Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JULI 1989 43 Anna Sigurbjörg var fædd 29. september 1944, elst systkina sinna og var af þeim ævinlega nefnd Anna systir. Okkur fannst oft að henni væri gæfan gefin í smáum skömmtum og víst voru áföllin mörg og ekki lítil. En lífsgæfan verður ekki mæld í tíma né öðrum einingum og hugtakið rúmar margt og mikið. Anna var falleg kona, óvenju brosmild og geislaði af hlýju. í klæðaburði bar hún oft af öðrum þó ekki ætti hún veraldarauð til að versla í tískuhúsum stórborga. Handlagin og smekkvís var hún með afbrigðum. Aðaleinkenni henn- ar og það sem gerði hana ógleyman- lega þeim sem áttu með henni sam- leið, var hversu létt hún átti með að tjá sig og láta í ljós tilfinningar sínar, einlæg og hreinskiptin. Bros- andi og með opinn faðminn heilsaði hún flölskyldu og vinum alla tíð og vini átti hún marga enda afburða mannglögg og trygglynd. Það vakti undrun þeirra er til þekktu hvernig hún kom rekstri heimilisins fyrir, innan ramma tekna sinna, þar kom til einstök reglusemi og skipulags- gáfa, sannkölluð hagstjórn. Eitt áfallið kom fyrir síðustu jól er sjúkdómur tók sig upp. Mig lang- ar að minnast lítils atviks sem lýsir henni svo vel. Þá átti ég stund við sjúkrabeð hennar, fljótlega fann hún út að hægt var að greiða götu mína í gegn um sína og sagði: „Má ég reyna hvað ég get gert?“ og það mál leystist fljótt og vel. í janúar var ég uggandi um hennar þrek og fór til að hitta hana að máli. „Ef ég næ í bakkann held ég fast og klóra mig uppúr“ sagði hún, trúin og ótrúlegt baráttuþrek hennar var endurheimt, en skammt var stórra högga á milli. Anna veiktist af heilahimnubólgu á þriðja í páskum og var flutt á gjörgæsludeild Landakotsspítala. í tæpan hálfan mánuð var hún með- vitundarlaus. Margar heitar bænir voru beðnar sem veittu von og trú á líkn með þraut. Hún kom til vit- undar með fulla og óskemmda hugsun og sál, en líkaminn var lagð- ur í þunga flötra og henni varnað máls. Henni var gefið það þrek að geta fagnað öllum með sínu breiða brosi og augun skinu af elsku til ættingja og vina. Henni auðnaðist að nota hægri handlegg í nokkrar vikur til að faðma að sér eins og henni var svo eiginlegt, þökk sé fyrir þær stundir. Ef til vill er það stærsta gæfa hvers manns að geta gefið samferðafólkinu bros og tjáð væntumþykju tii hinstu stundar. Fátækleg orð til að minnast eins ■af sterkum ljósgeislum er lýst hafa í lífi mínu. Guð blessi börn hennar og ætt- ingja. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum dðggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Olga Það var erfitt að anda þegar Unnar hringdi í mig að morgni Biómastoýa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld íil kí. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. þriðjudags og sagði mér að mamma hans væri dáin. Já, hún elsku Anna mín er dáin, ég hélt og vonaði að hún gæti barist eins og vorið, en hún tapaði að lokum og kannski hefur vorið gert það líka, því enn er frost til ijalla á nóttunni. Ég var svo gæfusöm að kynnast Önnu þeg- ar ég var 13 ára en þá vorum við saman á Héraðskólanum á Laugar- vatni. Þá kynntist ég strax elsku- semi hennar og hlýju. En síðar skildu leiðir. Einn kaldan vetrardag fundum við hvor aðra aftur. Þá hafði hún flutt hingað á Selfoss ásamt fjöldskyldu sinni frá Sauðár- króki. Hér á Selfossi bjuggu þau í nokkur ár, þá unnum við saman á símstöðinni. Það var ánægjulegur tími, hún var ósérhlífin og einstak- lega samviskusöm. Eftir að Anna flutti til Reykjavík- ur áttum við saman margar ánægjustundir og höfðum oft á orði að það væri allt of langt á milli okkar. Hún var sérstaklega mynd- arleg húsmóðir og saumaði og pijónaði mikið. Þar áttum við sam- eiginlegt áhugamál. Oft hringdi hún í mig ef hún hafði keypt sér fallegt efni eða garn. Ég á nokkur kort frá henni, sem hún sendi mér þegar hún var á ferðalagi, bæði hér innan- lands og eins frá Noregi þegar hún var að heimsækja Þórhall, son sinn, og síðast þegar þau giftu sig Henný og hann. Þau byija öll eins: „Elsku vinkona, mikið vildi ég að þú værir komin, hér er yndislegt að vera.“ Svona var hún, hún vildi alltaf að aðrir gætu notið þess g’oða með henni. Anna veiktist árið 1985 af illvíg- um sjúkdómi og barðist þá og sigr- aði og aftur nú fyrir síðustu jól. En hún náði sér fljótt og lífið blasti við. Hún kom síðast til okkar 19. mars og var svo glöð og bjartsýn eins og alltaf. Það var yndisleg stund. En svo dundu ósköpin yfir. Þann 29. mars veiktist hún af þeim sjúkdómi sem hún tapaði fyrir, þrátt fyrir einstaka baráttu. Þó hún væri mikið veik mundi hún eftir afmælis- deginum mínum 10. júní og sendi mér skeyti. Ég og fjölskylda mín þökkum henni ánægjulega sam- fylgd og söknum hennar sárt.’En við eigum margar góðar minningar að ylja okkur við. Einnig sendum við börnum hennar, tengdadóttur, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Blessuð sé minningin um elsku- lega vinkonu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Ef á mínum ævidegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má. (Joh. Höfel. - Helgi Hálfd.) Ó blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (W.A. Wexels - Matth. Joch.) Ragnheiður Ágústsdóttir Okkur, starfsfólk á gjörgæslu Landakotsspítala, langar að minn- ast Önnu Leopoldsdóttur með fáein- um orðum. Þá 3 mánuði sem við þekktum Önnu lá hún oft milli heims og helju. En þrátt fyrir van- líðan og endurtekin áföll átti Anna alltaf bros handa okkur, þegar ný vakt mætti. Fáum höfum við áður kynnst sem áttu eins mikla lífsgleði, bjartsýni og styrk, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Á þessum stutta tíma er við þekktum Önnu, eignaðist hún virð- ingu og aðdáun okkar allra. Við vottum börnum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk á gjörgæslu Landakotsspítala. t Elskuleg móðir okkar, dóttir og systir, ANNA SIGURBJÖRG LEÓPOLDSDÓTTIR, Tunguseli 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala. María Sif Gunnarsdóttir, Unnar Þór Gunnarsson, Þórhallur Björnsson, María Magnúsdóttir, Leópold Jóhannesson og systkini. t Hjartkær móðir mín og dóttir okkar, KRISTÍN J. HJALTADÓTTIR, Sæviðarsundi 31, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á styrktarsjóð Sjálfs- bjargar, Hátúni 12, sími 26700. Marsibil S. Gfsladóttir, Marsibil S. Bernharðsdóttir, Hjalti P. Þorsteinsson. t Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS SIGURJÓNS MAGNÚSSONAR, Nóatúni 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gervinýra og deildar 14G í Landspítalanum í Reykjavík. Anna Guðmundsdóttir, Erla Einarsdóttir, Þormóður Einarsson, Magnús Einarsson, Ólöf Erla Hjaltadóttir, Gylfi Einarsson, ÓlöfCooper, Guðmundur Einarsson, Svana Guðjónsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Kristinn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, kveðjur og minningargjafir við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR, Miðfelli. Skúli Gunnlaugsson, Sigurður Gunnlaugsson, Magnús Gunnlaugsson, Karl Gunnlaugsson, Emil Gunnlaugsson, Arndfs Sigurðardóttir, Elín Stefánsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Elín Hannibalsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Haðarstfg 10, Reykjavík. Guðmundur Þórarinsson, Magnús Þórarinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórarinsdóttir, Gunnar Helgason, Þuri'ður Þórarinsdóttir, Þorgrímur Halldórsson, ömmu- og langömmubörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURVEIGAR JÓNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Felli, Glerárhverfi, Akureyri. Sérstakar þakkir færum kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar og söng- stjóra hans. Starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð þökkum við góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS MARKÚSSONAR, Laufvangi 16, Hafnarfirði. Kjartanía Vilhjálmsdóttir, MárJónsson, Jóna Ólafsdóttir, Herborg Jónsdóttir, Jóhannes Haraldsson, Eli'nborg Jónsdóttir, Tómas Jónsson, Hörður Jónsson, Arnhildur Þórhallsdóttir, Viðar Jónsson, og barnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför JAKOBS JÓNSSONAR, DR. THEOL. og heiðruðu minningu hans. Þóra Einarsdóttir, Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg, Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir til allra sem auðsýndu okkur vinsemd, samúð og stuðning við fráfall BJARNA RÖGNVALDSSONAR, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði. Innilegt þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks sem annaðist hann á Sólvangi og Landspítalanum af einstakri alúð og umhyggju. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson. Lokað frá kl. 14.00-17.00 í dag vegna jarðarfarar ÖNNU LEOPOLDSDOTTUR. Fasteignamiðstöðin, Skipholti 50b.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.