálamanna vestan hafs og austan, og ekki síst víða í Austurlöndum fjær, er enn í átt til aukins frjálsræðis. Enda er það skilningur stjómmálamanna (les: herforingja) að með frjálsræðinu eflist menn og harðni og verði bet- ur undir slag samkeppninnar búnir. Pólitísk vatnaskil Hefðbundin pólitísk vatnaskil hafa færst til vegna þessa, eins og vill stundum verða á stríðstímum. Vinstrið viðurkennir kosti markaðs- búskaparins, en vill í staðinn standa vörð um félagslegar hugsjónir. Á hægri væng verða til nýir hópar sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, því þegar styijaldir útheimta fórnir, svo sem í formi tímabundins at- vinnuleysis, þá spretta sumstaðar upp öfgahópar sem höfða til þjóð- erniskenndar og ótta. Þau breyttu landamæri sem þriðja heimsstyrjöldin hefur leitt af sér má sjá annars vegar í formi nýrra markaðsheilda, eins og Evr- ópubandalaginu, og hins vegar í vexti fjölþjóðafyrirtækja og fjölda gagnkvæmra milliríkjasamninga um viðskipti og efnahagssamstarf. Langtímamarkmið Líti maður til framtíðarinnar með þjóð sína í huga, og reyni að setja sig í spor herforingjanna, þeirra sem eiga að leggja línur, en horfi fram hjá dægurvanda, þá kemst maður fljótt að því, að veikleiki „! framtíðinni verður helstu verðmætasköp- unina að finna í nýrri hugsun og nýjum hug- myndum.“ okkar heija er fólginn í tregðu gegn því að laga sig að nýjum heimsveru- leika. Styrkleikinn er fólginn í möguleikum á því að laga sig að honum. Þjóðir þriðja heimsins eru hver af annarri að komast á skeið iðn- væðingar. Styrkur þeirra í strfði heimsviðskiptanna er fólginn í ódýr- um vinnukrafti, enn sem komið er, en veikleikinn er einna helstur í ólæsi og almennum þekkingar- skorti. Þessar þjóðir eiga flestar langt í land með að ná forystu á sviði nýrrar tækni og verkmenning- ar. Langtímamarkmið okkar hljóta því að verða þau að nýta almenna þekkingu, góða menntun og heppi- legt umhverfi til að búa næstu kyn- slóð vel launuð en krefjandi störf. Framtíðarótti Slíkt gerist þó ekki nema til komi veruleg röskun á samfélaginu. Röskun á byggð og uppstokkun í atvinnulífinu. Óttinn við þessa nauðsynlegu röskun er það sem kalla mætti „framtíðarótti," — eins konar lofthræðsla i samfélaginu, einkum hjá forvígismönnum alls kyns hagsmunahópa, sem byggja vald sitt og áhrif á óbreyttu ástandi. Einn af forstjórum japanska verðbréfafyrirtækisins Yamaichi Securities sagði nýlega að vegna samkeppninnar verði ekki öllu leng- ur hægt að reka viðskipti með hagn- aði með hefðbundnum hætti. í framtíðinni yrði helstu verðmæta- sköpunina að finna í nýrri hugsun og nýjum hugmyndum. Sjávarútvegur mun væntanlega sjá Islendingum farborða um lang- an aldur framvegis, en ekki full- nægja vaxandi kröfum þeirra um lífsgæði. Til þess þarf nýsköpun. Til þess að sú sköpun geti þróast þurfa stjórnmálamenn, verkalýðs- rekendur og aðrir hagsmunastjórar að losna við lofthræðsluna. NORSKA fyrirtækið Simrad Subsea A.S. er um þessar mundir að kynna nýtt þráð- laust veiðarfærakerfi sem mun bera nafnið Simrad ITI. Þessu nýja kerfi er meðal annars ætlað að auðvelda skipsljórn- armönnum að henda reiður á upplýsingum sem hinir ýmsu nemar kerfisins veita um stöðu, steftiu og fjarlægð trolls- ins. í kerfinu er innbyggður upplýs- ingabanki, sem hefur að geyma upplýsingar um dýpt, hitastig, fjarlægð á milli hlera, trollopnun, höfuðlínuhæð og fleiri venju- bundnar upplýsingar, en getur auk þess geymt upplýsingar um fjar- lægð og stefnu veiðarfærisins. Fyrir utan þetta er kleift að tengja kerfið öðrum tækjum um borð, svo sem lóran, gíró, vegmæli, sónar og dýptarmæli, og draga allar þessar upplýsingar saman á lit- askjá. Þannig getur skipstjórnar- maðurinn stjórnað veiðarfærinu í samræmi við þær upplýsingar sem kerfið veitir honum. Til viðbótar við þessa yfirlitsmynd gefst not- andanum færi á að sækja upplýs- ingar frá fyrri trollhölum til sam- anburðar. Kerfið er byggt upp á Iitlum einingum, og er stýrt með aðstoð stýripinna.og matseðils á skjánum. Hið nýja veiðarfærakerfi verður í fyrsta sinn kynnt á sjávarútvegs- sýningunni í Kaupmannahöfn 6-10 júní næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.