Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Að leiöarlokum Nú fer skrifum mínum í þenn- an dálk um stjörnuspeki senn að ljúka. Dálkurinn er að verða fjögurra ára gamall. Það er erfitt að skrifa sex greinar á viku um sama efnið, vikum, mánuðum og árum saman. Nautið í greinarskrif- ara hefur glaðst yfir úthaldi, en Hrúturinn er farinn að segja: Er ekki kominn tími til breytinga? Nautið hefur ráðið í fjögur ár og því er rétt að hlusta á Hrútinn og þá ekki síst vegna lesenda og þess að nýjum aðferðum fylgja nýjar hugmyndir. Að lokum ætla ég að birta greinar um fjóra aðalþætti stjörnuspekinnar, eða afstöður, hús, plánetur og merki og eina eða tvær greinar um túlkun stjörnu- korta og notagildi stjörnu- speki. Afstöður Þegar ákveðin fjariægð er á milli tveggja eða fleiri pláneta er sagt að þær séu í afstöðu. Það sem gerist er að þær hafa áhrif hvor á aðra og orka þeirra tengist. Afstaða er því ■•^orkublöndun eða samruni orkusviða. Henni má t.d. líkja við samvinnu manna sem eru að vinna sama verkið og verða að taka tillit til eiginleika og vinnubragða hvers annars. I öðru lagi má segja að afstaða skapi orku og hreyfingu. Við blöndun orkusviða örva þau hvert annað og orkan eykst. Fjarlœgöir Þær fjarlægðir sem skapa afstöður eru í fyrsta lagi, 0, 60, 90, 120 og 180 gráður. —Leyfð eru frávik frá þessu sem nema nokkrum gráðum, þ.e.a.s. ef fjarlægðin er 92 gráður þá telst vera 90 gráðu spennuafstaða, þó afstaðan verði sterkari eftir því sem hún er nákvæmari. I öðru lagi eru minni háttar afstöður, sem eigi að síður skipta máli. Þær myndast þegar 30, 45, 72, 235, 144 og 150 gráðu fjarlægð er á milli pláneta. Aöalafstööur Afstöðum er yfirleitt skipt í 3 flokka og er talað um sam- stöður, samhljómafstöður og spennuafstöður. 0 gráðu af- staðan er samstaða, 60 og 120 »gráðu afstöðumar eru sam- hljóma og 90 og 180 gráðum- ar em spennuafstöður. Spennuafstaöa Nöfnin á afstöðunum segja. sitt. Spennuafstaða er tákn- ræn fyrir spennu, togstreitu,, kraft, hreyfingu, breytingar og athafnir. Það sem orsakar spennu er að pláneturnar sem mynda afstöðuna em í ólíkum merkjum. Af þessum tveimur afstöðum þykir 90 gráðu af- staðan heldur erfiðari og kraftmeiri. SamhljómaafstaÖa Samhljóma afstaðan er tákn- ræn fyrir jafnvægi, flæði, ^.mýkt og uppbyggingu. Astæðan fyrir því er ekki síst sú að hún er á milli pláneta sem em í líkum eða skyidum merkjum. SamstaÖa Samstaða er mitt á milli þess- ara tveggja. Hún er lík spennuafstöðunni að því leyti . að hún er kraftmikil en lík samhljómaafstöðunni vegna þess að hún skapar í sjálfu sér litla togstreitu. Styrkleiki afstaðna ^Reynsla mín er sú að samstað- an, 0 gráður og spennuafstöð- umar, 90 og 180 gráður, skipti mestu máli og séu áhrifamestar. Oft getur ein samstaða eða spennustaða breytt eðli sólarmerkis. Það má líkja spennunni við óvin eða samkeppnisaðila sem fær okkur til að taka á honum -»gtóra okkar, en samhljómaaf- stöðunni við vin sem við slök- um á með. GARPUR GRETTIR BRENDA STARR LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK REMEMBER. UIHEN U)É UIERE PUPPIE5 AT THE PAI5Y HILL PUPPV FARM? I CAN'T BELIEVE l'VE 6R0WN UP TO LáJIN AN "U6LV P06"C0NTE5T.„ Manstu þegar við vorum hvolpar á bænum? Eg trúi því ekki að ég hafí vaxið upp til að vinna í keppni um Ijótasta hundinn . ■ ■_____________ Ég held ég meiði sjálfan mig ... Hafðu ekki áhyggjur, ég hefi gert ÓLAFUR! þetta áður. f NOTTO UJORRV.. l'VE P0NE THI5 SfíÖAi /-Z6 BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur hefði getað leyst erfítt vandamál í vörninni strax í út- spilinu, en útskot í trompi var sameiginleg _ niðurstaða beggja spilara í leik ítala og Bandaríkja- manna á HM 1979. Eftir þá byrjun var nauðsynlegt að halda vel vöku sinni: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ DG105 ¥ Á10 ♦ Á654 *DG8 Vestur Austur ♦ 962 ♦ - ¥ D852 ¥ G9763 ♦ K3 ♦ DG109 ♦ Á752 ♦ K1063 Suður ♦ ÁK8743 ¥ K4 ♦ 872 ♦ 94 Sagnir gengu eins á báðum borðum: Suður opnaði á 2 spöð- um (7—11) og norður stökk í Qóra. Sagnhafí á tvo beina tapslagi á lauf og aðra tvo yfírvofandi í tíglinum. Besta áætlunin er að drepa fyrsta slaginn heima og spila strax laufi að blindum. I þessari stöðu sofnuðu bæði Pitt- ala og Kantar á verðinum, létu lítið og austur drap drottningu blinds með kóng. Nú er of seint að sækja tvo tígulslagi, því sagn- hafí dúkkar einfaldlega einu sinni og sækir sér svo slag á lauf í rólegheitum. í leik Pólaris og landsliðsins féll vestur á öðru borðinu í sömu gryfju eftir opnun suðurs á ein- um spaða. Á hinu borðinu tóku AV hins vegar óvenjulega fórn: Vestur Norður Austur Suður — — — 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar 5 hjörtu! Dobl Pass Pass Pass Eftir MULTI opnun suðurs á 2 tíglum vildi norður ekki upp fyrir 2 hjörtu á mót sexlit þar, svo það var sannað í sögnum að AV áttu góða hjartasamlegu. Enda kom það á daginn og 5 hjörtu fóru aðeins einn niður. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Vassily Smyslov, fyrrum heimsmeistari, er nú orðinn 68 ára gamall og hefur sjálfur sagt að hann lati yngri mönnum eftir að svitna yfir löngum útreikning- um. Hann byggir hins vegar á innsæi og tilfinningu. En tilfinn- ingamar hlaupa stundum með menn í gönur eins og sézt af þess- ari skák. Smyslov var að enda við að leika 16. Rc-e4? gegn ung- verska stórmeistaranum Gyula Sax, alþjóðlega mótinu í Haninge um daginn. 16. - Hxd3!, 17. Hxd3 - Rxe4, 18. Hd7 - Bc8, 19. Hc7 - Re7, 20. Bxg7+ - Kxg7, 21. Hxe7 (Smyslov hefur að vísu fengið peð í bætur fyrir liðstapið, en nú finn- ur Sax leið til að loka þennan hrók inni)21. - Bb6!, 22. Re5 - Rd6, 23. Rc6 - Kf8, 24. g4 - Rc4, 25. a4 - Re5!, 26. Rxe5 -v Kxe7 og Sax vann auðveldlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.