Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1989 Breytingar á námslánum 1. janúar: Hækkun ekki tryggð fyrr en flárlög hafa verið samþykkt SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, segir í svari við bréfi frá samstarfsnefnd námsmannahreyfinga, að 6% hækkun náms- lána 1. janúar næstkomandi komi til meðferðar í ríkisstjórninni þegar gengið verði frá Qárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ráð- herra segir afstöðu sína til málsins óbreytta, en ekki sé endan- lega tryggt að af hækkun verði, fyrr en Alþingi hafi afgreitt fjár- lög. Jónas Fr. Jónsson, formaður Stúdentaráðs, segir það valda vonbrigðum, að ráðherra skuli ekki taka af öll tvímæli varðandi hækkunina. Á síðasta vetri skipaði mennta- málaráðherra vinnuhóp til að fjalla um breytingar á námslánum. Til- lögur þessa vinnuhóps gerðu ráð fyrir að lánin hækkuðu í þremur áföngum; um 7,5% 1. mars, 5% 1. september og 6% 1. janúar. Samhliða þessu lagði vinnuhópur- inn til, að frádráttur vegna tekna umfram framfærslu í leyfi verði 50% í stað 35%. Ráðherra lýsti sig sammála þessum tillögum vinnuhópsins og voru lánin hækkuð um 7,5% 1. mars síðastliðinn. Einnig hefur úthlutunarreglum verið breytt, þannig að tekjutillitið hefur verið aukið í 50%. í drögum að fjár- hagsáætlun Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir hækkun lána 1. janúar. Af því tilefni sendi samstarfsnefnd úöglirra náms- mannahreyfínga menntamálaráð- herra bréf, þar sem spurt var, hvort ekki yrði af hækkuninni. Þessar hreyfingar eru Stúdentaráð Háskólans, Bandalag íslenskra sérskólanema, Iðnnemasambandið og Samband íslenskra námsmanna erlendis. Svar ráðherra hefur nú borist og segir þar að breytingar á þessu ári komi til framkvæmda eins og gert hafi verið ráð fyrir í tillögum vinnuhópsins. Breytingin 1. janúar kæmi til meðferðar í ríkisstjórn- inni þegar gengið yrði frá fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár. Afstaða menntamálaráðherra hefði komið skýrt fram í þessum efnum, en hins vegar væri ljóst, að ekkert væri endanlega tryggt fyrr en Alþingi hefði afgreitt fj árlög og það yrði ekki fýrr en í desember. Jónas Fr. Jónsson, formaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að svar ráðherra ylli nokkrum vonbrigðum. Að vísu kæmi þar fram, að staðið yrði við fyrirheit um hækkun 1. september en hins vegar væri svar ráðherra ekki afdráttarlaust hvað varðaði janúarhækkunina. Sagðist Jónas undrast það í ljósi fyrri yfirlýsinga ráðherrans um málið. 1/EÐURHORFUR í DAG, 1. JÚLÍ YFIRLIT f GÆR: Suðvestan gola til kaldi með súld eða skúrum á stöku stað um vestanvert landið en hægviðri og bjart víðast austan- lands. Hiti var 8-10 stig vestanlands en allt að 16 stiga austantil á landinu. SPÁ: Suðvestan gola eða kaldi. Skýjað um landið vestanvert og smáskúrir, en öllu bjartara á Austurlandi og inn til landsins noröan- lands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vestlæg eða suðvestlæg átt. Skúrir um vestanvert landið og sums staðar norðanlands, en bjart veður á Austurlandi. Heldur kaldara en í dag. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt og aftur heldur hlýn- andi, skýjað og dálítil súld eða rigning sunnanlands og vestan en bjart veður á Norður- og Austurlandi. TÁKNi Ö s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heíðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 Súld Skýjað f * / * Slydda f * / oo Mistur * * * —1* Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður I/EÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 8 léttskýjað Reykjavík 8 skúr Bergen 16 skýjað Helsinki 23 léttskýjað Kaupmannah. 22 léttskýjað Narssarssuaq 6 alskýjað Nuuk 2 þokuruðningur Ósló 24 hálfskýjað Stokkhólmur 23 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 26 helðskirt Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlín 13 súld Chicago 20 þokumóða Feneyjar 17 rigning Frankfurt 16 skýjað Glasgow 21 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 22 hálfskýjað Los Angeles 17 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd 33 heiðskírt Malaga 25 þokumóða Mallorca 28 skýjað Montreal 19 léttskýjað New York 24 mistur Orlando 23 þoka París vantar Róm vantar Vín 23 léttskýjað Washington 23alskýjað Winnipeg vantar Gert er ráð fyrir að um 30 til 40 einbýlis- og raðhúsalóðum verði úthlutað í Bæjargili í haust og hafa 35 þúsund fermetrar úr landi Smárahvamms verið teknir eignarnámi. Garðabær: 200 Q ■400 KÓPAVO tenging anesbraut G U R Spilda úr Smárahvamms- landi tekin eig’narnámi BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur tekið eignarnámi rúmlega 35.000 fermetra úr landi Smárahvamms. Samkvæmt niðurstöð- um matsnefiidar eignarnámsbóta greiðir bæjarsjóður eigend- um 13,5 milljónir fyrir landið. Að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra, er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessu svæði. Er reiknað með að þar muni rísa milli 30 og 40 einbýlis- og raðhús og að úthlutun geti farið fram í haust. „Við tókum eignamámi spildu úr Smárahvammslandi," sagði Ingimundur. „Var það sameigin- leg niðurstaða landeigenda og bæjaryfirvalda að vísa málinu til matsnefndar eignarnámsbóta, þar sen ekki náðist samkomulag um matsverð." Bruni á minkabúinu að Miðfelli: Þúsund dýr af 1.800 dauð úr reykeitrun Töluvert tjón á húsum UM EITT þúsund minkar eru dauðir úr reykeitrun eftir að eldur kom upp á minkabúinu að Miðfelli í Austur-Skaftafellssýslu á föstu- dagskvöld. Að sögn Þrúðmars Þrúðmarssonar, eiganda búsins, var hann með 1.800-1.900 dýr í húsinu, þar af 350 læður. Dýrin eru enn að drepast úr eitruninni og segir dýralæknir að þeim geti enn fækkað er líður á vikuna, að sögn Þrúðmars. Það var um klukkan 18 á föstu- dagskvöld sem eldsins varð vart. Þá var húsið, sem dýrin voru í, orð- ið fullt af reyk og rauk upp úr þak- inu. Slökkvilið var kallað til frá Höfn í Hornafirði, um 20 kílómetra leið. Vel gekk að slökkva eldinn, en að sögn Þrúðmars eru fjögur sperrubil af nítján, sem húsið spannar, mikið brunnin. Skálinn er einnig mikið sótugur. Þrúðmar sagðist ekki gera sér ljóst ennþá hvað tjónið væri mikið, en það væri töluvert. Dýrin eru tryggð hjá Samvinnutryggingum, og húsið er í skyldutryggingu hjá Brunabót. Tryggingafélögin eru enn að meta tjónið. Ókunnugt er um eldsupptök. Sláttur hvergi al- mennt byrjaður SPRETTU fór vel fram tvær vikur um miðjan júní, en undanfarna viku hefur lítið sprottið í kuldak- astinu, að sögn Jónasar Jónsson- ar, búnaðarmálastjóra. Hann sagði að einstaka menn væru byrj- aðir að slá víða um land, en slátt- ur væri hvergi almennt byijaður. Jónas sagðist vita til þess sums staðar, eins og til dæmis norður í Fljótum, horfði illa vegna þess að snjór var varla farinn af túnum þeg- ar hlýindin voru og hann ætti von á að sláttur yrði almennt verulega seinni en í venjulegu ári, jafnvel hálf- um mánuði þremur vikum. Hann sagðist búast við að menn færu al- mennt að slá í lágsveitum á Suður- Iandi á næstunni þegar sæi fram á sæmilegan þurrk og ef til vill byijuðu menn að slá í vothey fljótlega. Jónas sagði að víða um landið væri kal í túnum, þó ekki væri um stór samfelld svæði að ræða. Ekki væri að fullu komið í ljós hversu mikinn skaða það gerði, en frekar tvísýnar horfur væru um heildar- heyfeng. Árið í fyrra var þokkalegt hvað það snerti. * I gæzluvarð- hald grunaður um nauðgun MAÐURINN, sem var handtek- ínn aðfaranótt laugardags, grun- aður um að hafa nauðgað konu í heimahúsi, hefiir verið úrskurð- aður í fimm daga gæzluvarðhald. Önnur kona kærði mann fyrir að hafa nauðgað sér í húsi í mið- bænum, sömu nóttina. Konan féll frá kærunni, en málið hefur verið rannsakað og málsskjöl send ríkis- saksóknara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.