Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 18
18 MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Dóttir síðasta amtman á Islandi Rætt við Friedu Briem Einn af hápunktum íslandssögnnnar er sú stjórnarbreyting sem varð árið 1904, þegar Hannes Hafstein tók við ráðherradómi, fyrstur íslenskra manna. Áður stjórnaði landshöfðingi landinu í umboði Dana- konungs en undir hann voru settir tveir amtmenn. Landinu var þá skipt I Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt. I dag þykir fólki þetta fjarlægt tímabil, mér þótti því verulega athyglisvert að hitta að máli eina af dætrum Páls Briem, síðasta amtmanns á íslandi. Frieda Briem er mörgum kunn, m.a. rak hún fjölritunarstofú um áratuga- skeið hér í Reykjavík. Hún fæddist á Akureyri árið 1900, dóttir hjón- anna Páls Briem amtmanns og konu hans, Alfheiðar Helgadóttur, Hálf- dánarsonar, þess er eitt sinn stjórnaði prestaskóla íslands. Páll var eitt nítján barna Eggerts Briem sýslumanns. Frieda er þriðja barn Páls og Álfheiðar en þau áttu fímm börn saman. Af fyrra hjónabandi átti Páll einn son, Kristin, sem var 13 árum eldri en Frieda, sem hér verður rætt við. Frieda Briem. Ljósm/Morgunblaðið/Þorkell Frieda býr í virðu- legu húsi innar- lega við Berg- staðastræti í Reykjavík. Heim- ili hennar ber þess vott að þar býr menningarlega þenkjandi kona sem jafnan hefur fylgst vel með samtíma sínum — um það vitna bækur og myndir á veggjum. Þegar við fórum að spjalla saman kom í ljós að Frieda hefur óvenju trútt minni. Ég byijaði á að spyija hana út í störf föður henn- ar. „Pabbi var sýslumaður í Rangár- vallasýslu frá 1890,“ segir Frieda. „En 1894 dó matmaðurinn í Norður og Austuramtinu og var pabbi þá kallaður til starfa þar.“ Hann byggði stórt hús á Akureyri og þar fæddist ég. Svo gerðist það þegar ég var að verða fjögurra ára að amtmannsembættin voru lögð niður í kjölfar þess að Hannes Hafstein var gerður að ráðherra. Pabbi fór strax að ganga frá embætti sínu og búa sig undir að flytja suður til Reykjavíkur. Við bömin og mamma fórum suður á undan honum og er mér mjög minnisstæð sú skipsferð, allt var í hæsta máta nýstárlegt. Þegar suður kom fór mamma strax að koma sér fyrir með okkur í leigu- íbúð í húsi Ditlevs Thomsens, sem kallað var Klampenborg og stóð við Hafnarstræti. Mér þótti þessi um- breyting afskaplega skemmtileg. Ég man að sjórinn var rétt utan við húsið og gekk alveg upp að því þegar stórstreymt var. Pabbi flutti suður í október og hafði þá fengið stöðu við Islandssbankann. Hann byijaði strax að vinna og hafði svo mikið að gera að við bömin sáum hann alltof sjaldan. Svo veiktist hann af lungnabólgu rétt fyrir jólin og dó að fjórum dögum liðnum. Þá stóð mamma uppi með okkur öll systkinin lítil, það yngsta á fyrsta ári. Það vildi okkur til að hún fékk eftirlaun eftir pabba og eitthvað greitt með okkur systkinunum. Aður en pabbi dó hafði hann selt Guðlaugi Guðmundssyni sýslu- manni húsið okkar á Akureyri og keypt Tjarnarbrekkuna ásamt bræðrum sínum, Eggert og Sigurði og Birni Ólafssyni augnlækni. Eftir að pabbi dó héít mamma áfram að hyggja á byggingarframkvæmdir sem þau höfðu fyrirhugað en leigði á meðan íbúð að Þingholtsstræti 28. Hún kunni aldrei vel við sig í Hafnarstrætinu, auk þess var hún hrædd um okkur bömin fyrir sjón- um, sérstaklega Eggert bróður minn, sem alltaf var niðri í fjöru að láta öldurnar elta sig. Á þessu tímabili var mamma þó mjög veik. Enginn vissi hvað var að henni svo hún var sénd til Kaupmannahafnar til lækninga. Hún fór í hjólastól á skipsfjöl og Jón Helgason bróðir hennar fylgdi henni til Kaupmanna- hafnar. Þar komst hún til prófess- ors Rovsing sem var frægur nýma- sérfræðingur. Hann fann út að hún var með laust nýra sem færst hafði úr sínum rétta stað. Amma mín, Þórhildur, var hjá okkur bömunum á meðan mamma var úti. Með henni kom líka sonardóttir hennar, Sigríð- ur Tómasdóttir, sem hún hafði tek- ið í fóstur. Hún hafði misst föður sinn sama ár og við systkinin misst- um föður okkar. Amma missti þijú böm sín og tengdason öll á þessu sama ári. Mamma var svo veik um tíma úti í Kaupmannahöfn að það var varla að hún gæti skrifað okkur á kort. Hún var nokkuð lengi undir handaijaðri prófessors Rovsing. Loks komst hún til þeirrar heilsu að geta stigið á skipsfjöl áleiðis heim. Þá tókst ekki betur til en svo að skipið strandaði við Færeyjar. Við það volk allt tók sjúkdómurinn sig upp á ný og læknar í Færeyjum ráðlögðu henni að snúa við. En hún gat ekki hugsað sér það og hélt áfram heim. En hún varð seinna að fara aftur utan til lækninga og þá fékk hún bót meina sinna. Það vildi henni til í öllu þessu basli að að sá trausti byggingarmeistari Vilhjálmur Ingvarsson sá um allt fyrir hana i sambandi við byggingu hússins að Tjarnargötu 24. Pabbi hafði keypt tvær lóðir í Tjamar- brekkunni en mamma lét bróður sinn, Jón Helgason, fá aðra lóðina. Klemens Jónsson bjó norðan við húsið okkar. Þegar við fluttum inn sögðu gámngarnir: „Nú sér hann Klemens Jónson ekki sólina fyrir frú Álfheiði Briem.“ Húsið okkar skyggði á húsið hans. Þórhildur amma mín flutti með okkur á Tjarn- argötuna ásamt Sigríði fósturdóttur sinni. Sælustundir í Tj arnargötunni Þegar við fluttum í Tjarnargöt- una þá byijuðu miklar sælustundir fyrir okkur öll. Það var svo gaman að vera þarna með frændfólki sínu. Sigurður bróðir pabba var þama, Jón Helgason móðurbróðir minn og svo Björn Olafsson og börn þessara manna vom leiksystkini okkar systkinana. Ég gekk í Miðbæjar- barnaskólann og get ekki sagt að mér liði þar vel. Líklega leiddist mér frá byijun vegna þess að ég var fluglæs þegar ég kom í skólann. Það var lagt mikið kapp á að ég væri orðin læs þegar mamma kæmi heim frá Kaupmannahöfn og það gekk eftir. Síðan mátti ég sitja og hlusta á hin bömin kveða að heilan vetur og hafði nánast ekkert að gera og leiddist óskaplega. Ég var líka ákaflega feimin og fannst ég aldrei vera fijáls manneskja í skól- anum. Svo var mér líka alltaf kalt, húsið hefur líklega verið illa kynt. Seinna fór mér að þykja skemmti- legra, þegar ég var komin upp í áttunda bekk og átti fjölda vjn. kvenna. En ég lét dálítið illa, það verð ég að viðurkenna. Einu sinni var mér vísað út úr tíma. Hallgrím- ur Jónsson, sá frábæri kennari, kenndi okkur íslensku. Hann áminnti okkur um að þylja ekki í síbylju heldur gá að greinarmerkj- um og innhaldi þess sem lesið var. Hann tók sem dæmi kvæðið Ekkjan við ána eftir Guðmund Friðjónsson. Ein bekkjarsystir mín hét Lára Sig- urðardóttir, móðir Þóm Friðriks- dóttur leikkonu. Lára kunni sannar- lega að leika hvernig lesa ætti Ekkj- una við ána. Þegar hún var komin að „grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin“ vissi ég ekki fyrr en ég lá á gólfinu, ég hló svo mikið. Hallgrími geðjaðist ekki að öllum þessum hlátri í okkur og rak mig út. Við höfðum það skemmtilegt stelpurnar en strákunum kynnt- umst við ekkert nema þegar þeir voru að sníkja í gegnum gluggann þegar við vorum í matreiðslu. Haustið 1914 fór ég í Kvenna- skólann, þar eignaðist ég mínar bestu vinkonur sem ég hélt sam- bandi við alla tíð, en þær eru nú allar dánar blessaðar. Félagsskap- urinn I skólanum var ánægjulegur en mér leiddist hræðilega allur saumaskapurinn í Kvennaskólan- um. Mér finnst það ekki góður und- irbúningur undir lífið að láta mann sauma eitthvað sem enginn hefur gagn af, maður sjálfur síst. Ég saumaði t.d. náttkjóla sem enginn gat notað heima nema mamma. Þeir voru með bróderingum og lek- um. Ég hef aldrei þurft á slíku að halda og það var hræðilegt að hafa þetta í þvotti. Það þurfti að strauja þetta svo nákvæmlega. Svo vorum við látnar sauma nærföt með tung- um sem feiknarlegt verk var á. Einar buxur saumaði ég handa Helga bróður mínum og hann fór aldrei í þær. Ég get því ekki hrósað þessari handavinnu sem tók svo óskaplegan tíma. Heldur hefði ég viljað læra eitthvað almennilegt. Þó mamma væri ein með okkur þá fengum við allt sem við þurftum en ekki mikið fram yfir það. Hún gætti þess að við værum vel til fara og fékk saumakonu heim til þess að sauma á okkur. Maður stóð þarna uppi á stól með alla þessa títupijóna í sér tímunum saman meðan verið var að máta og svo var allt haft vel við vöxt sem kom sér illa fyrir mig því ég óx hægt og var því alltaf í alltof síðum fötum að mínu mati. En við áttum vissu- lega indælt heimili. Ekki spillti að amma átti heima uppi á lofti með Siggu.'Við Sigga frænka mín vorum miklar vinkonur. Yfirleitt lifðu krakkarnir þarna yfirtaks skemmti- legu lífi. Við lékum að hverfa fyrir hom á haustin og vomm mikið í eltingaleik sem kallaður var sto. Einn strákur var svo ákafur að vinna að hann óð út í Tjörnina þeg- ar átti að klappa á bakið á honum og segja sto. Fyrir sunnan Ráð- herrabústaðinn var óbyggt tún og þar lékum við okkur mikið. Vana- lega var einn á gægjum til þess að fylgjast með hvort eigandi túnsins kæmi, hann kærði sig ekkert um að við væmm þarna að leik. Lárus Bjarnason prófessor vildi aftur á móti ekki að við værum á götunni. Ef við vomm þar í boltaleik gat sá leikur endað snögglega með því að Láms tæki af okkur boltann, við fengum hann alltaf aftur en ekki fyrr en eftir nokkra daga. Hannes Hafstein bjó þarna með allar sínar dætur sem vom á svipuðum aldri og við. Elín var t.d. jafn gömul mér. Soffía var eldri en hún var eigi að síður með mér í bekk. Við vorum oft samferða. Hún var svo myrkfælin að Eggert bróðir minn varð oft að fylgja henni frá okkar húsi að ráðherrabústaðnum sem var bara nokkrar húslengdir frá okkur. Hún var líka hrædd vegna þess að það voru oft ýmsir menn að flækj- ast í kringum húsið þeirra, þeir vildu gjarnan heimsækja Hannes Haf- stein. Einn þeirra var t.d. Eyjólfur ljóstollur sem oft var hreifur af víni og við vorum hræddar við. Hannes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.