Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 38 Afmæliskveðja: Guðrún Jakobs- dóttir, Víkingavatni Það er vafalaust margt og mikið sem samferðamenn Guðrúnar hafa að segja af kynnum við hana og af frábærri gestrisni hennar og mynd- arskap. En ég ætla að byija á að segja ykkur sögu sem lítill fugl hvíslaði að mér. Hvort hann mundi atriðin ná- kvæmlega rétt skal ég ekki segja um, en virðum viljann fyrir verkið. Byijum á því að fljúga í huganum með fuglinum og hverfa rúm fjöru- tíu ár aftur í tímann. Fylgjumst með ungri stúlku sem leggur í lang- ferð. Boð barst með vindinum heim á heimili prestsins í Holti undir Eyja- flöllum að húsmóðir ein norður í Þingeyjarsýslu hafi handleggs- brotnað og vanti tímabundna aðstoð við heimilishald. Heimasætan á Holti er ung og ólofuð. Foreldrar hennar telja að hún geti vel tekið þetta að sér, enda hafði hún fengið góðan undirbúning í foreldrahúsum. Fyrir rúmum fjörutíu árum var þetta ferðalag á við það sem nú þykir að fara yfir heiminn þveran. Unga mærin ferðbjóst með föggur sínar og það í huga að hún myndi snúa aftur heim er handleggsbrot húsmóður væri gróið. En fuglinn veit betur, enda í beinu sambandi við örlagadísir. Hann hef- ur sitt flug og er kominn á áfanga- stað löngu á undan henni. Hann er í þeirri aðstöðu að geta stytt sér leið yfir fjöll, vötn og heiðar. Hann kemur að myndarlegu býli þaðan sem er mjög fagúrt útsýni og sér vitt yfir. Honum er sagt að þetta sé staðurinn. Þangað sé för ungu stúlkunnar heitið. Hann kíkir inn um gluggana enda hugsar enginn um það þó fugl líti inn um glugga. Þar sér hann hjón og tvö uppkomin ungmenni, líklega börnin þeirra. Húsbændur eru myndarlegt fólk og húsfreyjan hefur yfir sér það fas að það er greinilegt að hún veit hvað hún vill. Fuglinn flýgur burt með sínar eigin hugsanir. Unga stúlkan veit greinilega ekk- ert hvað örlaganomir geta verið slóttugar og seint mun það hvarfla að henni að handleggsbrotið hafi aðeins verið eitt atriði í ferli þeirra til að koma hlutunum i kring. Eftir langt og erfitt ferðalag kem- ur hún loks á áfangastað og blendn- ar tilfinningar bærast með henni. Ókunnugt fólk, ókunnur staður, allt öðravísi andrúmsloft. Það liggur við að hana langi að snúa aftur hpim. En það er ekki hægt. Hingað er hún komin og getur ekki annað. Enda hefur hún verið alin upp við það að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði þó mótlæti steðji að og taka því sem að höndum ber. Þessa stundina vissi hún ekki hvað það veganesti ætti eftir að verða mikið notað. Það var með ráðum gert og eins gott því annars hefðu henni fallist hendur. - Örlaganornir höfðu ansi flókið spil í huga sínum sem átti að vera lífsj>róf þessarar ungu stúlku. I þessu prófi tefldu þær fram svörtum og hvítum kóngum, drottn- ingum, ridduram og peðum. Ungu stúlkunni var ætlaður hvíti kóngur- inn og löng viðureign við svarta drottningu. Mitt í andlegu togstreitunni sem fram fór í huga hennar við að reyna að samræma eigin hugmyndir sterk- um vilja húsmóður um hvernig ætti að gera hlutina, fór Amor að skjóta örvum sínum. Ungi sonurinn á bæn- um fékk fljótt augastað á þessari ungu stúlku sem greinilega hafði bein í nefínu, bjó yfir seiglu og hafði húmorinn á réttum stað þrátt fyrir allt. Leiftrandi glettið en hlýtt augna- ráð hans hitti í mark. Sól töfra hans náði að sigra þrátt fyrir erfiðleika við að reyna að gera húsmóðurinni til hæfis. Umhverfið eitt sér var rómantískt í sjálfu sér og lagði sitt til þróunar þessarar sögu. Fyrsta atriði í þessum leikþætti örlagadísa var lokið, en enginn hafði tölu á þeim sem á eftir myndu koma. Þar lenti hún í hlutverki sem fáar ungar konur í dag myndu láta bjóða sér uppá, en samt var hamingjusól yfir þessum einstaklingum sem brætt höfðu hjarta hvors annars í eitt skipti fyrir öll. Hamingjusól til- fmningalegrar vellíðunar með sterka strauma, en samt fékk þetta par ekki að eiga sinn vettvang út af fyrir sig með böm sín. Hin ráðríka húsmóðir bjó með þeim það sem eftir var og setti sitt mark í andrúmsloftið ásamt dóttur hennar sem var ekki heil heilsu. Viðmótið reyndi oft á strengi í þol- gæði tengdadótturinnar. Þeir teygð- ust_stundum en brastu þó aldrei. Ástin og þeirra sterku persónu- leikar stóðu þetta af sér og fjögur börn bættust í búið. Blik í auga og glettin brá færði þau í gegnum hvert skeið fyrir sig. Fuglinn og afkomendur hans hafa fylgst með þessum turtildúfum í gegn um tíðina og varðveita sögu þeirra í munnlegri geymd. Þeir hafa brosað til hvers annars með því dularfulla brosi sem þeir einir eiga sem búa yfir miklu leynd- armáli. Já, einhvern veginn svona sögðu örlagadísirnar að þetta myndi verða, sögðu þeir og minntust á sögumar sem forfeður þeirra höfðu sagt þeim áður en þeir dóu. Bráðum er þetta að verða fullkomnað. Ann- ars konar sögur taka síðan við. Börnin era vaxin úr grasi og enn er glettnin á sínum stað í augum Aldis, Krístrún Karlsdóttir og Öm Jenson. Morgunbiaðið/siiii Lyftustóll gefinn sjúkrahúsinu Húsavík. NÝLEGA var Sjúkrahúsinu á Húsavík færður að gjöf lyftustóll til að færa sjúklinga úr rúmi og í stól eða öfugt. Gefendur vora Kvenfélag Húsavíkur, Kiwanisklúbburinn Skjálfandi og sjúkrasjóður Verka- lýðsfélagsins. Tæki þetta léttir bæði hreyfihöml- uðum sjúklingum og starfsfólki flutninga milli rúms.og stóls, tjáði hjúkranarforstjórinn, Aldís Friðriks- dóttir, þegar hún sýndi hvernig stóll- inn er notaður. Ólafur Erlendsson forstjóri gat þess að Sjúkrahúsinu væru alltaf að berast minni og stærri gjafir og segja mætti að það væri nokkuð vel búið tækjum, þó alltaf vantaði eitthvað. - Fréttaritari hans og kankvíst bros hennar kem- ur þar á móti. Bros sem býr yfir margslunginni vitneskju og reynslu sem líklega verður aldrei skráð ann- ars staðar en á blöð minnisins. Þau og fuglarnir era ein um að vita hvemig þau hafa náð því að þreyja þorra og góur veðurs og lífs og láta ástina standa af sér uppáfall- andi áhrinur, Fuglarnir vita líka að slík saga og reynsla verður ekki endurtekin og að hún verði kannski skráð á spjöld sögunnar fyrir fram- tíðina að undrast um og velta vöng- um yfir. Þetta er aðeins saga í hnotskurn. Saga um eitt af ævintnýram sem oft gerast í miðri hringiðu hvers- dagsleikans þar sem fólki yfirsést oft ævintýrið á næsta bæ. Það var líka ævintýri líkast hvemig fundum okkar bar saman og það hefur verið yndislegt ævin- týri. Árið 1977 þegar örlögin höfðu sent mig um stundarsakir á þeirra slóðir í Þingeyjarsýsluna sagði móð- ir mín: Ef þú verður nálægt Víkinga- vatni verður þú að heimsækja hana Guðrúnu. Þegar til kom var það ekki svo langt í burtu og svo skemmtilega vildi til að Sveinn, maður Guðrúnar, og það fólk sem ég var hjá var skylt. Einn góðan veðurdag bjuggumst við svo til heimsóknar og ókum heim að Víkingavatni. Hvítu tígu- legu húsi sem alveg eins hefði getað staðið við götu í París eða einhverri annarri stórborg úti í hinum stóra heimi. Það var undran og miklir fagnað- arfundir hjá Guðrúnu þegar ég birt- ist á tröppunum hjá henni. Barna- bam vinar hennar sem hún vissi að var til en hafði aldrei séð. Afi minn, Guðbrandur Magnússon, og faðir hennar, séra Jakob Lárasson í Holti undir Eyjafjöllum, höfðu búið saman fyrr á árum. Að koma inn í bæinn hjá Guðrúnu var ekki líkt því sem ég hafði van- ist á sveitabæjum í æsku minni, því veggir vora þaktir listaverkum og það var heimsborgarabragur yfir heimilinu. Þarna eignaðist ég mína aðra fjöl- skyldu. Og af og til þann tíma sem ég vann þarna bragðum við okkur í heimsókn heim á Víkingavatn og nutum höfðinglegrar móttöku. Það var alltaf hátíð á bæ, þannig vora móttökurnar, stemmningin og and- rúmsloftið. Heimsóknum mínum fjölgaði síðan veralega eftir að þau fluttu á mölina og urðu næstu nágrannar mínir. Það var góð tilhugsun að ganga yfir Laugardalinn og líta inn í kaffi- sopa og spjall ýmist hjá þeim eða Sólveigu dóttur þeirra. Að kynnast þessari fjölskyldu var fyrir mig eins og happdrættisvinn- ingur eða góður vinningur í lottói. Andrúmsloft heimilisins einkennist af djúpri heimspekilegri hlýju þar sem hægt er að blanda saman dýpsta innihaldi sálarkeija þannig að útkoman verður innihaldsrík og andlega nærandi. Þær era ófáar stundimar sem setið hefur verið yfir kaffibolla og oft einnig kertaljósi og leyndarmál tilverannar krafin. Stundum með Sólveigu dóttur þeirra sem býr eins og þau á Laugateignum, stundum einnig með Rögnu á Baldursgötu og synirnir Jakob Láras og Bene- dikt hafa lagt sitt til málanna þegar þeir hafa verið nálægir. Alltaf kem- ur maður andlega nærður og ríkari af þessum fundum en þá eru ónefnd- ar allar þær veraldlegu veitingar sem innbyrtar hafa verið á meðan andinn meðtók sínar kræsingar. Oft hefur Sveinn þó aðeins staðið og hlustað með bros á vör, en síðan skotið einhveiju inn með sínu skemmtilega glettna brosi. Og enn er sami glampinn í augum hans og þegar „vindurinn" sendi honum konuefnið. Góðlátleg stríðni með þessum fræga glampa í augum er hans vörumerki. Hann hafði gaman af að lauma að mér sinni góðlátlegu stríðni sem ekki var hægt annað en að taka vel á móti. Nú era þau orðin tvö ein í kot- inu. Líklega í fyrsta skipti alla sína búskapartíð, sem nú fer að nálgast hálfa öld. Líklegt er að turtildúfur nútímans ættu erfitt með að hugsa sér það hlutskipti. Kannski að þau geti tekið upp þráðinn frá því forð- um og notið friðarins, því ég veit að Amor hefur ekki yfirgefíð þau. Nú hafa örlögin hinsvegar borið mig langt af leið til að geta sótt í þeirra andlega banka í eigin persónu en ég fæ hinsvegar góð bréf af og til með samskonar innihaldi, þakklát fyrir að dóttir mín eigi athvarf í ranni þessarar fjölskyldu. 75 ár era langur tími þegar horft er fram en líta öðravísi út þegar horft er aftur. Þá er eins og að tíminn hafi hálfpartinn hlaupið frá manni og mörgum hættir til að finnast að þeir hafi ekki gert allt sem þeir vildu gert hafa í sínu lífi. Hugurinn er oft miklu afkastameiri en hinir hlutar líkamans leyfa. En eins og hjá flestum af kynslóð Guðrúnar hefur ekki verið tími til að láta verk úr hendi sleppa og því engin ástæða fyrir hana að naga handarbökin með því hugarfari að tíminn hafi ekki verið nýttur til hins ýtrasta og vel það. Líklega á engin kynslóð eftir að Anna Björnsdóttir og Sveinbjörn Pétursson frá Svefneyjum í Breiða- firði eiga merkisafmæli um þessar mundir. Hún verður 95 ára 4. júlí og hann 99 ára 17. júlí, semsagt þegar lagt er saman eiga þau 194 ár og geri aðrir betur. Anna er fra' Hólum í Reykhóla- sveit, en Sveinbjörn frá Svefneyjum eins og áður er sagt. Lengi bjuggu þau í Flatey og koma þaðan hingað í Hólminn fyrir nokkrum árum og dvelja hér í sjúkrahúsinu og hætt öllu umstangi. Sveinbjörn var lengi togarasjó- maður. Hann var mjög hagur mað- ur og smiður góður og kom það sér vel. Búskap stunduðu þau hjón og yfirleitt það sem til féll og lifðu af. Sveinbjöm missti heyrn á mann- dómsáram sínum og merkilegt hvernig hann þá aðlagaði sig að- stæðum. Tók þessu með jafnaðar- geði og gerði gott úr. Sjóninni hélt hann og heldur enn og undrunar- efni þeirra sem umgengust þau hvað heyrn virtist lítið baga. Létt- lyndur er hann og þau bæði. Snyrti- lega heimilið þeirra í Flatey var gaman að koma á og naut ég þess. Þær stundir geymast í mínum þakkláta huga. Á sjúkrahúsið kem ég alltaf við og við til að njóta umgengni við þau og aðra. Dýr- mætt er að vita hvað þau Anna og Sveinbjörn fylgjast vel með. Hann gengur að glugganum hvern morg- un, rýnir í loftið og gáir til veðurs. Um það og liðna tíð ræðir hann við komumann og er mér ekki gran- laust um enda hefi reynt það að af vöram komumanns ræður hann orðin. Anna er þakklát fyrir gæsku guðs, einlæg í öllu, er alltaf glöð og ánægð. Lífsgæðakapphlaupinu hafa þau aldrei tekið þátt í. Þau hafa bæði fótaferð og þótt þau dvelji sitt á hvorri hæð eru það fáir dagar að þau komi ekki hvort til annars. Þannig er líf þeirra, koma með samskonar vinnusiðferði og fyrri kynslóðir tileinkuðu sér. Þrátt fyrir annir og álag nútímans sem krefst mikils af fólki verður meira um vindhögg en hjá eldri kynslóðum og fólk hefur annað við- horf til sjálfs sín gagnvart slíku sem nýtingu hluta og tíma en var fyrr á tímum. Allt þetta kemur upp í hugann þegar maður hugsar um hlutskipti Guðrúnar sem annarra kynsystra á þeim tímum sem þær vora á sínum sokkabandsáram og orðin afslöpp- un, frítími og fleiri slagorð nútímans þekktust varla eða höfðu annað gildi. Hvort þessar kynslóðir vildu upp- lifa þá tíma aftur eða verða ung í tækifæram nútímans er ekki fyrir mig að svara, enda verður tæplega aftur snúið hvort sem er. Guðrún og Sveinn væru þó líkleg til að vilja vera ung nú á tímum ef þau mættu velja, líklega hugsað sér að verða turtildúfur tvö ein hvort sem væri upp til sveita eða í iðandi kös einhverrar stórborgar. Þó gæti ég trúað Sveini til þess að vera til í að verða ungur aftur og hafa tæki- færi til að sitja úti á gangstéttum franskra kaffihúsa og horfa með glampa í augum á tígulegar yngis- meyjar og ástfangin pör! Hvað um það, þau geta nú litið til baka og horft með stoltum hug á fríðan hóp efnilegra afkomenda og glaðst yfir sérlega samhentri ljöl- skyldu. Þau hafa staðist prófið með glæsibrag. En ég verð að láta mér nægja andans flug og ímyndunarafl og hugsa mér að ég sitji til borðs með þeim á þessum tímamótum og njóti einu sinni enn þessara dægilegu samverustunda með þeim. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Ástralíu. sífellt samstarf og samfylgd. Mér þykir vænt um þessi hjón og hefi notið samfylgdar þeirra lengi. Því samgleðst ég þeim nú og um leið og ég þakka þeirra hlýju handtök liðin ár bið ég þeim allrar blessunar. Árni Helgason í dag, 4. júh', á Anna Kristín Björnsdóttir sem nú dvelur á sjúkra- húsi Stykkishólms 95 ára afmæli. Nú skyldi margur halda að svo háöldruð kona sé orðin illa farin en ónei, Anna litla stendur keik fyrir sínu eins og hún hefur alltaf gert þó ekki hafi ævinlega leikið við hana lífið. Anna fæddist á Hólum í Reykhólasveit, eitt 14 barna þeirra Björns Björnssonar og Ástríðar Sigríðar Brandsdóttur. Þar er Anna til 11 ára aldurs er hún fer í Hval- látur á Breiðafirði. Ekki er að efa að erfitt hefur verið fyrir svo unga telpu að yfirgefa sína nánustu og verða að treysta á sjálfa sig ein- göngu. Þá hefur það hjálpað henni hvað hún á góða lund og trausta trú á Guð og tilveruna. Þegar Anna er 26 ára þá gengur hún í hjónaband, hennar maður er Sveinbjörn Pétursson frá Svefneyj- um, fæddur 13. júlí 1890. Þeirra hjónaband hefur því staðið í 69 ár þann 12. júní sl. Anna og Sveinbjörn hófu búskap í Skáleyjum og þar bjuggu þau í 26 ár. Þeim varð ekki barna auðið en þau tóku í fóstur 2 börn og ólu þau upp sem sín eigin. Árni B. Þórðarson, f. 8. ágúst 1919, dáinn 1985. Kona hans var Katrín Guð- geirsdóttir frá Hellissandi, þau eignuðust 3 börn, og Olöf Hannes- dóttir, f. 21. september 1922; sem er dóttir Valgerðar systur Onnu. Hennar maður er Þórhallur Sigur- jónsson. Sveinbjörn stundaði sjóinn og var langdvölum að heiman vegna vinnu Aftnæliskveðja: Anrja K. Björnsdóttir og Sveinbjörn Péturs- son frá Sveftieyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.